Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 8
HANDKNATTLEIKUR 8 B MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ CELJE Lasko frá Slóveníu og þýska liðið Flensburg leika til úr- slita í Meistaradeild Evrópu í hand- knattleik en Íslendingaliðin Magde- burg og Ciudad Real eru fallin úr leik. Magdeburg sigraði Flensborg, 36:26, í frábærum leik í Bördel- andhalle í Magdeburg í gær en það dugði ekki liðinu til að komast áfram. Liðin stóðu jöfn eftir leikina tvo, 56:56, en þar sem Flensburg skoraði fleiri mörk á útvelli komst liðið í úrslitin. Magdeburg var grát- lega nærri því komast í úrslitaleik- inn. Hálfri mínútu fyrir leikslok kom Christian Schöne Magdeburg í 11 marka forystu með marki úr horninu en danski landsliðsmað- urinn Lars Krogh Jeppesen skaut Flensburg áfram þegar hann minnkaði muninn í 10 mörk 17 sek- úndum fyrir leikslok. Síðasta tæki- færi lærisveina Alfreðs Gíslasonar til að komast áfram fór út um þúfur þegar skot pólska landsliðsmanns- ins Gregorz Tkaczyk fór framhjá. Magdeburg hafði 19:13 yfir í hálfleik og komst sjö mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks. Flensburg náði að minnka muninn í eitt mark en þá tóku heima- menn heldur betur við sér. Hvattir áfram af 8.000 stuðnings- mönnum sínum tókst þeim að komast 11 mörkum yfir en Flensborgarar sluppu með skrekk- inn og þeir stigu villtan stríðsdans í leikslok. Joel Abati átti stórleik fyrir Magdeburg og skoraði 10 mörk, Stefan Kretzcshmar 6 og Tkaczyk 5. Sigfús Sigurðsson skoraði 2 mörk og var greini- lega sárþjáður vegna meiðslanna í hnénu. Hjá Flensburg skor- uðu Danirnir Sören Stryger og Lars Krogh Jeppesen 7 mörk hver.  Celje Lasko lagði Ciudad Real frá Spáni að velli, 34:32, í síðari leik liðanna en Lasko vann fyrri leikinn á Spáni með einu marki, 36:35. Ólafur Stefánsson náði sér ekki á strik í liði Ciudad Real og skoraði aðeins eitt mark og misnot- aði eitt vítakast. Magdeburg sat eftir með sárt ennið Joel Abati sækir hér að marki Flensburg. FÓLK  JALIESKY Garcia skoraði 5 mörk fyrir Göppingen sem tapaði á heima- velli fyrir Hamborg, 29:28, í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Göppingen er í harðri fallbaráttu en liðið er með 15 stig í 14. sæti deildarinnar.  PATREKUR Jóhannesson skoraði 7 mörk fyrir Bidasoa og Heiðmar Felixson 2 þegar lið þeirra tapaði fyrir Cantabria, 24:23, í spænsku 1. deildinni.  RÓBERT Gunnarsson skoraði 7 mörk fyrir Århus GF og Þorvarður Tjörvi Ólafsson 2 þegar liðið vann stórsigur á Silkeborg, 31:19, í dönsku úrvalsdeildinni. Þetta var fimmti sigur Århus GF í röð og er liðið í sjötta sæti deildarinnar.  ALEXANDER Petersson skoraði 8 mörk fyrir Düsseldorf sem sigraði Konstanz, 35:19, í suðurriððli þýsku 2. deildarinnar. Düsseldorf er í efsta sæti með 49 stig og er sjö stigum á undan Osweil.  ARNAR Geirsson skoraði 3 mörk, þar af eitt úr vítakasti, þegar lið hans Gelnhausen tapaði, 27:23, fyrir Ba- yer Dormagen í suðurriðli þýsku 2. deildarinnar í handknattleik.  GÍSLI Kristjánsson, fyrrum leik- maður Gróttu/KR, skoraði 8 mörk fyrir Frederica sem sigraði Ajax, 35:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í gær. Frederica er í áttunda sæti deildarinnar.  DAGUR Sigurðsson, þjálfari og leikmaður Bregenz, skoraði 2 mörk fyrir lið sitt sem burstaði Wolfhouse, 30:19, í úrslitakeppni í austurrísku 1. deildinni í handknattleik í gær. Bre- genz er með fimm stiga forskot á toppi deildarinnar. Dagur og læri- sveinar hans hafa 17 stig, Superfund Hard hefur 12 og Wolfhouse 11 en átta lið taka þátt í úrslitakeppninni. HK-liðið getur öðrum fremurþakkað markverði sínum, Björgvin Páli Gústavssyni, sigurinn á KA því að hann varði sem berserkur allan leikinn, ekki síst á lokasprettin- um þegar KA-liðið hafði jafnaði leikinn og átti mögu- leika á að komast yfir. Þá varði Björgvin m.a. vítakast og skot úr opnum færum og í framhaldinu tryggði Már Þórarinsson HK-sigur, 32:30, með marki úr horni. „Við erum fyrst og fremst búnir að hreinsa loftið. Þessi sigur veitir okk- ur síðan sjálfstraust og þegar það er fyrir hendi í HK-liðinu þá er það ill- viðráðanlegt,“ sagði Alexander Arn- arson, fyrirliði HK, í leikslok og var í sjöunda himni með sigurinn. „Við höfum ekki unnið KA í háa herrans tíð og við vorum staðráðnir í því frá fyrstu mínútu að vinna leikinn, ekki síst eftir að hafa lagt ÍR á föstudag- inn. Sá sigur veitti okkur gríðarlegt sjálfstraust,“ sagði Alexander sem var óþreytandi í vörn HK. Fátt var um varnir í fyrri hálfleik, mörkin komu á færibandi og hraðinn var mikill. Munurinn á liðunum í fyrri hálfleik var fyrst og fremst sá að Björgvin varði vel í marki HK, tólf skot, á meðan félagar hans í KA- markinu náðu sér ekki á strik. Meiri ró var yfir leiknum í síðari hálfleik, eftir mörkin 39 í þeim fyrri. Varnir beggja liða bötnuðu og um leið fór að bera á markvörslu hjá KA. Sóknarleikur liðsins var hins vegar mjög einhæfur og gekk að mestu út á þrjá menn og því reyndist auðvelt að stöðva þá. Ekkert kom út úr horna- mönnum bikarmeistaranna og Einar Logi Friðjónsson gerði vart tilraun til þess að ógna marki HK. „Það vantaði alveg baráttuna í okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem ekki var einu sinni dæmt aukakast á okkur fyrstu 11 mínút- urnar. Í lokin vorum við óskynsamir á því féllum við að þessu sinni. Nú verðum við að gyrða okkur í brók fyrir lokasprettinn. Það þýðir ekkert að leika svo í síðustu leikjunum ef við ætlum okkur að vinna úrvalsdeild- ina,“ sagði Jónatan Magnússon, fyr- irliði KA. Björgvin Páll átti stórleik BARÁTTUGLAÐIR leikmenn HK komu í veg fyrir að KA tækist að komast í efsta sæti úrvalsdeildarinnar síðdegis í gær þegar þeir lögðu norðanmenn, 32:30, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 21:18. Þetta var annar sigur HK eftir að liðið skipti út þjálf- ara sínum fyrir helgina og sigrarnir tveir hafa aukið möguleika liðs- ins á að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni. Ívar Benediktsson skrifar Haukar hófu leikinn af miklumkrafti. Í vörninni „klipptu“ þeir út besta leikmann Fram í síð- ustu leikjum, Valdi- mar Þórsson, og lömuðu þar með sóknarleik gestanna til muna. Riðlaðist sóknarleikur Fram svo mikið að þeir færðu Haukum boltann upp í hendurnar. Átta af fyrstu tólf mörkum Hauka í leiknum voru skoruð úr hraðaupphlaupum og í raun má segja að þar hafi mun- urinn legið því þá var staðan 12:4 eftir fimmtán mínútna leik. Leik- mönnum Fram lánaðist aðeins að laga leik sinn og bíta örlítið frá sér og forðast þar með skell. Meiri yf- irvegun færðist í sóknarleikinn þegar Martin Larsen leysti Valdi- mar af. Þá brugðu Framarar einnig á það ráð að taka Ásgeir Örn Hall- grímsson úr umferð, en hann var allt í öllu í sóknarleik Hauka. Þá tók Robertas Pauzolis við og skor- aði hvert markið á fætur öðru með þrumuskotum. Forskot Hauka jókst á ný og var sex mörk í hálf- leik, 20:14, og þess má geta að helmingur marka Haukanna í hálf- leiknum var skoraður upp úr hraðaupphlaupum en Fram-liðið skoraði fjögur mörk eftir hraða- upphlaup. Fram breytti vörn sinni í byrjun síðari hálfleiks, byrjaði á því að leika framliggjandi 3/2/1 vörn og kom það Haukum í opna skjöldu. Framarar skoruðu fjögur fyrstu mörk hálfleiksins og höfðu þar með minnkað forskotið ofan í tvö mörk, 20:18 og síðan 21:19. Haukar blésu til sóknar á ný og bættu aðeins í forskotið, aðallega með yfirvegaðri sóknarleik þar sem Ásgeir Örn lék aðalhlutverkið. Hann lék samherja sína uppi. Barátta Framara kostaði sitt og á fimm mínútna kafla eftir að tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleikmisstu þeir Haukana end- anlega fram úr sér. Þá misstu Framarar þrjá leikmenn út af skömmum tíma, suma fyrir smá- vægilegar sakir. Haukar færðu sér liðsmuninn í nyt, komust átta mörkum yfir, 28:20, og þar með má segja að úrslitin hafi verið ráðin. Haukar héldu sjö til átta marka forskoti um tíma en síðustu tíu mínúturnar gaf Páll Ólafsson flest- um lærisveinum sínum tækifæri til að spila. Fengu þá Pauzuolis og Ás- geir t.d. að hvíla sig. Fyrir vikið fór mesti broddurinn úr sóknarleik Hauka, leikurinn leystist aðeins upp en sigur Íslandsmeistaranna var þó aldrei í hættu þótt Fram tækist aðeins að klóra í bakkann og minnka muninn, sigri Hauka tókst Frömurum hins vegar aldrei að ógna. Ásgeir Örn átti frábæran leik hjá Haukum. Auk þess sem hann skor- aði sjö góð mörk þá átti hann hverja snilldarsendinguna á fætur annarri á samherja sína. Pauzolis var einnig sterkur, svo sterkur að Framarar fengu ekkert við ráðið. Þórir Ólafsson var sprækur, eink- um í fyrri hálfleik. Þá mætti Aliks- andr Shamkuts sterkur til leiks og rak smiðshöggið á margar fallegar sendingar Ásgeirs með marki. Birkir Ívar Guðmundsson átti einn- ig ágæta spretti í marki Hauka. Eins og fyrr hefur verið getið þá kom slök byrjun Framara þeim í koll þegar á leið. Mikil orka fór í að vinna upp óþarflega stór forskot Hauka, fyrst í fyrri hálfleik og síð- an aftur í byrjun þess síðari, meiri orka en Fram-liðið hafði yfir að ráða, ekki síst þar sem Héðinn Gilsson og Valdimar Þórsson náðu sér ekki á strik. Valdimar tók reyndar sprett undir lokin þegar fokið var í flest skjól en Héðinn virtist meiddur og lék ekkert í síð- ari hálfleik. Þá kom Hjálmar Vil- hjálmsson ekkert við sögu. Vörnin var slök og fyrir vikið átti Egidijus Petkevicius markvörður á brattann að sækja, sérstaklega í fyrri hálf- leik þegar bylgja hraðaupphlaupa skall á honum. Guðlaugur Arnar- son og Martin Larsen létu óvenju- mikið að sér kveða í sókninni og Guðlaugur var að vanda duglegur í vörninni. Ungir og efnilegir leik- menn innan raða Fram, Jón Björg- vin Pétursson, Jóhann G. Einars- son og Jón Þór Þorvarðarson, eiga enn nokkuð í land til að geta boðið uppi leik gegn Haukum en víst er að framtíðin er þeirra. Meistararn- ir tylltu sér á toppinn HAUKAR létu gullið tækifæri til að komast í efsta sæti úrvalsdeildar sér ekki úr greipum ganga í gærkvöldi þegar þeir tóku á móti Fram að Ásvöllum. Unnu þeir örugglega, 37:33, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 20:14. Slök byrjun Framara varð þeim öðru fremur að falli að þessu sinni, þá þeir færðu Haukum boltann á silf- urfati skipti eftir skipti, og kom það í veg fyrir að liðið blandaði sér af meiri alvöru í keppnina um eitt af fjórum efstu sætum deild- arinnar, en sigur hefði óneitanlega komið Safamýrarpiltum í skemmtilega stöðu. Ívar Benediktsson skrifar ÍBV til Þýska- lands, Pól- lands eða Rúmeníu Íslandsmeistarar ÍBV mæta þýska liðinu Nürnberg, Vit- aral Jelva frá Póllandi eða Universitatea frá Rúmeníu í undanúrslitum í Áskor- endakeppni Evrópu í hand- knattleik kvenna en dregið verður á morgun. Nürnberg sló út Anadolou frá Tyrklandi samanlagt með 22 marka mun, Viteral Jelva sló út Bayer Leverkusen frá Þýskalandi. Liðin stóðu jafnt, 45:45, eftir leikina tvo en Jelva fór áfram á útimarka- reglunni. Universitatea sló út þýska liðið Dortmund með fjögurra marka mun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.