Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
Áskriftarsími 881 2060
Í FORMI
LIFANDI
VÍSINDI
Áskriftarsími 881 4060
NÆSTI sendiherra Bretlands á Íslandi, Alp
Mehmet, sem kemur hingað í næsta mánuði,
er að læra íslensku. Breska utanríkisþjón-
ustan mun héðan í frá hvetja sendiherra sem
hingað koma til að læra íslensku.
John Culver, sendiherra Bretlands á Ís-
landi, lætur af störfum í næsta mánuði. Arf-
taki hans, Alp Mehmet,
starfaði við sendiráðið hér
á landi fyrir rúmum ára-
tug. Þá byrjaði hann að
læra íslensku, en að und-
anförnu hefur hann bætt
enn frekar við þekkingu
sína. Hann sótti námskeið
hérlendis í síðasta mánuði
og hefur notið leiðsagnar
kennara í London.
„Tilgangurinn er að
hann geti talað við fólk, lesið dagblöðin og
skilið sjónvarpið þegar hann kemur hingað,“
segir Culver, sem sjálfur talar þrjú tungu-
mál. Hann segir að þótt Íslendingar tali
mjög góða ensku sé t.d. óhagræði að því fyr-
ir sendiherra að geta ekki lesið dagblöðin.
„Það er svo miklu betra ef maður getur ver-
ið í tengslum við það sem er að gerast.“
Culver segir að framtíðarsendiherrum
Bretlands verði því gefið tækifæri til að læra
íslensku. Breska utanríkisþjónustan hafi
gott orðspor á sér fyrir tungumálakunnáttu,
en m.a. vegna þess hve stutt hver sendiherra
hafi dvalið hér hafi þeir til þessa ekki lært
tungumálið. „En stefnan nú er að hver sendi-
herra læri tungumál landsins sem hann fer
til,“ segir Culver.
Sendiherrar
Breta læri
íslensku
John Culver
DAVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra bauð til móttöku í Ráð-
herrabústaðnum í gærkvöldi fyr-
ir keppendur og aðstandendur
atskákmótsins Reykjavík Rapid,
sem lauk í gær með sigri Kasp-
arsdóttir, varaforseti Skák-
sambands Íslands, og aðstoð-
armaður Kasparovs.
arovs á Short í úrslitaviðureign.
Á myndinni tekur Davíð í hönd
Kasparovs, sterkasta skákmanns
heims, og óskar honum til ham-
ingju með sigurinn. Að baki þeim
eru Guðfríður Lilja Grét-
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurvegara heilsað
Tefldi illa/10
Æsileg skák/31
EFNAHAGS- og viðskiptanefnd Alþingis
leggur til, í nefndaráliti sínu um frumvarp um
erfðafjárskatt, að allir erfingjar utan maka
verði skattlagðir með sama skatthlutfalli, þ.e.
með 5% skatthlutfalli. Í frumvarpinu er hins
vegar gert ráð fyrir því að börn og aðrir niðjar
arfleiðanda greiði 5% erfðafjárskatt en for-
eldrar, systkini og aðrir greiði 10% erfðafjár-
skatt.
„Að skattleggja alla erfingja utan maka með
sama skatthlutfalli leiðir til enn frekari einföld-
unar en gert er ráð fyrir í frumvarpinu og ætti
að gera lögin aðgengilegri fyrir almenning,“
segir í nefndarálitinu, sem lagt hefur verið
fram á Alþingi. Áfram er þó miðað við að fyrsta
milljónin í búi verði skattfrjáls, sem og arfur til
maka, eins og áður sagði. Skv. núgildandi lög-
um eru skattfrelsismörk hvers erfingja 60 þús-
und krónur.
oft ekki rétta mynd af hinu raunverulega verð-
mæti hlutabréfa og er breytingum sem nefndin
leggur til ætlað að taka á þessu. Allar eignir
skulu metnar á markaðsvirði, jafnt hlutabréf
sem aðrar eignir,“ segir í áliti nefndarinnar.
Gert er ráð fyrir því að lögin, verði þau sam-
þykkt, taki gildi 1. apríl nk., en í frumvarpinu
var gert ráð fyrir því að þau tækju gildi 1. júlí.
Stefnt er að því að afgreiða frumvarpið frá Al-
þingi í næstu viku.
Allir þingmenn nefndarinnar skrifa undir
álitið, en þingmenn Samfylkingarinnar skrifa
þó undir það með fyrirvara. Áskilja þeir sér
rétt til að leggja fram og styðja breytingartil-
lögu við málið. „Fyrirvari þeirra lýtur fyrst og
fremst að brottfalli heimildar til handa ráð-
herra til að undanþiggja kirkjur, opinbera
sjóði, líknar- og menningarstofnanir eða félög
greiðslu erfðafjárskatts,“ segir í álitinu.
Á móti er í nefndarálitinu lagt til að jöfnun
skatthlutfallsins í 5% verði mætt með breyt-
ingum á eignamati hlutabréfa. Markaðsvirði
bréfanna verður lagt til grundvallar við út-
reikning skattsins en ekki nafnverð, eins og
verið hefur.
„Á þeim tíma sem nafnverð hlutabréfa var
tekið upp í lög um erfðafjárskatt var það góður
mælikvarði á verðmæti hlutabréfa. Frá þeim
tíma hefur orðið mikil breyting með tilkomu
virks markaðar með hlutabréf og breytingum á
skattalegri meðhöndlun arðs af hlutafé. Þessar
breytingar hafa leitt til þess að nafnverð gefur
Allir erfingjar skattlagð-
ir með 5% skatthlutfalli
Markaðsverð hluta-
bréfa lagt til grund-
vallar skatti
FRAMKVÆMDIR við fyrsta húsið
á Arnarneslandi hefjast að öllum lík-
indum í sumar. Það er 40 íbúða blokk
sem rísa mun við Arnarnesveg, vest-
ast á svæðinu.
Árakrar ehf., sem nú er í eigu fjög-
urra byggingarverktaka, keypti
hluta Arnarneslands af Jóni Ólafs-
syni í nóvember 2002. Síðan hefur
verið unnið að undirbúningi upp-
byggingarinnar. „Fyrirtækið lét
breyta deiliskipulagi svæðisins svo
nú er gert ráð fyrir 340 íbúðum í stað
275 íbúða sem miðað var við í fyrra
skipulagi. „Við töldum nauðsynlegt
að fá meiri nýtingu því landið var
dýrt. Það voru ákveðnir möguleikar
á því,“ segir segir Kristinn Kristins-
son, framkvæmdastjóri Árakra ehf.
Fækkað var íbúðum í sérbýli en
fjölgað í fjölbýli þannig að rúm-
metrafjöldinn eykst ekki í takt við
fjölgun íbúða.
Um þessar mundir er verið að
ganga frá gatnahönnun og er gert
ráð fyrir að lóðirnar verði bygging-
arhæfar í haust. Þó segir Kristinn að
möguleikar séu á að byggja á einni
lóðinni fyrr. Hún standi þannig
gagnvart því gatnakerfi sem fyrir er.
Er það 40 íbúða fjölbýlishús sem
reist verður á háhæðinni við Arnar-
nesveginn, vestast á svæðinu. Ingi-
mundur Sveinsson arkitekt er langt
kominn með hönnun hússins og er
reiknað með að framkvæmdir geti
hafist um mitt sumar. Kristinn segir
að þetta verði hágæðahús. Árakrar
munu reisa þetta hús.
340 íbúðir verða á landi Árakra í Arnarneslandi
Bygging fyrsta
hússins hefst í sumar
STJÓRN Íslandsbanka samþykkti
á fundi sínum í gær nýtt skipurit
fyrir bankann. Talsverð fækkun
verður í framkvæmdastjórn bank-
ans og er markmiðið með breyting-
unum að gera stjórn hans skilvirk-
ari.
Bjarni Ármannsson verður einn
forstjóri Íslandsbanka sem fyrr en
hann mun fyrst og fremst beina
kröftum sínum að erlendri útrás og
fjárfestingarbankastarfsemi.
Björn Björnsson mun áfram
gegna starfi aðstoðarforstjóra og
hafa yfirumsjón með lánaeftirliti og
áhættustjórnun.
Þá var Jón Þórisson ráðinn að-
stoðarforstjóri Íslandsbanka og
staðgengill forstjóra á fundinum í
gær. Undir hann mun heyra öll við-
skiptabankastarfsemi, sem nú verð-
ur sett undir einn hatt.
Með þeim í framkvæmdastjórn
verða Finnur Reyr Stefánsson,
Haukur Oddsson og Tómas Kristj-
ánsson.
Þá samþykkti stjórnin í gær að
leggja til að Þorgils Óttar Mathie-
sen yrði ráðinn forstjóri Sjóvár-Al-
mennra, sem er dótturfyrirtæki Ís-
landsbanka. Verður gengið frá
ráðningu Þorgils Óttars á stjórn-
arfundi félagsins í dag. Hann tekur
við af Einari Sveinssyni, sem kjör-
inn var stjórnarformaður Íslands-
banka á aðalfundi fyrir skömmu.
Skipulagsbreyting-
ar hjá Íslandsbanka
DÆMI eru um að fólk sem tekur
þátt í SMS-leikjum, þar sem fólk
sendir textaskilaboð úr farsímum
sínum til að taka þátt í leiknum, sé
rukkað fyrir skilaboð þótt ljóst sé að
þau hafi ekki komist til skila.
Í sumum tilvikum fara skilaboðin
sem send eru í SMS-leikina ekki alla
leið til viðtakenda, heldur fær eig-
andi símans villuskilaboð þar sem
fram kemur að skilaboðin hafi ekki
borist viðtakanda. Í þeim tilvikum er
engu að síður rukkað fullt verð fyrir
skilaboðin, en algengt verð á skila-
boðum er allt frá venjulegu gjaldi
fyrir SMS upp að 100 krónum.
Eva Magnúsdóttir hjá Símanum
segir að alltaf geti gerst að hlutir
misfarist, en ef viðskiptavinurinn
komi með réttmæta kvörtun til Sím-
ans sé honum endurgreitt. Hún
kannast þó ekki við nein „stórkost-
leg“ vandamál í þessa veru.
Pétur Pétursson hjá Og Vodafone
segir að þetta geti gerst, og segir
tvær meginskýringar liggja þar að
baki. Annars vegar geti það gerst að
sá aðili sem sér um leikinn geti ekki
tekið við öllum skeytum sem berast.
Hins vegar gerist þetta þannig að
þegar notandi fær staðfestingu um
þátttöku, vinning eða annað komist
það skeyti ekki til baka.
Rukkað fyr-
ir SMS-boð
sem ekki
skila sér
FJÓRIR karlmenn eru í haldi hjá lögreglunni
í Reykjavík vegna átaka þar sem hnífum var
brugðið á loft í heimahúsi í miðbæ Reykjavík-
ur aðfaranótt sunnudags. Mennirnir eru á
aldrinum 25–50 ára og átti að yfirheyra þá í
gærkvöldi.
Málsatvik eru enn óljós en lögregla rann-
sakar málið.
Slegist með hníf-
um í heimahúsi
FERÐ um eitt hundrað starfsmanna Im-
pregilo á milli Egilsstaða og vinnubúða í
Kárahnjúkum í gær varð lengri en áætlað var.
Fjórar rútur sem starfsmennirnir voru í sátu
fastar á Kárahnjúkavegi í um þrjár klukku-
stundir vegna snjókomu og skafrennings.
Mennirnir voru væntanlegir í búðirnar um
klukkan 23 en þá beið þeirra heit kvöldmáltíð
sem eflaust hefur verið kærkomin.
Löng rútuferð
♦♦♦
♦♦♦