Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 22
Sprækur og dýrin á Lundi i dag segir frá því f máli og myndurri/ er nokkrir krakkar á Dag- heimilinu við Furugrund í Kdpavogi heimsóttu býlið Lund við Nýbýlaveg. Með krökkunum var fóstra þeirra, Helga Jónsdóttir. Á Lundi býr Geir Gunn- laugsson, bóndi/ og þar hefur hann nú svínarækt/ hænsnarækt og hesta. Krakkarnir fóru fyrst að skoða svínin. Þeir sáu gyltur með marga grísi/ sem fengu sér óspart mjólkað drekka úr spen- um mæðra sinna. Þarna var líka einn risastór göltur/ sem mun vera einn stærsti göltur á is- landi. Hann er nú orðinn gamallog lúinn. Frá svínunum var farið til hænsnanna og ætlunin var að skoða litlu fallegu ungana/ sem við setjum yfirleitt í samband við páskahátíðina/ sem nú nálgast. Ungarnir í hænsnahúsinu á Lundi voru reyndar fallegir/ en samt ekki þess'er pínulitlu gulu. Og hér á einhverri myndanna má sjá krakkana halda á nokkr- um unganna, en flestir voru þeir Ijósir á lit/ en nokkrir brúnleitin enda af öðru hænsnakyni en þeir Ijósu. Hænurnar tóku krökk- unum vel og ein rauðbrún hæna [eyfði Eiríki litla Stefánssyni að klappa sér á bakið. Hún kunni þvf reyt\dar bara vel. Hundurinn Sprækur fylgdist með okkur allan tfmann/ brúnn hundur með hvítar og brúndílótt- ar lappir. Krakkarnir slepptu þvf að skoða hestana/ þeir voru langt niðri á túni. Þeir bitu gras við bæjar- mörk Reykjavíkur og Kópavogs/ á friðsælum stað á stórborgar- svæðinu. Laugardagur 11. aprll 1981 1 vísm Brynhildur og Edda meö Iitla unga. Krakkarnir skoöa gyltuna Viktorlu og grlsina hennar. Eirlkur Stefánsson klappar rauöu hænunni. Maöurinn sem heldur á hænunni sýndi krökkunum dýrin. Hundurinn sprækur I hópi krakkanna af dagheimilinu og fleiri krakka. Krakkarnir sem fóruaöskoöa dýrin ILundi. Þauheita frá v.: Siguröur, Gunnar örn, Edda, Eiríkur, As- laug, Brynhildur og Unnar Kári. Visismyndir Emil. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.