Vísir - 25.05.1981, Blaðsíða 6
iRauöhdfði
VÍSIR
Mánudagur 25. maí 1981
röar Svarthöföa
1 Visi á föstudag skrifar
Svarthöföi grein, þar sem hann
færir aö þvi rök, að bilbelti eigi
ekki viö á islenskum dreifbýlis-
vegum, og segir þann mann
skrýtinn, sem vilji hanga með
höfuöiö niöur i bil á hvolfi.
Nú vill svo til, Svarthöfði
góöur, að ég er einn þeirra
skrýtnu manna, sem vil frekar
hanga meö höfuö niður i belti i
bil á hvolfi, ef óhapp ber að
höndum, heldur en að eiga á
hættu aö slasast eöa kastast út.
Tvivegis hefur það komið fyrir
mig, að farartæki sem ég var i,
hefur fariö af réttum kili, i fyrra
skiptið á hliðina ofan i á, en i
siöara skiptið alveg á hvolf.
I bæði skiptin reyndist engum
vandkvæöum bundið að losa
beltið enda nota ég öryggisbelti
að staðaldri og losun þeirra þvi
einfalt vanaatriði.
Ég get fullvissað Svarthöfða
- um það, að það er ekki óþægileg
tilfinning að hanga svona
öfugur, nema maður geti ekki
losað sig.
Slik tilfelli eru hins vegar svo
sára sjaldgæf, að kostirnir við
að vera kyrr á öruggasta staðn-
um i bilnum og láta bilinn
vernda mann og taka á móti
höggunum, vega margfalt
þyngra, þetta er margsannað
mál og rök þin, Svarthöfði, eru
hliðstæð þvi, að þú vildir ekki
aka nema hurðarlausum bil-
um, vegna óttans við að geta
ekki opnað dyrnar, ef billinn fer
á hvolf. Munurinn er aðeins sá.
að vilji menn girða gersamlega
fyrir þá litlu hættu, sem á þvi er
að sitja fastur i beltinu, geta
menn haft hnif tiltækan, t.d. á
ákveðnum stað i bilnum, þar
sem hægt er að ná til hans.
Annars gengur Svarthöfða-
greinin um bilbelti út á það, að
þau geri aðeins gagn i árekstr-
um, en hins vegar ekki, ef bill
veltur eða fer út af vegi. Þetta
er mikill miskilningur. Erlendis
hafa bilslys verið rannsökuð,
þúsundum saman, þar sem um
veltu eða útafkeyrslu var að
ræða, og niðurstaðan var sú
sama og i árekstrunum: beltin
komu i veg fyrir, að menn
köstuðust út úr bilnum eða
fengju þung högg við að kastast
til inni i bilnum.
Svarthöfði heldur, að þeir,
sem eiga á hættu á að aka út af
bryggjum eða lenda ofan i
vatni, eða hafa lent i þessu, séu
náttúrulega á móti bilbeltum.
Hvað um reynslu ibúanna i
sikjaborgunum i Hollandi,
Svarthöfði minn? Þar er slik
óhöpp algeng og hefur sannast,
að beltin gera margfalt meira
gagn en ógagn og þau eru þvi
lögleidd þar. Svarthöfði segir,
að islenskir vegir með lausamöl
ii
og kanta séu þess eðlis að þar
eigi bilbeltanotkun ekki við. Ég
hefur ekið eftir sænskum,
finnskum og rússneskum
malarvegum, Svarthöfði góður,
og i Finnlandi er t.d. 70 prósent
þjóðvegakerfisins malarvegir.
Þar eru lausamöl og háir
kantar og i viðbót flugháll leir,
þegar rignir. Þar eru skurðir
við vegi, eins og hér. Þar eru að
visu tré, en þó alls ekki alls
staöar. Hér höfum við hins
vegar kletta og stórgrýti.
Fólkið, sem notar malarvégi i
dreifbýlinu i þeim löndum, þar
sem bilbelti hafa verið lögleidd,
er margfalt fleira en við Islend-
ingar, en reynsla þess af bil-
beltanotkun hefur ekki þótt
ástæða til þess að undanþiggja
það notkun beltanna, heldur
þvert á móti.
Menn tala oft, eins og ekki sé
hægt að byggja á reynslu ann-
arra þjóða af bilbeltunum. Þó er
búið að rannsaka þar þúsundir
slysa og gera tilraunir, þar sem
eyðilagðir hafa verið hundruð
bila til þess að komast að áhrif-
um bilbelta og annarra öryggis-
atriöa við allar hugsanlegar
og mismunandi aðstæður.
Ég kveð Svarthöfða með einu
af ótal dæmum um gagnsemi
bilbelta: Nú er unnið að þvi að
undirbúa það, að bilbelti verði
sett i bila, sem spennast sjálf-
krafa um ökumanninn, þegar
hannsestisætið. Er rætt um, að
eftir örfá ár verði skylda t.d. i
Bandarikjunum, að bilar verði
annað hvort búnir slikum belt- ■
um eða loftpúða, sem gerir '
svipað gagn.
Þegar er byrjað að selja einn
bil, Volkswagen Golf, búinn I
sjálfvirkum beltum i Banda- I
rikjunum.
Og hver hefur reynslan verið? I
Slysatiðnin i Golf-bilunum,
með sjálfvirku beltunum, þar .
sem alíir urðu að vera spenntir.y I
hefur verið fjórum sinnum I
minni en i öðrum bilum af Golf- .
gerð, sem ekki höfðu slik belti, I
en voru nákvæmiega eins að |
öðru leyti.
Hugsaðiþér, Svarthöfði minn, I
aö eftir kannski örfá ár eiga |
þessu voðalegu bilar eftir að
koma til íslands. Þá áttu erfiða
daga fyrir höndum, nema |
byrjað sé á þvi i tima að fræða
þig um þetta mál og róa þig.
Þess vegna sendi ég þessar ■
linur og læt ekki undan þeirri
freistingu að ræða við þig ýmis- g
legt, sem mér finnst að stundum _
mætti betur fara hjá þér, t.d. að I
vega með stilvopni að mönnum
úr launsátri undir nafnleynd. Þú
ert af ósanngirni allt of góður
penni til þess. Samkvæmur |
þeim orðum get ég gefið full-
nægjandi visbendingu um það, |
hvaðan þessi skrif min koma, ■
með þvi að upplýsa, að dul-
nefnið ætti kannski frekar að
vera Bleikhöfði en Rauðhöfði,
og ef það nægir ekki, þá er fyrsti
stafurinn i nafninu ómar, ogég
lék á sinum tima smáhlutverk i _
kvikmyndinni 79 af stöðinni.
-_____________________________J
3500 mannshjóluðu i gær, tilsöfnunar fyrir þá, sem ekki geta hjólað. (Vlsismynd Þráinn)
3500 manns hjóluðu i gær:
„Viðhöfum verið á kafi við að
telja söfnunarféð og niðurstað-
an er sú,að alls söfnuðust rúmar
kr. 441 þúsund og samt eru ekki
allir búnir að skila”, sagði Sig-
urður Magnússon i fram-
kvæmdanefnd hjólreiðadagsins,
sem var I gær. Að sögn Sigurðar
tóku um 3500 manns fram reið-
hjólin.og hjólað var frá 10 skól-
um i borginni niður i Laugardal-
inn, þar sem söfnunarfé og
viðurkenningarskjöl fyrir þátt-
tökuna voru afhent.
„Þetta hefur tekist framar
öllum vonum”, sagði Sigurður,
er Visir ræddi við hann, þar sem
hann var staddur við talningu
söfnunarfjár i húsakynnum
Styrktarfélags lamaðra og fatl-
aðra við Háaleitisbraut. „Mér
er ekki kunnugt um, að nein
óhöpp hafi orðið hjá hjólreiða-
mönnum”, sagði Sigurður. _AS
Yngsti keppandinn, Heiða Rós,
þriggja ára, lét ekki sitt eftir
liggja. Henni þótti ástæða til
þess að bæta aðeins I dekkið á
meðan mamma skrapp frá.
rv
SAFNA0 FVRIR 441 þÚSUND
EKKI ALLIR BÚNIR A0 SKILA
úk á brott frá
siösuðu barni
Þriggja ára drengur varð fyrir
bifreið utan við heimili sitt á
Arnarhrauni i Hafnarfirði um
klukkan 16.30 á laugardaginn.
Sjónarvottar sáu dökkbláan bil,
liklega Fiat eða Lödu, aka á
drenginn, sem farið hafði út á
götuna. ökumaður bilsins hirti
hins vegar ekki um hið slasaða
Bílvelta í
Bilvalta varð inni i Hörgárdal
seint á laugardagskvöldið. Bif-
reiðin skemmdist mikið, en kona
sem i bilnum var, slapp ómeidd.
barnoghraöaöisérá brott. Farið
var með drenginn á Slysadeild
Borgarspitalans, þar sem gert
var að sárum hans, og fékk hann
að fara heim síðla kvölds.
Lögreglan leitar nú að um-
ræddri bifreið og ökumanni henn-
ar.
—AS
Hörgárúal
Veltan átti sér stað við bæinn
Þúfnavelli i Hörgárdalnum
framanverðum.
—AS
Elflur í Réttarhoitsskóla
Eldur kom upp i þaki Réttar-
holtsskóla um klukkan 14 á
laugardag, en slökkviliðinu i
Reykjavik tókst að ráða niðurlög-
um hans á skömmum tima.
Kviknað hafði i báruplasti, sem
klætt er kringum kvistglugga á
skólanum. Eldurinn hafði brotið
tvær rúður, komist i klæðningu og
gluggakarm, er ráðið var niður-
lögum hans.
—AS
Leikfélag Akureyrar sýnir
I Kúpavogí i kvöld:
„Viö gerum
verktair
Leikfélag Akureyrar sýnir leik-
ritið „Við gerum verkfail” i
Kópavogsleikhúsi i kvöld, mánu-
dag og á þriðjudagskvöldið
klukkan 20.30.
„Við frumsýndum verkið 20.
april og fórum siðan i leikferða-
lag, sem við erum nýkomin úr.
Við byrjuðum með þvi að fara á
Sauðárkrók, á Siglufjörð, Hofsós,
Skagaströnd og Borgarnes. Jú,
móttökurnar voru frábærar”,
sagði Þórey Aðalsteinsdóttir, éin
úr hópi þeirra 8, er standa aðleik-
ritinu, er Visir spjallaði stuttlega
við hana i gær. Sjö leikarar koma
fram, og aðalleikarar eru Marinó
Þorsteinsson, Theodór Júliusson
og Gestur Einarsson. Svanhildur
Jóhannesdóttir er leikstjóri og
Ingvar Björnsson lýsti sýning-
una.
„Við munum að sjálfsögðu
halda hér fleiri sýningar, ef að-
sókn á fyrstu tvær sýningarnar
gefa tilefni til þess”, sagði Svan-
hildur.