Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.03.2004, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 22. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ  JÓHANNES Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Wolves sem töpuðu fyrir Liverpool á Anfield.  HEIÐAR Helguson misnotaði þrjú gullin marktækifæri fyrir Watford sem steinlá fyrir Ipswich, 4:1, í ensku 1. deildinni. Heiðar lék allan leikinn í framlínu Watford og nældi sér í gult spjald í síðari hálfleik. Ung- ur framherji í liði Ipswich, Dan Bow- ditch, skoraði þrennu fyrir Ipswich.  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn í vörn Reading sem tapaði á heimavelli fyrir Sunderland, 2:0. Mörkin komu með mínútu millibili á 73. og 74. mínútu leiksins.  BJARNI Guðjónsson var með all- an tímann í liði Coventry sem varð að játa sig sigrað fyrir Wigan, 2:1. Mark Coventry kom eftir horn- spyrnu Bjarna og litlu munaði að lið- inu tækist að jafna metin undir lokin eftir hornspyrnu Skagamannsins.  BRYNJAR Björn Gunnarsson fékk ekki að spreyta sig með Stoke City á nýjan leik því leik liðsins gegn WBA sem fara átti fram á Britannia- vellinum í Stoke var frestað vegna hávaðaroks á vellinum.  ÞÓRÐUR Guðjónsson sat allan tímann á varamannabekk Bochum sem gerði 2:2-jafntefli við Kaisers- lautern á útivelli í þýsku 1. deildinni.  HELGI Sigurðsson var ekki í leik- mannahópi AGF sem gerði 3:3-jafn- tefli á útivelli gegn Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni í knattspynu í gær. Helgi á við meiðsl að stríða.  HELGI Kolviðsson lék síðustu mínútuna í liði Kärnten sem sigraði Austria Vín, 2:0, í austurrísku 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir sigurinn er Kärnten í neðsta sæti deildarinnar. FÓLK FÁTT virðist geta komið í veg fyrir að Werder Bremen verði Þýskalandsmeist- ari í knattspyrnu í vor en eftir leiki helg- arinnar er forysta Brimarbúa 11 stig. Werder Bremen lagði Wolfsburg á út- velli, 2:0, með mörkum Ivan Klasnic og Johans Micoud, í gær og komst þar með 11 stigum fram úr úr meisturum Bayern München sem urðu að láta sér lynda jafntefli gegn Herthu Berlin. Brasilíumaðurinn Ailton, markahæsti leikmaður Bundesligunnar með 22 mörk, misnotaði vítaspyrnu á 67. mín- útu en það varð bara til þess að stappa stálinu í liðsmenn Bremen. „Ef við höldum áfram að einbeita okk- ur leik fyrir leik og hugsum ekki nema um okkur sjálfa þá fer þetta vel,“ sagði Thomas Schaaf, þjálfari Bremen, eftir leikinn. Hollenski markakóngurinn Roy Makaay kom Bæjurum yfir með sínu 18. marki á leiktíðinni en Brasilíumaðurinn Marcelinho jafnaði fyrir Berlínarliðið með marki úr vítaspyrnu sem hann fisk- aði sjálfur. „Við erum ekki búnir að gefast upp en eins og staðan lítur út þá verðum við að vinna þá leiki sem við eigum eftir og vonast til að Bremen hlekkist á,“ sagði Ottmar Hitzfeldt, þjálfari Bæjara, eftir leikinn. Stuttgart náði aðeins jöfnu gegn botn- liði Köln, 2:2, jafnaði varnarmaður Köln metin fyrir Stuttgart með sjálfsmarki stundarfjórðungi fyrir leikslok. „Leikurinn markaðist af því að mínir menn voru hræddir um að tapa og Köln réð ferðinni á miðsvæðinu. Við höfðum vænst þess að bera meira út býtum en bara eitt stig en við verðum að leggja Bremen að velli um næstu helgi í stað- inn,“ sagði Felix Magath, þjálfari Stutt- gart. Bremen stungið af í Þýskalandi CLAUDIO Ranieri, knatt- spyrnustjóri Chelsea, segir að hann hafi áhuga á því að starfa sem lengst í ensku knattspyrn- unni en á hverjum degi birtast fréttir í enskum fjölmiðlum þar sem sagt er að Ranieri verði látinn fara frá félaginu í sumar. Allt frá því að Roman Abramovich keypti meirihluta í Chelsea sl. sumar hefur staða Ranieri þótt veik, en umboðs- maður hans segir að Ranieri verði ekki lengi atvinnulaus – verði honum sagt upp störfum hjá Chelsea. Ranieri þjálfaði Fiorentina í heimalandi sínu en tók við spænska liðinu Val- encia og fór síðan til Atletico Madrid. „Við erum ekki farnir að undirbúa brotthvarf Rani- eris frá Chelsea en ég get stað- fest að mörg lið hafa áhuga á að fá hann til starfa. Ef sú staða kæmi upp að hann yrði ekki lengur starfandi hjá Chelsea þá veit ég að Ranieri hefur áhuga á að starfa áfram á Englandi,“ segir umboðs- maður Ranieri. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Ranieri muni missa starfið hjá Chelsea þó svo að liðið myndi vinna Meist- aradeild Evrópu, en þar leikur liðið gegn Arsenal nk. mið- vikudag í átta liða úrslitum keppninnar. Ranieri vill starfa sem lengst á Englandi Claudio Ranieri stjórnar sín- um mönnum í leiknum gegn Fulham. Reuters Arsene Wenger, knattspyrnu-stjóri Arsenal, sagði eftir leik- inn gegn Bolton að liðið hefði slakað á í síðari hálfleik og að leikmenn liðsins hefðu ekki nýtt sér styrk- leika þess til hins ýtrasta. „Við lékum mun betur í fyrri hálf- leik en í þeim síðari voru sending- arnar ekki nákvæmar og Bolton gekk á lagið. Yfirburðirnir sem við höfðum í fyrri hálfleik voru ekki til staðar í þeim síðari. Boltonliðið er vel skipulagt og í þess röðum eru margir góðir leikmenn. Við þurftum því að grafa nokkuð djúpt til þess að halda velli og sá eiginleiki hefur margoft komið fram hjá okkur í vet- ur.“ Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Bolton, sagði að það hefði verið sárt að missa af tækifærinu til þess að ná stigi gegn Arsenal á útivelli. „Það leit allt út fyrir að við vær- um búnir að missa af lestinni í stöð- unni 2:0 en ég var afar ánægður með baráttuna í liðinu á lokakafla leiksins gegn efsta liði deildarinnar. Við komumst inn í leikinn, en ef lið ná ekki að skora í ensku úrvals- deildinni þá er þeim refsað,“ sagði Allardyce en Robert Pires og Denn- is Bergkamp komu Arsenal yfir í fyrri hálfleik en Ivan Campo minnk- aði muninn rétt eftir leikhlé. Bolton fékk fín færi í kjölfarið sem það náði ekki að nýta. Arsenal hefur nú jafnað met sem var í eigu Leeds frá árinu 1973– 1974 sem Liverpool hafði jafnað tímabilið 1987–1988, 29 leikir án taps í efstu deild á sömu leiktíð. Manchester United verður næsti mótherji Arsenal í deildarkeppn- inni, 28. mars nk., en margir áttu von á því að sá leikur myndi verða úrslitaleikur deildarinnar. En miðað við stöðuna í dag er ólíklegt að úr- slit leiksins hafi afgerandi áhrif á lokaniðurstöðu mótsins.  Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, fór fyrir sínum mönnum gegn Charlton en hann skoraði fyrsta mark leiksins með skalla eftir að- eins 54 sekúndur og bætti við öðru marki í síðari hálfleik, eftir að víta- spyrna frá honum hafði verið varin. Lokatölur 3:1. Shearer segir við enska fjölmiðla að hann hafi ekki hug á því að breyta ákvörðun sinni um að leggja skóna á hilluna í lok næstu leiktíðar. „Ég á aðeins eftir að leika eitt keppnistímabil til við- bótar, eftir það er þessum kafla í lífi mínu lokið,“ sagði hinn 33 ára gamli framherji sem hefur nú skorað 22 mörk á leiktíðinni. Hermann Hreið- arsson var að vanda í vörn Charlton í leiknum.  Stuðningsmenn Manchester United brostu breitt eftir 3:0 sigur liðsins gegn Tottenham á Old Traf- ford. Ryan Giggs skorað með hæl- spyrnu, Ronaldo skaut í stöng og inn, og Frakkinn David Bellion skoraði þriðja markið. Leikmenn liðsins fögnuðu vel er mörkin litu dagsins ljós enda hafa undanfarnar vikur verið liðinu erfiðar. „Þegar Ryan Giggs er í þessum ham er hann einstakur,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd. „Við búumst kannski við of miklu af honum þar sem hann hefur verið á vinstri vængnum hjá okkur í 14 ár samfleytt. Við lékum vel. Þess er krafist af okkar stuðningsmönn- um og ég tel að gæðin hafi verið framúrskarandi,“ sagði Ferguson.  Sami Hyypia var á allra vörum í Liverpool eftir leik liðsins gegn Wolves, en finnski varnarmaðurinn skoraði eina mark leiksins eftir hornspyrnu frá Steven Gerrard á 90. mínútu og tryggði Liverpool þrjú dýrmæt stig. Enskir fjölmiðlar greina frá því að Wolves hafi átt síst minna í leiknum og Liverpool hafi haft heppina með sér að þessu sinni. „Þetta var þriðji leikur liðsins á sjö dögum og við höfum oft staðið okkur betur. En menn eru lúnir eft- ir þessa törn. Ef það tekst ekki snemma að brjóta á bak aftur vörn þeirra liða sem líkar það vel að verj- ast, þá er ávallt erfitt að skora, en markið sem við skoruðum var mik- ilvægt,“ sagði Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool.  Blackburn hristi af sér atburði vikunnar þar sem Dwight Yorke og Graeme Souness, knattspyrnustjóri liðsins, stóðu í ströngu á æfingu liðsins, en Blackburn lagði Aston Villa, 2:0, á útivelli en Villa hafði gert sér vonir um Evrópusæti í lok leiktíðar. Gary Flitcroft og Jon Stead skoruðu mörkin en Yorke sat á varamannbekknum frá upphafi til enda.  Áhorfendur á Riverside, heima- velli Middlesbrough, fengu að sjá átta mörk í viðureign Middles- brough gegn Birmingham en Mark Schwarzer, markvörður Boro, átti stórleik og þótt ótrúlegt sé þá kom hann í veg fyrir að Birmingham færi með þrjú stig til næststærstu borgar Englands í farteskinu.  Leicester hefur verið mikið í fjöl- miðlum á undanförnum vikum vegna mála sem upp komu í æf- ingaferð liðsins til La Manga á Spáni. Wayne Rooney kom Everton yfir í leiknum á 75. mínútu, Duncan Ferguson fékk rautt spjald á 40. mínútu og var róðurinn því þungur fyrir gestina. Bent jafnaði fyrir Leicester en fyrirliði liðsins, Paul Dickov, tók þátt í leiknum en hann var einn af þeim sem hnepptir voru í varðhald á Spáni. Keith Gillespie og Franc Sinclair komu ekki við sögu. Arsenal er enn í hæstu hæðum ARSENAL þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni á laug- ardag þar sem Lundúnaliðið landaði sigri, 2:1, og jafnaði þar með met sem var í eigu Leeds og Liverpool, 29 leikir í efstu deild án þess að tapa. Það er fátt sem bendir til þess að Arsene Weng- er og lærisveinar hans muni ekki fagna enska meistaratitlinum í vor en liðið er sem stendur með 73 stig í efsta sæti deildarinnar, Chelsea er þar næst með 64 stig og Manchester United er því þriðja með 61 stig. Reuters Alan Shearer, sem hér á í höggi við Chris Perry, skoraði tvö í sigri Newcastle á Charlton. ■ Úrslit/B10 ■ Staðan/B10 „ÉG stífnaði upp í vöðvanum aftan í lærinu og til að taka ekki neina áhættu þá bað ég um skiptingu,“ sagði landsliðsmaðurinn Hermann Hreiðarsson, leikmaður Charlton, við Morgunblaðið í gær en Her- mann fór af velli á 89. mínútu í leiknum við Newcastle sem Lund- únaliðið tapaði, 3:1. „Ég stífnaði upp í lærinu eftir sprett sem ég tók og mér fannst rétt að biðja um skiptingu áður en eitthvað gæfi sig í lærinu. Ég er enn svolítið stífur en við höldum að ekk- ert hafi gefið sig í vöðvanum. Það kemur samt ekki í ljós fyrr við læknisskoðun á morgun (í dag),“ sagði Hermann. Charlton féll niður í sjötta sæti með tapinu gegn Newcastle. Hermann varð að biðja um skiptingu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.