Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 72

Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 72
72 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÖRN Elías Guðmundsson, öðru nafni Mugison, semur tónlistina fyrir Niceland, væntanlega mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Að sögn Mugison benti handrits- höfundur Niceland, Huldar Breið- fjörð, Friðriki Þór leikstjóra á hann. Einhvern tíma hittust hann og Friðrik svo á förnum vegi og ámálgaði Friðrik þá hugmynd við hann að hann kæmi að vinnu við tónlist myndarinnar. Síðan leið u.þ.b. ár þangað til Friðrik hafði samband aftur. Þá var ákveðið að kýla á þetta og fékk Mugison einn mánuð til að semja og taka upp. „Mér fannst gott að fá svona áskorun,“ segir hann blaðamanni, þar sem hann situr í eldhúsi sínu við Mjallargötu 1 á Ísafirði. „Mér fannst þetta mjög lítill tími en síð- ustu plötu mína (Lonely Mountain) vann ég á hálfu ári. Pressan var samt góð fannst mér.“ Tónlistin er blanda af stuttum stemmum og hefbundnari laga- smíðum og samdi Mugison tónlist- ina á Ísafirði og notaðist m.a. við orgelið sem er í kirkju staðarins. Mugison hefur slegið næstu eig- inlegu plötu sinni á frest vegna vinnunnar við Niceland. Hún er þó væntanleg seint á þessu ári og kemur í kjölfar Lonely Mountain, plötu Mugison frá 2002, frábæru verki sem vakti á honum verð- skuldaða athygli. Niceland kemur svo í kvik- myndahús á næstu mánuðum. Framundan hjá Mugison er hins vegar spilamennska í Bretlandi og Frakklandi og meðal annars mun hann spila erlendis með múm í maí. Þá er nýkomin út tólftomman „Sea Y“ á merki Matthew Herbert, Lifelike. Platan inniheldur fjögur lög, tvö þeirra eru af Lonely Mountain og síðan eru tvær endur- hljóðblandanir af lögunum. Meðal annars vélar Arto Lindsey um eitt lagið en hann er að fara að vinna með Björk að nýrri plötu hennar. Semur tónlist fyrir kvikmyndina Niceland Mugison er sem stendur búsettur á Ísafirði og tók hann upp tónlistina þar. Góð pressa Ísafjörður. Morgunblaðið. arnart@mbl.is ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 5.50, 8 og 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.10. EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.50, 8 og 10.10. FRUMSÝNING Sprenghlægileg gamanmynd þar sem Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem súperlöggur á disco-tímabilinu!HJ. MBL  ÓHT. Rás2 Sýnd kl. 6.  Kvikmyndir.com SV MBL DV Sýnd kl. 6, 8 og 10.05 Sean Penn besti leikari í aðalhlutverki Tim Robbins besti leikari í aukahlutverki Renée Zellweger besta leikkona í aukahlutverki Sýnd kl. 5.30 og 9.15. B.i. 16.  Kvikmyndir.com  HJ MBL Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10.  J.H.H Kvikmyndir.com „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL Síðustu sýningar á þessum frábæru heimildarmyndum  SV MBL Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8.15. SV MBL -Roger Ebert „Bráðfyndin“ HJ. MBL Skonrokk Ó.H.T. Rás2 FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU GAGNRÝNENDUM LANDSINS! „Ótrúlega áhrifarík. Frumleg, fyndin og elskuleg.“ -BÖS, Fréttablaðið „Hundrað sinnum fyndnari en Ben Stiller á besta degi.“ -VG. DV FRUMSÝNING Sýnd kl. 8. Sprenghlægileg gamanmynd þar sem Ben Stiller og Owen Wilson fara á kostum sem súperlöggur á disco-tímabilinu! Sýnd kl. 10.20. B.i. 16. www.landsbanki.is sími 560 6000 Árlega veitir Landsbankinn ellefu námsstyrki til virkra viðskiptavina Námunnar. Styrkirnir skiptast þannig: • 3 styrkir til framhaldsskóla- og iðnnáms á Íslandi, 100.000 kr. hver • 2 styrkir til háskólanáms á Íslandi, 200.000 kr. hvor • 2 styrkir til BS/BA-háskólanáms erlendis, 300.000 kr. hvor • 2 styrkir til meistara/doktors-háskólanáms erlendis, 400.000 kr. hvor • 2 styrkir til listnáms, 200.000 kr. hvor Umsóknarfrestur er til og með 31. mars. ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N /S IA .I S L B I 2 3 5 9 5 0 2 /2 0 0 4 Námsstyrkir til Námufélaga Kjörið tækifæri til að fá fjárhagslegan stuðning meðan á námi stendur Allar nánari upplýsingar má finna á www.landsbanki.is og þar má einnig nálgast skráningarblað sem nauðsynlegt er að fylgi hverri umsókn. Umsóknum skal skilað í næsta útibú Landsbankans, merkt: Námustyrkir, Markaðs- og þróunardeild Landsbankans, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Styrkirnir eru afhentir í byrjun maí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.