Vísir - 25.05.1981, Síða 5
Mánudagur 25. maí 1981
-1
vtsm
, Spánn:
HELDII 200 MANNS í GÍSL-
INGU I SEOLADANKANUM
- Lögregiunni tökst að afvopna glæpamennina og frelsa gíslana
Mikil pólitisk ókyrrð er nú á Spáni, eftir að ellefu
byssumenn voru afvopnaðir i Seðlabankanum i
Madrid, en þar höfðu þeir haldið næstum tvö hundr-
uð mönnum i gislingu i 37 klukkustundir um helg-
ina. Haldið var fram i fyrstu, að einhverjir byssu-
mannanna væru úr þjóðvarðliðinu og meðlimir
öfgasinnaðra hægri flokka, en stjórnvöld hafa borið
það til baka. Kommúnistaflokkur Spánar hefur lýst
vantrú sinni á þær skýringar og kref jast opinberrar
rannsóknar.
Einn byssumannanna ellefu
léstibardaganum við lögregluna,
en gislarnir sluppu allir ómeiddir.
Upphaflega var talið, að byssu-
mennirnir væru 24, vopnum
hlaðnir hægri öfgamenn.- Þeir
kröfðust þess, að forystumenn
uppreistarinnar i þinghúsinu i
Madrid yrðu látnir lausir, og
þeim fengin flugvél, svo að þeir
kæmust til Argentinu. Þegar lög-
reglan náði misyndismönnunum,
kom i ljös, að þeir höfðu aðeins
eina vélbyssu, nokkrar skamm-
byssur og hnifa.
Kommúnistaflokkur Spánar tók
ekki trúanlega þá fullyrðingu
stjórnvalda, að þjóðvarðliðar og
meðlimir hægri öfgaflokka á
Spáni hefði tekið þátt i gislatök-
unni. Lýsti flokkurinn hneykslan
sinni og reiði vegna allra tilrauna
til að breiða yfir samsæri, sem
ógnað gæti öryggi Spánverja og
lýðræði þeirra.
Með gíslatökunni ætluðu glæpa-
mennirnir að fá lausa forvigis-
menn uppreistarinnar I þinghús-
inu I Madrid i febrúar.
Angel EarlLee Jeffrey Larnar Edward Hope Alfred James
Lanier, 12 Terrell, 10 Mathis, 10 Smith, 14 Evans, 13
Lubie Clifford LaTonya Christopher Milton
Geter, 14 Jones, 13 Wilson, 7 Richardson,-11 Harvey, 14
Anthony Eric Patrick
Carter, 9 Middlebrooks, 14 Baltazar, 11
Yusef Charles
Bell, 9 Stephens, 12
Morðingjarnir I Atlanta hafa sérhæft sig I morðum á ungum, svörtum
börnum. Hér er litið sýnishorn af fórnarlömbunum.
28. FðRNAR-
LAMBK) FUNDHH
í ATLANTA
Lik ungs svertingja fannst I
fljóti nálægt Atlanta i Bandarikj-
unum I gær og óttast lögreglan, að
hér sé um að ræða 28. fórnar-
lambið þar i borg á 22 mánuðum.
Aþessum 22 mánuðum hafa sem
kunnugt er lik 27 ungra svertingja
fundist i Atlanta og er lögreglan
alveg ráðþrota.
Að sögn lögreglunnar var enn
ekki vitað, hver ungi maðurinn
væri, en lik hans var tekið upp i
bát, sem leið átti um fljótið, en
þar hafa fimm fórnarlambanna
fundist.
Enn er ekki vitað hvort ungi
maðurinn var myrtur eða hvort
dauða hans bar að með öðrum
hætti.
Stórskotaliðsárás
banar 40 Kínverium
Enn aukast viðsjár á landa-
mærum Kina og Vietnams. Kín-
verjar segja, að 40 manns hafi
farist i stórskotaliðsárásum Viet-
nama á kfnverskt landsvæði á
laugardaginn og að annar eins
fjöldi hafi meiöst.
Kinverjar segja ennfremur, að
herdeildir frá Vietnam hafi þenn-
an sama dag reynt ellefu sinnum
að komast yfir landamærin, en
alltaf verið hraktar til baka.
Landamæradeilur Vietnama og
Kinverjar hafa diki verið jafn
harðar frá þvi 1979.
FORSETI ECUADOR
FÓRST í FLUGSLYSI
JaimeRoldos, forseti Ecuador,
fórst I flugslysi I gær. Flugvél for-
setans hrapaði til jarðar nærri
landamærum Perú og kviknaði i
flakinu. 1 vélinni voru einnig eig-
inkona forsetans, varnarmála-
ráðherrann, Marco Subia, og eig-
inkona hans, tveir hernaðarráðu-
nautar og þriggja manna áhöfn.
Enginn komst lifs af. Þess má
geta, að forveri varnarmálaráö-
herrans fórst einnig i flugslysi
fyrir 18 mánuöum.
Roldos komst til valda i Ecua-
dor eftir kospingar 1979, þar sem
hann fékk yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða. Roldos, sem var
vinstrisinnaður, batt enda á niu
ára einræöisstjórn hersins i
Ecuador.
Varaforsetinn, Osvaldo Hurt-
ado, tók við æðsta embætti lands-
ins um leið og fréttist af láti for-
setans i gærkvöldi.
Upppot f bandarískum fangelsum
Fangaverðir beit+u tára-
gasi til að bæla niður kyn-
þáttaóeirðir í fangelsi í
Kaliforníu í gær. Um f jög-
ur hundruð svartir og hvít-
irfangar börðust af heift í
matsalnum, en ekki er vit-
að hvað olli bardaganum.
Barist var með diskum, matar-
hnifúm og hnefum og hlutu
nokkrir fanganna minniháttar
skeinur, en enginn meiddist al-
varlega.
Þetta var fjórða uppþotið i
bandarisku fangelsi á þremur
dögum. Hin urðu i Jackson-fang-
elsinu i' Suður-Michigan og
meiddust þrir fangaverðir i þeim
uppþotum. ^
A þremur dögum hafa fjögur upp-
þot átt sér stað i bandariskum
fangelsum og eru fangaveröir nú
við öllu búnir.