Morgunblaðið - 19.03.2004, Side 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
FLESTIR þeir sem hafa skilning á mik-
ilvægi fjármálaþjónustu sem atvinnu-
greinar harma að möguleikar sparisjóð-
anna til að taka þátt í hagræðingu að eigin
frumkvæði skuli hafa verið þrengdir.
Sparisjóðalöggjöfin hlýtur því að kalla á
að bankarnir endurskoði samstarfs- og
samrunamöguleika
sinna eininga. Þetta
segir Halldór J.
Kristjánsson, formað-
ur Samtaka banka og
verðbréfafyrirtækja.
„Þetta hefur auðvit-
að komið fram hjá
fleiri en einum af for-
svarsmönnum bank-
anna. Ef ég tala fyrir
hönd Landsbankans
þá teljum við að þetta
hljóti að gerast. […] En ég tel mikilvægt
að menn fari að líta á íslensku fyrirtækin í
alþjóðlegu samhengi að þessu leyti. Smám
saman endurskilgreina menn væntanlega
hluta af þessum markaði sem samevr-
ópskan markað. Það gæfi bönkunum
væntanlega kost á því að horfa á nýja
möguleika í samvinnu sín á milli eða með
samruna einstakra eininga,“ segir Hall-
dór.
Hann segir gagnrýni á starfsemi banka
og fjármálafyrirtækja ekki hafa verið vel
rökstudda og hún hafi því verið ósann-
gjörn. Bankar og fjármálafyrirtæki hafi
t.d. ekki aukið umsvif sín umfram þann
vöxt sem verið hafi í íslensku atvinnulífi.
Halldór segist telja að hagræða megi
enn frekar í bankakerfinu og nauðsynlegt
sé að leyfa íslensku fjármálafyrirtækjun-
um að ná ákjósanlegri lágmarksstærð svo
þeir hafi burði til að hasla sér völl á er-
lendum mörkuðum.
Formaður Samtaka banka
og verðbréfafyrirtækja
Hljóta að
endurskoða
samruna-
möguleika
Þörf/38
Halldór J. Kristj-
ánsson
OLÍUFÉLÖGIN hófu
bensínstríð í gær sem
segja má að sé staðbundið.
Það hófst með því að ÓB-
bensín auglýsti þriggja
daga kynningartilboð á
nýrri sjálfsafgreiðslustöð
við Háaleitisbraut. Bens-
ínorkan fylgdi í kjölfarið
og bauð lægra verð á
tveimur stöðvum við Miklubraut
skammt frá. Olíufélagið Esso
lækkaði síðan bensínverð í sjálfs-
afgreiðslu á þremur stöðvum, þar
af einni í Fellsmúla, og loks lækk-
aði Skeljungur sjálfsafgreiðslu-
verð á bensíni á stöðinni við Vest-
urlandsveg niður í 87,90 kr.
ÓB-bensín birti í gær auglýs-
ingu þar sem 12 króna afsláttur
var kynntur af hverjum bensín-
lítra. Að sögn Önnu Birnu Hall-
dórsdóttur hjá Samkeppnisstofn-
un var spurst fyrir um þessa
auglýsingu þar sem afslátturinn
miðaðist ekki við verð á ÓB-stöð
áður, sem hefur verið rúmar 92
krónur, heldur fullt þjónustuverð
á bensínstöð Olís. Anna Birna seg-
ir forráðamenn Olís hafa gefið þau
svör að þessi auglýsing yrði ekki
birt aftur. Samúel Guð-
mundsson hjá Olís sagði
að kynningartilboð yrði í
gangi í þrjá daga hjá ÓB-
stöðinni við Háaleitis-
braut, 86,70 kr. fyrir
bensínlítrann og 29,10 kr.
fyrir dísilolíu.
Bensínorkan lækkaði
bensínlítrann í 86,60 kr.
og dísilolíulítra í 29 kr. á stöðv-
unum norðan og sunnan Miklu-
brautar við Kringluna. Verðinu
var ekki breytt á öðrum stöðvum
en eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær hefur Samkeppnis-
stofnun beint þeim tilmælum til
Orkunnar að bjóða alltaf lægsta
verð á öllum útsölustöðum sínum
til að geta staðið við auglýsingar
sínar um að Orkan sé „alltaf ódýr-
ust“. Gunnar Skaptason hjá Bens-
ínorkunni sagði að tilmælin væru
til skoðunar. Félagið ætlaði að
bjóða áfram lægsta verð, Sam-
keppnisstofnun gæti ekki stjórnað
verðlagningunni.
Olíufélagið Esso lækkaði verð á
bensíni í 87,90 kr/lítra í sjálfsaf-
greiðslu á stöðvunum við Fells-
múla, Bíldshöfða og Ártúnshöfða.
Staðbundið
bensínstríð
SIGURÐUR G. Guðjónsson, forstjóri
Norðurljósa, segir að ársskýrsla fé-
lagsins, sem birt var í gær, sé uppgjör
við fortíðina. Í skýrslunni gagnrýnir
hann fyrri stjórn Norðurljósa harð-
lega fyrir að hafa ekki unnið mark-
visst að því að leysa fjárhagsvanda fé-
lagsins. Á einum stað í skýrslunni
segir hann að yfirlýsingar stjórnar-
formannsins, Jóns Ólafssonar, um að-
komu erlendra fjárfesta að endurfjár-
mögnun hafi verið „tálsýn ein og í
raun bull“.
Sigurður segist í samtali við Morg-
unblaðið í gær hafa talið tímabært að
lýsa því hvers vegna það tók rúm tvö
ár að endurfjármagna Norðurljós.
Stjórnin taki sig saman
í andlitinu
Tvö bréf sem Sigurður sendi
stjórnarformanninum og stjórnar-
mönnum í tölvupósti í október í fyrra
þar sem hann lýsir áhyggjum sínum
af fjárhagsstöðu félagsins eru birt í
ársskýrslunni. „Eftir að hafa fylgst
með tilraunum stjórnenda og eigenda
Norðurljósa til endurfjármögnunar
félagsins [...] eru það að mínu mati að-
eins töfrar, sem nú geta bjargað
Norðurljósum frá gjaldþroti, nema
stjórnin taki sig saman í andlitinu og
í lok janúar sl. Engar aðrar breyting-
ar voru gerðar á stjórn Norðurljósa.
Tap af rekstri félagsins nam 451
milljón króna á síðasta ári, skv. árs-
reikningi, en hagnaður af starfsem-
inni árið á undan nam 283 milljónum
króna.
Norðurljós var í lok janúar sl. sam-
einað Frétt ehf. og lauk þar með end-
urfjármögnun. Hluthafar Norður-
ljósa eru 23. Félög tengd Jóni Ásgeiri
Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni
eiga tæp 60% í sameinuðu félagi.
leggi fyrir lánardrottna raunhæfar
tillögur um endurfjármögnun.“
Sigurður segir viðræður um endur-
fjármögnun Norðurljósa, sem stóðu
yfir allt síðasta ár, hafa gengið út á að
viðhalda yfirráðum Jóns Ólafssonar í
félaginu.
Kári í stjórn Norðurljósa
Kári Stefánsson, sem í byrjun
þessa mánaðar keypti 15% hlut í
Norðurljósum, tók sæti í stjórn fé-
lagsins á aðalfundi sem fram fór í
gær. Kári kemur í stað Kristins
Bjarnasonar, sem tók sæti í stjórninni
„Uppgjör við fortíðina“ í
ársskýrslu Norðurljósa
Morgunblaðið/Sverrir
Endurfjármögnun Norðurljósa tók rúm tvö ár. Forstjóri félagsins gagn-
rýnir fyrri stjórn fyrir aðgerðaleysi í ársskýrslu sem birt var í gær.
Ómarkvissar/13
LIÐ Borgarholtsskóla sigraði lið Mennta-
skólans í Reykjavík í undanúrslitum í spurn-
ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í
gær. „Þekkingin skilaði okkur áfram,“ sagði
Steinþór Helgi Arnfinnsson eftir að úrslitin
lágu fyrir; 31 stig Borgarholtsskóla gegn 28
stigum MR.
Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar
ljóst var að ellefu ára sigurganga MR í Gettu
betur var rofin. „Það er yndisleg tilfinning,“
segir Björgólfur Guðbjörnsson og viðurkennir
að það sé skrítin tilfinning að fella „MR-
veldið“.
Hann segir það hafa skipt miklu máli að
vera yfir eftir hraðaspurningarnar. Annars
hafi liðin skipst á um forystu og aldrei verið
mikill munur á þeim. „Þetta gat ekki verið
meira spennandi,“ segir Björgólfur en þeir fé-
lagar hafi verið rólegir allan tímann. Hann ber
lof á lið MR og segir þetta allt vera frábæra
stráka sem hafi háð drengilega baráttu. Þetta
er í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í keppn-
inni en þriðja skipti Steinþórs og Baldvins
Más Baldvinssonar. Enginn þeirra hefur áður
náð að komast í sjónvarpshluta keppninnar.
„Við erum að sjálfsögðu ánægðir með að
vinna en við getum gert betur,“ segir Steinþór
og Björgólfur telur að góður undirbúningur í
bland við einhverja heppni hafi skilað þessum
árangri. Það hafi átt við bæði liðin og ekki ver-
ið þeim neitt meira í hag. Spurningakeppnin sé
hluti af lífi þeirra allra og nú sé undirbúningur
fyrir úrslitakeppnina, sem verður haldin 2.
apríl, framundan. Æfing sé lykill að góðum ár-
angri og gott sjálfstraust.
„Við slökum ekkert á núna, þetta voru und-
anúrslit og við ætlum okkur að sigra í þessari
keppni,“ segir Steinþór Helgi, ákveðinn í að
gera enn betur úrslitakvöldið.
Borgarholtsskóli vann Menntaskólann í Reykjavík í Gettu betur
Ljósmynd/borgari.is
Nemendur í Borgarholtsskóla hlupu upp á svið til að fagna sigrinum. Í
liðinu sem batt enda á ellefu ára sigurgöngu MR eru Björgólfur Guð-
björnsson, Steinþór Helgi Arnfinnsson og Baldvin Már Baldvinsson.
„Ætlum okkur að vinna keppnina“