Morgunblaðið - 22.03.2004, Síða 1
2004 MÁNUDAGUR 22. MARS BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
FIMLEIKAVEISLA Í LAUGARDALSHÖLLINNI / B2,B3
HELENA Sverrisdóttir, leik-
maður körfuknattleiksliðs
Hauka, gerði sér lítið fyrir og
skoraði 86 stig í leik gegn Ár-
manni/Þrótti á Íslandsmótinu í
2. deild sl. fimmtudag. Haukar
skoruðu 115 stig í leiknum
gegn 35.
Helena skoraði því tæplega
¾ stiga Haukaliðsins sem mun leika í efstu deild á
næstu leiktíð. Þess má geta að Helena er aðeins
16 ára gömul en hún náði þrefaldri tvennu í leikn-
um þar sem hún tók 22 fráköst, stal knettinum 14
sinnum af mótherjum sínum og gaf 8 stoðsend-
ingar.
Helena skoraði
86 stig í stórsigri
Haukaliðsins
RAGNAR Óskarsson og félagar
hans í franska liðinu Dunkerque
tryggðu sér sæti í úrslitum í Áskor-
endakeppni Evrópu í handknattleik
á laugardagskvöldið. Dunkerque
tapaði reyndar á heimavelli fyrir
rúmenska liðinu Constansa, 27:25, í
síðari undanúrslitaleik félaganna
en það kom ekki að sök þar sem
Frakkarnir höfðu betur í Rúmeníu
með sex marka mun, 24:18, og unnu
því einvígið samanlagt, 49:45.
Ragnar skoraði þrjú mörk í leikn-
um en hann yfirgefur Dunkerque í
sumar og gengur í raðir danska
liðsins Skjern.
Andstæðingur Dunkerque í úr-
slitunum verður Skövde frá Svíþjóð
sem burstaði Trieste frá Ítalíu í
gær með tíu marka mun, 37:27.
Guðjón Valur Sigurðsson skor-
aði sex mörk fyrir Essen sem tapaði
fyrir spænska liðinu Portland San
Antonio, 38:32, í síðari undan-
úrslitaleik liðanna í Evrópukeppni
bikarhafa. Essen féll þar með úr
leik en liðið hafði betur í fyrri leikn-
um með tveggja marka mun og tap-
aði því einvíginu samanlagt 63:59.
Spánverjarnir lögðu grunninn að
sigri sínum í fyrri hálfleik en þeir
höfðu 19:11 yfir í leikhléi og þann
mun náði Essen ekki að brúa. Tvö
spænsk lið leika til úrslita því Vall-
adolid hafði betur gegn Gorenje frá
Slóveníu samanlagt, 64:58.
Fyrstu mínútur fyrsta leikhlutavoru Íslendingarnir sprækir en
Mexíkóar sóttu í sig veðrið, náðu
flestum völdum á
vellinum og skoruðu
1:0 á 8. mínútu. Ís-
lensku drengjunum
var brugðið, gerðust frekar tauga-
óstyrkir, spiluðu ekki vel og tókst illa
upp þegar þeir voru að komast í færi.
Jónas Breki Magnússon jafnaði þó á
19. mínútu fyrsta leikhluta. Í öðrum
leikhluta voru taugarnar þandar um
of og Mexíkóar mun öruggari í sínum
aðgerðum, en Gunnlaugur Björns-
son, markvörður Íslands, stóð fyrir
sínu. Á 7. mínútu þriðja leikhluta
komst Mexíkó aftur yfir en það var
ekki fyrr en líða tók að leikslokum að
Íslendingarnir tóku sig á og Jón B.
Gíslason jafnaði á 16. mínútu. „Ég sá
strax að okkar menn spiluðu ekki
eins og þeir gera best,“ sagði Peter
Bolin, landsliðsþjálfari Íslands, eftir
leikinn. „Þeir voru taugaóstyrkir og
gerðu mistök, meira en í hinum leikj-
unum, en náðu sér á strik í lokin.
Þetta var skemmtilegur leikur og
Mexíkóar börðust vel, eins og við
reyndar. Þetta var tæpt og ég hefði
viljað hafa þetta mun öruggara, en
við unnum og Ísland á að vera í
næstu deild fyrir ofan.“ Jónas Breki
Magnússon fékk verðlaun fyrir að fá
flest stig sem eru fyrir mörk og stoð-
sendingar á mótinu auk þess að vera
valinn mikilvægasti leikmaðurinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íslenski landsliðsmaðurinn Rúnar Rúnarsson stóð í ströngu á ísnum í gær gegn Mexíkó.
Gull og íshokkí-
landsliðið fer upp
ÞRÁTT fyrir að sýna aldrei sparihliðarnar fyrir fullu húsi tókst ís-
lenska íshokkílandsliðinu að ná 2:2 jafntefli gegn Mexíkó og hirða
þar með gullið í lokaleik 3. deildar heimsmeistaramótsins sem lauk
í Skautahöllinni í Laugardal í gærkvöldi. Fyrir leikinn var ljóst að Ís-
land væri búið að tryggja sér að komast upp í aðra deild vegna inn-
byrðis viðureignar við Tyrki en íslensku drengina langaði í gull.
YURI Zak frá Sankti-
Pétursborg í Rússlandi
kom sér hjá því að
svara hvort hann héldi
með Tyrklandi eða Ís-
landi þegar þjóðirnar
mættust á heimsmeist-
aramótinu í Skautahöll-
inni í síðustu viku –
Oleg sonur hans þjálfar
tyrkneska liðið og Ser-
gei, hinn sonur hans, er
aðstoðarþjálfari ís-
lenska liðsins. „Svona
er íshokkíheimurinn,
maður spilar með einu
liði í dag og öðru á
morgun,“ sagði Sergei
sem fluttist til Íslands
fyrir fjórum árum.
Hann þjálfar Björninn
og spilar einnig með
liðinu. Honum líkar vel
við land og þjóð og hef-
ur gaman af því að
stuðla að uppbyggingu
íshokkís. „Íslendingum
hefur farið mikið fram
undanfarin ár, þeir æfa
mikið og sjálfstraustið
hefur aukist enda skil-
ar hver æfing sínu.“
Rúss-
neskir
bræður
berjast á
Íslandi
Ragnar fer í
úrslitarimmu
Stefán
Stefánsson
skrifar