Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 2

Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 2
2 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ Queer Eye for the Straight Guy: Eiginlega ætti enginn að þurfa að gifta sig án þess að fá að- stoð frá hommum. Ekki þarf að horfa lengi á Queer Eye for the Straight Guy til að átta sig á því. Auðvitað eru hommarnir í þættinum erkitýpur, en í vikunni tókst þeim að beisla ýfingaþrá- hyggju Kevins, búa til boom boom-herbergi heima hjá honum, fá hann til að vefja bindi um belt- ið og segja klámbrandara um konuna sína á sviði. Það var breyttur maður sem bar upp bón- orðið, enda lýsti hann sjálfur upplifuninni sem endurfæðingu. Auðvitað skýtur það skökku við að þrátt fyrir yfirburðaþekkingu á þessu sviði hjá hommunum í umræddum þætti megi þeir ekki gifta sig nema þeir búi í San Fransiskó… The No. 1 Ladies’ Detective Agency: Hjartnæm stund í Botswana. Mma Ramotse situr við dánarbeð föður síns, sem segir henni að taka ævisparnað sinn, stofna eigið fyrirtæki, sláturhús, flöskugerð, hvað sem hún vill. Augu hennar fyllast tárum og hún segir: „Ég ætla að gerast einkaleynilögreglumaður. Í Gaborone. Það verður besta leynilögreglustofan í Botswana. Stofa númer eitt.“ Eitt augnablik opnast augu föður hennar upp á gátt og hann virð- ist berjast við að tala: „En … En …“ En hann deyr áður en hann kemur upp orði… Dýrðlegt fjöldasjálfsmorð: Dásamleg lýsing á finnsku þjóðinni, sem er í anda mynda Aki Kaurismaki. Upphafsorðin tala sínu máli: „Skæðasti óvinur finnsku þjóðarinnar er óhamingja, depurð, botn- laus deyfð. Þunglyndið grúfir stöðugt yfir aumingja fólkinu og hefur í aldanna rás grafið sig inn í alla Finna svo að þjóðarsálin er döpur og alvörugefin. Depurðin hefur náð þvílíku heljartaki á þjóðinni að mörgum Finnum finnst dauðinn eina lausnin. Bölsýnin er töluvert erfiðari andstæð- ingur en Rússar.“ |pebl@mbl.is Hjartnæm stund í Botswana FRÁ FYRSTU HENDI FÓLKIÐ Umsjón Pétur Blöndal pebl@mbl.is| Blaðamenn Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is| Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is |Bryndís Sveinsdóttir bryndis@mbl.is | Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@mbl.is | Árni Matthíasson arnim@mbl.is Hvað er Jónsi að segja við félaga sína í Sigur Rós, Kjartan og Orra, á þessari mynd? Tillögur er hægt að senda á Fólk- inu á mbl.is, með því að smella á „Besti myndatextinn“. Bestu þrjár tillögurnar verða verðlaunaðar með plötunni Greatest Palace Music með Bonnie Prince Billy í boði 12 tóna og bol merktum Fólkinu. Í síðustu viku bárust tæp- lega 600 tillögur og sigurvegarinn varð Haraldur Sturluson með myndatextann „Mun þessi félagsskapur hafa var- anleg áhrif á mig sem manneskju?“. Að auki eru verð- launaðar tillögur Hörpu Jónsdóttur: „Ég hefði átt að fara í nærbuxur í morgun!!!“ og Hlyns Bárðarsonar: „Ég hef engar ennishrukkur, ég nota nefnilega hrukkukrem.“ Þau hljóta að launum eintak af geislaplötunni Todmobile og Sinfó og bol merktan Fólkinu. HVAÐ ER JÓNSI AÐ SEGJA? „MUN ÞESSI FÉLAGSSKAPUR HAFA VARANLEG ÁHRIF Á MIG SEM MANNESKJU?“ VERÐLAUN VIKUNNAR. Við vissum ekki fyrir viku... …að bananar gætu borið svip eins og þennan, en þetta er listaverk Brasilíumannsins Tonicos Lemos Auads. Hann er einn 10 listamanna sem keppa um „Beck’s Fut- ures“-verðlaunin í London. …að kínverski jurtasérfræð- ingurinn Chen Jianmin myndi reyna að slá met Dav- ids Blaine og fasta í 49 daga í þessum glerturni. Blaine fastaði í 44 daga á síðasta ári. …að þessi ungi maður myndi fá sér hamborgara hjá nýj- ustu skyndibitakeðjunni í Perú, Bembos Burger Grill, sem er sívaxandi og hyggur á innrás í önnur lönd Suður- Ameríku, Mið-Ameríku og Bandaríkin. …að Mikhail gamli Gorbach- ev, fyrrverandi leiðtogi Sov- étríkjanna, væri jafn glað- vær og vel á sig kominn og raun ber vitni, en hann var myndaður á góðgerð- arsamkomu í Las Vegas á sunnudaginn. …að til væru jafnefnismiklir og skrautlegir brjóstahald- arar, en Triumph-fyrirtækið kynnti þessa nýju fram- leiðslu sína í Tókýó á þriðju- daginn. …að þessi grís myndi leggja þetta hart að sér í kapp- hlaupi í Moskvu, en þar var fyrsta keppni þeirrar teg- undar í yfir 100 ár haldin á sunnudaginn. Sigurvegarinn hlaut að launum gulrætur með rjóma, auk heiðursins. Fyrsti hluti | eftir Knút Hafsteinsson Í svefnrofunum skaut því upp í huga hennar að hún hefði gleymt einhverju. Hún spratt upp úr fletinu, teygði sig í sígarettuna og reyndi að róa taugarnar. Það var hægara sagt en gert að koma kyrrð á hugann og reyna að hugsa skýrt. Hugsanirnar þvældust hver fyrir annarri og atburðarásin virtist ekki ganga upp. Hún sá fyrir sér skæri, það glampaði á skeið í huga hennar og einhvers staðar í hugskotinu mátti heyra gler brotna. En hvaðan kom allt þetta prúðbúna fólk? Og var þetta blóð á fingrum hennar? Hún reyndi að standa á fætur en uppgötvaði um leið að hún kannaðist hvorki við fötin sem hún var í né drungalegt og daunillt herbergið sem mótaði fyrir í skímunni. Annar hluti | eftir Kristin Kristjánsson Skærin, dropinn, fötin. Skeiðin í glasinu sem brotnaði þegar hún varðist. Blóðið sem kom þegar hún stakk með skærunum í hvíta skyrtuna. Hver var það sem hafði hjálpað henni út úr húsinu, lof- að að brenna blóðug fötin og sagt henni að hér gæti hún falið sig til að byrja með? Hana klæjaði undan peysunni sem hún var í, hún var of þröng og hafði ekki verið þvegin nýlega. Af henni var súr lykt. Pilsið var síðara en hún var vön að klæðast og lit- urinn var rangur. Sígarettan hjálpaði henni að hugsa skýrar. Hún tók stóran smók en fékk um leið heiftarlegt hóstakast. Hún stóð upp, var reikul í spori en náði að vaskinum í dyrunum. Þegar hún var hálfnuð að þvo blóðið af fingrunum var tekið í hurðarhúninn. Þriðji og síðasti hluti | eftir Guðlaugu Gísladóttur Hún vissi um leið að þetta var hann. Fann hvernig hás blótsyrð- in hittu hana beint í hjartastað þar sem hann barði ruddalega á hurðina. Vissi að hún sæi hvíta blóðuga skyrtu ef hún kæmi sér ekki út hið snarasta. Hún leit snögglega í kringum sig og sá sér til mikillar skelfingar að birtan þrengdi sér inn um örlitla glugga- boru sem hún myndi aldrei komast út um. Ekki gat hún heldur falið sig í þessari litlu kompu. Hún fann hvernig æðaslögin börðu fastar á gagnaugu hennar þegar hún sá kámugan hnúa hans brjóta sér leið í gegnum hurðina. Hún hnipraði sig saman við vaskinn og lokaði augunum. Þá heyrði hún þungan dynk. Dauðaþögn umlukti hana þegar hún staulaðist á fætur. Keðj usag an ÍSLENSKUKENNARAR Árið 1994 kom út breiðskífan Blóð með SSSól, sem áður hafði heitið Síðan skein sól. Helgi Björnsson var auðvitað aðalsprautan í hljómsveitinni, en Jakob Smári Magnússon bassaleikari hafði hætt í bandinu í janúar þetta ár og Björn Árnason, sem er í aftari röð til vinstri, tekið við. Björn hafði áður verið í hljómsveit- inni Deep Jimi and the Zep Creams. Trommuleikari var Hafþór Guðmundsson, sem síðan hefur gert garðinn frægan sem upptökustjóri hjá mörgum þekktustu ís- lensku hljómsveitunum. Eyjólfur Jóhannesson lék á gítar, en hann hafði verið með Björk Guðmundsdóttur og fyrrnefndum Jakobi Magnússyni í Tappa tíkarrassi. Úr safninu | 1994 SSSól

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.