Vísir - 11.04.1981, Blaðsíða 18
Við köllum hann Búbba en meðal knattspyrnuunn-
enda í Oklahoma er hann þekktur sem ísmaðurinn
Jói Eðvaldsson, fyrirliði Harðhálsanna frá Tulsa,
Tulsa Roughnecks. Það vakti athygli er hann, fyrir
um einu ári, ákvað að yfirgefa Celtic, eitt besta
knattspyrnulið Skotlands, til þess að leika með
bandarísku liði á hjara knattspyrnuveraldarinnar.
„Þeir borga vel'
Viö sitjum inni sérlega fallega
innréttaöri Ibúö Jóhannesar
Eövaldssonar og Kathrynar,
hinnar skosku eiginkonu hans, og
að maður vill alltaf meira. (léttur
hlátur)
— Ætlar þii að halda áfram
hérna eftir að samningurinn
rennur Ut?
„Við (Jóhannes og eigendurn-
ir) erum ekki búnir að ákveða
■•■V
t hita leiksins.
ég spyr hvers vegna hann hafi
yfirgefið Celtic og hvern þátt
peningarnir hafi átt i þvi.
„Ég var búinn að vera með
Celtic i fimm ár og mér fannst
kominn timi til að skipta, bæði
sjálfs mins vegna og svo var ég
búinn að vinna alltsem ég gat. Ég
var búinn að vinna skosku deild-
ina tvisvar, skoska bikarinn og
deildarbikarinn. Þegar maður er
búinn að vera i fimm ár á sama
stað, þá kemur svolitið eirðar-
leysi á mann. Hvað peningana
varðar þá fa-ðu ekki að flytja
fjölskylduna milli heimsálfa fyrir
minna en þú fékkst fyrir. Þeir
borga vel en hluturinn er bara sá
VÍSIR
það, en samningurinn rennur út á
næsta ári svo það verður skorið úr
um það á miðju þessu ári. Það
væri kannski gaman að fara eitt-
hvert þar sem er sjór. (Tulsa er
lengst inni I landi). Einnig er
pirrandi að vera hérna og vinna
ekki neitt.”
— Það er nú ekki alveg satt að
Jóhannes hafi ekki unnið neitt,
þvi hús hans prýðir tveggjahæða
verðlaunastytta sem hann fékk
þegar hann var valinn i svokallað
All-Star lið, þar sem safnað er
saman i' eittlið öllum bestu knatt-
sDvrnumönnum i Bandarikjun-
um. En þeim Harðhálsum hefur
ekki gengið sem best hingað til.
Þeirurðu i öðru sæti I sinum riðli I
innanhúsknattspyrnunni og kom-
ust þvi ekki i undanúrslit.Einn
eigandinn og framkvæmdastjóri
liösins, Noel Lemon, sem er sagð-
ur,einhverra hluta vegna, vera
hataðasti maður i Tulsa-borg,
héltþrumu ræöu yfir leikmönnum
I búningsklefanum eftir siðasta
innanhúsleik þeirra á þessari
vertið. Þó þeir hefðu unnið leikinn
lá í loftinu að nú yrðu höfuð látin
fjúka. Svo var þó ekki, i bili. Jó-
hannes þarf ekkert að óttast þvi
samkvæmt hans samningi má
félagið ekki seljahann né lána án
hans samþykkis. Flesta banda-
rikjamennina getur félagið selt
fyrirvaralaust og án þess að tala
við þá einu sinni.
„Verða jafn góðir og
Evrópumenn eftir rúman
áratug"
— Verður bandariska knatt-
spyrnan nokkurn tima jafn góð og
sú evrópska?
„Jú, jú, en það tekur svolitinn
tima þvi þeir eru svo nýbyrjaðir
að leyfa krökkunum að velja
hvaða Iþrótt þeir vilja stunda I
skólanum. Þessi kynslóö sem er
hérna hjá okkur núna, og viö
hjálpum stundum við æfingar,
hún fær að velja. Og þetta er svo
skemmtileg iþrótt þvi það geta
allir fengið að vera með; Þú þarft
til dæmis ekki að vera tveir og
fimmtán eða tveir og tuttugu á
hæö,eða tvö hundruð og fimmtiu
pund á þyngd eins og þú þarft að
vera til að spila körfubolta eða
ameriskan fótbolta.
Hérna i Tulsa eru um þrjátiu
þúsund krakkar sem spila. Við
tökum þjálfarana þeirra, sem
hafa ekki alist upp með knatt-
spyrnu i huga, á námskeið og
reynum að hjálpa til með þvi að
mæta á æfingar hjá þeim. Þetta
er að koma, og eftir tiu til
fimmtán ár verða þeir alveg nógu
góðir til þess að eiga i Evrópu-
knattspyrnuna.”
— Hvernig er aö vera fyrirliði
og stjórna Könúnum?
„Það er allt i lagi. Eini gallinn
við þetta er sá að við verðum
alltaf að spila með þrjá Amerik-
ana inná, hvort sem þeir eru góðir
eða ekki. Sumir eru ágætir en
þetta er erfitt þvi þeir hafa ekki
alist upp sem atvinnumenn og
hafa ekki fengið þessa reynslu
sem hinir hafa fengiö.”
Laugardagur 11. april 1981
Laugardagur 11. aprii 1981
— Er skemmtilegra að spila
hér en i Skotlandi?
„Það er allt öðruvisi. Það er
heilmikil reynsla fyrir mann að
spila hérna.. Knattspyrnan er
náttúrulega eins, hvar sem er i
heiminum. Hún er bara miklu
betur skipulögö I Skotlandi.
Hérna spilum við á gerfigrasi,
og það er allt annað aö spila á þvi
en almennilegu grasi”.
— Betra eða verra?
„Það er verra, en maður venst
þvi. Þetta er allt öðruvisi spila-
mennska. Völlurinn er eins og
bunga og ef þú gefur langt fyrir
framan menn þá er engin leið
fyrirþá að ná boltanum. Hraöinn
á honum eykst bara frekar en
minnkar.
„Ægileg barátta"
— Er það lokaáfangi knatt-
spyrnuferilsins að fara til
Ameriku?
„Ég vil nú ekki segja það. Þeir
ættu bara aö reyna þetta nokkrir,
að koma hingað frá íslandi. En
það verður sífellt erfiðara þvi á
næsta ári verða alltaf að vera
fjórir Amerikanar inná.
Þaö er ægileg barátta i knatt-
spyrnunni hérna. Ef við kæmum
til tslands og spiluðum þar þá
gætum við alveg eins unnið þá
eins og hverja aöra. Þetta er eng-
in áhugaknattspyrna eins og
heima. Beckenbauer, Cruyff,
Pele og Neeskens færu ekki að
koma hingaö til að spila ef þetta
væri ferlega lélegt.”
— Ég ýja að þvi hvort Jóhannes
sé ekki að verða of gamall fyrir
knattspyrnuna. „Meðan ég get
haldið i við þá yngri og unnið þá I
hlaupum og öðru og er ekki of
seinn þá held ég áfram. Fólk
heldur svo oft að þegar þaö er
komið yfir þritugt þá sé kominn
timi til að hætta. En þaö er vit-
leysa. Ég held að leikmaður sé á
vism
sinu besta skeiði milli 29 og 33 ára
aldurs. Þú kannski hleypur ekki
eins mikið um völlinn en þínar
staðsetningar eru svo miklu betri
enáöur. Þaðtekur það enginn frá
þér, ef þú hefur sjálfstraust og
kannt aö skora, þá tapar þú þvi
aldreiniður. En ef þú ferðað vor-
kenna sjálfum þér af þvi að þú
skorar ekki eitt eða tvö mörk og
ert ekki markahæstur eins og
vanalega, og ferð að reyna að
staðsetja þig rétt, þá kemur það
ekki. Þetta gerist allt saman án
þess að þú vitir af þvi. Þú ert
þarna, boltinn kemur og þú
sparkar honum inn. Allir þessir
bestu markaskorarar eru ekkert
Fótbolti áritaður: Strákar meö kúrekahatta biöu eftir hetjunum sfnum.
að rembast við aö komast I stað-
setningarnar, þeir eru þar. Þetta
er innri gáfa.”
Jóhannesi og Kathrynu finnst
báðum rólegt að búa i Ameriku en
fólkið segja þau að sé ólikt þvi
sem þau þekktu fyrir.
// Nágrannar heilsast ekki"
„Fólk er mjög ómannblendið
hérna”, segir Kathryn. „Maður
heilsar kannski nágrönnunum en
þeir lita bara niður og muldra
eitthvað. Það er allt öðruvisi en á
Skotlandi eða á íslandi.”
„Fyrir utan keppnisferöirnar,
þá er þetta mjög rólegt llf”, segir
Jóhannes. „Æfingarnar eru frá
tiu til eitt á daginn svo það er
miklu meira fjölskyldulif hérna.
Maður er að vinna úti I gartá eða
fara með strákinn (Jóhannes
„junior” tveggja ára) á McDon-
alds matsölustaðina. Þeir gera
svo mikiö fyrir börnin hérna. Þaö
er þvi algjör vitaminsprauta að
fara heim, þar sem fólk vinnur
svo mikið og þar sem er svo mik-
ill hraði.
— Hvað um framtiðina?
„Maður lærir alveg stórkost-
lega mikið á þvi að vera hérna,
upp á framtiðina, þvi ég er alveg
tilbúinn til þess að taka að mér
þjálfun einhvers staðar.”
— Hérna eða heima?
„Mig myndi langa til aö fara
heim og vinna þar I nokkur ár —
eitt til tvö ár. Það væri gaman.”
— Hvað svo?
„Aldrei hægt að tapa á
bjdrkrá"
„Þaö hefur alltaf verið minn
draumur að opna „pub”. Kannski
fer ég til Skotlands eftir fimm ár,
kaupi mér „pub” og rek i nokkur
ár meðan ég athuga hvað ég ætla
að gera.
Mitt nafn er enn þekkt i Skot-
landi og verður þekkt i nokkuð
mörg ár I viðbót. Frá „bisness”
sjónarmiði er þetta þvi mjög
traust og það er aldrei hægt að
tapa á bjórkrá. Það skiptir engu
máli hvað þú átt mikla peninga,
þú átt alltaf nóg til að fá þér bjór.
Alveg eins og á fslandi — fólk á
alltaf nóg til að fara á skemmti-
staði.
A meðan við töluðum saman
fylgdumst við ööru hverju með
leik Tulsa og Dallas á myndsegul-
bandi. Jóhannes tekur upp alla þá
leiki sem sjónvarpað er og rann-
sakar hvað betur má fara hjá sér.
En nú er kominn timi tií að koma
sér til iþróttasalarins þar sem
þeir eiga að spila við Axtecana
frá Los Angeles.
Jóhannes ekur nýjum Ford
Granada, sem hann fékk afslátt
af, i gegnum liöið en það er 20
minútna keyrsla út á völl.
Ahorfendur voru óvenju fáir,
aðeins um 3000, sennilega vegna
þess aö séð var að liðiö kæmist
ekki I undanúrslitin. Ahorfenda-
fjöldi er aö meðaltali um 4500
innanhúss og 20.000 utanhúss.
var haldið áhangendaparti i
„Kaffiteriunni”. Þangaö komu
hörðustu aðdáendurnir, dönsuðu,
drukku ókeypis bjór og spjölluðu
viö leikmennina. Bjórinn útveg-
aði Budweiser, bruggverksmiðj-
an, sem heldur Roughnecks uppi
með auglýsingum.
Jóhannes var samstundis um-
kringdur strákum með kúreka-
hatta og stelpum með glýju i
augum, sem öll vildu eigin-
handaráritanir á fótbolta, leik-
skrár eða hvaö sem handhægt
var. Allir virtust skemmta sér
vel, og jafnvel framkvæmda-
stjórinn sást brosa svo lítið bar á.
. -,
-u. i ■ “
Fyrirliðanum er vel fagnað af klappliðinu,er hann skeiðar inn á völlinn.
Hver maður er aðeins inná i um
2 minútur i einu. Þá skiptir hann
alltaf við sama manninn. Leikur-
inn er hraður og haröur. í leikn-
um við Aztecana var Jóhannesi
hrint svo harkalega út i vegg aö
hann var hræddur um að liðbönd i
öxlinni hefðu slitnaö. Einn af
þremur læknum liðsins veröur
fenginn til að lita á hann.
„Þegar ég fæ leið á henni"
Eftir að Jóhannes og félagar
höfðu sigrað liðið frá Los Angeles
En hvenær skyldi Jóhannes nú
ætla aö hætta i knattspyrnunni?
Hann er fljótur að svara.
„Þegar ég fæ leið á henni,” segir
hann.
Og það verður áreiðanlega
seint.
■
Te x ti o g
myndir: Þórir IÉSIÍ
Guðmunds- ISiif
son. Tulsa,
Oklahoma.
99
• f
Gengið af vellinum eftir aö hafa sigraö Azteckana: Skammir frá framkvæmdastjóranum framundan,
fyrir aö sigra ekki riðilinn.