Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26|3|2004 | FÓLKIÐ | 11
Leikstjórinn D.J. Caruso vakti verðskuldaða at-
hygli fyrir sakamáladramað The Salton Sea fyr-
ir tveimur árum. Viðfangsefnið í Taking Lives,
sem hóf göngu sína vestan hafs um síðustu
helgi, er einnig ættað úr glæpageiranum, nán-
ar tiltekið skyggnst inn í myrka veröld raðmorð-
ingja. Hvernig sem á því stendur er það óhugn-
anlega umhverfi vinsælla í kvikmyndum um
þessar mundir en nokkru sinni.
LEIKUR KATTARINS AÐ MÚSINNI
Atburðarás mynda um raðmorðingja
(vont orð en því miður er ekkert skárra til-
tækt yfir serial-killers), er nokkuð áþekk,
leikur kattarins að músinni. Manndráp-
ararnir hafa lengst af forskot á lögregluna
sem lætur blekkjast af skilaboðum morðingj-
anna, sem gjarnan eru þeirrar náttúru að
verða að skilja eftir sig eins konar vörumerki
– sem að lokum verða þeim að falli og dæm-
ið snýst við. Lítum á örfá dæmi:
Brenglun – Twisted. Phil Kauff-
man (‘04). Dráparinn skilur eftir sig
brunasár eftir sígarettur á hand-
arbökum fórnarlambanna, sem eru til
viðbótar fyrrum hjásvæfur lög-
reglukonunnar sem fer með rannsókn
málsins.
Upprisa – Resurrection. Russell
Mulcahy (‘99). Lunkin B-mynd með Chri-
stopher Lambert í hlutverki rannsóknarlög-
reglumanns. Hann leitar raðmorðingja sem
hefur á brott með sér hluta af fórnarlömb-
unum. Tilgangurinn? Að hrófla saman nýjum
Frelsara. (Lambert átti einnig hugmyndina að
handritinu.)
Rauður dreki – Red Dragon. Brett Ratner
(’02). Sá illræmdi Hannibal Lechter er ódann-
aðastur þeirra allra. Doktorinn matreiðir sæl-
kerarétti úr fórnarlömbunum og býður til veislu.
Mannát er hans ær og kýr.
SUNDURLEITUR LEIKHÓPUR
Leikstjórinn Caruso hefur til liðs við sig her
frambærilegra leikara sem mynda mjög svo
sundurleitan hóp. Aðalstjarnan er Angelina Jol-
ie, sem tekist hefur að halda sjó í iðnaðinum
þrátt fyrir nokkur skakkaföll og offramboð á
bombum. Sjálfsagt á hún Löru Croft mest að
þakka vinsældirnar – að ekki sé minnst á lík-
amsburði og andlegt atgervi. Ethan Hawke er
að dandalast í næststærstu hlutverkum
ágætra mynda líkt og Training Day og hér má
hann lúta í lægra haldi á kreditlistanum fyrir
kyntröllinu Jolie. Kiefer Sutherland er á svip-
uðum slóðum en ólíkt hæfileikaríkari og var á
fínni siglingu uns Julia Roberts hryggbraut
hann á öndverðum 10. áratugnum. Hann er
greinilega orðinn heill sára sinna, sló í gegn í
24, sjónvarpsþáttaröðinni góðu og gaf Síma-
klefanum – Phone Booth mikið púst með rödd
morðingjans. Gena Rowlands er hálfáttræð,
kraftmikil skapgerðarleikkona sem gerði m.a.
garðinn frægan í titilhlutverki Gloriu og fleiri
gæðamyndum eiginmanns síns, Johns Cass-
avetes.
Taking Lives er tekin í Montreal, höfuðborg
frönskumælandi Kanada, sem gefur Par-
ísarbúanum Olivier Martinez tækifæri að halda
áfram störfum vestan hafs. Hann er minn-
isstæður í Unfaithful, en löndum hans vegnar
yfirleitt illa í Hollywood. Þá er komið að rús-
ínunni í pylsuendanum, Tyrkjanum Tchéky Kar-
yo, sem er fæddur í Istanbul en uppalinn í Par-
ís. Hann er vel menntaður leikari, einn af
„góðkunningjum bíógesta“. Með nafn sem er
illmögulegt að leggja á minnið en minnisstætt
andlit, sem maður á í nokkrum vandræðum við
að tengja ákveðnum myndum. Karyo er dæmi-
gerður fyrir hóp skapgerðarleikara sem verða
að láta sér nægja aukahlutverk í jaðarmyndum,
en þessir karlar eru sannarlega ómissandi og
stela oftar en ekki senunni frá stjörnunum.
Karyo er virtur sviðsleikari í Frakklandi, hefur
m.a. unnið til eftirsóttra leiklistarverðlauna
sem kennd eru við stórleikarann Jean Gabin.
Karyo fór með titilhlutverkið í Nostradamus og
var mun skárri en myndin. Hann stingur gjarn-
an upp kollinum á óvæntustu slóðum, líkt og í
bresku gamanmyndinni Saving Grace, er minn-
isstæður sem góðhjartaður lögreglumaður í
The Good Thief eftir Neil Jordan og hermaður í
þrælastríðinu í The Patriot eftir Roland Emm-
erich. Næst mun hann sjást í Toyer, nýjustu
spennumynd Brian De Palma, ásamt miklu ein-
valaliði leikara. Nafnið dregur myndin af aðal-
persónunni sem er – raðmorðingi, hvað ann-
að?
FRUMSÝNINGAR HELGARINNAR:
Sambíóin, Háskólabíó: Taking Lives – Líf-
lát. Leikstjóri: D.J. Carus. Með Angelina
Jolie, Ethan Hawke, Kiefer Sutherland,
Gena Rowlands, Olivier Martinez, Tchéky
Karyo.
Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó Ak-
ureyri: Pétur Pan. Leikstjóri: P.J. Hogan.
Með Jeremy Sumpter, Jason Isaacs, Oli-
viu Williams, Rachel Hurd-Wood, Ludi-
vine Sagnier og Lynn Redgrave.
|saebjorn@mbl.is
Raðmorð í Montreal
Í glæpatryllinum Líflát –
Taking Lives, leikur Angel-
ina Jolie alríkislögreglu-
konu sem er send til Kan-
ada til að aðstoða
við rannsókn á
raðmorðingja-
máli.
FRUMSÝNT
„Þegar fyrsta barnið hló í fyrsta skipti, splundr-
aðist hláturinn í þúsund mola sem skoppuðu út
um allar jarðir og þannig urðu álfarnir til.“
Eitthvað á þessa leið hljóðar setning í Pétri
Pan, einni víðfrægustu álfasögu heims-
bókmenntanna sem heldur upp á aldarafmælið
um þessar mundir. Fá ef nokkur ævintýri hafa
verið kvikmynduð jafnoft og klassíkin hans J.M.
Barries, skoska rithöfundarins sem skrifaði leik-
ritið Peter Pan rétt eftir aldamótin 1900. Fyrst
var það fært upp á sviði í Lundúnum árið 1904
og vakti stormandi lukku. Síðan hófst frægð-
arferill ævintýrsins á prenti, en bókin hefur verið
gefin út í tugmilljónum eintaka í flestöllum þjóð-
löndum veraldar. Ekki einu sinni heldur margoft
og í fjölbreyttum útfærslum.
EITT FRÆGASTA ÆVINTÝRIÐ
Mikið er vandað til afmælismyndarinnar sem
er unnin í sameiningu af tveim kvikmyndaverum
í Hollywood, Universal og Columbia Pictures.
Myndin, sem er stjórnað af Ástralanum P.J. Hog-
an (Muriel’s Wedding), er nálægt því að vera sú
25. sem byggð er á Pétri Pan ef aðeins eru tald-
ar kvikmyndir og sjónvarpsmyndir í fullri lengd.
Barnabókin hans Barries, eða Sir James Matth-
ew Barries (f. í Kirriemuir í Forfashire í Skotlandi
1860, l. 1927), var fyrst kvikmynduð af
Paramount árið 1924, þannig að saga þess á
tjaldinu er hvorki meira né minna en 80 ára göm-
ul. Þekktust af nokkrum sjónvarpsmyndum er
bandaríska útgáfan frá 1960, söngva- og dansa-
mynd með Mary Martin í titilhlutverkinu. Önnur
umtöluð sjónvarpsmynd var gerð 1976 með Miu
Farrow í hlutverki Péturs og og Danny Kaye, af
öllum mönnum, holdgerði sjóræningjaskipstjór-
ann.
Víðfrægust kvikmyndanna er tvímælalaust
teiknimyndin frá Walt Disney, sem kom á mark-
aðinn jólin 1953. Barnastjarnan Bobby Driscoll
talsetti titilpersónuna og myndin varð óhemju-
vinsæl um allar jarðir.
Dýrasta útgáfan er Kobbi krókur, eða Hook,
sem Steven Spielberg sendi frá sér 1991. Dust-
in Hoffman fer með hlutverk Króks kapteins,
sem myndin dregur nafn sitt af, en Robin Willi-
ams er utangátta sem Pétur. Líkt og margir aðrir
heillaðist Spielberg af ævintýrinu á barnsaldri og
ætlaði að gera því ógleymanleg skil en útkoman
er tilgerðarleg bruðlmynd, best gleymd og grafin.
ÍSLENSK OG ENSK TALSETNING
Pétur Pan verður sýnd bæði með íslenskri tal-
setningu undir leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar
og í upprunalegri útgáfu. Leikararnir sem radd-
setja helstu hlutverkin eru: Áslákur Ingvarsson
(Pétur Pan), Agnes Björt Clausen (Vanda), Bald-
ur Trausti Hreinsson (Georg Darling/Kobbi krók-
ur), Elva Ósk Ólafsdóttir (María Darling), Óskar
Völundarson (Jói Darling), Sigurður Þórhallsson
(Mikki Darling) og Margrét Ákadóttir (Málfríður
frænka). Auk þess leggja þeir til raddir sínar
Þröstur Leó Gunnarsson, Þór Túliníus, Valdimar
Flygenring o.fl. Sögumaður er Jóhanna Vigdís
Arnardóttir.
|saebjorn@mbl.is
Aftur til
Hvergilands
Pétur Pan (’03), er nýjasta
kvikmyndagerð ævintýrsins
um titilpersónuna frægu
sem aldrei verður fullorðin.
Pétur Pan heimsækir þrjú
ung systkin og heldur með
þau til Hvergilands, þar sem
styrjöld við skúrkinn Krók
sjóræningjakaptein er í upp-
siglingu. FRUMSÝNT