Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 16
16 Laugardagur XI. aprii 1981 vism Dyrir og ódýrir matsölustadir Eins og áöur hefur komiö fram hér á Sælkerasiðunni hef- úr matarmenning okkar íslend- inga breyst mjög til batnaöar á siöari árum. Margir nýir veit- ingastaöir hafa veriö opnaðir á sl. 2 árum og nokkrir nýir mat- sölustaðir munu bráölega verða opnaöir. Æ fleiri fara nú út að boröa og einkum þá i hádeginu, enda er hægt að fá ödýra máltiö á flestum veitingastöðum. Með hinni auknu samkeppni hefur verölag á mat á veitingahúsun- um lækkað og orðið jafnara. Heilbrigð samkeppni er sem sagt neytandanum til góðs. Gróflega mætti flokka Reykv- iska veitingastaði i þrennt. t fyrsta lagi „grillstaði”, eins og Ask við Suðurlandsbraut, i öðru lagi matsölustaði sem hafa vin- veitingaleyfi, eins og t.d. Torfan og i þriöja lagi svo kallaðir „finni stáðir”, eins og Grillið á Hótel Sögu eða Naustið. Sæl- kerasiðan hefur lauslega kann- að verðlag á mat i hádeginu á nokkrum matsölustöðum, þó ekki matsölustöðum sem flokka mætti undir fyrsta flokkinn hér að ofan. eöa hina svökölluðu „grillstaði” Athugað var verð á fiskrétti dagsins með súpu, eða þá rétti dagsins ef ekki var um fiskrétt að ræða. 1 ljós kom að verðmunur á hádegisverði á þeim veitingastöðum sem fella mætti undir flokk númer tvö, eða staði eins og Torfuna eða Hornið og veitingastaði sem til- heyra flokki númer þrjú, eða veitingastaöi eins og Grillið á Hótel Sögu, Holt og Naustið, svo einhverjir séu nefndir. Verðmunur reyndist sáralitill milli þessara staða eða 7.00 krónur. Það er sem sagt aðeins um 7.00 krónum dýrara að snæða á hinum svokölluöu „fínni stöðum”. Það skal þó tek- ið fram, að þessi könnun er ekki á nokkurn hátt fullkomin. Þetta er þó á margan hátt athyglis- verð niöurstaða. Hinir svoköll- uðu „finni staðir” hafa, að þvi er viröist, aðlagað sig að breytt- um timum. Það skiptir neytand- ann sáralitlu, i krónum séð, hvort hann borðar i hádeginu á Grillinu á Hótel Sögu eða á Horninu. Þessiþróun á verðlagi er mjög jákvæð. Það mætti mögulega álykta af þessari verðkönnun Sælkerasiðunnar að óhætt væri að leggja niður öll opinber mötuneyti, i það minnsta hér á Höfuðborgar- svæðinu og útvega starfsfólkinu nokkurs konar matarmiða, sem gætu gilt á flesta eða alla veit- ingastaði i Reykjavik eins og áður hefur verið bent á hér á siðunni. Kostirnir eru margir. Fólk sem er lokað inni allan daginn myndi fara út úr húsi, mönnum gæfist kostur á mun fjölbreyttara mataræði og þessi nýi markaður yrði veitingahús- unum mikil lyftistöng, sém myndi þýða'betri afkomu, lægra verð, meira úrval, fleiri nýjung- ar og betri matsölustaði. Það húsnæðisem nú fer undir mötu- neyti væri hægt að nýta til ann- ars. En hver svo sem þróunin i þessum málum verður, þá er þó eitt staðreynd, að allir ættu að geta snætt úti i hádeginu fyrir litinn pening. Ljómandi ávaxta- og grænmetistorg I Austurveri. Austurver vid Háaleitlsbraut — á grænni grein Ef ykkur vantar góða ávexti eða gott grænmeti, sælkerar góðir, þá ættuð þið að fara i verslun Sláturfélags Suöurlands i Austurveri, Háaleitisbraut 68. Þessi verslun er með þeim betri i Reykjavik, en sérstaklega vill Sælkerasiðan mæla með græn- metis- og ávaxtadeildinni. Já, það er óhætt að tala um heila deild i þessu sambandi. Þar er ekki eingöngu boðið upp á mikið úrval af grænmeti og ávöxtum, heldur fer vel um þessar við- kvæmu vörur, fölnað og rusl- aralegt grænmeti er ekki á boð- stólnum. Einnig er hægt að kaupa kartöflur i lausri vigt. Við tslendingar borðum allt of litið ■ af grænmeti og ávöxtum og þarf enginn að vera hissa á þvi, þar sem yfirleitt er um litiö úrval aö ræða og þessar nauðsynjavörur eru dýrar. Sælkerasiðan skorar hér meö á matvörukaupmenn i Reykjavik, að skoða græn- metisdeildina i Austurveri og kynna sér rækilega rekstur hennar. Þvi i þessari verslun er úrval og meðferð á grænmeti og ávöxtum frábærlega góð, en þaö verður þvi miöur ekki sagt um stóran hluta verslana i Reykja- vik. Frá sælkerahátið '81. Ódýrt að borða á finu stööunum I hádeginu. Vor-fiskisúpa Nú er farið að vora og veður að batna. Það ætti þvi að vera auðveldara fyrir bátana að róa eftir fiski og þvi ætti að aukast úrvalið i fiskbúðunum. Hér kemur uppskrift af Fiskisúpu, sem hægt er að hafa sem aðal- rétt. Það ætti að vera tiltölulega auðvelt að fá hráefnið i þessa súpu, að minnsta kosti hér á Reykjavikursvæðinu og þið vitið nú hvar hægt er að fá gott græn- meti. Það sem þarf i þennan rétt er: 1 1/2 litri fiskisoð (teningur eða soð af fiskibeinum) 1 bolli af niðursneiddum gulrót- um 1 bolli af niðursneiddum púrr- lauk 1 bolli af niöursneiddu sellerii 2 matsk smjör 2 tesk. karri 1 bolli hvitvin 4 tómatar 4 miðlungs stór rauðsprettuflök salt/ pipar Bræðið smjörið i potti og setjið allt grænmetið, nema tómatana i hann og látið malla þar til grænmetið er orðið að- eins lint. Stráið þvi næst karri- inu yfir grænmetið, hellið hvit- vininu i pottinn og þvi næst fisk- soðinu. Látið þetta malla i fimm minútur. Afhýðið tómatana á meðan, en það er auðveldast gert þannig að skorinn er kross i þá og þeir settir undir sjóðheita vatnsbunu. Hýðið flagnar þá auðveldlega af þeim. Skerið þvi næst tómatana i báta og setjið þá i pottinn. Rauðsprettuflökin eru nú skorin i hæfilega bita. Þau eru sett i pottinn og fiskur- inn látinn malla i súpunni i u.þ.b. 5 minútur. Saltið svo og piprið súpuna eftir smekk. Gæt- ið vel að þvi að fiskurinn sjóði ekki i mauk eða um of. Þessi súpa er létt i maga og auðvitað holl og góð fyrir þá sælkera sem eru f megrun. Berið hrökkbrauð fram með þessari vor-fiskisúpu. Holl og góö vorfiskisúpa. Sælkeraklúbburinn Eins og áður hefur komið fram hér i Visi, var haldin Sæl- kerahátið Sælkeraklúbbsins i veitingahúsinu Naustinu 28. mars sl. og hófst hún með ágæt- um. Kynnt var hin nýja lina i matargerð. Timi er kominn til að islenskir veitinga- og mat- reiðslumenn fari að gefa hinni nýju linu meiri gaum, það er að segja, leggja meiri áherslu á gæði hráefnisins en hinar upp- bökuðu hveitisósur og allskonar aukagums. A sumum veitinga- húsanna er t.d. nýr og góður fiskur eyðilagður i matreiðslu. Fiskur verður á dagskrá hjá ~ Sælkera-klúbbnum á næsta fundi hans, sem verður haidinn i lok april á Hótel Loftleiðum. Hilm- ar B. Jónsson veitingastjóri mun halda sýnikennslu i mat- reiðslu á fiski. Fundurinn verð- ur auglýstur nánar siðar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.