Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 11 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri í vor til að dveljast við frábærar aðstæður á suðurströnd Spánar í 24 nætur á ótrúlegum kjörum. Beint flug til Benidorm þar sem þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann og getur valið um spennandi kynnisferðir á meðan á dvölinni stendur. Við bjóðum við þér góð íbúðarhótel á meðan á dvölinni stendur. Munið Mastercard ferðaávísunina Vorferð til Benidorm 25. apríl - 24 nætur frá kr. 29.995 Verð frá kr. 19.990 Flugsæti með sköttum, netverð. Verð frá kr. 29.995 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, stökktutilboð, 25. apríl, 24 nætur. Netverð. Verð kr. 39.990 M.v. 2 í íbúð, stökktutilbð, 24 nætur. Flug, gisting, skattar. Netverð. Tryggðu þér síðustu sætin FULLTRÚAR frá samkeppnisyfir- völdum Evrópusambandsríkjanna hittast í dag á fundi í Brussel og taka þar að öllum líkindum ákvörð- un um að sekta hugbúnaðarfyrir- tækið Microsoft um hundruð millj- óna dollara, tugi milljarða íslenzkra króna, vegna meintra brota gegn evrópskri samkeppnislöggjöf. Talið er að sektin geti orðið sú hæsta, sem ákveðin hefur verið í sam- keppnismáli. Fundurinn er haldinn til undirbúnings fundi fram- kvæmdastjórnar ESB á miðviku- dag, en þar kann að verða tekin lokaákvörðun um sektina. Reglur ESB heimila fram- kvæmdastjórninni að sekta fyrir- tæki, sem brjóta samkeppnislög, um allt að 10% af veltu þeirra á heimsvísu. Hæsta sekt, sem beitt hefur verið, var í máli fram- kvæmdastjórnarinnar gegn Roche Holding AG, einu af nokkrum fyr- irtækjum sem fundin voru sek um samráð um verð á vítamínum. Sú sekt nam innan við 2% af veltu fyr- irtækisins. Ef sama hlutfalli væri beitt í málinu gegn Microsoft yrði fyrirtækið að reiða fram 700 millj- ónir dollara, nærri 50 milljarða ís- lenzkra króna. Aðgangur að grunnkóðanum Heimildarmenn í Brussel telja líklegt að Microsoft verði fundið sekt um að misnota markaðsráð- andi stöðu sína á sviði stýrikerfa til að auka hlutdeild sína á markaði fyrir margmiðlunarhugbúnað og netþjóna. Búizt er við að ESB skipi Microsoft að gefa keppinautum sín- um aðgang að stærri hluta grunn- kóða Windows-stýrikerfisins og að bjóða ódýrari útgáfu af Windows án Media Player-hugbúnaðarins, a.m.k. tölvuframleiðendum í Evr- ópu. Eins og greint var frá í Morg- unblaðinu á laugardag náðist ekki samkomulag í viðræðum fram- kvæmdastjórnarinnar og Microsoft í síðustu viku, þar sem Microsoft vildi ekki fallast á kröfur fram- kvæmdastjórnarinnar um að fyrir- tækið takmarkaði þær nýjungar sem það bætti við Windows-stýri- kerfið í framtíðinni. Microsoft hefur hótað að áfrýja ákvörðun framkvæmdastjórnarinn- ar, sem gæti enn tafið málið, en það hefur nú verið til meðferðar í fimm ár. Búizt við ákvörðun ESB í máli Microsoft í vikunni Gert ráð fyrir millj- arðasektum Brussel. AP. SKÝRR hf. hefur kært Umferð- arstofu til Samkeppnisstofnunar vegna meintra brota á samkeppn- islögum. Í kæru Skýrr kemur fram að kæran er lögð fram í framhaldi af því að Umferðarstofa hefur lok- að fyrir aðgang Skýrr að upplýs- ingum úr ökutækjaskrá. Deila Skýrr og Umferðarstofu snýst meðal annars um uppflettingu í ökutækjaskrá eftir kennitölum, en þær upplýsingar eru að sögn Skýrr þær verðmætustu í skránni. Skýrr gat áður veitt aðgang að uppflett- ingum eftir kennitölum, en Um- ferðarstofa hefur nú ákveðið að hún ein skuli veita þá þjónustu. Afleið- ingarnar segir Skýrr vera þær að viðskiptavinir fyrirtækisins þurfi að leita til Umferðarstofu um upplýs- ingarnar og Skýrr hafi því tapað viðskiptum. Umferðarstofa fer í sam- keppni Í kæru Skýrr segir að eftir að Umferðarstofa var sett á fót með lögum árið 2002 hafi stofnunin fljótlega ákveðið að reka tölvu- og upplýsingakerfi fyrir ökutækjaskrá innan veggja stofnunarinnar, en fram að þeim tíma og frá árinu 1984 hafi Skýrr hýst og rekið öku- tækjaskrá fyrir dómsmálaráðuneyt- ið. Skýrr hafi veitt viðskiptavinum sínum aðgang að ökutækjaskrá og hafi sá aðgangur verið að mestu óbreyttur til febrúar í fyrra. Þá hafi Umferðarstofa og Skýrr samið um aðgang Skýrr að upplýsingum úr ökutækjaskrá, en ekki hafi verið gert ráð fyrir því samkvæmt þess- um samningi að hægt væri að leita að ökutækjum eftir kennitölum eig- enda og þá þjónustu hafi Umferð- arstofa ekki heldur boðið. Í júní í fyrra hafi Umferðarstofa farið að bjóða þessa þjónustu, sem sé sú langverðmætasta sem hægt sé að bjóða í tengslum við öku- tækjaskrá. Fyrir hverja fyrirspurn eftir kennitölu innheimti Umferð- arstofa 700 króna gjald, en 14 krónur fyrir aðrar fyrirspurnir. Skýrr telur að með þessari gjald- töku sé stofnunin að misnota mark- aðsráðandi stöðu sína og verðlagn- ingin sé ekki rökstudd á grundvelli raunverulegs kostnaðar sem af þjónustunni leiðir. Af þessum sök- um fer Skýrr í kæru sinni fram á fjárhagslegan aðskilnað innan Um- ferðarstofu. Tap viðskipta Í kæru Skýrr kemur fram að með því að Umferðarstofa fór að bjóða þessa þjónustu hafi aðrir að- ilar á markaðnum ekki átt mögu- leika á að veita stofnuninni sam- keppni á jafnréttisgrundvelli og myndu því missa öll viðskipti sín til stofnunarinnar, en auk Skýrr mun Lánstraust hafa boðið þessa þjón- ustu. Skýrr hafi brugðist við þessu með því að gera viðskiptavinum sínum mögulegt að leita eftir kennitölu, en í ágúst í fyrra hafi Umferðarstofa bannað þetta. Skýrr telur að með því að bjóða sjálf meiri þjónustu en hún heimilar einkaaðilum, sem hún hafi samið við um að veita þjónustu á þessu sviði, brjóti Umferðarstofa sam- keppnislög. Auk þess að krefjast í kæru sinni fjárhagslegs aðskilnaðar innan Um- ferðarstofu krefst Skýrr þess að samkeppnisráð grípi þegar til að- gerða til að tryggja samkeppni á þeim markaði sem veiting upplýs- inga úr ökutækjaskrá sé. Þá verði Umferðarstofu gert skylt að semja við þá sem vilja veita þessa þjón- ustu um aðgang að öllum leitareig- inleikum og gögnum í ökutækja- skrá og að gjald fyrir það verði í samræmi við kostnað. Skýrr kærir Umferðarstofu Krafa um aukinn aðgang að ökutækjaskrá og fjárhagslegan aðskilnað ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● ÚRSKURÐARNEFND um upplýs- ingamál hefur skyldað Landmæl- ingar Íslands til að sýna Loftmyndum afnotasamning um hæðarlíkan af Ís- landi, svo og lista yfir viðtakendur dreifibréfs frá því í desember í fyrra, þar sem boðað var til kynning- arfundar um fyrirhugað útboð á gerð hæðarlíkansins. Málsatvik eru í stuttu máli þau að í desember var tilkynnt að fyrirhugað væri að bjóða út gerð hæðarlíkans af Íslandi. Kærandi, Loftmyndir, hefur kvartað yfir því að Landmælingar láti útbúa hæðarlíkan, þar sem Loft- myndir hafi þegar útbúið slíkt líkan af nær öllu landinu og hafi áform um að ljúka því. Loftmyndir vildu fá upplýs- ingar um afnotasamning sem Land- mælingar hyggjast gera við nokkrar ríkisstofnanir um hæðarlíkanið, auk þess sem fyrirtækið vildi fá upplýs- ingar um það hvaða stofnanir hefðu fengið samninginn afhentan og hverj- ar þeirra hefðu undirritað hann, en Landmælingar höfðu synjað Loft- myndum um þessar upplýsingar. Landmælingum gert að veita upplýsingar ● GÖRAN Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, telur að Evrópu- sambandið muni ekki ná markmiði Lissabonferlisins svokallaða um að ESB verði samkeppnisfær- asta hagkerfi heims árið 2010. „Við náum því ekki í þessari tilraun en okkur miðar áfram og við höfum búið til ferli,“ hefur Dagens Industri eftir Persson. Forsætisráðherrann sagði að í Lissabonferlinu hefði gengið vel að skapa sterkan innri markað fyrir fjar- skipti, orku og fjármálaþjónustu, en hins vegar gengi hægt að koma á ýmsum umbótum, jafnvel þótt ákvarðanir um þær hefðu verið tekn- ar. Hann nefndi sem dæmi áformin um sameiginlegt evrópskt einka- leyfi. Markmið um samkeppnisfærni næst ekki ● VERZLANAKEÐJAN Wal-Mart er þriðja árið í röð stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna og efst á lista tíma- ritsins Fortune yfir 500 stærstu fyr- irtæki landsins árið 2003. Listinn er byggður á veltu fyrirtækjanna og olíu- verðshækkun kom olíufélaginu Exx- on í annað sætið að þessu sinni í stað bílaframleiðandans General Motors, sem verður að láta sér lynda þriðja sætið. Í fjórða sætinu er Ford Motor Co. og General Electric í því fimmta, en þessi fyrirtæki voru í sömu sætum á listanum fyrir 2003. Olíufélagið ChevronTexaco Corp. færðist upp um sæti og er sjötta, annað olíufélag, ConocoPhillips, færðist upp um fimm sæti og er sjö- unda. Bankasamstæðan Citigroup er í áttunda sæti, tölvufyrirtækið IBM í því níunda og tryggingafélagið Am- erican International Group tíunda. Fyrirtækin 500 á listanum juku hagnað sinn á árinu, andstætt því sem ýmsir höfðu spáð. Hagnaður jókst í 34 af 39 greinum, sem For- tune fylgist með. Wal-Mart stærst þriðja árið í röð ÞORVALDUR Egill Sigurðsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Skýrr, segir aðspurður að um milljónir króna á ári sé að tefla og Skýrr muni höfða skaðabótamál af þeim sökum. Málið snúist þó ekki um peninga, heldur meginsjón- armið um samkeppni ríkisins við einkafyrirtæki. Þorvaldur segir að miðlun upp- lýsinga úr ökutækjaskrá hafi verið á samkeppnismarkaði og að Um- ferðarstofa sé að einoka þjónustu sem sé í eðli sínu á samkeppn- ismarkaði. Hann segir að ríkisvæð- ingin sé víða í kerfinu og hún sé orðin þvílík að stjórnmálamönnum og ráðherrum blöskri þróunin. Hann segir sumar ríkisstofnanir reka eigin stefnu um uppbyggingu tölvudeilda í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar, sem meðal ann- ars birtist í innkaupastefnu ríkisins, sem gefin sé út af fjármálaráðu- neytinu, og í stefnunni um upplýs- ingasamfélagið á árunum 2004– 2007, sem forsætisráðuneytið hafi gefið út nýlega. Gagnrýnir Umferðarstofu Þorvaldur E. Sigurðsson hjá Skýrr segir rík- isstofnanir reka eigin stefnu um uppbyggingu tölvudeilda í andstöðu við stefnu ríkisstjórnarinnar. Ríkisvæðingin er víða Aðalfundur Landssíma Íslands hf. verður haldinn kl. 17 í húsnæði Sím- ans í Ármúla 25. Í DAG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.