Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 19.03.2004, Qupperneq 76
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. FLESTIR þeir sem hafa skilning á mik- ilvægi fjármálaþjónustu sem atvinnu- greinar harma að möguleikar sparisjóð- anna til að taka þátt í hagræðingu að eigin frumkvæði skuli hafa verið þrengdir. Sparisjóðalöggjöfin hlýtur því að kalla á að bankarnir endurskoði samstarfs- og samrunamöguleika sinna eininga. Þetta segir Halldór J. Kristjánsson, formað- ur Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. „Þetta hefur auðvit- að komið fram hjá fleiri en einum af for- svarsmönnum bank- anna. Ef ég tala fyrir hönd Landsbankans þá teljum við að þetta hljóti að gerast. […] En ég tel mikilvægt að menn fari að líta á íslensku fyrirtækin í alþjóðlegu samhengi að þessu leyti. Smám saman endurskilgreina menn væntanlega hluta af þessum markaði sem samevr- ópskan markað. Það gæfi bönkunum væntanlega kost á því að horfa á nýja möguleika í samvinnu sín á milli eða með samruna einstakra eininga,“ segir Hall- dór. Hann segir gagnrýni á starfsemi banka og fjármálafyrirtækja ekki hafa verið vel rökstudda og hún hafi því verið ósann- gjörn. Bankar og fjármálafyrirtæki hafi t.d. ekki aukið umsvif sín umfram þann vöxt sem verið hafi í íslensku atvinnulífi. Halldór segist telja að hagræða megi enn frekar í bankakerfinu og nauðsynlegt sé að leyfa íslensku fjármálafyrirtækjun- um að ná ákjósanlegri lágmarksstærð svo þeir hafi burði til að hasla sér völl á er- lendum mörkuðum. Formaður Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja Hljóta að endurskoða samruna- möguleika  Þörf/38 Halldór J. Kristj- ánsson OLÍUFÉLÖGIN hófu bensínstríð í gær sem segja má að sé staðbundið. Það hófst með því að ÓB- bensín auglýsti þriggja daga kynningartilboð á nýrri sjálfsafgreiðslustöð við Háaleitisbraut. Bens- ínorkan fylgdi í kjölfarið og bauð lægra verð á tveimur stöðvum við Miklubraut skammt frá. Olíufélagið Esso lækkaði síðan bensínverð í sjálfs- afgreiðslu á þremur stöðvum, þar af einni í Fellsmúla, og loks lækk- aði Skeljungur sjálfsafgreiðslu- verð á bensíni á stöðinni við Vest- urlandsveg niður í 87,90 kr. ÓB-bensín birti í gær auglýs- ingu þar sem 12 króna afsláttur var kynntur af hverjum bensín- lítra. Að sögn Önnu Birnu Hall- dórsdóttur hjá Samkeppnisstofn- un var spurst fyrir um þessa auglýsingu þar sem afslátturinn miðaðist ekki við verð á ÓB-stöð áður, sem hefur verið rúmar 92 krónur, heldur fullt þjónustuverð á bensínstöð Olís. Anna Birna seg- ir forráðamenn Olís hafa gefið þau svör að þessi auglýsing yrði ekki birt aftur. Samúel Guð- mundsson hjá Olís sagði að kynningartilboð yrði í gangi í þrjá daga hjá ÓB- stöðinni við Háaleitis- braut, 86,70 kr. fyrir bensínlítrann og 29,10 kr. fyrir dísilolíu. Bensínorkan lækkaði bensínlítrann í 86,60 kr. og dísilolíulítra í 29 kr. á stöðv- unum norðan og sunnan Miklu- brautar við Kringluna. Verðinu var ekki breytt á öðrum stöðvum en eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Samkeppnis- stofnun beint þeim tilmælum til Orkunnar að bjóða alltaf lægsta verð á öllum útsölustöðum sínum til að geta staðið við auglýsingar sínar um að Orkan sé „alltaf ódýr- ust“. Gunnar Skaptason hjá Bens- ínorkunni sagði að tilmælin væru til skoðunar. Félagið ætlaði að bjóða áfram lægsta verð, Sam- keppnisstofnun gæti ekki stjórnað verðlagningunni. Olíufélagið Esso lækkaði verð á bensíni í 87,90 kr/lítra í sjálfsaf- greiðslu á stöðvunum við Fells- múla, Bíldshöfða og Ártúnshöfða. Staðbundið bensínstríð SIGURÐUR G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir að ársskýrsla fé- lagsins, sem birt var í gær, sé uppgjör við fortíðina. Í skýrslunni gagnrýnir hann fyrri stjórn Norðurljósa harð- lega fyrir að hafa ekki unnið mark- visst að því að leysa fjárhagsvanda fé- lagsins. Á einum stað í skýrslunni segir hann að yfirlýsingar stjórnar- formannsins, Jóns Ólafssonar, um að- komu erlendra fjárfesta að endurfjár- mögnun hafi verið „tálsýn ein og í raun bull“. Sigurður segist í samtali við Morg- unblaðið í gær hafa talið tímabært að lýsa því hvers vegna það tók rúm tvö ár að endurfjármagna Norðurljós. Stjórnin taki sig saman í andlitinu Tvö bréf sem Sigurður sendi stjórnarformanninum og stjórnar- mönnum í tölvupósti í október í fyrra þar sem hann lýsir áhyggjum sínum af fjárhagsstöðu félagsins eru birt í ársskýrslunni. „Eftir að hafa fylgst með tilraunum stjórnenda og eigenda Norðurljósa til endurfjármögnunar félagsins [...] eru það að mínu mati að- eins töfrar, sem nú geta bjargað Norðurljósum frá gjaldþroti, nema stjórnin taki sig saman í andlitinu og í lok janúar sl. Engar aðrar breyting- ar voru gerðar á stjórn Norðurljósa. Tap af rekstri félagsins nam 451 milljón króna á síðasta ári, skv. árs- reikningi, en hagnaður af starfsem- inni árið á undan nam 283 milljónum króna. Norðurljós var í lok janúar sl. sam- einað Frétt ehf. og lauk þar með end- urfjármögnun. Hluthafar Norður- ljósa eru 23. Félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Pálma Haraldssyni eiga tæp 60% í sameinuðu félagi. leggi fyrir lánardrottna raunhæfar tillögur um endurfjármögnun.“ Sigurður segir viðræður um endur- fjármögnun Norðurljósa, sem stóðu yfir allt síðasta ár, hafa gengið út á að viðhalda yfirráðum Jóns Ólafssonar í félaginu. Kári í stjórn Norðurljósa Kári Stefánsson, sem í byrjun þessa mánaðar keypti 15% hlut í Norðurljósum, tók sæti í stjórn fé- lagsins á aðalfundi sem fram fór í gær. Kári kemur í stað Kristins Bjarnasonar, sem tók sæti í stjórninni „Uppgjör við fortíðina“ í ársskýrslu Norðurljósa Morgunblaðið/Sverrir Endurfjármögnun Norðurljósa tók rúm tvö ár. Forstjóri félagsins gagn- rýnir fyrri stjórn fyrir aðgerðaleysi í ársskýrslu sem birt var í gær.  Ómarkvissar/13 LIÐ Borgarholtsskóla sigraði lið Mennta- skólans í Reykjavík í undanúrslitum í spurn- ingakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, í gær. „Þekkingin skilaði okkur áfram,“ sagði Steinþór Helgi Arnfinnsson eftir að úrslitin lágu fyrir; 31 stig Borgarholtsskóla gegn 28 stigum MR. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út þegar ljóst var að ellefu ára sigurganga MR í Gettu betur var rofin. „Það er yndisleg tilfinning,“ segir Björgólfur Guðbjörnsson og viðurkennir að það sé skrítin tilfinning að fella „MR- veldið“. Hann segir það hafa skipt miklu máli að vera yfir eftir hraðaspurningarnar. Annars hafi liðin skipst á um forystu og aldrei verið mikill munur á þeim. „Þetta gat ekki verið meira spennandi,“ segir Björgólfur en þeir fé- lagar hafi verið rólegir allan tímann. Hann ber lof á lið MR og segir þetta allt vera frábæra stráka sem hafi háð drengilega baráttu. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tekur þátt í keppn- inni en þriðja skipti Steinþórs og Baldvins Más Baldvinssonar. Enginn þeirra hefur áður náð að komast í sjónvarpshluta keppninnar. „Við erum að sjálfsögðu ánægðir með að vinna en við getum gert betur,“ segir Steinþór og Björgólfur telur að góður undirbúningur í bland við einhverja heppni hafi skilað þessum árangri. Það hafi átt við bæði liðin og ekki ver- ið þeim neitt meira í hag. Spurningakeppnin sé hluti af lífi þeirra allra og nú sé undirbúningur fyrir úrslitakeppnina, sem verður haldin 2. apríl, framundan. Æfing sé lykill að góðum ár- angri og gott sjálfstraust. „Við slökum ekkert á núna, þetta voru und- anúrslit og við ætlum okkur að sigra í þessari keppni,“ segir Steinþór Helgi, ákveðinn í að gera enn betur úrslitakvöldið. Borgarholtsskóli vann Menntaskólann í Reykjavík í Gettu betur Ljósmynd/borgari.is Nemendur í Borgarholtsskóla hlupu upp á svið til að fagna sigrinum. Í liðinu sem batt enda á ellefu ára sigurgöngu MR eru Björgólfur Guð- björnsson, Steinþór Helgi Arnfinnsson og Baldvin Már Baldvinsson. „Ætlum okkur að vinna keppnina“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.