Vísir - 11.04.1981, Qupperneq 5

Vísir - 11.04.1981, Qupperneq 5
5 ,augardagur 11. april 1981 vtsm STEINUNN BIÐUR AÐ HEILSA Steinunn er nú búsett i Sviþjóö, en i gó&u og beinu simasambandi vib umheiminn. Og unir sfnum hag ágætlega meðal Svía: „Hér er svo skrambi vel hugsað fyrir öllu, þó að allt hafi þetta óneitan- lega dálitinn gjörgæslubrag.” — Er það satt, að maður verði alveg andlaus á að búa þarna? Steinunn: (Hlær mikinn) „Veistu, ég þori ekki að segja já.” — Má ég hafa þetta eftir þér? Steinunn: (Hlærmeira) „Já,þú mátt hafa þetta eftir mér.” — Af hverju fórstu að skrifa smásögur? „Mér fannst bara, að ljóðin min væru farin að þróast út i það að vera frásagnarkennd. Ég get nefnt dæmi um þetta, t.d. ljóðið Fyrir þina hönd, sem er um stelpu, sem vinnur i frystihúsi, eða Snæfellsjökull gengur á land. Þá var alveg eins hægt að fara að koma þessum frásögum fyrir i smásögum. Það var mér eigin- lega léttir, maður kemst nær raunveruleikanum, getur sleppt sér lausum.” — Millistig milli ljóös og langrar skáldsögu? „Já, já, já, það væri hægt aö segja það. Sjáðu, maðurermiklu frjálsari i smásögu, ekki eins bundinn. 1 skáldsögu bindur maö- ur sig við einn heim, i átta smá- sögum er hægt að eiga viö átta heima.” — Er Likamlegt samband I norðurbænum dæmigerð fyrir sögurnar i bókinni? „Nei, þaö er nú varla hægt að segja þaö. Það er auðvitað ýmis- legt, sem tengir þær saman, en það er heldur ekkert eitt þema. Og þarna er t.d. ein saga sem er eiginlega sosial-realisk, þótt ég hálfskammist min fyrir að segja það! ” — Jæja, Steinunn, saknarðu annars einhvers að heiman? Steinunn: (Löng þögn) „Þaö á áreiðanlega við um alla, sem búa i útlöndum, að þeir sakna gam- alla vina, þaö kemur aldrei neitt I staðinn fyrir þá, þótt maður eign- ist nýja kunningja.” (önnur þögn) „Svo eru ýmsir hér á heimilinu, sem sakna þess voðalega að fá aldrei Opal. En við vorum reyndar aö fá Öpal-sendingu að heiman i dag, svo aö þetta er góðurdagur! Og veistu! Svo neita ég þvi alls ekki, aö ég gladdist heilmikið við að sjá, aö hér er selt Prince Pólo i einstaka búö” og nú hlær Steinunn mest. Svo bað hún að heilsa. 1 „Sögur til næsta bæjar” Allir vita aö i bókaheiminum I er fulit tungl og stórstreymi _ einu sinni á árinu. Auðvitað rek- | ur þó bók og bók á fjöru aðra m árstima eins og dæmin sanna, | en frumsamin islensk verk eru cb þó fágæt undir hálfmána. Bóka- útgáfan Iðunn reynir nú að bæta um betur með þvi að gefa út „Sögur til næsta bæjár”, átta smásögur eftir Steinunni Sig- urðardóttur, skáld, og er sú bók rétt i þann mund að koma i verslanir. Ljóðaunnendur þekkja Stein- unni af fyrri bókum hennar. sem eru „Sífellur” (1969), „Þar og þá” (1971) og „Verksum- merki” (1979). Nú vendir skáld- ið sinu kvæði i kross og sendir frá sér smásögur. Vísir fékk leyfi Steinunnar til að birta upp- haf fyrstu smásögunnar i bók- inni. „Það heföi kannski mátt hafa eitthvaö lengra,” sagði Steinunn, „en af ýmsum ástæð- um, sem eru góðar og gildar, finnst mér ekki rétt að birta meira”. Svo það má segja, að þessir tveir kaflar verði að nægja sem nasaþefur af þeim tiu, sem mynda alla söguna „Likamlegt samband I norður- bænum”. Nöfn hinna smásagn- anna i bókinni eru: „Ást við fyrstu sýn”, „Pabbatiminn”, „Lifðu lifinu iifandi”, „Adolf og Eva”, „25 kossar”, „Draumur i dós" og „Tröllskessan”. Likamlegt samband i norðurbænum Úr „Sögum til næsta bæjar”, splunkunýju smásagnasafni eftir Steinunni Sigurðardóttur, sem kemur ut frá Iöunni þessa dagana I Ég bara skil ekki hverslags eiginlega samband þetta er, sagöi Siglaugur mæddur og beit i vanskapað frónkexið. Þetta er hjónaband, sagði Gulla systir, sem var nýorðin sautján, tveim- ur árum eldri en Silli og tilþess- aðgera lifsreynd. Þau voru semsagt að tala um foreldra sina, Finn og Guðrúnu. Að vanda hafði Silli byrjaö, en hann var á þvi stigi að ekkert mann- legt var honum óviökomandi. Ahugi hans, eða öllu heldur hnýsni, um samskipti fólks, hafði gengið svo langt, að hann fór sérstaklega niður i geymslu til að róta I gömlu kofforti eftir bréfum, sem kynnu að hafa farið foreldrum hans á milli. En hann hafði ekki fundið staf um einkamál annarra en föður- stystur sinnar og allir vissu aö hún var stórbiluö manneskja. Siglaugur haföi staldrað sér- staklega viö setningu i einu bréfi frænku sinnar, þess efnis að eftir reynslu sina af Gunnari og Geir væri hún sannfærð um að allir karlmenn hlytu að vera sjúkar skepnur. Siglaugur var að hita sig upp I yfirgripsmikla ræðu um for- eldra sina, þegar útidyra- huröinni var hrundiö upp meö ótrúlegum skruðningum. Ókunnugur hefði talið aö allir Ibúar þriggja næstu húsa væru aö ryðjast inn, en systkininin vissu af gamalli reynslu, að þetta var móðir þeirra. Hún var komin æðandi i eld- húsið án þess aö taka af sér, og hrópaði um leið og hún sá syst- kinin: fariði i sund, og vfngsaði þykkum örmunum: af hverju eruði ekki löngu farin I sund. Það er af sömu ástæðu og þú ert ekki búin að éta hund, sagði Silli, og systir hans orgaði af hlátri. Var mikið borðaö af hundum i þinu ungdæmi, spurði hún móöur sina. Hvaö veit ég um þaö, sagði frú Guðrún. Svo stakk hún höfðinu inn i ísskáp og fraus. . Neisko, þiö eruð nákvæmlega eins i laginu, þú og Vestinghás, sagði Gulla. Það er af þvi þau hafa staðið i svo nánu andlegu sambandi áratugum saman, sagði Silli. Andlegu, sagöi Gulla. Þetta er likamlegt samband mundi ég segja. Þaö er alkunna úr mann- lega reynslubankanum að fólk sem er lengi saman, einkum þó hjón, fer aö likjast hvert öðru þvi meir þvi lengra sem dregur. Sumir fara að likjast hundinum sinum eftir langa samveru, en þetta er fyrsta dæmiö sem ég heyri um fólk sem verður eins og isskápur. Ég skrifa um þetta bréf til sálarrannsóknastofu undirvitundarinnar. Þaö er satt, hún er alveg eins og Vestinghás i laginu, sagði Silli eftir skoðunarferð innar i eldhúsiö. Enda er þetta lifandi þessi isskápur, hann er búinn að vera svo lengi til að hann er lifnaður við. Hefurðu ekki heyrt i honum á nóttunni, þegar það korrar i honum af einmana- leika. Þá fermamma stundum fram og heldur honum selskap, sagði Gulla. Móöir þeirra þiönaði nú útúr isskápnum meö hægum hnykk, og rétti sig af. Þaö var ómögu- legt að segja hverju hún kunni að hafa rutt i sig meðan á þessum mökum stóð. Nú hékk hún á eiturgulu eldhúsgólfinu og riðaöi eins og veik kind með samnefndan sjúkdóm. Hún heldur ekki ballans, orgaöi Silli. Fór nú allt hratið út i vinstri hliðina? Þaö var satt, frú Guðrún hallaðist til vinstri. Hún greip um isskápinn eins og drukkin kona sem styðst við eiginmann sinn, og ropaði i þrjátiu sek- úndur samfleytt. Þessi var vænn hjá þér, sagði Silli. Þér er alltaf að fara fram. Það á að halda ropmeistara- mót i Tromsö næsta sumar, sagði Gulla, Iþróttasambandið styrkir þig ábyggilega til farar- innar. Frú Guðrún heyrði ekki hvaö þau sögðu. Hún var i annarlegu ástandi og lygndi aftur augunum. Hún stóð nú óstudd á gólfinu, fálmaði eftir kaffikönn- unni, og fékk sér slurk. Svo sett- ist hún við eldhúsborðið hjá börnum sinum, dró að sér Moggann og þóttist lesa, en sál hennar haföi losnað úr viðjum við innrásina i Vestinghás og var nú svifin úr Hkamanum. Frú Guðrún var semsagt ekki að lesa Morgunblaöið. Hún var á himnum eins og heróinisti. II. Staðurinn er nýleg þriggja herbergja ibúð i norðurbænum, einkar vel umgengin. Hér þýðir ekki að leita að öröum, blettum, kuski, íó, dropum, slettum, kámi og klessum, enda er frú Guörún húsbóndi á sinu heimili og líöur ekki þessi aöskotadýr. Heimilið er þrátt fyrir þetta - ekki sérstakur yndisauki, hús- gögn fremur öldruð, lasin og óþægileg, og fátt um fina drætti I innanstokksmálum yfirleitt. Þess má geta að frú Guðrún ræktar ekki blóm og er fuss- gjörn yfir svonefndum blóma- konum, þar á meðal sinni eigin dóttur, sem hefur stútfyllt' her- bergi sitt og bróöur,sins af alls kyns plöntum. En óþverrinn skal ekki út fyrir þessar dyr, segir hús- freyja, og dregur linu með hendinni þvert fyrir dyrnar á barnaherberginu. Þessi umhverfismál verða þó hégómi, þegar þess er gætt aö heimilið er betur tækjum búiö en almennt gerist, svo vel reyndar aö til eru tvö og stundum þrjú af sömu gerð. I þvi sambandi má nefna tvær ryksugur og tvö ný minútugrill. Við erum ekki að hafa yfir allan tækjakostihn, enda yrði það útaffyrir sig saga til næsta bæjar. Þaö nægir aö taka fram aö okkur sé ókunnugt um það rafmagnstæki, sem fæst I versl- unum á tslandi, og er ekki til á heimilinu. Fjölskyldan verður að sjálf- sögðu að neita sér um ýmislegt vegna tækjavæðingarinnar. Matarpeningarnir fara til dæmis ekki allir í matarkaup, en eru lagöir fyrir i vissum til- gangi. Af þvi leiðir að ekki er fleira um fina drætti i matar- málum en innanstokksmálum. Fjölskyldan i noröurbænum nærist svo til eingöngu á ýsu, kind og saltfiski meö grjóna- graut. Flest önnur fæöa er sem næst óþekkt hjá frú Guðrúnu og sennilega stórvarasöm. Finnur maður Guðrúnar er löngu hættur að mögla útaf matnum, en hefur sést á Aski öðru hverju siðasta árið. Syst- kinin nota hins vegar hvert tækifæri til að sproksetja móöur sina útaf stjórnun matarpening- anna og þvæla um þaö aftur og fram að búið sé aö finna upp heimilistæki til manneldis, hvort henni sé ekki kunnugt um þaö. /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.