Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 B 7 LOKEREN lá fyrir Cercle Brügge á heima- velli í belgísku 1. deild- inni í knattspyrnu í gær. Rúnar Kristinsson og Arnar Þór Viðarsson léku allan leikinn fyrir Loke- ren, Arnar Grétarsson kom inn á í síðari hálfleik en hann var að spila sinn fyrsta leik frá því hann gekkst undir aðgerð í nára í byrjun desember. Marel Baldvinsson var í 19. manna hópnum fyrir leikinn en var ekki valinn í endanlegan leik- mannahóp. Lokeren fékk gullið tækifæri til að jafna í 1:1 í síðari hálfleik en Ta- ilson misnotaði vítaspyrnu sem Arnar Grétarsson hefði betur átt að taka því hann sýndi mikið öryggi á vítapunktinum á síðustu leiktíð og skoraði úr átta vítaspyrnum. Gestirnir misstu leikmann út af í kjölfarið en manni færri tókst þeim engu að síður að skora annað mark und- ir lok leiksins. Lokeren er í 15. sæti af átján liðum.  Indriði Sigurðsson var í byrjunarliði Genk en var skipt út af á 71. mínútu þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við La Louviere. Genk er í fimmta sæti deildarinnar, 21 stigi á eftir toppliði Anderlecht. Arnar Grétarsson aftur á ferðina Arnar Grétarsson Það var greinilegt á leik Íslands-meistaranna í byrjun að þeir voru ragir við Grindavíkurliðið og gengu Grindvíkingar á lagið og voru með sjö stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 26:19. Keflvíkingar tóku að hressast og spiluðu áfram svæðisvörn sem þeir gerðu reyndar frá byrjun og út leik- inn. Fátt markvert gerðist í öðrum leikhluta. Í þriðja leikhluta fóru leikmenn Keflavíkur að bíta verulega frá sér með besta mann liðsins fremstan í flokki, Nick Bradford sem skoraði jafnt og þétt fyrir gestina alls 28 stig auk þess að spila fína vörn. Meistararnir komust yfir um miðj- an þriðja leikhluta og forysta Keflvík- inga var orðin 6 stig í lok þriðja leik- hluta. Byrjunin á síðasta leikhluta var á svipuðum nótum en þegar rúmar þrjár mínútur voru liðnar af fjórða leikhluta fór allt í baklás hjá Keflvík- ingum og Grindvíkingar breyttu stöð- unni úr 75:80 í 91:80 á þremur mín- útum og leikurinn var nánast formsatriði það sem eftir lifði hans. Keflvíkingar áttu engin svör við þessu og urðu að játa sig sigraða, 99:84. „Þetta var hörkuleikur og við vor- um með leikinn í okkar höndum en svo skora þeir 16 stig í röð í síðasta leikhlutanum. Nick Bradford var góð- ur og við spiluðum nokkuð vel. Við ætluðum að keyra á þá en það gekk ekki alveg, þannig að nú tekur næsti leikur við,“ sagði Falur Harðarson, annar af þjálfurum Keflavíkur. „Þegar Nick Bradford missti flugið fór að halla undanfæti hjá þeim. Hann er einn albesti erlendi leikmaðurinn, kann leikinn frá A-Ö. Það er enginn tími til að velta fyrir sér sigri eða tapi, nú er það bara næsti leikur. Keflavík spilar mikið svæðisvörn þannig að það kom ekki á óvart en þeir voru að reyna að stjórna hraðanum í leiknum og því hefur leikurinn verið eitthvað rólegri fyrir vikið. Þeir voru að reyna að setja miðherjann Derrick Allen inn í leikinn en það gekk ekki hjá þeim,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur. Jones með þrefalda tvennu ÞREFÖLD tvenna Bandaríkjamannsins Anthony Q. Jones í liði Grindavíkur lagði grunninn að fyrsta sigri liðsins í undanúrslita- rimmunni gegn Keflavík í úrvalsdeild karla, Intersportdeild, en liðin léku á laugardaginn. Íslandsmeistaralið Keflavíkur var með væn- lega stöðu er skammt var liðið á þriðja leikhluta, en þá skoraði Grindavík 16 stig í röð og landaði sigri, 99:84, en staðan í hálfleik var 47:41. Garðar Vignisson skrifar Leikurinn fór hratt af stað og bæðilið spiluðu skemmtilegan körfu- bolta. Njarðvík var samt alltaf einu skrefi á undan Snæ- fellingum. Greinilegt var hvað Snæfell ætlaði sér en það var að stöðva aðalskor- ara Njarðvíkur, Brandon Woudstra. William Chavis réð ekkert við Corey Dickerson, sem skoraði hverja körf- una á fætur annarri í fyrsta leik- hluta. Í fjórða leikhluta tóku Hólmarar heldur betur við sér og spiluðu mjög góða vörn og voru skipulagðir í sókn- inni og skoruðu fyrstu átta stigin í leikhlutanum. Þessi kafli kom Njarð- víkingum í opna skjöldu og brugðu þeir á það ráð að taka leikhlé og fara betur yfir sín mál. Lítið breyttist við þetta leikhlé og gestirnir héldu uppteknum hætti og söxuðu hægt og bítandi á forskot Njarðvíkinga. Corey Dickerson átti skínandi leik í fjórða leikhluta og William Chavis, leikmaður Njarðvík- ur, réð ekkert við Dickerson sem skoraði þegar hann vildi og mataði samherja sína vel. Þegar innan við mínúta var eftir af leiknum fékk Brandon Woudstra dæmda á sig sóknarvillu og fékk sína fimmtu villu. Woudstra sparkaði í vatnsbrúsa á bekknum og fékk dæmda á sig tæknivillu. Snæfell fékk fjögur víti og skoraði úr þremur þeirra og var komið þremur stigum yfir. Unnu þeir boltann á ný og var brotið á Dondrell Whitmore sem fékk tvö vítaskot og skoraði úr öðru. Njarðvíkingar geta kennt sjálfum sér um tapið því þeir skoruðu ekki stig í fjórar síðustu mínútur leiksins og töpuðu fjórða leikhluta 10:28. Besti maður vallarins var Corey Dickerson sem skoraði 26 stig og stjórnaði eins og herforingi. „Það er mjög erfitt að spila hér í Njarðvík, en við sýndum mikinn styrk að koma til baka og vinna upp 21 stigs forystu og það hér í Njarð- vík. Undir lokin á leiknum fórum við að vera harðari í vörninni og ákveðnari í sókninni og á sama tíma voru þeir hættir að sækja að okkur. Þeir féllu á eigin bragði; að hætta að sækja á körfuna,“ sagði Bárður Ey- þórsson, þjálfari Snæfells. „Þetta var algjör gjöf að gefa þeim þennan sigur, við eigum ekki að tapa 14 stiga forystu á 10 mínútum. Við spiluðum mjög vel í 30 mínútur en leikurinn er í 40 mínútur. Undir lok- in frusum við algjörlega og vorum alltof kærulausir. Á þessum tíma- punkti stilltum við ekkert upp og það var ekkert í gangi í sókninni. Við er- um heldur betur búnir að stilla okk- ur upp við vegg, en við tökum einn leik í einu og mætum á þriðjudaginn til að berjast fyrir lífi okkar,“ sagði Friðrik Pétur Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur. Snæfell skellti í lás DEILDARMEISTARARNIR úr Stykkishólmi, Snæfell, eru með væn- lega stöðu gegn Njarðvík að loknum tveimur leikjum liðanna í und- anúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik. Í gær áttust liðin við í Njarðvík þar sem heimamenn skoruðu ekki stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og leikmenn Snæfells gengu á lagið og sigruðu, 83:79. Í upphafi fjórða leikhluta voru Njarðvíkingar með 14 stiga forskot sem gestirnir náðu að vinna upp. Staðan er því 2:0 og þurfa Njarðvíkingar að vinna þrjá leiki í röð og þar af tvo í Stykkishólmi ætli liðið sér að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Davíð Páll Viðarsson skrifar ÓHANNES B. Jóhannesson tapaði í ndanúrslitum fyrir Englendingnum Daniel Ward, 4:3, á Eystrasaltsmótinu í nóker nú stendur yfir í Riga í Lett- andi. Ásgeir Ásgeirsson og Sumarliði Gúst- fsson komust í 16-manna úrslit en voru legnir þar út. Sumarliði beið lægri hlut yrir Dananum Rune Kampe, 4:3, og Ás- eir lá fyrir Mats Eriksson frá Svíþjóð, :0. Jóhannes vann hins vegar Frakkann tephane Ochoiski, 4:0, í 16-manna úr- litunum og í 8-manna úrslitinum hafði ann betur á móti Mats Eriksson, 4:1. Undanúrslitaleikurinn við Ward var æsispennandi þar sem Englendingurinn afði betur í sjöunda rammanum. Jóhannes tapaði í undanúrslitunum Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Örn Arnarson var sigursæll á Íslandsmótinu í Eyjum. LÁRA Hrund Bjarg- ardóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar setti Ís- landsmet í 200 metra bringusundi á laugardag- inn á bandaríska há- skólameistaramótinu, en hún kom í mark á tímanum 2.30,64 mínútum. Lára keppir fyrir hönd Univers- ity of California Irvine. Gamla metið átti Íris Edda Heimisdóttir sem hún setti á ÍMÍ í Vest- mannaeyjum fyrir ári, 2.30,93 mínútur. Met hjá Láru Hrund

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.