Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 12
Íslands- og bikarmeistarar
ÍBV tryggðu sér á laug-
ardaginn deildarmeist-
aratitilinn í handknattleik
kvenna eftir sigur á Fram,
29:19, í íþróttahúsi Fram í
Safamýri. ÍBV hefur 36 stig
og á þrjá leiki eftir en
Stjarnan er í öðru sæti með
32 stig en á aðeins einn leik
eftir. Þetta var fjórði deild-
arleikur meistaranna á
fimm dögum en þeir leika
alls sjö leiki á tíu dögum.
ÍBV hafði aðeins eins
marks forystu gegn Fram
eftir fyrri hálfleikinn,
14:13, en í þeim síðari tóku
Eyjakonur öll völd á vell-
inum. Anna Yakova skoraði
12 mörk fyrir ÍBV og Nína
K. Björnsdóttir 6.
ÍBV deild-
armeistari
SVEINN Margeirsson varð í 79.
sæti á heimsmeistaramótinu í víða-
vangshlaupi sem þreytt var í Brussel
í Belgíu um helgina. Sveinn hljóp
skeiðið, sem var 4 km, á 12,40 mín-
útum. Björn Margeirsson varð í 118.
sæti á 13,20 mínútum og Sigurbjörn
Árni Arngrímsson hafnaði í 136.
sæti á 14,02 mín. Sigurvegari varð
Kenenisa Bekele frá Eþíópíu á 11,31
mín.
FYRRVERANDI landsliðsmaður
Þýskalands í knattspyrnu, Oliver
Bierhoff, vildi ekki taka fram skóna
að nýju og leika með 1860 München í
þýsku 1. deildinni það sem eftir er
keppnistímabilsins en hinn 35 ára
gamli framherji hætti sem atvinnu-
maður sl. sumar.
BIERHOFF var aðalmarkaskorari
þýska landsliðsins sem varð Evrópu-
meistari árið 1996 en hann lék með
Hamborg og Gladbach í heimalandi
sínu áður en hann hélt til Ítalíu og
lék þar með Udinese og AC Milan
SKOTINN Colin Montgomerie
sigraði á Singapore Caltex Masters-
golfmótinu sem fór fram í Singapúr
en mótið var hluti af evrópsku móta-
röðinni. Með sigrinum tryggði
Montgomerie sér þátttökurétt á Pla-
yers Championships um næstu helgi
en þar leika 50 efstu kylfingarnir á
heimslistanum. „Ég ætlaði mér að
leika lokahringinn á 65 höggum og
það gefur mér mikið sjálfstraust í
næstu verkefni að hafa gert það sem
ég ætlaði mér,“ sagði Montgomerie
en hann hafði ekki sigrað í evrópsku
mótaröðinni frá árinu 2002. „Ég hef
náð að sigra á einu móti á ári frá
árinu 1993 allt þar til á síðasta ári og
ég er bjartsýnn á framhaldið,“ sagði
Montgomerie.
AJAX á meistaratitilinn næsta vís-
an í Hollandi en eftir leiki gærdags-
ins, þar sem Ajax burstaði Vitesse,
5:0, er forysta Ajax 11 stig. Bras-
ilíumaðurinn Maxwell, Wesley
Sneijder og Rúmeninn Nicolea Mi-
tea skoruðu í fyrri hálfleik og í þeim
síðari bættu þeir John Heitinga og
Zlatan Ibrahimovic við tveimur
mörkum.
SVÍINN Henrik Larsson hélt upp-
teknum hætti með liði sínu, Celtic, í
skosku úrvalsdeildinni um helgina.
Larsson skoraði tvívegis þegar Cel-
tic burstaði Hibernian, 4:0, og er for-
ysta liðsins á Rangers nú 19 stig.
Larsson komst í þriðja sæti yfir
markahæstu leikmenn Celtic frá
upphafi en hann hefur skorað 231
mark fyrir félagið.
FÓLK
um sigur við Schumacher. Er hann
var spurður hvort Barrichello væri
sekur um „skítlegt bragð“ á þessu
stigi svaraði Montoya játandi. „Já.
Um leið og ég hóf atlögu sveigði
hann einnig og það var tilgangslaust
að reyna framúrakstur. Eftir voru
12 hringir, ég var á nýjum dekkjum
svo ég hægði ferðina og krusaði
heim,“ sagði Montoya en hann sagði
mikilvægara að skila liðinu 8 stigum
en taka áhættu á árekstri og engum
stigum.
Langflestir ökuþóranna reyndust
hafa lagt upp með sömu keppn-
isáætlun, tóku keppnina í fjórum lot-
um; stoppuðu þrisvar til að skipta
um dekk og taka bensín. Reyndi
Montoya að sækja á Schumacher á
fyrstu þremur aksturslotunum en
komst aldrei í tæri við hann; minnst
munaði 3,5–4,0 sekúndum.
Fyrri helmingur kappakstursins
var mjög fjörlegur, mikið um fram-
úrakstur á fyrstu hringjunum og
hjálpaði til í þeim efnum að á köflum
var brautin hál vegna lítils háttar úr-
komu áður en kappaksturinn hófst
auk þess sem dropar féllu við og við.
Button tók Räikkönen
á herfræðinni
Button vann sig fram úr Kimi Rä-
ikkönen hjá McLaren er hann kom
Ekkert bendir á þessu stigi til aðdrottnun Ferrari-liðsins muni
ljúka heldur – ef eitthvað er – eigi
liðið eftir að fagna
hverjum sigrinum á
fætur öðrum á
næstu mánuðum.
Keppinautar þeirra,
Williams, Renault og McLaren, eiga
sem stendur á brattann að sækja til
að komast með bíla sína á sama stall.
Kappaksturinn í Sepang árið 2002
var annar tveggja sem liðið vann
ekki það árið er það vann 15 mót
ársins af 17. Sigur Schumachers var
þó ekki með sömu yfirburðum og í
fyrsta móti ársins, í Melbourne fyrir
hálfum mánuði. Þakkaði hann
dekkjafyrirtækinu Bridgestone sig-
urinn og sagði dekk þess hafa tekið
miklum framförum frá í fyrra og
hittifyrra er Ferrarifákarnir áttu
erfitt uppdráttar í Malasíu. Montoya
hélt Schumacher við efnið allan tím-
ann svo heimsmeistarinn gat hvergi
slakað á. Á leið út úr síðasta þjón-
ustustoppi missti Montoya hins veg-
ar Rubens Barrichello hjá Ferrari
fram úr sér og sagði hann hafa gert í
því að halda aftur af sér. Því kaus
hann að hægja ferðina til að komast
heilu og höldnu í mark í öðru sæti.
Sagði hann að Barrichello hefði
svipt sig möguleikanum á að keppa
út í brautina úr öðru þjónustustoppi
í byrjun 27. hrings og vann sig vel
fram úr honum. Reyndar sagðist
Finninn hafa tapað tíma og misst
Button fram úr vegna erfiðleika við
að losa bensínslönguna úr bíl sínum.
Räikkönen varð síðan fyrir því að
Mercedes-mótorinn gaf sig svo hann
féll úr leik á 40. hring. Þar með hef-
ur Räikkönen ekki komist á mark
það sem af er árinu. Eftir mótið
sagði hann svartsýni ástæðulausa
því að bíll McLaren hefði tekið mikl-
um framförum vegna endurbóta í
framhaldi af fyrsta móti. Jenson
Button naut þess ærlega í Sepang að
komast í fyrsta sinn á verðlaunapall
frá því hann hóf keppni í Formúlu-1
í byrjun mars árið 2000 en þá ók
hann fyrir Williams. Segist hann
ekki ætla láta staðar numið heldur
sé markmiðið að komast reglulega á
pall. Kappaksturinn er sá 68. sem
Button heyr en áður hafði hann
fimm sinnum orðið í fjórða sæti á
mark, bæði á Williams- og Renault-
bílum.
Mark Webber hjá Jagúar var
mjög svekktur eftir kappaksturinn í
Sepang og kenndi hann Ralf Schu-
macher um að hann féll úr keppni.
Sagði hann Ralf hafa ekið aftan á sig
á fyrsta hring svo hjólbarði sprakk
er þeir börðust um níunda sætið.
Webber hóf keppni af fremstu rás-
röð en svo framarlega hefur hvorki
hann né Jagúar-bíll verið. Ræsingin
snerist hins vegar upp í martröð er
hann skreið hægt af stað miðað við
aðra bíla og féll niður um mörg sæti.
Á endanum snerist hann út úr
brautinni og féll úr leik. Schumacher
ók eins og sannur meistari og gaf
Montoya aldrei færi á að komast í
tæri við sig þótt Williams-þórinn
reyndi það mjög. Sigur Schumach-
ers er sá 72. á ferlinum og hefur
hann nú 20 stig eða fullt hús í stiga-
keppninni um heimsmeistaratitil
ökuþóra. Hefur og 7 stiga forystu á
Ferrari-félaga sinn Rubens Barri-
chello sem er í öðru sæti með 13 stig.
Montoya er þriðji með 12 stig og
Button fjórði með 9. Þá er Fernando
Alonso með 8 stig en honum tókst að
vinna sig upp úr 19 sæti í það sjö-
unda, færðist aftast vegna mis-
heppnaðrar tímatöku í gær og mót-
orskipta að henni lokinni. Félagi
hans Jarno Trulli er með 6 stig, Ralf
Schumacher – sem fyrstur ökuþóra
féll úr leik í dag vegna vélarbilunar –
er sjöundi með 5 stig og áttundi er
David Coulthard hjá McLaren með
4 stig, en hann bætti sig frá síðasta
móti og varð sjötti á mark í dag.
Ferrari er þegar með góða forystu í
keppninni um heimsmeistaratitil bíl-
smiða, með 33 stig gegn 17 stigum
William sem er í öðru sæti og í
þriðja sæti er Renault með 14 stig.
BAR í 4. sæti í keppni bílsmiða
Með góðri frammistöðu Buttons í
upphafi vertíðarinnar er BAR komið
í fjórða sætið með 9 stig. Allt þar til
fjórir hringir voru eftir af 56 leit út
fyrir að félagi hans Takuma Sato
myndi hreppa áttunda sætið og
lokastigið en mótorinn gaf sig þá hjá
honum. Minnstu munaði að Sato félli
úr leik á sjötta hring er hann snar-
sneri bílnum og flaug út í malar-
gryfju. Tókst þó að halda ferðinni og
komast aftur inn á malbikið. McLar-
en er í fimmta sæti með 4 stig og
Sauber í sjötta sæti með 1 stig sem
Felipe Massa vann í dag. Önnur lið –
Toyota, Jagúar, Jordan og Minardi
– hafa ekki hlotið stig.
Reuters
Michael Schumacher á verðlaunapalli með þá Juan Pablo Montoya og Jenson Button sér við hlið.
Aftur öruggur sigur
hjá Schumacher
ÖÐRU sinni á árinu, í öðru móti vertíðarinnar, vann Michael Schu-
macher öruggan sigur er hann kom fyrstur á mark í Malasíukapp-
akstrinum. Afsannaði hann spár sérfræðinga um að Ferraribíllinn
myndi ekki þola loft- og brautarhitann í Sepang. Vann hann sinn 53.
sigur á Ferraribíl og 72. sigurinn á ferlinum. Kappaksturinn mark-
aði tímamót á keppnisferli Jenson Button hjá BAR sem komst nú í
fyrsta sinn á verðlaunapall með þriðja sæti í keppninni. Annar varð
Juan Pablo Montoya hjá Williams. Hitinn í Sepang, 35°C lofthiti og
enn meiri brautarhiti, varð ekki til þess að halda aftur af Schu-
macher eins og sérfræðingar töldu.
Ágúst
Ásgeirsson
skrifar
Ekkert bendir til á þessu stigi að drottnun Ferrari-liðsins muni ljúka heldur