Vísir - 11.04.1981, Page 8
vtsm
Laugardagur IX. april 1981
VÍSIR
Útgeiandi: Reykjaprent h.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Saemundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta:
Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigfússon,
Fríða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, lllugi
Jökulsson, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Páll Magnús-
son, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir.
Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Páls-
son, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndír: Emil Þór Sigurðsson,
Gunnar V. Andrésson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson,
Magnús Olafsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson.
Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson.
Oreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson.
Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86óll, 7 linur.
Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla8. Símar86óll og 82260.
Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611.
Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur
eintakið.
Visir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Guöfaðír og verndarengill
Þegar núverandi ríkisstjórn
var í burðarliðnum, gaf Albert
Guðmundsson út þá yfirlýsingu,
að hann myndi verja stjórnina
falli. Þetta gerðist raunar áður
en stjórnarsáttmáli lá fyrir og
nokkur vissi hver stefna
stjórnarinnar yrði. Yfirlýsing Al-
berts gerði Gunnari Thoroddsen
mögulegt að mynda stjórnina.
Eftir það hefur Albert verið
nefndur guðfaðir ríkisstjórnar-
innar.
SFðar tók Albert Guðmundsson
fram, að hann áskildi sér allan
rétt til að greiða atkvæði sam-
kvæmt sannfæringu sinni, eins og
hans er von og visa. Sjálfstæði
þingmannsins hefur löngum
verið aðalsmerki hans og
styrkur.
I rauninni hefur þetta marg-
oft komið fram, einkum í tfð
ríkisstjórnar Geirs Hallgríms-
# sonar, þar sem hann greiddi hvað
eftir annað atkvæði í blóra við
sinn eigin þingflokk, einfaldlega
af því að sannfæring hans og
samviska bauð honum annað.
Þegar efnahagsráðstafanir
ríkisstjórnarinnar voru boðaðar
um áramótin og tvísýnt þótti um
stuðning við þær á Alþingi. veltu
marg:rþvi fyrirsér hverafstaða
Alberts yrc'. AAargt í þeim ráð-
stöfunum gekk þvert gegn því,
sem tel ja verður stef numál hans.
Albert tók af skarið þegar hann
lýsti yfir því, að hann tæki ekki
þátt í því að fella núverandi
Það er ekki dónalegt f yrir rikisstjórnina að hafa bæði guðföður og verndarengil i einum
og sama manninum.
stjórn, fyrr en Ijóst væri hvað við
tæki. Hann vildi að myndun
annarrar ríkisstjórnar lægi fyrir,
ef fella ætti þá sem fyrir væri.
Þetta var sniðug afstaða, þótt
ekki væri hún sérlega rökrétt.
Auðvitað gerist það aldrei að ný
stjórn sé mynduð, meðan önnur
situr. Slíkt gerist einfaldlega
ekki. _
En yfirlýsing Alberts féll í
góðan jarðveg. Kjósendur eru
þreyttir á stjórnmálaóvissu og
öngþveiti, og aðsjálfsögðu liggur
líf st jórnarinnar við, þegar um er
að ræða stef numótandi aðgerðir í
efnahagsmálum. Ef þær hafa
ekki meirihlutafylgi á þingi, er
um leið brostin forsenda fyrir til-
veru stjórnarinnar.
í flugstöðvarmálinu gegnir
öðru máli, enda ber það að með
öðrum hætti. Þar er Alþingi ekki
að fella stjórnarfrumvarp heldur
að láta í Ijós vilja sinn. Hér er að-
eins um heimildarákvæði að
ræða sem ríkisstjórnin hefur í
hendi sinni, hvort hún I jær máls á
eða ekki. Hennar er lokaorðið.
Fyrir aðeins nokkrum dögum
kvaddi Albert Guðmundsson sér
hljóðs utan dagskrár til að mót-
'mæla því, að minnihluti þing-
manna tæki ráðin af meirihlut-
anum. Átti hann þá við flug-
stöðvarbygginguna. Tók hann
sérstaklega fram að frjálsir
þingmenn og óháðir ættu að hafa
frumkvæði þess að hrinda slfkri
ósvinnu af höndum sér og þings-
ins.
Hér var talað tæpitungulaust.
Nú er þetta flugstöðvarmál
komiðtil afgreiðslu í neðri deild,
þar sem Albert á sæti. Þá
bregður svo einkennilega við, að
bæði f viðtal i í Morgunblaðinu og
i þingræðu í gær fer hann aftur
að velta vöngum yf ir því,að sam-
þykkt á tillögu stjórnarandstæð-
inga verði til þess að stjórnar-
samvinnan slitni.
„Afstaða mín", segir Albert,
„mun ekki verða til þess að
stjórnarsamvinnan slitni, án þess
að tilbúin sé önnur rílkisstjórn".
Ef frá er skilið hið rómaða
sjálfstæði þingmannsins og
margendurteknar yfirlýsingar
um að kommúnistar eigi ekki að
ráða ferðinni í utanríkis- og
öryggismálum, þótt litið sé
framhjá skoðunum hans á því, að
meirihlutinn eigi ekki að láta
minnihlutann kúga sig, hvað
þýðir þá þessi afstaða í raun?
Hún þýðir það eitt, að þing-
maðurinn muni samþykkja hvað-
eina. sem frá ríkisstjórninni
kemur, jafnskjóttog hvíslað er í
eyra hans, að stjórnarsamvinnan
slitni ella. Honum er jafnljóst
sem öðrum, að ný ríkisstjórn
verður aldrei tilbúin til að taka
við meðan hin fyrri situr.
Þetta veit hvert barn.
(JR GLERHUSINU
Orö eru til alls fyrst. Þau eru
líka til alls vis svo sem eins og
að koma mér til að kaupa bók
aöeins vegna þess að hún heitir
„011 einföldu orðin”. Raunar er
þetta ekki alveg rétta nafnið,
þvi bókin er ensk og heitir The
Complete Plain Words. 1 sjálfu
sér varla frásagnarvert þótt
kona kaupi bók i búö, — en bókin
sjálf er þó nokkurra orða virði
og þess, að á henni sé vakin
athygli.
Umrædd bók kom fyrst út áriö
1948 og hét þá „Einföld orð”.
Höfundur hennar var breskur
embættismaöur menntaöur i
klassiskum fræðum, Sir Emest
Gowers og hann reit bókina aö
beiðni breska fjármálaráðu-
neytisins. Tilgangurinn var að
betrumbæta skrifað mál em-
bættismanna i þjónustu hans
hátignar. Einmitt, — stofnana-
máliö! Ekki veröur nú Bretum
legiö á hálsi fyrir ofstæki I mál-
vernd en sömatilfinningu hafa
þeir i rikum mæli. „Einföld
orö” hefur á þessum 32 árum
sem liðin eru, komið út 15
sinnum, — margendurskoðuö og
endurskrifuð og jafnvel undir
nýjum nöfnum. Raunar hefur
nýr maður nú tekið við stjórn-
inni, þviSirErnest lést áriö 1966
og var þá Sir Bmce Fraser
fenginn ihans staö. Hann er likt
og fyrirrennarinn, menntaöur i
klassfskum fræöum og ensku og
er starfsmaður þess opinbera
hjá Bretum. 1 formála sinum aö
„öll einföldu orðin” segist Sir
Bruce hafa kannað hvort bókin
hafi haft tilætluö áhrif og kom- .
ist aö þvi, að ekki er aðeins
kurteislega til þess ætlast, að
allir embættismenn lesi hana,
heldur oftsinnis vitnað til
hennaraf slikri kunnáttu að hún
hlýtur að vera n.k. Biblia i ráðu-
neytisskrifstofum o.fl. stöðum.
Bókin er einnig notuö viö
þjálfun starfsmanna og endur-
hæfingu og gildi hennar fyrir
alla þá sem vilja skrifa skýrt og
skorinort er talið ómetanlegt.
„öll einföldu orðin” skiptist I
14 kafla. Fjórirþeirra hafa yfir-
skriftina Val oröa og undirheit-
in: „Foröist óþarfa oröið” —
„Finniö kunnuglega orðið” —
„Finniö nákvæma orðið”, svo
dæmi séu nefnd til aö gefa hug-
mynd um efnið. Kaflar eru til-
einkaðir ambögum meö leiö-
réttingum eða aðfinnslum,
ambögurnar eru ýmist mál-
Á laugardegi
Magdalena
Schram
skrifar
fræðilegs eölis eða vlkja að
oröavali. Þarna eru listar yfir
klaufaleg tiskuorð, klisjur og
óþjál orö, óspart er gert grín aö
skrúömæltum ráöuneytisskrif-
finnum! málfræöigryfjur og út-
lend aðskotaorö fá sina meöferö
og svona fram eftir götunum.
Allt er þetta sett fram af
fádæma glettni og gamansemi
kryddaðri nær illkvittnu háöi og
án þess þó aö höfundur gleymi
þvi eitt einasta augnablik,
hversu alvarlega hann þarf að
taka á málunum. Boðorðið er:
Vertu einfaldur, stuttorður og
mannlegur I skrifum þinum.
t hvert það sinn, er ég heyri
orðin islensk málnefnd, dettur
mér I hug þessi merka bók og
óska þess um leiö aö einhver
harðfylginn útvörður Islensk-
unnar eigi eftir aö njóta þess
munaðar aö útbúa samskonar
rit handa Islenskum skriffinn-
um...
En verkefnin eru auðvitað
ærinfyrirhanda slikum útverði.
Hugsið ykkur nú, að til væri
stofnun, sem tæki við kærum á
hendur þeim, sem brjóta af sér.
Nú er ég vitanlega að gera ráð
fyrir, að islenskan haldi áfram
aö lúta vissum lögmálum, sem
skylt er að hlýta varðandi mál-
fræöi, starfssetningu o.þ.h. Þá
væri e.t.v. búið að kæra kjöt-
kaupmanninn sem auglýsir nýtt
kjöt i frystirinn! Þessi stofnun
hefði einnig úrskurðarvald i
matsatriðum um máltilfinn-
ingaleg efni. Hún gæti a.m.k.
sagt mér, hvort þaö ætti að lið-
ast aö auglýsa krem „sem vex
upp með þér” — bfla, „sem
stoppa ekki við” og kjöt, „sem
kemur ekki betra”. Innlit Is-
lenskumanna i útvarpið eftir
kvöldfíettir ætti e.t.v. aö hafa
vald til aö ritskoöa auglýsingar
og til að bæta gráu ofan á svart,
refsivald. Refsingin? Til að
mynda vinnu við orðtöku hjá
Oröabókinni!
En e.t.v. er þaö rétt hjá þess-
um sumum, sem vilja aö þróun-
in hafi sinn gang. Og þróun
getur svo sem verið nógu
skrambi skemmtileg og fróðleg.
Og Ihugunarverð. Hvaða hugar-
vel þó svo þau geti aðeins átt við
um konur, ss. vangefinn, og
ófriskur reyndar lika, (en þetta
var nú útúrdúr). Nú hefur önnur
þróun valdiö þvi, góöu heilli, aö
farsbreyting olli t.d. þeirri stór-
kostlegu þróun, aö orðiö vangef-
inn hætti að þýða illa gift kona
og fór þess i stað að merkja
fötlun. (takiö eftir þvi aö ég
skrifa og segi vangefiNN. Engin
þróun viröist geta komið i veg
fyrir þann sið orðabókahöfunda
að hafa öll orð i karlkyni, jafn-
hætt er að nota oröið vangefinn
um fötlun. Hver veit nema upp-
hafleg merking orösins nái fót-
festu á ný, — fyrir einhverja
undursamlega þróun. Þá geta
óhamingjusamlega giftar konur
stofnaö með sér félag og kallað
það Styrktarfélag vangefinna.
Ms
-J