Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 6
SUND 6 B MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÖRN Arnarson, ÍRB, og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, fengu bik- ara fyrir bestu afrek á Innanhúss- meistaramótinu í sundi á lokahófi mótsins í gærkvöldi. Kolbrún Ýr fékk samtals 1.792 stig fyrir árangur sinn í 50 m skriðsundi og 100 metra skrið- sundi og Örn fékk samtals 1.829 stig fyrir árangur sinn í 50 m flug- sundi og í 100 metra fjórsundi. Bringusundsbikarinn fyrir besta árangurinn í bringusundi hlaut Erla Dögg Haraldsdóttir, ÍRB. Efnilegasta sundfólk mótsins var valið. Í kvennaflokki varð Sigrún Brá Sverrisdóttir, Fjölni, fyrir val- inu og Ágúst Júlíusson, ÍA, hjá körlunum en þjálfarar stóðu fyrir valinu. Þátttakendur á Evr- ópumeistaramótinu í 50 metra laug í Madrid 10.–16. maí voru valdir en hægt verður að ná lág- mörkum til 19. apríl svo fleiri geta bæst í þennan hóp. Þátttakendur verða: Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir ÍA, Íris Edda Heimisdóttir ÍRB, Örn Arnarson ÍRB, Hjörtur Már Reynisson KR, Anja Ríkey Jak- obsdóttir SH, Lára Hrund Bjarg- ardóttir SH, Ragnheiður Ragn- arsdóttir SH og Jakob Jóhann Sveinsson Ægi. Þá var tilkynnt val á unglinga- landsliði Íslands, keppir á al- þjóðlegu unlingamóti, CIJ, í Lúx- emborg 16.–18. apríl nk. Liðið er þannig skipað: Sigrún Brá Sverr- isdóttir Fjölni, Aþena Ragna Júl- íusdóttir ÍA, Gunnar Smári Jón- björnsson ÍA, Birkir Már Jónsson ÍRB, Erla Dögg Haraldsdóttir ÍRB, Guðni Emilsson ÍRB, Helena Ósk Ívarsdóttir ÍRB, Karítas Heim- isdóttir ÍRB, Andrea Ösp Karls- dóttir Óðni, Hjalti Rúnar Oddsson Selfossi, Ásdís A. Björnsdóttir SH, Garðar Snær Sverrisson SH, Kjart- an Hrafnkelsson SH, Bragi Þor- steinsson Vestra, Árni Már Árna- son Ægi, Auður Sif Jónsdóttir Ægi, Baldur Snær Jónsson Ægi, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir Ægi, Jón Símon Gíslason Ægi og Oddur Örnólfsson Ægi. Þjálfarar eru Ey- leifur Jóhannesson og Sigurlín Þorbergsdóttir. Örn Arnarson og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir með bestu afrekin JÓ un D sn la af sl fy g 4: St sl ha æ ha JFullt af ungum sundmönnumstendur sig með prýði. Tuttugu sundmenn hafa nú þegar náð lág- marki til að fara á unglingamót í Lúxemborg og mótið um helgina var þeirra síðasti möguleiki til að tryggja sér sæti á mótinu. Við erum mjög ánægðir með þann árangur sem unga sundfólkið sýndi.“ Stein- dór bætti við að sjö sundmenn hefðu tryggt sér farseðilinn til Madrídar í maí en þá fer þar fram Evrópumeistaramótið í 50 metra laug. „Það má jafnvel búast við að það fari fleiri því að enn er eitt mót eftir til að ná þeim lágmörkum en það fer hver að verða síðastur, það er alveg ljóst.“ Bestu sundmenn landsins syntu ekki á sínum bestu tímum um helgina og er það alveg eðlilegt í ljósi þess að í ár er ólympíuár. „Þau toppakannski ekki núna og eru svo- lítið einbeitt á 50 metra laug og hafa æft stíft og ég get sagt þér það að þau stefna hátt á Ólympíu- leikunum.“ Spurður um mótið sagði hann einnig gaman hversu jafnar sumar greinarnar væru. „Þetta er miklu jafnara en oft áður og mörg sundin um helgina hafa verið spennandi. Þá er spennustigið hátt, bæði hjá keppendum og þjálfurum og mjög gaman að horfa á slíkar greinar.“ Þegar Steindór var spurð- ur hvernig honum litist á að mótið flyttist frá Eyjum til Reykjavíkur, eins og allt stefnir í, sagðist hann ekki trúa því að sundfólkið væri hætt að koma til Eyja. „Þetta er kannski í síðasta skiptið í bili þar sem ný og glæsileg laug er að rísa í Reykjavík en það er alltaf gaman að koma til Eyja og ekki spillir hversu góð laugin er og hröð,“ sagði Steindór. Unga fólkið stóð sig vel STEINDÓR Gunnarsson landsliðsþjálfari var þokkalega sáttur við mótið í ár. „Þetta er að mörgu leyti búið að vera gott mót. Það hefur verið gaman að sjá framfarirnar í sumum greinum en reyndar höf- um við verið svolítið fámenn í öðrumen góður árangur í heildina.“ Steindór sagði að sérstaklega áhugaverður væri árangur unga fólksins á mótinu. Það var gaman að setja fyrstaÍslandsmetið hérna í ár og ég er mjög ánægð með hvernig mér hefur gengið. Ég hef bætt mig í öll- um greinunum sem ég hef keppt í,“ sagði Ragnheiður, sem stefnir að sjálf- sögðu á Ólympíu- leikana en er þar í harðri keppni við Kolbrúnu Ýri Kristjánsdóttur í 50 metra skriðsundi. „Ég er búin að ná b-lágmarki en Kolbrún er með betri tíma en ég enn sem kom- ið er og ég þarf að bæta hennar tíma til að komast. Ég á ennþá möguleika á því og er að fara að keppa í fimmtíu metra laug eftir tvær vikur en það verður að koma í ljós.“ Strax í undanrásum á fyrsta degi var sett nýtt telpnamet í 200 metra skriðsundi. Það var Sigrún Brá Sverrisdóttir sem setti það þegar hún synti á 2.07,54 og bætti þar með met Kolbrúnar Ýrar Krist- jánsdóttur, Akranesi, frá árinu 1997, 2.08,32. Erla Dögg Haralds- dóttir ÍRB setti tvö stúlknamet, bæði í 100 metra bringusundi, þeg- ar hún kom í mark á tímanum 1.11,62 og 200 metra fjórsundi þeg- ar hún synti á 2.19,13. Eldra metið átti Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, 2.20,02. Tími Erlu Daggar er undir lágmarki á EM í 50 metra laug sem verður í Madrid í maí, en sam- kvæmt reglum SSÍ er Erla Dögg of ung til að keppa á því móti. Nú hafa tuttugu sundmenn náð lágmarki til að fara til Madrid. Á laugardaginn bárust þær fréttir svo til Eyja að Lára Hrund Bjargardóttir, sem synti um helgina á bandarísku há- skólamóti, hefði sett nýtt Íslands- met í 200 metra bringusundi á tím- anum 2:30:64. Eldra metið var einmitt sett í Vestmannaeyjum í fyrra og átti Íris Edda Heimisdótt- ir það, 2.30,93. Anja Ríkey Jakobsdóttir, einnig úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, setti svo Íslandsmet í 100 metra bak- sundi þegar hún synti á 1.03,10 og bætti met Kolbrúnar Ýrar Krist- jánsdóttur, 1.03,67. Fleiri stúlkna- met féllu á sunnudeginum þegar Erla Dögg Haraldsdóttir bætti tvö stúlknamet, annars vegar fjögurra ára gamalt met Írisar Eddu Heim- isdóttur í 200 metra bringusundi. Nýtt met er 2.32,90. Hins vegar í 50 metra bringusundi þegar hún synti á 33,47 sekúndum en Íris Edda átti einnig metið í þeirri grein. Krökkunum finnst gaman að koma til Eyja Sigrún Pálsdóttir, formaður Sundfélags Vestmannaeyja, var sátt við hvernig til tókst um helgina. „Þetta gekk allt mjög vel. Það var lítið af tæknilegum vanda- málum og gekk vel að manna.“ Hún benti á að nú væru þrjátíu fleiri keppendur en í fyrra og allt í allt kepptu 150 manns á mótinu um helgina. „Það segir mér það að við eigum orðið fleiri góða sundmenn og greinarnar eru jafnari en áður og það sýnir sig líka í því að þú þarft mun betri tíma en í fyrra til að komast í úrslit.“ Var þetta fjór- tánda árið í röð sem Íslandsmótið er haldið í Eyjum en nú stefnir í að breyting verði á vegna nýrrar keppnislaugar í Laugardalnum. „Síðasta skiptið? Nei, ekkert rugl,“ sagði Sigrún í léttum tón. „Það stendur reyndar í lögum Sundsambandsins að það eigi að reyna að halda mótið annað hvert ár utan Reykjavíkur og mér finnst persónulega mjög eðlilegt að því verði fylgt.“ Sigrún sagði einnig að aðstaðan sem verið er að skapa í Laugar- dalnum væri glæsileg og hlakkaði hún til að fara með sundfólk frá Eyjum í Laugardalinn. „Við skul- um samt ekki gleyma því að krökk- unum finnst gaman að koma hingað og það er ákveðin stemmning að vera öll svona saman, stemmning sem líklega næst ekki í Reykjavík. Þetta hefur ákveðna kosti og ég hef trú á því að menn muni líka líta á það. Svo má ekki gleyma þeirri miklu reynslu sem er hérna í Eyj- um í að halda svona mót.“ Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Anja Ríkey Jakobsdóttir, SH, er hér að setja Íslandsmet í 100 metra baksundi – 1.03,10 mínútur. Gamla metið átti Skagamað- urinn Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, 1.03,67 mínútur. Tvö Íslandsmet féllu í Eyjum HIN efnilega sundkona úr Hafn- arfirðinum, Ragnheiður Ragn- arsdóttir, varð fyrst til að setja Íslandsmet á Innanhússmeist- aramótinu í sundi sem fram fór í Eyjum um helgina. Ragnheiður bætti fimm ára gamalt met Láru Hrundar Bjargardóttur í 100 metra fjórsundi og var þetta fyrsta Íslandsmet Ragnheiðar í einstaklingsgrein. Örn Arn- arson úr ÍRB fór mikinn á mótinu og nældi sér í átta gull- verðlaun, en hann vann allar sex einstaklingsgreinarnar sem hann keppti í og var í boðsund- sveit ÍRB sem vann tvenn gull- verðlaun. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Ragnheiður Ragnarsdóttir, Sundfélagi Hafnarfjarðar, setti Ís- landsmet í 100 metra fjórsundi – 1.04,33 mínútur. Eldra metið átti samherji hennar, Lára Hrund Bjargardóttir, 1.04,54 mín. Sigursveinn Þórðarson skrifar ■ Úrslit B/10 Steindór Gunnarsson landsliðsþjálfari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.