Morgunblaðið - 22.03.2004, Page 8

Morgunblaðið - 22.03.2004, Page 8
FRÉTTIR 8 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Uss, það var ekkert nema fjölskyldumyndir – mest af ykkur bræðrunum og Grýlu og Leppa, og svo fullt af tölvupósti til Jóla á Íslandi. Markaðslausnir í orku- og umhverfismálum Leitum okkar eigin leiða Friðrik Már Baldurs-son, prófessor viðviðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Ís- lands, flytur fyrirlestur á morgun, 23. mars, kl. 12:15–13:15 í Odda 101. Um er að ræða innsetning- arfyrirlestur nýskipaðs prófessors við deildina. Fyrirlesturinn hefur yfir- skriftina „Markaðslausnir í orku- og umhverfismál- um“. Morgunblaðið sló á þráðinn til Friðriks og spurði hann út í fyrirlest- urinn, yfirskrift hans, efni og innihald. Geturðu greint okkur nánar frá yfirskriftinnit? „Já, hagfræðingar hafa lengi talað fyrir því að leyfa markaðsöflum að njóta sín á sviði orku- og umhverf- ismála. Á síðustu árum hefur það færst í vöxt að slíkum lausnum sé beitt í raun. Á raforkumarkaði hefur verið þróað nýtt skipulag sem leyfir samkeppni að njóta sín þar sem því verður við komið og í umhverfismálum hefur verið komið á fót kerfum þar sem sett er þak á mengun og fyrirtækjum síðan leyft að versla með losunar- heimildir. Þannig draga þeir úr mengun sem hafa bestu mögu- leikana á að gera það. Meðal ann- ars er ætlunin að leysa eitt stærsta umhverfisvandamál mannkyns – hitnun loftslags af völdum gróðurhúsalofttegunda – með kerfi sem leyfir framsal los- unarheimilda milli landa. Í er- indinu verður fjallað um mismun- andi lausnir á þessu sviði, þær kenningar sem liggja að baki og raunverulega útfærslu þeirra, en rannsóknir mínar hafa m.a. verið á þessu sviði að undanförnu.“ Segðu okkur meira … „Þegar talað er um að njóta sín á sviði orku- og umhverfismála, þá gæti það hljómað eins og að þarna séu tvö svið sem hljóti að rekast á. Orka er nauðsynleg fyrir hagvöxt og framþróun, en vinnsla hennar á hinn bóginn oftast nær tengd neikvæðum umhverfisáhrifum hverskonar. En hagfræðingar hafa lengi bent á að árangri má ná í umhverfismálum og sparnaði, með markaðslausnum: Það má ná sama árangri í að draga úr meng- un eins og stöðlum, boðum og bönnum, en tilkostnaðurinn verð- ur minni. Það kallar á að breyta þeirri hugmyndafræði sem ráðið hefur ríkjum. Síðustu árin hafa orðið breytingar á báðum sviðum. Síðustu tíu til fimmtán árin hefur t.d. náðst umtalsverður árangur í raforkumálum í nágrannalöndum okkar, en menn eru enn að fikra sig áfram á þessu sviði, ekki kom- in full reynsla á nýju hugsunina og réttu vinnubrögðin eiga eftir að festa sig í sessi.“ En í umhverfismálum? „Þar eru ýmsar leiðir færar, t.d. að taka gjöld af mengun og eins og Kyoto-bókunin stendur fyrir, að setja þak á losun gróðurhúsalofttegunda en leyfa þjóðum að versla með heimildir sín á milli. Með þessu móti er hægt að draga úr losun með mun minni tilkostnaði en ella. Það eru enn um fjögur ár í að Kyoto-bók- unin taki gildi svo þetta eru enn aðeins áætlanir, en ef marka má reynslu af sambærilegum kerfum er mark takandi á þessum niður- stöðum.“ Hvernig gæti þetta virkað á Ís- landi? „Hér á landi höfum við sérstöðu að því leyti að okkar raforka er unnin úr endurnýjanlegum orku- gjöfum, öfugt við það sem víðast gerist annars staðar þar sem not- að er jarðefnaeldsneyti. Við þurf- um því eflaust að leita okkar eigin leiða. Reynslan af því að tak- marka mengun með framseljan- legum losunarheimildum er hins vegar góð þar sem þetta hefur verið reynt. Í Bandaríkjunum hef- ur t.d. slíkt kerfi verið notað með góðum árangri til að draga úr los- un á brennisteinstvíildi, sem veld- ur súru regni og verulegu um- hverfistjóni. Sparnaðurinn mælist í milljörðum dollara, dregið hefur verið úr mengun um helming og umhverfisárangur varð mjög góð- ur. En þú spurðir hvernig svona fyrirkomulag gæti nýst okkur hér á landi. Það er í raun og veru enn þá bara opin og óskráð bók. Okk- ar losun kemur að mestu frá sam- göngum og fiskveiðum fyrir utan stóriðju. Við beitum sköttum á eldsneyti í verulegum mæli og það er spurning hvort hægt væri að ganga lengra í því. En við getum nýtt þekkingu okkar á vistvænni orkuvinnslu í sameiginlegum verkefnum með öðrum þjóðum. Það eru í raun óbein viðskipti með losunarheimildir. Árangur á því sviði telst okkur til tekna í Kyoto- bókhaldinu.“ Er þetta opinn fyrir- lestur? „Já hann er það og ég vona að ég fái góða mætingu.“ Er ekki hætt við að meðaljóninn skilji ekkert hvað verið er að tala um? „Sérfræðingar eru einmitt gjarnan gagnrýndir fyrir að vera með svo mikið af tæknilegum at- riðum og smáatriðum í máli sínu að venjulegt fólk skilur lítið. Ég ætla að reyna að hafa erindi mitt sem aðgengilegast þannig að allir geti hlýtt á.“ Friðrik Már Baldursson  Friðrik Már Baldursson lauk fil. kand.-prófi í stærðfræði frá Gautaborgarháskóla árið 1982 en hafði áður numið stærðfræði við HÍ. Lauk doktorsprófi í töl- fræði og hagnýtri líkindafræði frá Columbia-háskólanum í NY 1985 og MS-prófi í hagfræði frá HÍ 1994. Friðrik var lektor við Columbia-háskólann 1985–1988 og sérfræðingur og síðar for- stöðumaður hagrannsókna og síðast forstjóri Þjóðhagsstofn- unar 1988–1999. Vísindamaður við Hagfræðistofnun HÍ 1999– 2003; en er nú prófessor í hag- fræði við HÍ. Hann er kvæntur Kristínu Björnsdóttur, dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ, og eiga þau tvö börn. Okkar losun kemur að mestu frá samgöngum LEE Hall leikritahöfundur kemur til Íslands í byrjun apríl og verður viðstaddur sýningu á Eldað með Elvis, sem Menningarfélagið Eilíf- ur og Leikfélag Akureyrar setja upp í sameiningu. Hann kemur hingað ásamt eiginkonu sinni, leik- stjóranum Beeban Kidron, og tveimur börnum. Lee Hall skrifaði handritið að Eldað með Elvis og er líklega kunnastur fyrir að skrifa handrit að kvikmyndinni Billy Elliott, sem tilnefnd var til óskarsverðlauna og hreppti tvenn BAFTA-verðlaun. Beeban Kidron, eiginkona hans, er þekktur kvikmyndaleikstjóri og er um þessar mundir að ljúka við gerð annarrar myndarinnar um Dagbók Bridget Jones. Eldað með Elvis er sýnt í Loft- kastalanum um þessar mundir, en flyst fyrstu helgina í apríl í Sam- komuhúsið á Akureyri. Þar verður efnt til sérstakar hátíðarsýningar fyrir Lee Hall 7. apríl, en Leik- félag Akureyrar hefur einmitt tryggt sér sýningarréttinn á öðru leikriti eftir hann, „Spoonface Steinberg“, að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar, nýráðins leik- hússstjóra LA, en hann leikstýrir einmitt Eldað með Elvis. „Það er alltaf mikill heiður þeg- ar menn sem eru að vinna á heims- vísu koma hingað til að skoða hvernig við stöndum að verki,“ segir Hallur Helgason, leikhús- stjóri Loftkastalans, en Lee Hall þáði boð hans um að koma til landsins. „Eldað með Elvis hefur fengið frábæra dóma og frábærar viðtökur áhorfenda hér á landi og við vonumst til að hún falli höfund- inum í geð,“ sagði Hallur. Höfundur Eldað með Elvis hingað

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.