Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 10

Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 10
10 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ  http://logan.simnet.is/ „Ég hjólaði til vinnu í morgun í blíð- skaparveðri með harmakvæði Brimklóar um Nínu og Geira í eyr- unum. Eins og venjulega klökknaði ég undir lokin þegar Geiri snýr aftur heim í sveitina til að ganga að eiga Nínu en er of seinn því Nína hefur val- ið vin hans, Jón. Quelle Damage. Þess má til gamans geta að í upp- haflegri útgáfu lagsins eftir Conway Twitty hét Nína Joni, Geiri var Jimmy en vinurinn Jón hét bara John. Og hana nú.“ 24. mars 11.51  http://acl.heida.klaki.net/dagbok/ „Þrátt fyrir frekar lin hné, mikla syfju og almennt slen er heilsan á blúss- andi uppleið og litla tröllínan komin aftur í skólann sinn. Mikið er ég feg- in.Týndi sonurinn er óðum að gerast varanlega týndur, enda er dótið hans óðum að týnast líka (sagði ég ekki að það væri lööööv?) ... það er að verða eitthvað tómlegt í kotinu. ;) Spurning hvað maður á að gera við herbergið – ég er ekki alveg viss um að ég treysti mér til að taka sénsinn á að þurfa að aðlagast nýrri mann- eskju einmitt í próflestrinum. Sjá til býst ég við, kannski yrði ég bara klikkuð af því að hanga ein yfir bók- unum í 6 vikur. Já, það verður víst ekki á allt kosið í þessu lífi...“ 24. mars 9.24  http://tinytota.blogspot.com/ „Var við jarðarför í dag. Fjölmenni, veðrið fallegt, athöfnin falleg. Svona dagar kenna manni að meta meir það sem manni hefur hlotnast - þessa hluti sem eru svo hverdagslegir að manni hættir til að taka þá sem sjálfsagða. Megi nóttin verða ykkur svefnsöm og góð.“ 25. mars 0.59 Kæri blogger.com… Allir þekkja útskrift- arsýningar Listahá- skóla Íslands, sem hafa getið sér gott orð hvort sem um er að ræða mynd- listar- og hönn- unarnema eða leiklistardeildina. Núna hefur einn viðburður bæst við sem vert er að veita athygli og það eru útskrift- artónleikar tónsmíðanema. Fimm nem- endur eru í þessum fyrsta útskriftarárgangi en þrír þeirra standa fyrir tónleikum í Saln- um í Kópavogi í kvöld af þessu tilefni. Tón- leikarnir hefjast klukkan 20 og er athygli vakin á því að aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Flutt verða verkin Upplausn eftir Ólaf Björn Ólafsson, Morula eftir Gest Guðna- son og - sundrung - eining eftir Önnu S. Þor- valdsdóttur. „Þetta eru útskriftartónleikar tón- smíðadeildar LHÍ. Við erum fyrsti árgang- urinn sem er að útskrifast af þessari braut. Þarna verða flutt þrjú frumsamin tónverk fyr- ir kammersveit,“ segir Óli Björn sem tekur að sér að svara fyrir hópinn en um 7–15 hljóðfæraleikarar taka þátt í flutningnum. Flestir hljóðfæraleikaranna eru samnem- endur en einnig koma atvinnumenn við sögu. RAFTÓNLIST FYRIR HLJÓÐFÆRI Óli Björn útskýrir verk sitt nánar en hann spilar á tölvu í því. „Ég er að búa til einn hljóðheim úr hljómsveitinni og rafhljóðum. Rafhljóðin eru tilkomin frá hljómsveitinni en það er ekki undirbúið efni heldur gerist í rauntíma. Ég spila hljóðin síðan til baka eft- ir fyrirfram ákveðnum aðferðum. Það sem hljómsveitin er að spila er eins og raftónlist sem er skrifuð fyrir hljóðfæri. En það sem nemi í Berlín og hefur hug á að fara í meira nám. Hann er búinn að vera í tónlist lengi, kemur úr rokkinu en hafði alltaf áhuga á tónsmíðum og að skrifa fyrir stærri sam- setningar. Óli Björn lofar skemmtilegum tónleikum í kvöld. „Þetta verður skemmtilegt. Fólk hef- ur oft ákveðnar hugmyndir um nýja tónlist, að hún hljóti að vera óaðgengileg. En alla- vega mitt verk er „manifesto“, ekki til að af- sanna það, heldur hljómar það ekki þannig. Þetta er fyrst og fremst tónlist sem fólk hlustar á og vonandi hreyfir við því. Það er mín persónulega skoðun.“ |ingarun@mbl.is Tónlist sem fólk hlustar á Morgunblaðið/Golli tölvan er að spila er eins og hljóðfæra- tónlist sem aðeins tölva getur spilað,“ segir hann en verkin eru öll á milli 15 og 20 mín- útur að lengd. „Það er spennandi við þetta að við erum að gera þetta alveg sjálf. Þetta er okkar verkefni. Hluti af því sem við þurfum að gera til að útskrifast er að standa fyrir svona tónleikum. Þetta verða „grand“ tón- leikar.“ KEMUR ÚR ROKKINU Námið tekur þrjú ár og segir Óli Björn þetta búið að vera lærdómsríkan tíma. Hann dvaldi á þessum tíma líka sem skipti- ÓLI BJÖRN, ANNA OG GESTUR. 26. mars Tónleikar útskriftarnema LHÍ í Salnum PLÖTUR BONNIE PRINCE BILLY – GREATEST PALACE MUSIC Will Oldham, sem notar helst listamannsnafnið Bonnie Prince Billy, bind- ur bagga sína ekki sömu hnútum og sam- ferðamennirnir. Meðal fjöl- margra nafna sem hann hefur notað yfir afurðir sínar er Palace- nafnaröðin, en áratugur er síðan fyrsta skífan kom út sem bar slíkt nafn, Palace Brothers platan There Is No-One What Will Take Care of You. Af því tilefni tók Oldan sig til og hljóðritaði upp á nýtt helstu Palace-lögin og færði í leið í kántrýbúning með mandólínum, fetilgíturum, fiðlum og tilheyrandi, svona rétt til að undir- strika uppruna sinn en hann er frá Kentucky. FLEETWOOD MAC – RUMOURS Það þótti sumum merki- legt þegar breska blús- rokksveitin Fleetwood Mac varð allt í einu að vin- sælustu rokkhljómsveit heims með plötunni Rumours. Miklu réð um það vitanlega nýr mannaskapur á skútunni, aðallega bandaríska parið gítarleikarinn og söngvarinn Lindsey Buckingham og söng- konan Stevie Nicks. Fyrsta platan með þeim innan borðs hét einfaldlega Fleetwood Mac og var vísir þess sem koma myndi og Rumours, sem kom út í febrúar 1975, varð síðan metsöluplata, svo mikil reyndar að lengi vel var hún söluhæsta poppskífa allra tíma. Nú er skífan endurútgefin mjög aukin og endurbætt. Þannig hefur einu lagi, smáskífulagi, verið bætt við upprunalega plötu, og með fylgir disk- ur með átján aukalögum, þar á meðal tveimur óútgefnum lögum, prufuupptökum og ámóta. DAVID BYRNE – GROWN BACKWARDS David Byrne er með merki- legri tónlistarmönnum síð- ustu ára og þá ekki bara sem frumkvöðull í lista- spírupoppi með Talking Heads heldur einnig fyrir ötult starf við að kynna tónlist frá öðrum heimsálfum og sem sóló- listamaður eins og þeir vitna um sem sáu tvenna framúrskarandi tónleika hans hér á landi fyrir nokkrum árum. Nú kemur út ný sóló- skífa Davids Byrnes sem fengið hefur fyrirtaks dóma víðast. Á plötunni fléttar hann saman ólíkum stefnum og straumum eins og honum er einum lagið, suður-amerískum straumum, mjúku poppi og framúrstefnurokki. JOSH RITTER – HELLO STARLING Bandaríski tónlistarmað- urinn Josh Ritter vakti talsverða athygli fyrir fyrstu sólóskífu sína, Golden Age of Radio, og varð meðal annars popp- stjarna á Írlandi. Það ætti svo sem ekki að koma á óvart því Ritter er bæði mjög lipur laga- og textasmiður og svo er hann líka framúrskarandi flytjandi, gítarleikari og söngvari, þykir ekki minna svo lítið á Bob Dylan og fleiri listamenn sömu sortar. Ný plata hans, Hello Starling, sem kemur út um þessar mundir, hefur ekki vakið minni athygli en fyrri platan, enda þykir mönnum sem hann sé enn að styrkja sig sem tónlistarmaður á henni, lög- in sterkari og textarnir dýpri svo dæmi séu tek- in. BÆKUR DONNA LEON – DOCTORED EVIDENCE Donna Leon er fræg fyrir bækur sínar um feneyska lögreglumanninn Brunetti og þá ekki bara fyrir per- sónuna Brunetti og glæpamálin sem hann upplýsir heldur einnig fyrir það hve sterka og lifandi mynd hún dregur upp af Feneyjum og lífinu þar. Iðulega eru brotalamir í ítölsku þjóðfélagi, spilling og skipulags- og kæruleysi, áberandi í bókunum og jafnvel í aðalhlutverki. Í bókinni nýju glímir Brunetti við mál sem virðist liggja ljóst fyrir, gömul kona er myrt af þjónustu sinni, en smám saman kemur sannleikurinn í ljós. URSULA K. LE GUIN – CHANGING PLANES Einn helsti höfundur vísindaskáldsagna er bandaríski rithöfundurinn Ursula K. Le Guin sem hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir verk sín. Lítið hefur komið út eftir Le Guin síðustu ár og því þykir vísindaskáldsagnavinum fengur að því að fá í hendurnar nýja bók eftir hana þótt ekki sé sú mikil að vöxtum. Í bók- inni leikur Le Guin sér með ferðir í tíma og rúmi, því söguhetjan kemst að því þar sem hún situr og bíður á flugvelli að hún getur ferðast hvert sem er hvenær sem er. Bókinni hefur verið lýst sem samsteypu af ferðum Gull- ivers og The Hitchhiker’s Guide to the Galaxy, enda ekki bara skemmtisaga heldur einnig vangaveltur um tíðarandann og mannfólkið. RICHARD MORGAN – MARKET FORCES Margir muna eflaust eftir bókinni Altered Carbon eftir Richard Morgan sem hrinti af stað einskonar vakningu í vísindaskáld- sagnaheiminum enda óhemju hugmyndarík og spennandi saga. Síðan sú kom út hefur Morgan skrif- að laustengt framhald af henni og svo nú nýja bók sem gerist einnig í framtíðinni, sömu framtíð og sagt er frá í Alter- ed Carbon. Í Market Forces segir frá því hvernig viðskiptalíf er orðin eiginleg barátta upp á líf og dauða, sérstaklega þar sem fyr- irtækið sem aðalpersónan vinnur hjá þrífst á því að spá fyrir um hvar næsta stríð eigi eftir að brjótast út og hverjir eigi eftir að sigra í því stríði því þá má selja þeim vopn og verjur gegn prósentuhlut af stríðsgóssi. |arnim@mbl.is ÚTGÁFAN – BÆKUR – GEISLAPLÖTUR – TÖLVULEIKIR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.