Vísir - 11.04.1981, Side 26

Vísir - 11.04.1981, Side 26
26 Laugardagur 11. april 1981 vísm MENN OG MYNDLIST Löngu áður en maðurinn skil- greindi listir sem slikar og sig sem listamann, var hann skapandi. Það kemur glöggt fram i hellamyndverkum, i handritum, i mótuðum og skreyttum leirilátum frá eyjunni Krit, i ofnum teppum frá Egyptalandi eða Mexikó og i útskorinni kirkjuhurð, svo nokkuð sé nefnt. Þeir sem máluðu myndir, mótuðu i leir, hjuggu i stein eða ófu, voru i langan tima ekki meðvitað að skapa listaverk. heldur var verkið einnig nytjahlutur eða þjónaði, i orðsins fyllstu merkingu, ákveðnum tilgangi. Fram að 16. öld var ekki sérstakur greinarmunur gerður á list og handverki. Að kunna eða kunna ekki sitt handverk,er sagt um listamenn enn i dag. Á 5. öld skilgreindi Karþagomaðurinn Martianus Capella „Hinar sjö frjálsu listir”. Þær voru eingöngu hugfræðilegs eðlis með heimspeki sem miðpunkt og Ræðulist — málfræöi — rök- fræöilist — rúmfræði — flatar- málsfræði — stjörnufræði og músik. Hin siðastnefnda var einnig fremur fræðigrein en tónlist seinni ára. Á hinn bóginn voru „Hinar ófrjálsu listir” sem þurftu handverkslega þekkingú til þess að þvinga efnið i æski- legt form. Undir þær flokkaðist myndlist öll svo og trésmiðaiðn, múraraiðn, járnsmiðaiðn ásamt matargeröarlist svo nokkuð sé nefnt. Eftir þessu kerfi var farið i u.þ.b. 10 aldir. Þróun i SNEKKJAN Hinfrábæra hljómsveit METAL skemmtir Halldór Árni í diskóinu OPIÐ TIL KL. 3 SUZUKI fyrir handhafa öryrkjaleyfa Sá sparneytnasti og ódýrasti frá Japan 5 iitrar á 100 km. Áætlað verð til öryrkja 2ja dyra fólksbílI kr. 38.500.- 4ra dyra fólksbíll kr. 39.900.- Komið og skoðið SUZUKI $ Sveinn Egi/sson hf. Skeifan17. Sími 85100 myndlist fór sér fremur hægt fram að 19, öld, tengsl við handverk voru einnig sterk. Sennilega ýtti þróun i iðnaði og þar með fjöldaframleiðsla á 19. öldundirþað.að sú rótgróna ein- ing, myndlist-handverk leystist smátt og smátt upp og til varð hugtakið „list vegna listarinn- ar”. Myndverk t.d. á Barokk- timabilinu var i fyllsta samræmi við umhverfi sitt svo sem byggingar, húsgögn, klæðaburð og lifnaðarhæ'tti. Það sem menn voru að fást við aðskildist i verk listræns eðlis og verk til notkunar. Fyrir þennan aðskilnað var að visu borgað hátt verð, en annars hefði okkar frjálsa og öra listþróun á siðustu öld ekki orðið til. Impressionistar máluðu myndir sem áttu litið sem ekkert sameiginlegt með drungalegum stofum og húsum ofhlöðnum skrauti, sem þá tiðkuðust og fólk tók slikum verkum lengi vel með fjandskap. Tvisvar voru gerðar sjálfstæðar tilraunir til þess að sameina myndlist og handverk. Fyrst fyrir u.þ.b. einni öld á timabili Jugendstilsins. Bygg- ingar, nytjahlutir af öllu tagi, svo og klæðnaður og garðar voru hannaðir i fyllsta samræmi við myndlist. Þetta timabil varð stutt. Myndlistin gekk sinar eigin leiðir, frjáls og leitandi. Þessari þróun varö ekki snúið við. önnur tilraun var gerð i Þýzkalandi, við Bauhaus, sem var nokkurskonar myndlistar- skóli og hönnunarmiðstöð, þar sem kenndar voru allar mynd- listargreinar ásamt handverki. Einkennilegt að heimstyrjld batt enda á báðar þessar til- raunir. Þó urðu hugmyndir Bauhaus langlifari, og gerðu vart við sig sérstaklega i hönn- un nytjahluta og tækja. Frá siðustu aldamótum þro'aðist myndlistin mjög ört, byggði upp og reif niður. I allri þessari fjölbreytni byggði eitt á öðru og sennilega rökrétt. Fyrst núna var hægt að brjóta niður svo til allar hefðbundnar og oft ihaldssamar reglur og lög sem rikt höfðu lengi vel. Myndlistarmenn gerðu hverja uppgötvunina á fætur annarri, nýjar stefnur ogstraumar komu til að leysa hverja aðra af hólmi. Raunsæisstili var i and- stööu við rómantiskan stil, en impressionismi i andstöðu við þá báða og seinna expressionismi sem aðskildi sig á enn róttækari hátt frá fyrri stefnum. En þrátt fyrir það byggðist hver stefna á annarri. Orsakir þessara sifelldu breytinga eru margar og eru i samræmi eða andstöðu við náttúruna, tækniþróun, pólitik, við breytingar á lifnaðarháttum og siðvenjum, svo nokkuð sé nefnt, sem hefur áhrif á list- sköpun, beint eða óbeint. Listaverkiðendurspeglar sina samtið og skiftir það litlu máli hvort þaö er með eða á móti henni. Núna vaknar kannski spurningin: „Hvað er þá listaverk?” Vil ég svara þvi á eítirfarandi hátt: Listaverkið tekur undir rikjandi stefnu — en er lika á móti henni Listaverkið þjónar valdhöfum — en berst lika gegn þeim Listaverkið dregur i ljós það sem við sjáum ekki — en dulbýr það sem við sjáum Listaverkið gerir drauma sýnilega — en jafnframt veruleikann Listaverkið sýnir það sem i okkur býr — en einnig það sem er i kringum okkur Listaverkið áminnir, ber vitni og er igrafalvarlegt — en jafnframt leikandi og til gamans gert. Listaverkið setur sjálfu sér reglur — og afnemur þær. Þetta eru nokkur dæmi þess hvað listaverk getur verið eða er. Það er hægt að segja að sá xnyndlist sem fæst við list sé listamaður og listamaður skapi listaverk, en þetta er bara aö hluta til rétt, þvi það sem listamaðurinn skapar, verður ekki að lista- verki fyrr en það fær viðtakanda. Hversu stór, áhrifamikill eða áhrifalitill slikur viðtakendahópur er, skiptir i þessi samhengi engu máli. Spurningin um hvað sé listaverk er ákvæði hvers tima. Verðgildi þess og áhrif getur verið mjög breytilegt eftir þvi. Þannig að listaverk sem þótti frábært og var fagnað á ísinum tima, gæti verið i litlu áliti á öðrum timum, alveg eins og litilsvirkt verk, jafnvel nytjahlutur gæti orðið að áhrifa- miklu listaverki. Alit samtima- manna listamanns er mjög ónákvæmur mælikvarði hvað varðar verðgildi verka hans eins og allir vita. Fyrsta myndlistarsýningin var sennilega haldin 1667 i Paris að tilhlutan Lúðviks fjórtánda Frakkakonungs. Aður voru myndverk gjarnan sýnd á mörkuðum. Við þessar fyrstu sýningar hófust almennar umræður og ágreiningur meðal myndlistamanna og almennings um spurninguna, hvað er „góð” og hvað er „vond” list? Hverj- umá að leyfa að sýna og hverj- um ekki? Enn er þetta ekki útrætt og mikið umdeilt. Þó eru i dag mörg gjörólik verk talin „góð” samtimis. I stað einnar stefnu, rikja nú margar stefnur og straumar i myndlist. „Hvert form má skynja á margan hátt” sagði Kandinsky. Það má líka segja um myndlistina. Hún er margþætt og f jölbreytt. En hvað veldur þeirri fjölbreytni? Tökum t.d. pappirsörk og blýant oglátum nokkra teikna það sem þeim sýnist, kannski það sem fyrir augu ber, eða tjá sinar tilfinningar eða hugsanir, algjörlega frjálst. Þegar hér er komið verður málið flókið, ekki einungis vegna þess að öll hugsanleg „blöndun” af þessu þrennu er hugsanleg, heldur einnig vegna þess að hver og einn leggur mismunandi áherslu á ákveðnar tilfinningar, hugsar óliktog horfir á umhverfi sitt og skynjar það á mismunandi hátt. Jafnvel i mjög einfaldri tilraun mun þessi mismunur hvers og eins koma skýrt i ljós. Ef 100 manns væru beðnir að teikna á jafnstórar pappirsarkir eina linu og einn punkt þá yrði að öll- um likindum engin teikning eins. Þessvegna verðursá sem fæst við myndlist að vega og meta, leitast við að þekkja sjálfan sig, sinar rætur, bakgrunn og möguleika. Myndlistarmaður er fremur leitandi en vitandi, vinnur heldur meira útfrá sinum tilfinningum i stað þess að reikna. Vinnur fyrir fjöldann eða til þess að finna sjálfan sig. Vinnur með eða á móti rikjandi stefnum i þjóðfélaginu. En hann er aldrei afskiptalaus! Afstöðu verður hver myndlistarmaður að taka, til hvaða mála er hans persónulega ákvörðun. Hvert form má skynja á margan hátt. Góð sýning Litla svið Þjóðleikhússins Haustiö i Prag Tveir einþáttungar eftir Vaclav Havel og Pavel Kohout. Þýðandi: Jón Gunnarsson. Lýsing: Sveinn Benediktsson. Leikmynd: Baltasar. Leikstjóri: Helgi Skúlason. Enn ein skemmtileg sýning á Litla sviði Þjóðleikhússins. Hvernig sem á þvi stendur, tekstsýningunum i kjallaranum aðkalla fram náið samband við áhorfendur: leikararnir stilla sér hóf og verða trúrri rullunni, verkefngvalið er áræðnara og forvitnilegra. Tengslin við leik- ritið rofna ekki i hléi. Tekknesku einþáttungarnir sem voru frumsýndir á fimmtu- dagskvöldið komu mér á óvart að þvi leyti að ég hafði búist við meiri pólitik og minni mannlegri skirskotun. Minni húmor og meiri áróðri. Ég hafði rangtfyrir mér. An þess að unrit væri að gleyma þvi, úr hvaða kringumstæðum þessir leik- þættir eru sprottnir, var efni þeirra ekki fast-bundið tékkneskum innanrikismálum eða alþjóðlegum jafnvægisleikj- um stórveldanna. Þvert á móti eru viðfangsefni höfundanna, einkum þó Havels, mannleg vandamál, sem eiga sér hlið- stæður hvar sem meðvitaðar manneskjur lifa og hugsa. Þáttur Vaclav Havels, Mót- mæli, þótti mér litil perla og ekki spillti leikur þeirra Erlings Gislasonar og Rúriks Haralds- sonar fyrir. Erlingur leikur rit- höfund i náðinni hjá stjórnvöld- um, rithöfund sem þjáist af samviskubiti gagnvart andófs- sinnuðum kollegum sinum og þykist hafa fundið leið til að komast i þeirra hóp án þess þó að tefla á hættu stöðu sinni gagnvart yfirvöldunum. Rúrik er andófsmaður, hefur setið i fangelsi fyrir skoðanir sinar og starfar að svo miklu leyti sem honum er unnt við að koma um kring mótmælum gegn valdhöf- um landsins. Leið Staneks (Erlings) að hjörtum andófsmannanna er sú, að leggja þeim lið við að ná fangelsuðum visnasöngvara út — visnasöngvarinn er raunar ástmaður dóttur Staneks. Til þess þarf undirritað mótmæla- skjal, sem sendist vestrænum fjölmiðlum. En vill Stanek sjálfur skrifa undir? Þær sam- viskuspurningar sem Stanek spyrileit aðsvarinu, varða ekki aðeins þá, sem búa við alræðis- stjórn erlends rikis, þæi- varða alla þótt i smærri mæli kunni að vera. Hvernig honum tekst að réttlæta gjörðir sinar, fria sam- visku sina, halda andlitinu. Hvernig honum tekst að snúa málunum sér i vil. Erlingur Gislason lýsti innri baráttu þessa manns af mikilli leikni.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.