Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 30
HESTAR 30 MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ SAGÐI Þorvaldur að við værum kannski ekki alveg komin að þeim mörkum en hins vegar væri orðið vel tímabært að fara að huga alvar- lega að þessum málum. Í erindi hans kom fram að svokölluð virk stofnstærð hefði minnkað úr 365 hrossum í 97 frá 1989. Útskýrði Þorvaldur til samanburðar að ef einn hestur væri tekinn og klónaður hundrað sinnum væri virk stofn- stærð þess stofns eitt hross. Með erindinu birti Þorvaldur lista yfir þau hross sem mesta út- breiðslu hafa í stofninum og trónir þar að sjálf- sögðu efstur Hrafn frá Holtsmúla með 9,65% erfðahlutdeild en næst koma: Síða frá Sauðárkróki 6,36 Sörli frá Sauðárkróki, 6,18 Sörli 71 frá Svaðastöðum, 5,66 Orri frá Þúfu, 4,90 Hervar frá Sauðárkróki, 4,31 Fengur frá Eiríksstöðum, 3,96 Léttir 137 frá Svaðastöðum, 3,89 Otur frá Sauðárkróki, 3,82 Ragnars-Brúnka, 3,81 Nökkvi frá Hólmi, 3,71 Blakkur frá Hofsstöðum, 3,52 Ófeigur frá Flugumýri, 3,49 Sokki frá Syðra-Vallholti, 3,30 Skuggi frá Bjarnanesi, 3,50 Þáttur frá Kirkjubæ, 2,95. Tölu virka erfðahópsins sagði Þorvaldur ekki mega fara undir 50 hross og taldi hann hrossa- rækt á Íslandi komna í veruleg vandræði ef skyldleikinn ykist svo mikið. Þá gæti farið að draga úr erfðaframförum og líkur á skyldleika- ræktarhnignun að aukast en hana þarf að kanna til hlítar í stofninum. En hvað er þá til ráða? Sagði Þorvaldur að í fyrsta lagi þyrfti að reyna að taka tillit til skyldleika hrossa í út- reikningum á kynbótamatinu þannig að þeir ein- staklingar sem eru mjög skyldir stofninum rað- ist lægra og nefndi hann sem dæmi að ef tveir einstaklingar væru jafnir skyldi þeim er meiri skyldleika hefði við stofninn raðað lægra. Þá þarf að finna jafnvægi fyrir mikilli erfðaframför og erðabreytileika. Hann sagði að hafa bæri í huga að þegar úr- val er stundað í ræktun ætti sér alltaf stað minnkun á erfðafjölbreytileika. Eðli málsins samkvæmt sæktu flestir í bestu einstaklingana í öllu ræktunarstarfi. Þá taldi hann vera möguleika á að frysta sæði úr hestum á leið úr landi eða flytja inn erfðaefni erlendis frá. Þetta byggðist að sjálfsögðu á því að menn næðu fullum tökum á frystingu sæðis úr hestum, sem virðist nú vera í sjónmáli. Ágúst Sigurðsson hrossaræktarráðunautur hélt einnig erindi á ráðstefnunni þar sem hann leit til framtíðar og kom hann víða við í erindi sínu. Ræddi hann meðal annars hugmyndir sín- ar um breytt vinnubrögð við dóma þannig að mat á huglægum atriðum yrði hlutlægara, eins og til dæmis að vinna meira út frá mælingum á skrokki hrossanna, tímatöku á skeiði í kynbóta- dómi og láta tölvur mæla og meta mýkt og takt hrossa svo eitthvað sé nefnt. Hann gerði rækt- unarmarkmiðið að umtalsefni og lagði áherslu á að hross væru ræktuð bæði fyrir keppni og ferðalög og nefndi þar til sögunnar þol og fót- vissu og einnig ratvísi. Einnig lýsti hann áhuga sínum á innflutningi á erfðaefni úr íslenskum hrossum erlendis. Ráðstefnan þótti afar vel heppnuð en þar mættu á milli sjötíu og áttatíu manns og var góður rómur gerður að erindum þeim er flutt voru. Aldarafmælisráðstefna Hrossaræktarfélags Austur-Landeyinga Tímabært að huga að skyldleika innan íslenska hrossastofnsins Austur-Landeyingar héldu með veglegum og viðeigandi hætti upp á aldarafmæli hrossaræktarfélags síns á föstudag með ráðstefnu í Gunnarshólma um hrossa- rækt. Meðal þeirra sem fluttu erindi var Þorvaldur Kristjánsson, meistaranemi í kynbótafræði, sem fjallaði um könnun sína á skyldleika innan íslenska hrossastofns- ins. Valdimar Kristinsson ræddi stuttlega við Þorvald og spurði hann hvort komið væri að hættumörkum. Morgunblaðið/Vakri Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra setti ráðstefnuna og flutti skemmtilega ræðu í tilefni dagsins. Næstur honum er Bergur Pálsson, formaður Hrossaræktarfélags A-Landeyja, þá Pétur Halldórsson ráðstefnustjóri og svo Ágúst Sigurðsson, hrossaræktarráðunautur BÍ. MÝVATN open var nú haldið öðru sinni á ís á Mývatni. Þá fór Kynjatölt íþróttadeildar Fáks og hestavöruverslunar Ástundar fram laugardagskvöldið 20. mars í Reiðhöllinni í Víðidal. Það var Ástund sem gaf gullslegna verðlaunagripi í kvennaflokkunum en karlarnir fengu sína gripi silf- urslegna, einnig gefna af Ástund. Auk verðlaunagripanna fengu sig- urvegarar hvers flokks folatoll en þeir eru undir Hróa frá Skeiðhá- holti, Kolvið frá Skeiðháholti, Geisla frá Sælukoti og Óskahrafn frá Brún. Grillnestismót Harðar fór fram á laugardag í blíðskaparveðri. Mikil skráning var í öllum flokk- um, sérstaklega hjá þeim yngri, og mikið um góð hross í öllum flokk- um. Mývatn open haldið á Mývatni á laugardag Tölt A1 Björn Jónsson og Glampi frá Vatns- leysu 7,83/8,012. Sigurður Sigurðarson og Spönn frá Hafsteinsstöðum 7,23/7,533. Þorbjörn Hr. Matthíasson og Von frá Halldórsstöðum 7,5/7,384. Hans Kjerúlf og Ægir frá Móbergi 7,15/7,305. Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu 7,30/7,20 Tölt B1. Einar Víðir Einarsson og Spói frá Halldórsstöðum 6,65/6,352. Hallfreður Elísson og Glói frá Stóra- Sandfelli 6,45/6,333. Úlfhildur Sigurðardóttir og Haddi frá Akureyri 5,80/6,104. Hjörtur Magnússon og Glanni frá Þverá 5,85/5,935. Oddný Lára Guðnadóttir og Hraunar frá Hrafnagili 6,23/5,08 100 metra skeið flugskeið 1. Magnús Skúlason og Stör frá Salt- vík, 8,02 sek. 2. Atli Sigfússon og Týr frá Ak- ureyri, 8,75 sek. 3. Höskuldur Jónsson og Rispa frá Bólstað, 9,04 sek. 4. Anna Skúlason og Dýna frá Björg- um, 9,29 sek. 5. Baldvin Ari Guðlaugsson og Sólar frá Hóli II 9,90 sek. Grillnestismót Harðar var hald- ið á Varmárbökkum á laugardag Pollar Karen Sif Heimisdóttir og Strákur, 8v. Þórólfur Sigurðsson og Hátíð frá Torfufelli, 10v Harpa Snorradóttir og Pjakkur, 13v. Úlfar D. Lúthersson og Prinsessa frá Stóra-Hofi, 7v Katarína Guðmundsdóttir og Glófaxi frá Viðvík, 25v Aníta Björnsdóttir og Blesa frá Bæ, 18v Guðmundur Hreiðar og Ófeigur frá Reykjavík, 10v Sigdís L. Sigurðardóttir Vaka Magnea R. Svansdóttir Gaukur Börn 1. María G. Pétursdóttir og Blesi frá Skriðulandi, 14v 2. Sebastian Sævarsson og Strengur 3. Sigurgeir Jóhannsson og Blæting- ur frá Byrgisgerði, 10v 4. Hildur Kristín Þorvarðardóttir og Pipar, 9v 5. Saga Guðmundsdóttir og Kolur, 16v Unglingar 1. Sigríður Ingvarsdóttir og Geisli frá Blesastöðum 6v 2. Þórhallur D. Pétursson og Embla frá Mosfellsbæ, 7v 3. Halldóra Ingvarsdóttir og Geysir frá Stóru-Hildisey, 5v 4. Heiðdís Snorradóttir og Þór frá Álfhólahjáleigu, 12v 5. Halldóra M. Sigurðardóttir og Blesi frá Mosfellsbæ, 14v Ungmenni 1. Ragnhildur Haraldsdóttir og Spói frá Blesastöðum, 8v 2. Ari Jónsson og Þytur frá Kross- um, 11v 3. Gunnar M. Jónsson og Embla frá Miklabæ, 8v 4. Halldóra S. Guðlaugsdóttir og Mökkur frá Björgum 5. Steinþór Runólfsson og Brandur frá Hellu, 12v Konur 1. Helle Laks og Spaði frá Kirkjubæ, 8v 2. Rakel Sigurhansdóttir og Strengur frá Hrafnkelsstöðum, 11v 3. Berglind Árnadóttir og Vikivaki frá Enni, 8v 4. Ásta B. Benediktsdóttir og Snót frá Akureyri, 8v 5. Birgitta Magnúsdóttir og Mörður frá Efri-Rauðalæk, 7v Karlar 1. Úlfar Guðmundsson og Gullfoss frá Gerðum, 10v 2. Birkir Hafberg Jónsson og Gyðja frá Vindási, 7v 3. Ingvar Ingvarsson og Sesar frá Blesastöðum, 5v 4. Játvarður Ingvarsson og Sál frá Búlandi, 6v 5. Guðmundur Þór og Skuggi 7 vetra Kúskerpi, 10v Atvinnumenn 1. Elías Þórhallsson og Elva frá Mos- fellsbæ, 8v 2. Þorvarður Friðbjörnsson og Dropi frá Dalbæ, 9v 3. Halldór Guðjónsson og Sjóður frá Dallandi, 7v 4. Þórir Grétarsson og Brá frá Stóra- Hofi, 6v 5. Súsanna Ólafsdóttir og Flugar frá Hvítárholti 100 metra flugskeið 1. Halldór Guðjónsson og Dalla frá Dallandi, 10v 2. Jón Styrmisson og Skafl frá Norð- ur-Hvammi 3. Jóhann Þór og Gráni frá Grund, 11v 4. Þórir Grétarsson og Skundi frá Svignaskarði, 16v 5. Björgvin Jónsson og Eldur frá Vallarnesi, 13v Kynjatölt Fáks og Ástundar Karlar II Karl Á. Sigurðsson á Ögra frá Laugavöllum, Sleipni, 6,62 Árni Guðmundsson á Öðlingi frá Langholti, Fáki, 5,65 Gunnar M. Jónsson á Dropa frá Sel- fossi, Herði, 5,61 Guðjón G. Gíslason á Snúð frá Lang- holti 2, Fák, 5,58 Ari B. Jónsson á Skafli frá Norður- Hvammi, Herði, 5,53 Konur II Anna Sigurðardóttir á Roða frá Finnastöðum, Fáki, 5,86 Ásdís B. Guðmundsdóttir á Stjörnu- fáki frá Miðkoti, Fáki, 5,82 Auður Möller á Gyðju frá Þorsteins- stöðum, Fáki, 5,78 Susi Haugaard á Kolskör frá Ármóti, Fáki, 5,54 Camilla Friis á Mekki frá Skarði, Fáki, 5,51 Karlar I Halldór Svansson á Hugbúa frá Kópavogi, Gusti, 6,13 Snorri J. Valsson á Eini frá Reykja- vík, Ljúfi, 6,11 Jón Ó. Guðmundsson á Hvata frá Saltvík, Andvara, 5,76 Aron M. Albertsson, Sörli, 5,63 Snorri Dal á Flugari frá Litlu- Tungu, Sörla, 5,63 Konur I Erla G. Gylfadóttir á Brúnku frá Varmadal, Andvara, 6,60 Íris H. Grettisdóttir á Nubbi frá Hól- um, Fáki, 6,15 Maríanna Gunnarsdóttir á Hyl frá Stóra-Hofi, Fáki, 6,09 Rósa Valdimarsdóttir á Heiki frá Álf- hólum, Fáki, 6,04 Anna B. Ólafsdóttir á Vöku frá Hafn- arfirði, Sörla, 5,57 Hestamót sunnan heiða og norðan AÐALFUNDUR Hestamanna- félagsins Fáks verður haldinn í kvöld og verða þá bornir upp reikningar fé- lagsins sem að þessu sinni hljóða upp á rétt tæplega fimm milljóna króna hagnað. Er þetta annað árið í röð sem félagið er rekið með hagnaði og verð- ur það að teljast mikil og góð breyting á þeim bæ. Í þessum hagnaði felast engar sölur á eignum. Staðan í rekstri Reiðhallarinnar í Víðidal stendur ekki með eins miklum blóma og rekstur félagsins en hún var rekin með 700 þúsund króna tapi sem er snöggtum betri útkoma en árið áð- ur en þá var hún rekin með 1.500 þús- und króna tapi. Telur formaður fé- lagsins, Snorri B. Ingason, að þau séu að ná tökum á rekstri hallarinnar og ekki sé ólíklegt að hlutirnir komist í jafnvægi á núlíðandi rekstraári. Snorri hyggst gefa kost á sér áfram til formannsstarfa og er svo um alla aðra stjórnarmenn að Arnari Guð- mundssyni frátöldum sem gefur ekki kost á sér til frekari stjórnarsetu. Einn stjórnarmanna Gunnar Maggi Árnason lést á árinu og eru því tvö sæti í stjórninni laus. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og verður hann að sjálfsögðu haldinn í félagsheimili Fáks. Fákur rekinn með hagnaði HESTAMENN eru farnir að ger- ast ansi fyrirferðarmiklir í skauta- höllum landsins og verða á þessum vetri haldin ein fjögur mót í skautahöllum eftir því sem næst verður komist. Ein keppnin, Bauta- mótið í Skautahöllinni á Akureyri, er þegar afstaðin. Næst er það Stjörnutölt á Akureyri og að venju í byrjun apríl Ístöltið í Skautahöll- inni í Laugardalnum í Reykjavík. Fyrir skömmu var haldin for- keppni um þátttökurétt þar sem áttatíu reyndu fáka sína á svellinu og nítján þeirra unnu sig inn á mótið. Alls verða keppendurnir þrjátíu en boðið verður upp á sérstakan heimsmeistarariðil þar sem mæta munu Berglind Ragnarsdóttir heimsmeistari í fjórgangi, Sigurður V. Matthíasson heimsmeistari í fimmgangi og Jóhann Skúlason heimsmeistari í tölti. Í sérstökum riðli verða svo Hans Kjerúlf Ístöltsmeistari 2003, sem mætir til að verja titilinn sinn. Með honum verða Ístöltsmeistari 2002 Sigurbjörn Bárðarson og Ístölts- meistari 2001 Vignir Jónasson. Spenna kraum- ar fyrir Ístöltið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.