Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 35

Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 35
Fundur í Fjfiieign: KRISTJANA MILLA INN FVRIR ALFREB IFLUGLEHIAST JðRN Laugardagur 11. april 1981 Á hluthafafundi Fjöleignar h.f. ifyrrakvöld var ákveðið að vinna að gagngerum breytingum á stjórn Flugleiða á næsta aðal- fundi. „Við viljum breyta valdahlut- föllunum i Flugleiðum, þannig að núverandi meirihluti sé þar ekki til eillfðar. Meirihlutinn saman- stendur nú af Flugfélagsarmin- um, Eimskipafélaginu og Sigurði Helgasyni, og við viljum að Loft- leiðaarmurinn fái meiri völd inn- Kristjana Milla Thorsteinsson talar á fundi Fjöleignar i fyrra- kvöld. (Vfsism. EÞS) an félagsins” sagði Martin Peter- sen, einn talsmanna Fjöleignar. Martin sagði, að Fjöleignar- menn myndu stuðla að kosningu Kristjönu Millu Thorsteinsson i stjórnina. Eiginmaður hennar, Alfreð Eliasson, ætlaði að draga sig i hlé og stefnt yrði að þvi að koma Kristjönu Millu i stjórnina i hans stað. Þar að auki væri stefna þeirra að koma fleiri ungum mönnum i stjórnina. „Það væri rétt að eldri menn- irnir sæju sóma sinn i að draga sig i hlé. Okkur finnst þeirra dag- ur kominn að kvöldi i stjórn Flug- leiða og þeir ættu að hliðra til fyrir yngra og friskara fólki til að glima við vandamálin. Stjórn Flugleiða virðist ekki hafa getað leyst þau vandamál, sem upp hafa komið. Mörg þeirra hafa komið upp aftur og aftur og virðast eins konar eilifðar vanda- mál, og má þar tilnefna flug- mannadeiluna”. Martin sagði, að svo virtist sem sú stefna væri rikjandi hjá Flug- leiðum að hætta Norður-Atlants- hafsfluginu smátt og smátt. Fjöleignarmenn væru þvi ekki sammála, þeir vildu berjast meira á þeim vettvangi og koma þar fram með nýjungar. — ATA Nýja hraunið úr Heklu. (Visism. Helgi Torfason). Goslð f Heklu: Sjónvarpið fær Dallas MIKIL LÆTI IEINIIM GÍG í gærdag var sam- þykkt i útvarpsráði að taka til sýningar banda- riska myndaflokkinn „Dallas”, sem sýndur hefur verið við miklar vinsældir bæði i Banda- rikjunum og viða i Evrópu. Ekki var þó eining um þá sam- þykkt i ráðinu, fjórir voru með- mæltir en þrir andvigir. Þættirnir munu samtals vera Stúdentaráð: Finnur lormaður „Við lögðum áherslu á að ná gó’ðum málefnasamningi og ég tel, að við umbótasinnar getum verið mjög ánægöir með þann árangur sem náðist þar. Fyrsti fundur hins nýja stúdentaráðs var haldinn i gær- kvöld, og siðan var haldinn svo- kallaður skilafundur, þar sem fráfarandi stúdentaráð skilaði af sér. Núverandi formaður er Finn- ur Ingólfsson úr röðum umbóta- sinna. Auk hans fengu þeir full- trúa menntamálanefndar i stjórn og varagjaldkera. Vaka fékk aðra fulltrúa i stjórn, fjóra talsins. Sagði Kjartan enn fremur, að umbótasinnar heföu komið öllum helstu málum sinum inn i mál- efnasamninginn, og mættu þvi vel við una. -JSS VtSlSDfð Hetjur á hestbaki heitir myndin sem sýnd verður i Vísisbiói á morgun og er hún i litum. Sýning hefst klukkan 13 í Regnboganum. um áttatiu talsins, og enn er verið að bæta við. Reiknað er með, að þeir verði fyrst settir á dagskrá næsta haust. „Það hefur ákaflega litið hraun bæst við, miðað við það sem við sáum i gær”, sagði Sigurjón Sindrason jarðfræðingur við Nor- rænueldfjallastöðina, þegar Visir ræddi við hann siðdegis i gær. Þá flaug Sigurjón ásamt fleir- um yfir gosstöðvarnar i Heklu. Sagði hann, að hrauntaumarnir beggja vegna við litlu-Heklu hefðu ekki lengst um mikið meira en hundrað metra á sólarhring. Hins vegar hefði) hann séð, að hraun hefði runnið austur úr f jall- inu. Virtist straumurinn koma upp nærri toppgignum. „Ef miðað er við hraun- rennslið, þá hefur gosið minnkað, ef eitthvað er”, sagði Sigurjón. „Það bendir allt til þess, að þetta séalltkomiðuppúreinum gig,en hins vegar voru mikil læti i hon- um og mikill mökkur sem steig upp. En mér virtist svo til engin aska koma upp”. Visir hafði einnig samband við Stefán Pálsson bónda á Ásólfs- stöðum og sagði hann að gos væri alltaf öðru hverju og fylgdi þvi sprengingar. Þær væru þó mikl- um mun minni en i gærmorgun. Ekki benti neitt til þess að gosið væri að færast i aukana. — JSS Vortónleikar Tónskólans Arlegir vortónleikar Tónskóla Sigursveins verða haldnir I sal Menntaskólans við Hamrahliö á morgun og hefjast kl. 14. Nemendur á ýmsum náms- stigum koma fram auk fjölda einleikara og hópa, en tónleik- arnir munu gefa mynd af þeirri starfsemi sem fer fram I skól- anum. Tvö lög eftir Sigursvein D. Kristinsson verða frumflutt af blokkflautukór. Allir eru hjartanlega velkomnir á tón- leikana. UM HELGINA UM HELGINA UM HELGINA UM HELGINA UM HELGINA UM HELGINA Enskunám fyrlr ungt fðlk Kynningarfundur um enska málaskólann The Globe Study for English verður haldinn i dag, laugardag, að Hótel Loftleiðum. Þar verða staddir skólastjórinn, Steve Davis, og umboðsmaður hans á islandi, Böðvar Friðriksson. Skólinn er i borginni Exeter I suð-vestur Englandi og hafa margir íslendingarnir sótt hann þrjú siöustu sumrin. i sumar verða tvö námskeiö fyrir ung- menni á aldrinum 14—21 árs og eru brottfarardagar eru 4. júli og 1. ágúst. Lágmarksdvöl er þrjár vikur, en nemendur geta dvalið I allt að átta vikum i skól- anum. Nemendur eru hjá völdum enskum fjölskyldum og er aðeins einn nemandi af sama þjóðerni hjá sömu fjölskyldu, þannig að þeir verða að bjarga sér á ensku innan veggja Dóra Reyndal, sójiransöngkona og Guðrún Kristinsdóttir, pianó- leikari, halda Ijóðatónleika I Norræna húsinu I dag klukkan 17. A efnisskánni veröa lög eftir Haydn, Mozart, Beethoven, Hugo Wolf og ýmsa islenska samtiöarmenn. heimilisins og er það stór þáttur i enskunáminu. Kynningarfundurinn að Hótel Loftleiðum hefst klukkan 14 i dag. —ATA Laugardallshöll: SkölafólK í frjálsum „Bindindi best” er kjörorð skólakeppni frjálsiþróttasam- bands tslands, en hún hefst i dag laugardag I Laugardalshöll klukkan 10—13 og i Baldurshaga klukkan 13—17. Þeir 64 kepp- endur, sem eru á aldrinum 12—14 ára^eru úr 8 fræðsluum- dæmum landsins. Vinningsliðið hlýtur farandgrip I verðlaun. A siðasta ári sigruði keppendur frá Vesturlandi, keppnina með yfirburðum en keppendur frá Reykjavik árið áður. Nú er þaö spurningin hverjir verði hlut- skarpastir? —AS Nállúruverndarfélag Suðvesturlands: Aðalfundur I dag t dag klukkan 14 hefst I Arna- garði, stofu 201, aðalfundur Náttúruverndarfélags Suð- vesturlands. Þar verður fjallað um félagsmál, en sérefni á fundinum verða frárennslismál höfuðborgarsvæðisins og stefna og starfsáætlun i náttúruvernd næstu tvö ár. Fundurinn er op- inn öllu áhugafólki um náttúru- og umhverfisvernd. Maður og trd: Rorgarafundur I Norræna húslnu Maður og trú er umræöuefni borgarafundar, sem samtökin Lif og land gangast fyrir I Norr ana húsinu i dag. Fundurinn hefst kl. 9 og stendur til kl. 16.30 siðdegis. Mikill fjöldi kunnra manna flytja erindi um hið margvislegasta efni og er ekki annað að sjá af dagskránni, en þetta verði forvitnileg umræða. Meðal viðfangsefna ræöu- mannanna má nefna hin ýmsu trúarbrögð, menningaráhrif kirkjunnar, sértrúarhópa, kirkju og listgreinarnar flestar, trúog sósialisma, kirkju og geð- heilsu, kirkju og konur, trú og markaðsskipulag, og margt fleira. A meðal fjölmargra ræðumanna eru Myako Þórðar- son, Haraldur ölafsson, Ey- vindur Erlendsson, Páll Skúla- son, Björn Björnsson, Dalla Þórðardóttir, Arni Bergmann og Sigurður A. Magnússon, en að loknum flutningi erindanna, eða um kl. 15.30 verða pall- borðsumræður, sem Gunnar Kristjánsson stjórnar. En stjórn fundarins er I höndum sr. Bern- harðs Guðmundssonar árdegis og Sigurlaugar Bjarnadóttui siðdegis. Kökubasar fóstra Kökubasar þriðja bekkjar Fósturskóla tslands veröur haldinn laugardaginn 11. april kl. 13 i Blómavali v/Sigtún. Hér er kjörið tækifæri fyrir ykkur til að spara tima og fyrirhöfn. Komið, sjáið, sannfærist og ger- ið góð kaup I eggjahallærinu. —OS Upplýslngafundur um siálverksmiðlu t kjölfar viðamikilla athugana á arðsemi og rekstrargrundvelli stálverksmiöju hérlendis, hefur viðtæk söfnun hlutafjár til stofn- unar siikrar verksmiöju verið hafin. Stofnkostnaður er talinn vera 100 milljónir króna, fram- leitt verður steypustyrktarstál og ráögert, aö starfsmanna- fjöldi verði 63, fyrir utan starfs- menn viö brotajárnsvinnslu. Hlutafjársöfnun fer fram með sérstökum hætti, þar sem safn- að er hlutafjárloforöum, en veröi ekki af stofnun slikrar verksmiðju, fá hluthafar endur- greitt með fullri verðtryggingu. Til þess að kynna málefni stál- verksmiöjunnar enn frekar, hefur undirbúningsnefndin efnt til opins fundar klukkan 16.30 á morgun, sunnudag, I Húsi iðn- aðarins við Hallveigarstig. Þar munu menn geta fengið allar þær upplýsingar, sem tiltækar eru varðandi fyrirhugaðra verksmiðju. —AS Kökubasarí Hilóaskðla Foreldrafélag Hiiðaskóla held- ur kökubasar laugardaginn 11. april kl. 14.00 I skólanum. Þetta er 5. árið i röð, sem kökubasar er haldinn á vegum foreldra- félagsins. i fyrra var keypt myndsegulband fyrir ágóðann, en hagnaður i ár á aö renna i sjóð til að safna fyrir litsjón- varpi, tii að nota við mynd- segulbandiö <sem mikið er notað fyrir fötluð börn, sem eru I skól- anum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.