Vísir - 11.04.1981, Side 6
Laugardagur lí. aprll 1981
HVER VERÐA ORLOG
FLUGSTÖÐVARINNAR?
— málid verið i undirbúningi frá 1974
Varla verður um það deilt, að
enginn viðburður vikunnar sem
er að liða vakti. jafn mikla
athygli og þegar Ólafur
Jóhannesson, utanrikisráð-
herra, greiddi atkvæði með
þeirri tillögu stjórnarandstæð-
inga i efri deild Alþingiis, að
rikisstjórninni skyldi heimilt að
taka fimm milljóna króna lán, i
þvi skyni að hef ja framkvæmdir
við nýja flugstöðvarbyggingu á
Keflavikurflugvelli.
Tillaganféll á jöfnum atkvæð-
um, en máliðer þóengan veginn
útkljáð, þvi tillaga sama efnis
hefur verið flutt i neðri deild, og
ekki er ljóst hverjar málalyktir
verða þar.
1 Fréttaljósi að þessu sinni
verður i stórum dráttum farið
yfir sögu flugstöðvarmálsins frá
upphafi, og siðan rakinn að-
dragandinn að hinni sögulegu
atkvæðagreiðslu i efri deild nú i
vikunni.
Upphafið.
Fyrstu hugmyndir um nýja
flugstöö má rekja aftur til sjö-
hætti unnt væri að fjármagna
flugstöðvarbygginguna innan-
lands, og þá hafi ýmsir erfið-
leikar komið i ljós.
„Hér var um stórfé að ræða
og aðrar þarfir þjóðfélagsins
taldar brýnni. Rikisstjórnin
samþykkti að fela utanrikisráð-
herra að leita eftir þvi, að
Bandarikjamenn greiddu að
Páll Magnús-
son, blaða-
maður skrif-
ar:
mestu kostnaðinn vegna að-
skilnaðarins. Var þess farið á
leit við bandariska sendiherr-
ann i Reykjavik, að hann athug-
aði, hvort til greina kæmi þátt-
taka Bandarikjamanna i bygg-
ingunni sjálfri. Sendiherra
arkitektastofunni Vilhelm
Lauritzens Tegnestue falið að
gera forhönnun á byggingunni
og var þvi lokið i september árið
eftir. Mörg ár liðu nú án þess að
nokkuð markvert gerðist i mál-
inu,ogþaðvarekki fyrr en 1978,
þegar Bandarikjamenn höfðu
samþykkt að taka þátt i kostn-
aöinum, að skriður komst á
hlutina að nýju og skipuð var ný
byggingarnefnd.
t janúar 1979 gekk byggingar-
nefndin frá samkomulagi við
fulltrúa bandariska sjóhersins
um að minnka flugstöðvarbygg-
inguna um rúmlega 30% frá þvi
sem gert hafði verið ráð fyrir i
forhönnun dönsku arkitekta-
stofunnar, — úr 23.700 fermetr-
um i 16.358 fermetra. Þessu
næst var ráðinn bandariskur
hönnunarhópur til þess að
hanna flugstöðina i samræmi
við samkomulagið, og lauk hann
fyrsta hluta þess starfs haustið
1979.
tslenskir hönnuðir komu til
liðs við þá bandarisku i febrúar
1980 og i sama mánuði fól ólafur
að gerast með islensku fjár-
magni. Svo þunga áherslu hefur
flokkurinn lagt á þetta atriði, að
hann fékk sett inn i stjórnarsátt-
málann ákvæði þess efnis, að
endurskoða skyldi hönnun flug-
stöðvarinnar og að engar fram-
kvæmdir mætti hefja við hana
nema með samþykki allra
stjórnaraðilanna. Það er þetta
ákvæöi sem mestur styrr hefur
staðið um að undanförnu.
Breytingartillaga við
fjárlög dregin til baka.
Flugstöðvarbyggingin kom
fyrst til kasta Alþingis i haust
við umræður um fjárlagafrum-
varp rikisstjórnarinnar. Þá
voru uppi raddir um að flytja
breytingatillögu við fjárlaga-
frumvarpið i þá veru að fram-
kvæmdir við flugstöðvarbygg-
inguna yrðu teknar inn á fjár-
lög. Utanrikisráðherra var ekki
viðstaddur þessar umræður, en
Tómas Arnason lýsti þvi yfir að
Ólafur Jóhannesson hygðist fá
þvi framgengt i rikisstjórn, að
Likan af nýju flutstöðinni — óvist er hvort hún veröi nokkurn tima reist i þessari mynd.
unda áratugarins, þegar Emil
Jónsson var utanrikisráðherra i
viöreisnarstjórninni. Ekkert
áþreifanlegt gerðist þó i málinu
fyrr en seint á sumrinu 1974,
þegar þáverandi utanrikisráð-
herra, Einar Ágústsson, gerði
samkomulag við Bandarikja-
menn um að skilja sundur um-
svif hersins og starfsemi Islend-
inga á Keflavikurflugvelli.
1 þessum samningi var ekki
gert ráö fyrir þvi að Banda-
rikjamenn myndu taka þátt i
kostnaði við byggingu nýrrar
flugstöðvar, en þeir skyldu hins
vegna kosta aðkeyrslubrautir
íyrir flugvélar, gerð flugvéla-
stæða og lagningu vega. Auk
þess skyldu þeir sjá um endur-
nýjun á þvi kerfi sem flytur
eldsneyti til flugvéla. Aætlaður
kostnaður við þessar fram-
kvæmdir Bandarikjamanna ut-
andyra var 25 milljónir dollara.
Vandamál með fjár-
mögnun.
1 skýrslu, sem Benedikt
Gröndal gerði um flugstöðvar-
málið i október 1979, segir að
fljótlega eftir að þetta sam-
komulag var gert hafi menn
fariö að hugleiöa með hvaða
Islands i Washington fylgdi
þessu erindi eftir. Arið 1977 var
enn leitað hófanna um þetta mál
við ýmsa bandariska valda-
menn við mörg tækifæri, en i
júni það ár barst neikvætt svar,
og var talið að bandariska þing-
ið mundi ekki geta samþykkt
slika aðstoð.
Haustið 1977 fór utanrikisráð-
herra til Washington og ræddi
m.a. um þetta mál við ýmsa
ráöamenn. Þá kom upp sú hug-
mynd, að öðru máii skipti um
flugstöövarbygginguna, ef hún
gegndi jafnframt þvi hlutverki
aö vera til taks sem sjúkrahús
og i almannavarnaskyni ef til
þyrfti að taka á Keflavikurflug-
velli”.
Vorið 1978 samþykkti Banda-
rikjastjórn að taka þátt i fjár-
mögnun flugstöðvarinnar á
þessum forsendum, og i júli 1979
var svo gert samkomulag sem
meðal annars fól i sér að Banda-
ríkin myndu leggja fram „ekki
meira” en 20 milljónir dollara
til byggingarinnar.
Frumhönnun 1974.
Hönnunarsaga flugstöðvar-
innar er i stuttu máli sú, aö
strax vorið 1973 var dönsku
Jóhannesson byggingarnefnd-
inni að endurskoða hönnunar-
forsendur i tilefni af ákvæðum
málefnasamnings rikisstjórn-
arinnar þar um.
Frágangi útboðsgagna ásamt
kostnaðaráætlun lauk i árslok
1980, en þá óskaði utanrikisráð-
herra enn eftir þvi að gerðar
yrðu breytingar á útboðsgögn-
um til lækkunar á byggingar-
kostnaði. Þessari endurskoðun
lauk svo nú i lok febrúar, og þá
hafði fyrirhuguð bygging aftur
verið minnkuð, — að þessu' sinni
i 12.384 fermetra.
Afstaða stjórnmála-
flokkanna.
Afstaða stjórnmálaflokkanna
hefur alltaf verið ljós i þessu
máli. Alþýðuflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur hafa allir veriö fortaks-
laust hlynntir flugstöðvarbygg-
ingunni, og að til hennar yrði
fengið það bandariska fjármagn
sem til boða stendur. Alþýðu-
bandalagiö hefur hins vegar
margsinnis lýst þvi yfir, aö ekki
komi til greina af þess hálfu, að
fegnir yrðu bandariskir pening-
ar til þessara framkvæmda.
Flokkurinn hefur út af fyrir sig
ekki sett sig á móti byggingu
nýrrar flugstöðvar, en það yrði
þessar framkvæmdir yrðu tekn-
ar upp á lánsfjáráætlun, og á
þeim forsendum var breyt-
ingartillagan dregin til baka.
Flugstöðin og lánsfjár-
áætlunin.
Nú er skemmst frá þvi að
segja, aö vegna andstöðu
Alþýðubandalagsins tókst Ólafi
Jóhannessyni ekki að koma
flugstöðvarbyggingunni inn á
lánsfjáráætlun. Hann lét þá
bóka i rikisstjórninni, að hann
áskildi sér rétt til þess að flytja
breytingartillögu við lánsfjár-
áætlun i þvi skyni að koma flug-
stöðinniþarinn, eða styðja slika
tillögu ef fram kæmi.
Næst gerðist það, að við aðra
umræöu i efri deild Alþingis um
frumvarp að lánsfjárlögum, þá
fluttu þeir Karl Steinar Guðna-
son (A) og Lárus Jónsson (S)
breytingartillögu þess efnis, að
rikisstjórninni skyldi heimilt að
taka 20 milljóna króna lán til
þess að hefja framkvæmdir við
flugstöövarbygginguna. Sam-
kvæmt heimildum Visis var
breytingartillagan ekki i þvi
formi upphaflega, að rikis-
stjórninni skyldi heimiltað taka
þetta fé að láni, heldur ættihún
að gera það samkvæmt ákvörð-
unum utanrikisráðherra. Það
átti sem sé að binda hendur
Alþýðubandalagsins á þann
hátt, að það gæti ekki komið i
veg fyrir að framkvæmdir hæf-
ust á þessu ári.
Ólafur hafður með i
ráðum.
Flutningsmenn tillögunnar
báru hana undir Ólaf Jóhannes-
son, og samkvæmt hans tilmæl-
um var henni breytt þannig að
um heimildarákvæði yrði að
ræða. Eftir sem áður gæti þá
Alþýðubandalagið komið i veg
fyrir það i rikisstjórn að
heimildin yrði nýtt. Með þvi
taldi Ólafur sig ekki á nokkurn
hátt vera að brjóta á móti
ákvæði stjórnarsáttmálans.
Þegar tillagan var svo flutt i
efri deild nú á þriðjudaginn varð
mikið irafár i þinginu, og Ólafur
Ragnar Grimsson, formaður
þingflokks Alþýðubandalagsins,
fór fram á frestun þannig að
lánsfjárlagafrumvarpið kom
ekki til þriðju umræðu og at-
kvæðagreiðslu i deildinni.
Alþýðubandalagið hót-
ar stjórnarslitum
Upphófst nú mikið japl^jaml
og fuður. Alþýðubandalags-
menn gerðu sér grein fyrir þvi,
að Ólafi Jóhannessyni yrði ekki
haggað i þessu máli, — hann
myndi styðja breytingartillög-
una hvað sem tautaði og raul-
aði. Það var jafnframt ljóst að
tillagan myndi falla á jöfnum
atkvæðum ef allir aðrir
stjórnarþingmenn yrðu á móti
henni. Forystumönnum Fram-
sóknarflokksins voru þvi borin
þau boð Alþýðubandalagsins, að
ef nokkur annar framsóknar-
maður en Ólafur myndi hlaup-
ast undan merkjum við at-
kvæðagreiðsluna þá myndi
Alþýðubandalagið rjúfa
stjórnársamstarfið.
Nauðugir viljugir féllust svo
þingmenn Framsóknarflokks-
ins i efri deild, að ólafi
Jóhannessyni undanskildum, á
að greiða atkvæði gegn tillög-
unni, þegar þriðja umræða um
lánsfjárlagafrumvarpið fór
fram á miðvikudaginm. Þá
höföu flutningsmenn tillögunnar
lækkað fjárhæðina úr 20
milljónum i 5 samkvæmt til-
mælum Ólafs Jóhannessonar.
Sem fyrr segir var breytingar-
tillagan felld á jöfnum atkvæð-
um — niu gegn niu. A móti voru
allir þingmenn Alþýðubanda-
lags og Framsóknarflokks, að
Ólafi frátöldum, auk Gunnars
Thoroddsen. Atkvæði með til-
lögunni greiddu aðrir þingmenn
Sjálfstæðisflokks, allir þing-
menn Alþýðuflokks og ólafur
Jóhannesson.
Vitað er að Tómas Arnason,
viðskiptaráðherra, er mjög
eindreginn stuðningsmaður
þess að flugstöðin verði byggð,
og er það mál manna að hann
muni ekki hafa treyst sér til
þess að greiða atkvæði gegn til-
lögunni, — hann hafi þvi tekið
þann kostinn að vera ekki við-
staddur atkvæðagreiðsluna
heldur kom varamaður inn á
þing í hans stað.
Breytingartillagan verður nú
endurflutt i neðri deild, og eru
þeir sem best þekkja til nú helst
á þvi aö örlög hennar verði hin
sömu þar — felld á jöfnum
atkvæðum. Er þá reiknað með
þvi að Jóhanni Einvarpssyni,
framsóknarþingmanni úr
Keflavik, „verði leyft” aö
greiða atkvæði með tillögunni,
eins og heimildarmenn Visis
orðuðu það, en aörir stjórnar-
þingmenn, að meðtöldum
Eggert Haukdal og Albert Guð-
mundssyni, greiði atkvæði gegn
henni.
—P.M.
u iu au uugiuiua ixt cu iivaua au ua vw* iu u vai uuuoivu uj 11 ai uugotwvui, tu pau j l UI 1 -----»------ ------