Morgunblaðið - 26.03.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 26.03.2004, Síða 6
6 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ T ÍS K A N Á G Ö T U N N I T ÍS K A N Á G Ö T U N N I HILDUR BJÖRGVINSDÓTTIR VINNUR Á SÚFISTANUM Fylgirðu tískunni? Í og með. Reyni að gera það ekki of mikið en geri það líklega ómeðvitað. Hvar kaupirðu helst föt? Ég kaupi aðallega notuð föt og þá helst í útlöndum því það eru ekki margar slíkar búðir hér. Eru Íslendingar tískufrík? Já! og settu upphróp- unarmerki þarna … Það eru allir eins, enginn vill vera öðruvísi. Við erum mjög spéhrædd. Við skiptumst í hópa, svarthvítt fólk, sem verslar í Sautján og svo týpurnar sem reyna að vera öðru- vísi. Reyndar er írónískt að týpurnar eru líka allar eins. Hvað finnst þér flott sem er í gangi núna? Hálf- sjúskuð föt en samt ekki subbuleg. Svo er kannski hægt að setja á sig flott armband við og þá er maður orðinn fínn. Hvað finnst þér ljótt? Oddmjó stígvél. ERUM MJÖG SPÉHRÆDD MAGNÚS GUÐBERG SIGURÐSSON, NEMI Í FB Fylgirðu tískunni? Nei, meira bara mínum eigin stíl. Hvað er í tísku? Converse-skór og leðurjakkar. Fólk er byrjað að blanda miklu meira saman stílum nú en áður. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Lopapeysa. Hvar kaupirðu helst föt? Í Spútnik og Smash að- allega. Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Ekki meira en 10.000 kalli. Eru Íslendingar tískufrík? Já og nei. Kannski meira, já (hlær). Hvað finnst þér ljótt sem er í gangi núna? Súkku- laði-tíska. Bolurinn sem ég er í er einmitt yfirlýsing gegn henni, Buffaló-skór bannaðir. KAUPIR Í SPÚTNIK OG SMASH BJARNEY ANNA BJARNADÓTTIR, NEMI Í MR Hvað er í tísku núna? Eiginlega bara allt. Galla- buxur eru náttúrulega alltaf í tísku, núna eru það Levi’s strákabuxur fyrir stelpur en þröngu buxurnar eru aðeins að víkja. Svo eru íþrótta- skór alltaf í tísku. Bara allt sem er þægilegt. Hvar kaupirðu helst föt? Dogma er uppáhalds- búðin mín, Levi’s búðin er fín, Zara kemur líka sterk inn og maður getur líka alltaf fundið eitt- hvað í NTC-búðunum. (Sautján, Deres o.fl.) Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Úff, ég veit það ekki. Stundum nánast engu en síðan fer ég til útlanda og þá versla ég frá mér allt vit, vil þá eiginlega ekki vita það. Erum við Íslendingar tískufrík? Já, pottþétt, það er hægt að koma öllu í tísku hérna. Við er- um ótrúlega auðunnin, ef búðirnar vilja koma einhverju í tísku. Hvað finnst þér flott sem er í gangi núna? Bolir með áletrunum, gallabuxur og strigaskór. Stutt- ir leðurjakkar eru líka töff. Finnst þér eitthvað ljótt? Já, buxur með reim- um á hliðunum, það bara gengur ekki. ÞRÖNGU BUXURN- AR AÐ VÍKJA Þegar kemur að tísku núna er næstum allt í gangi. Svör viðmælenda okkar á góðviðrisdegi í miðbæ Reyk ein þolir ekki támjóa skó finnst annarri þeir flottir, sumir vilja sjúskuð föt, aðrir versla í Sautján. Þó voru a algengt er að fólk eyði um 10 þúsund krónum á mánuði í föt og bolir með áletrunum sem fást í Dogma eru GABRIEL ALEXANDER JOENSEN Fylgirðu tískunni? Nei, sérðu það ekki. Hver er uppáhaldsflíkin þín? Jakkafötin mín og þessar hermannabuxur sem ég er í. Hvar kaupirðu helst föt? Þar sem þau eru ódýrust. Hvað eyðirðu miklu í föt? Í síðasta mánuði eyddi ég rúmlega 40 þúsund kalli annars er það um 10.000 kall. Hvað finnst þér flott sem er í gangi? Á stelpum eru það stutt pils og toppar, hjá strákum hermannabuxur. En hvað ljótt? Buxur með þröngar skálmar. Líka allt sem er bleikt ef það eru ekki undirföt. BLEIK FÖT LJÓT MARGRÉT RÓBERTSDÓTTIR, NEMI Í IÐNSKÓLANUM Í REYKJAVÍK Áttu þér uppáhaldsflík? Já, þessa peysu sem er reyndar galli. Hvað finnst þér flott í gangi núna? Allt „old school“ eins og Adidas-gallar og Puma-skór. Skeitaratíska er líka mjög kúl. Hvað finnst þér ljótt núna? Glennutíska, stuttir magabolir og brjóstin úti um allt. ADIDAS-GALLAR OG PUMA-SKÓR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.