Morgunblaðið - 22.03.2004, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.03.2004, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. M ikilvæg breyting er að verða á því hér á landi hvernig samskiptum yfirvalda og fólks er háttað. Sú hugmynd að hjá valdhöfunum liggi upphaf allra góðra hugmynda er á undanhaldi en í staðinn hafa komið aukin samskipti milli stjórnvalda annars vegar og fólks, félaga og fyrirtækja hinsvegar. Hug- myndir fæðast hvarvetna, þeim er ýtt á flot til almennr- ar þátttöku í þróun þeirra og síðan gerir hver sitt til að frjókorn hugmyndarinnar beri ávöxt. Ýtt hefur verið undir þessa þróun með lagasetningu um samráð og umsagnarrétt, en víða hafa yfirvöld líka tamið sér vinnubrögð sem hvetja til þátttöku fólks í mót- un hugmynda og framkvæmd þeirra. Þessi þróun hefur gengið undir ýmsum nöfnum; dreifstýring, valddreifing, þátttökustjórnmál og umræðustjórnmál, en markmiðið er að auka hlutdeild íbúa í samfélagi sínu og þróun þess. Ábyrgð stjórnvalda á því sem formlega heyrir undir þeirra verksvið er þó engu minni og á þeim hvílir sama frumkvæðisskylda og fyrr, að bregðast við breyttum þörfum og kröfum nýrra tíma. Þessi breyting eða jafnvel bylting hefur verið fremur hljóðlát hjá Reykjavíkurborg síðasta áratug, en afrakst- ur hennar hefur verið að birtast borgarbúum með ýmsu móti, ekki síst nýlega. Gríðarleg gerjun er í umræðu um framtíð höfuðborg- arinnar og raunar höfuðborgarsvæðisins alls í kjölfar framkominna hugmynda um skipulag Kvosarinnar en ekki síður í tengslum við þá síauknu samvinnu sveitarfé- laganna á Suðvesturlandi sem Reykjavík er leiðandi í. Hugmyndir okkar um höfuðborgarsvæðið eru þannig að víkka út. Markmið samvinnunnar er betri nýting innviða sveit- arfélaganna, en forsendan er sú hugarfarsbreyting sem lýst var hér á undan; að menn opni augun fyrir því að víða gera menn góða hluti, að skynsemin verði h rígnum yfirsterkari. Aukið samstarf á stærra svæði Samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæ hefur staðið áratugum saman en á allra síðustu m erum hefur það allt í senn orðið nánara, náð til sí fleiri málaflokka og til stærra landsvæðis. Þessa er langt í frá lokið en hér eru nokkur dæmi um n áfanga og aðra í burðarliðnum: Væntanleg sameining hafna sitt hvorum megi fjarðar er nýjasta dæmið og dæmi sem öðrum fr ýtir undir þá sýn að höfuðborgarsvæðið er að stæ það má finna tækifæri til hagræðingar í þeim ve koma Sundabrautar, sem með þessu frumkvæði komin alvarlega á dagskrá, getur aukið þá hagkv enn frekar og við bíðum þess nú að Alþingi svari nýrra tíma og setji allt verkið á tímasetta samgö áætlun. Þá skulum við ekki útiloka að þetta sam víkki út, frekar en samstarfið innan Strætó bs. Þ fyrsta samræmda leiðakerfi almenningsvagna á uðborgarsvæðinu í smíðum. Þessa dagana er ver kynna leiðakerfishugmyndir á opnum íbúafundu Reykjavík og fyrir sveitarstjórnum annarra aðil arsveitarfélaga Strætó bs. og þannig opnað fyrir ingar og athugasemdir. Að því loknu má ímynda athafnasvæði fyrirtækisins stækki. Sveitarfélögin hafa starfað saman að sorpeyði armálum um árabil og nú bíður staðfestingar ný þykkt fyrir Sorpu þar sem staðfest er jákvæð þr þess samstarfs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins þjónar nú sv allt sunnan úr Hafnarfirði upp í Kjós en það sam hefur verið þróað enn frekar með því að sameina almannavarnanefndir á þessu svæði. Á næstu dö Nýir tímar Eftir Þórólf Árnason RJÓÐUR FYRIR LANGVEIK BÖRN Rjóður nefnist hvíldar- og end-urhæfingarheimili fyrir lang-veik börn, sem opnað var í Kópavogi á laugardag. Þar er hægt að vista tíu börn og er gert ráð fyrir því að þau dvelji þar þrjár til fjórar vikur í senn. Velferðarsjóður barna á Íslandi leggur til stofnkostnað og heilbrigð- isráðuneytið rekstrarfé. Landspítali – háskólasjúkrahús mun sjá um rekstur heimilisins. Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, er framkvæmda- stjóri Velferðarsjóðs barna á Íslandi og kynnti hún verkefnið ásamt Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, sem lagði til stofnfé til sjóðsins. Í samtali við þau í Morg- unblaðinu á laugardag kom fram að um 50 börn á Íslandi þyrftu á þessari þjónustu að halda, en brýn þörf hefur verið fyrir athvarf handa börnum, sem þjást af sjaldgæfum sjúkdómum og þurfa á mikilli umönnun og eftirliti að halda. „Það er verið að bregðast við þörf,“ sagði Kári Stefánsson þegar hann var spurður um opnun nýrrar stofnunar á tímum sparnaðar í heilbrigðiskerfinu og bætti við að það væri skringilegur sparnaður að hlúa ekki að þessum fjöl- skyldum. „Því ef þær gefast upp þá lenda þessi börn alfarið á höndum hins opinbera og þá fer þetta fyrst að verða mjög dýrt! Það sem við erum að gera hér er að skapa aðstöðu sem eykur lík- urnar á því að fjölskyldurnar geti haldið áfram að búa saman.“ Miklir erfiðleikar fylgja því að sinna veikum börnum, sem jafnvel þarf að hugsa um allan sólarhringinn. En það er ekki síður erfitt fyrir foreldra að þurfa að sjá á eftir barni sínu inn á stofnun fyrir fullt og allt vegna þess að þeir ráða ekki við að sjá um það og heimilið Rjóður á því eftir að verða þeim himnasending. Ingibjörg Pálmadóttir segir að Vel- ferðarsjóður barna á Íslandi leggi 60 milljónir í heimilið og að borist hafi gjafir til kaupa á búnaði fyrir 15 millj- ónir. Sjóðurinn var stofnaður í janúar ár- ið 2000 með framlagi Íslenskrar erfða- greiningar, sem var fólgið í 15 þúsund hlutum í Decode Genetics. Verðmæti þeirra var þá um 500 milljónir króna, en nú eru í honum um 600 milljónir og segir Kári að þó hafi verið veitt há framlög úr honum. Ingibjörg Pálma- dóttir segir að á þessu ári muni sjóð- urinn leggja á milli 90 og 100 milljónir til málefna barna og bendir á að fram- lag Íslenskrar erfðagreiningar sé stærsta framlag, sem íslenskt fyrir- tæki hafi lagt til velferðarþjónustunn- ar. Sjóðurinn sinnir einnig ýmsum öðrum verkefnum. Lýtur eitt þeirra að aðhlynningu barna með geðræn vandamál og skora aðstandendur sjóðsins á fleiri að leggja þeim lið við að koma upp aðstöðu fyrir þau. Hefð er fyrir því hér á landi að ýmis samtök leggi sitt af mörkum og má að öðrum ólöstuðum nefna Hringinn og Thorvaldsensfélagið, sem hafa unnið ötullega að heilbrigðismálum barna. Í Rjóðri í Kópavogi verður unnið þarft verk og löngu tímabært. Því geta foreldrar og aðstandendur félagsins Einstakra barna borið vitni. Framtak Velferðarsjóðs barna á Íslandi er til fyrirmyndar og verður spennandi að fylgjast með næstu verkefnum hans. FJÁRFESTINGAR ERLENDIS Á aðalfundi Burðaráss hf., sem núer móðurfélag Eimskipafélags- samstæðunnar, flutti nýkjörinn stjórnarformaður Björgólfur Thor Björgólfsson ræðu, þar sem hann sagði m.a.: „Til að geta verið burðar- ás og bakhjarl íslenzks atvinnulífs verður Burðarás að fjárfesta mun meira erlendis en verið hefur. Því er það mikilvæg stefnubreyting, sem nú verður á starfsemi fjárfesting- arfélagsins, að gert sé ráð fyrir að vægi erlendra fjárfestinga verði að minnsta kosti til jafns við fjárfest- ingar innanlands.“ Björgólfur Thor sagði að það væri jafn nauðsynlegt fyrir Ísland nú að eiga sterkan og öflugan fulltrúa á sviði fjárfestinga á alþjóðavettvangi eins og það var fyrir þjóðina að eiga öflugt flutningafélag snemma á 20. öldinni og bætti síðan við: „Burðarás verður þessi fulltrúi Ís- lands og mun félagið nýta sér það fé og þekkingu, sem myndast hefur innan félagsins við uppbyggingu nú- tímalegra og arðvænlegra fyrir- tækja. Eftir sem áður mun Burðarás taka virkan þátt í atvinnuuppbygg- ingu hér á landi.“ Samlíkingin við hlutverk og mik- ilvægi Eimskipafélagsins í árdaga er skemmtileg og mikið til í henni og yfirlýsingar nýkjörins stjórnarfor- manns Burðaráss mikilvægar. Í þeim felst, að félagið muni leitast við að fá útrás fyrir krafta sína á er- lendum vettvangi fremur en innlend- um. Í ljósi þeirra miklu sviptinga, sem verið hafa í viðskiptalífinu hér um skeið, og vísbendinga um of mikla samþjöppun valda og áhrifa í hönd- um fárra einstaklinga í atvinnulífinu er sérstök ástæða til að fagna þess- um ummælum Björgólfs Thors. Það er löngu orðið ljóst, að Ísland er orðið of lítið fyrir þau miklu um- svif, sem nú fara fram í viðskiptalíf- inu. Það er ekkert neikvætt við það heldur jákvætt. Hið sama hefur gerzt með öðrum þjóðum. Bandarísk fyrirtæki fjárfesta mikið í útlöndum og hið sama á við um fyrirtæki í ná- lægum löndum, bæði á öðrum Norð- urlöndum og í Evrópu. Þetta er til marks um, að við höfum öðlast þann efnahagslega styrk, að geta látið að okkur kveða annars staðar, og höf- um til þess fjármuni og þekkingu og unga og djarfa kaupsýslumenn. En jafnframt mun sú stefnumörk- un, sem fram kom í ræðu stjórn- arformanns Burðaráss, stuðla að sáttum í íslenzku samfélagi, að stóru viðskiptasamsteypurnar, sem hér hafa orðið til, beini athygli sinni að fjárfestingum í útlöndum enda mun það koma þjóðinni til góða, þegar fram í sækir. Í fjölmiðlum að undanförnu hefur mikið verið fjallað um landnotkun á Geldinganesi og lagn- ingu Sundabrautar yfir Kleppsvík, ekki síst vegna þeirrar ákvörðunar borgaryfirvalda að falla frá því að Geldinganesið verði að mestu tekið undir hafnar- og atvinnusvæði. Sú ákvörðun var tekin í framhaldi af stofnun hafnarsamlags milli hafn- anna í Reykjavík, á Grundartanga, Akranesi og í Borg- arnesi. Rökin fyrir þessari ákvörðun eru þau, að með ákveðinni verkaskiptingu þessara hafna megi koma fyrir á hafnarsvæðum utan Reykjavíkur ýmissi starf- semi, sem fyrirhuguð var á vegum Reykjavíkurhafnar í framtíðinni. Hugmyndasam- keppni árið 1989 Sjálfstæðismenn hafa allt frá árinu 1989 verið þeirr- ar skoðunar að Geldinganesið ætti að nýta fyrst og fremst undir íbúðarbyggð. Í maí 1990 voru kynntar til- lögur úr hugmyndasamkeppni um íbúðarbyggð á Geldinganesi, sem sýndu fram á, að þar mætti koma fyrir íbúðarbyggð fyrir mörg þúsund manns. Tillög- urnar sem fram komu sýndu ennfremur fram á marg- víslega möguleika til að skapa fjölskrúðugt mannlíf og öflugt atvinnulíf á þessu fallega svæði í borgarlandinu. Við samþykkt aðalskipulags Reykjavíkur fyrir skipulagstímabilið 1990–2010 í okt. 1991, sem sjálf- stæðismenn höfðu forystu um, var um það fullt sam- komulag í borgarstjórn að Geldinganesið, sem er u.þ.b. 220 hektarar að stærð, yrði að mestu tekið undir íbúð- arbyggð en jafnframt var gert ráð fyrir 30 hektara at- hafnahverfi í Geldinganesi í tengslum við fyrirhugað hafnarsvæði í Eiðsvík. Stefnubreyting R-listans Þegar R-listinn lagði fram tillögur sínar að nýju að- alskipulagi Reykjavíkur fyrir árin 1996–2006 boðaði hann gjörbreytta landnotkun á Geldinganesi, þar sem nesið var að mestu sett undir hafnar- og atvinnu- starfsemi, í mikilli andstöðu við sjálfstæðismenn. Í greinargerð með þessu aðalskipulagi segir m.a.: „Ef til framtíðar er litið þá er Geldinganes-Eiðsvík besti kosturinn í borginni til að byggja upp stórt sam- fellt athafnahverfi og þjónustu í tengslum við flutn- inga- og iðnaðarhöfn og þjóðbraut til og frá borginni. Í öðrum athafnahverfum er ekki að finna 10 ha. eða stærri lóðir í tengslum við höfn, sem hentað gætu stærri atvinnurekstri, t.d. fyrir erlenda fjárfesta. Í Eiðsvík er mikið dýpi og skýlt fyrir úthafsöldu, þannig að víkin er kjörin til hafnargerðar frá náttúrunnar hendi. Í Geldinganesi má sjá fyrir sér mjög fjöl- breyttan atvinnurekstur og þjónustustarfsemi auk íbúðarbyggðar (þ.e. 35–40 hektarar austast á nesinu)“. Miðað við þennan málflutning fulltrúa R-listans hljóta borgarbúar að spyrja sig á hvern hátt sú ákvörðun að mynda hafnarsamlag með fyrrnefndum höfnum leysi af hólmi þau háleitu markmið um nauð- syn landrýmis undir fjölþætta atvinnustarfsemi, sem koma fram í greinargerðinni og vísað er til. Svöðusár í Geldinganesi Með samþykkt þessa aðalskipulags var einni ur grunnur að stórfelldu grjótnámi á Geldingan sem sjálfstæðismenn mótmæltu harðlega. Í dag þar mikið svöðusár, sem verður ævarandi minn um þann hug sem R-listinn ber til þessa landsv Sjálfstæðismenn fluttu tillögu um það í skipula byggingarnefnd miðvikudaginn 10. mars sl. að námi á nesinu yrði þegar í stað hætt en sú tillag felld af fulltrúum R-listans. Þegar árið 1995 eða fyrir tæpum 10 árum vor stæðismenn þeirrar skoðunar að hverfa ætti fr hugmyndum um hafnargerð á Geldinganesi og nesið eingöngu undir íbúðarbyggð og tengda at satrfsemi. Ekki var hægt að sýna fram á að þör fyrir nýtt stórfellt hafnarsvæði í Reykjavík auk sem fjölmörg umhverfisleg sjónarmið mæltu ei gegn því að á þessu svæði yrði útbúin stórskipa Borgarfulltrúar R-listans ásökuðu sjálfstæði um að grafa undan atvinnulífi í borginni og full sumir að Geldinganesið væri að mestu óhæft ti arbyggðar. Nú er komið annað hljóð í strokkinn hefur verið sérstakt baráttumál R-listans í síðu Geldinganesið Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Ein þeirra hugmynda sem fram hafa komið u

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.