Vísir - 11.04.1981, Side 4

Vísir - 11.04.1981, Side 4
VISIR Laugardagur 11. aprll 1981 ' ' I Þessi fugl vegur á milli 90 til 120 Suöur-Afriku. Ratvlsi fugla og dýra er al- deilis meö ólikindum. Eitt fræg- asta dæmiö um þetta er fiö- rildategund sem hvert haust ' flýgur alla Ieiö frá Noröur-- Kanada til Suöur Kaliforniu, 2000 km. Ekki aöeins rata fiö- rildin til ákveöins héraös, heldur sanna merkingar aö sömu fiörildin leita uppi sama tréö ár eftir ár. Þegar vorar leggja þau upp I feröina noröur aftur og taliö er aö fiörildin fljúgi um 100 km á dag á leiö- inni. Annaö gott dæmi er risa- skjaldbakan, sem býr viö strendur BrasiIIu en syndir 3000 km vegalengd suöur til Ascen- sion eyjar til aö verpa eggjum sinum. Dæmiö um laxinn þekkja flestir, en krian er þó e.t.v. rómaöasti túristinn úr dýrarlkinu. Þegar krlan kemur til tslands i byrjun maí, á hún aö baki flciri þúsund kllómetra feröalag, allt frá syösta odda Afrlku. Krla sem merkt var I Noröur Grænlandi, fannst siöar I Astraliu og þaö er meira en 16000 mflna ferö, þvl gert er ráö fyrir aö hún hafi flogiö sem leiö liggur niöur meö Evrópu, Af- ríku og þar austur yfir Ind- landshaf. Blessuö lóan er aöeins hálfdrættingur á viö kriuna. lóan fer ekki lengra en til Suöur-Evrópu til vetrardvalar og þykir þaö þó ærinn spotti. Meðfæddir hæfileikar Mannskepnan hrósar sér af þvi aö hafa sigrað loft og láð, jafnvel alheiminn, þangað sem hún sendi lofthnetti og geim- ferjur af sama öryggi nú til dags og hún áöur brá sér á milli bæja á hestbaki. En nær liggur, að aldalöng barátta mannsheilans við f jarlægðina og ofuryrðin um eigin tækmþekkingu og kunn- áttusýnist brosleg þegar það er haft i huga að örsmáar skyn- lausar skepnur leggja land undir fót eða vind undir væng án nokkurs annars en meðfæddra hæfileika i veganesti. Þessi hæfileiki hefur verið fræðingum viðamikið rannsóknarefni enda eru spurningarnar sem vakna áreitnar: Hvernig rata dýrin? Hvað rekur þau af stað? Hve- nær vita þau hvenær rétti tim- inn er kominn? o.s.frv. o.s.frv. Spurning um fæðu. 1 samtali við Ævar Petersen fuglafræöing, upplýsti hann að ástæðan fyrir ferðalögum fugla og dýra væri nær alltaf spurning um fæðu. ,,En t.d. i sambandi viö skjaldbökurnar I S-Ameriku, verðuraðhafa i huga, að skjald- bökur hafa kalt blóð og þvi leita þær i hlýrri sjó, þegar kólnar. Fuglar hafa aftur á móti mis- heitt blóð likt og við, svo sú skýring á ekki við um þá. En ef við tökum kriuna sem dæmi, þá er ljóst að þegar kólnar i Suður Afriku á þeirra hausti þar, þá verður minna um æti, fæðan dýpkar á sér i sjónum og þar eð krian er ekki kaffugl, leitar hún uppi staði þar sem flýgur um 36000 km á ári hverju. Krian. Aö öllum Ilkindum er hún nú rétt ókomin hingaö hlýrra er. Þess þekkjast dæmi héðan, að þegar sumur eru köld, mikið um rigningar og rok, svo sjór er úfinn, eiga kriuungar afar erfitt uppdráttar og strá- drepast oft. Við höfum einnig fundið fullorðnar kriur, sem virðast hafa drepist úr hungri”. Finna sama blettinn i bjarginu Ævar var spurður eftir öðrum farfuglum, sem gista Island að sumrum til og sagði hann all- Sólin sem áttaviti Fyrsta svarið við þeirri spurningu varð ljóst eftir rann- sókn á störrum. Störrum var haldið i búri á þeim tima sem þeir eru annars á suðurleið um haust. I búrinu flögruðu þeir eirðarlaust um og tóku einatt stefnu til suðursins. Þegar sól- stöðunni var breytt með spegl- um og áttunum snúið við, breyttu fuglarnir stefnu sinni i búrinu og leituðu til norðurs i samræmi við sólina i spegl- þótt þeir þurfi að fara i norður i þetta skiptið. Þessum fuglum virðist það ljóst af hæð sólar strax á fyrsta degi Sinum syðst i Frakklandi, að þeir hafa verið plataðir. Þeir eins og slökkva meðfæddri stefnu og fljúga i norður uns sól er i réttri hæð frá sjóndeildar- hringnum og taka þá stefnu i vestur. Sjálfstýrisútbúnaður. Hér mætti e.t.v. bera saman fugla og flugstjóra sem kveikir flesta fugla hér vera farfugla. Sem dæmi um ratvisi þeirra sagði hann að bjargfuglar létu sér ekki aðeins lynda að koma i sama bjargið ár eftir ár, heldur verpa þeir eggjum sinum oft á nákvæmlegu sömu silluna. — Fara bjargfuglar langan veg? „Nei, þeir eru svona aö flækj- ast hingað og þangað en þó þykjumst við vita að margir þeirra fara furðu langt. Lundi, sem merktur var hér i ágúst fannst mánuði siðar á Ný- fundnalandi og það eru um 2000 til 2500 km”. Góður sprettur það! Farþrá eða farkvöl Fuglum virðist vera meöfædd þessi undraverða ratvisi. Ung- fuglar komast á rétta áfanga- staði án leiðsagnar foreldra sinna eins og dæmið sannar: Gaukur, sem elst upp i ókunnu hreiðri og kynnist aldrei for- eldrum sinum, stefnir þrátt fyrir það i suðurátt þegar kólna fer i veðri. Ferðalöngunin virðist vera óhemju sterk, félagsleg þörf. Hún gripur eínnig fugla, sem aldir hafa verið upp i tilbúnu umhverfi við rafmagnsljós, sem lætur sig sólsetur, sólrisu, eða árstiðaskipti engu varða. I til- raunabúrum með slikum útbún- aöi, linna fuglarnir ekki lát- unum, nótt sem nýtan dag, heldur berjast um, hefja sig til lofts og stefna til suðurs allt þangað til ferðatima tegundar- innar er lokið. Þegar frjálsu fuglarnir hafa komið sér fyrir á vetrarstaðnum finna þeir i búr- inu aftur ró i sinum beinum. Hvað þaðer sem veldur þessari sterku löngun, hvöt eða jafnvel ferðakvöl, er ekki vitað. En þó nokkuð er vitað um hvernig þeir rata á áfangastað. unum. Sem sagt: þeir notuðu sólina fyrir áttavita. Þess vegna eru starrar svo ráðlausir i sólarlausu veðri. Og stjörnurnar En nú eru til fuglar, sem ferð- ast i myrkri, enda er þá besti ferðatiminn fyrir marga bjarg- lausa smáfugla t.d. Nærri lá að álykta, að þeir notuðu sér himinhvolfið lika. Fuglafræð- ingar létu sér detta i hug að fara með ungfuglahóp — fuglahóp i planetarium þ.e. i gervi-nætur- himinn. Tilraunafuglarnir höfðu aldrei komið út undir bert loft. Og viti menn, þegar kveikt hafði verið á stjörnuhimninum og fuglunum sleppt lausum inni i stöðinni hófu þeir sig til lofts i suðurátt i samræmi við stöðu rafmagnsstjarnanna og báru sig til við að elta foreldra sina sem þeir höfðu þó aldrei hitt, suður á bóginn. Þegar stöðu stjarnanna var breytt, skiptu fuglarnireinfaldlega um stefnu. En ef það er ljóst.að fuglum er þessi kunnátta meðfædd — fara þeir blindandi eftir henni? Þekkja þeir aðeins viss teikn á himnum eða geta þeir „reikn- að” útstefnuna upp á nýttef þvi er aö skipta? Tilraun til að svara þessu var gerð á störrum. Starrar sem hafa aðsetur við Eystrasalt á sumrin fara til Noröur-Frakk- lands og Englands á vetrum. Þeir þurfa sem sagt að fljúga i suð-vestur. Sé farið með unga til Suður-Frakklands áður en þeir komast til vits og ára, fara þeir enntil suðvesturs með haustinu, þ.e. til Spánar. En sé beitt sömu aðferð við eldri fugla sem hafa áður flogið frá Eystrasalti til Englands, fljúga þeir enn sem áöur til sama vetrardvalarstað- arins. Þeir erunokkuð lengur að ná áfangastaðnum, en þeir komast þangað enn sem áður á tölvu-sjálfstýrisútbúnaði flugvélar sinnar eftir flugtak. Beri eitthvað út af, er honum kleift að ýta á hnapp til að taka við stjórninni af tölvunni. Eitt- hvaö svipað virðist gerast i höfði farfuglanna. Segulviti Sá fugl, sem hvað mesta aðdáun vekur fyrir ratvisi er dúfan. Bréfdúfa, sem flutt er óravegalengd i byrgðri körfu, flýgur aftur heim um leið og henni er sleppt lausri. Hún fer yfir fjöll og firnindi hiklaust eins og þota. Ekki aðeins finriur hún borgina, þar sem hún býr, heldur húsið og jafnvel sama prikið og hún sat á, þegar hún var siðast heima. Þessi dúfa nýtir sér sólina. Og þegar al- skýjað er eða þungbúið veður? Þá kveikir dúfan bara á segul- áttavitanum sinum! Þetta hljómar ótrúlega en er þó satt. Prófessor i Cornell háskólanum i Bandarikjunum sannaði þetta þegar honum tókst að tæla bréfdúfur af réttri leið með segulmögnuðu truflun- artæki. Þetta hafði þá verið reynt áður en alltaf mistekist. Rannsóknir höfðu alltaf verið gerðar i heiðskiru veðri. Það virðist sem fuglarnir kveiki þvi aðeins á segulvitanum i alskýj- uðu veðri og draga fræðingar þá ályktun af þessu, að segulvitinn sé meira þreytandi fyrir skepn- una. Dúfur eru ekki einu fuglarnir, sem búa yfir þessum makalausa útbúnaði, og rann- sóknir sýna að meðal annarra með sömu „tæki” er rauðbryst- ingur. Nú, en þegar dúfan hefur fundið sinn heimabæ ku hún ein- faldlega nota sina einstöku sjón til aðfinna rétt húsþak, til lend- ingar. Aður var minnst á risaskjald- bökurnar i Brasiliu. Þeim tekst lika að finna réttan lendingar- stað og hafa þó skelfing lélega sjón. Hvernig i ósköpunum tekst þeim aðfinna Ascension eyjuna, sem er örlitil og staðsett á miðju Atlantshafinu, mitt á milli Afriku og Suður Ameriku? A hverju ári, nánar tiltekið i febrúar, koma skjaldbökurnar syndandi, finna varpstað i send- inni ströndinni verpa eggi sinu i flæðarmálinu og snúa siðan létt- ari á sér aftur til Brasiliu og hafa synt yfir 6000 km þegar þangað kemur. Þetta ferðalag verður enn óskiljanlegra þegar reynt er að imynda sér mann, sem leggur upp i slika vega- lengd á hringlaga bátskel, án nokkurs sambands við umheim- inn, án veðurfregna, sjókorts, áttavita, eða nokkurra annarra mælitækja. Hafandi reynt að gera sér slika för i hugarlund, er hægur vandi að taka undir þessi orð visindamannsins sem hvað við- tækastar rannsóknir hefur gert á risaskjaldbökunni: „Ratvisi dýranna er mér nær óhugnanleg — makalaus árang- ur þróunarinnar. Þróunin hefur gefið af sér tækni, sem hvað snertirfullkomnun og öryggi, er hátt hafin yfir allt það sem mannskepnan hefur áunnið.” Ms tók saman. Diifa með stýrisútbrinað: Ljósnæm plata neðst, örlltið op efst, sem hleypir birtunni inn og teiknar um leið á plötuna. Með sliku móti lekur drifan mið af sólar- hæð og landslagi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.