Vísir - 25.05.1981, Blaðsíða 31

Vísir - 25.05.1981, Blaðsíða 31
31 Mánudagur 25. mal 1991 ~MahseðJÍI . HVAÐA ÁR HÓFST □ 1971 GOSIÐ í HEYMAEY? \ ' 1973 □ 1978 HVAÐAÁRVAR □ 1971 LANDHELGIN FÆRÐ \—i -1071; ÚTÍ200 MÍLUR? H □ 1978 Veistu rétta svarið? r» 1 (X \ ’ 11 •> rotto i • í A i- n ».r.. n™ 1... ...l „ .. w Þegar þú telur þig vita rétta svarið viö spurningunum krossar þú i viðeigaudi reit. Kf þú ert ekki þegar áskrifandi að Visi, þá krossar þú í reitinn til hægri hér að neðan, annars i hinn. Að loknu þessu sendir þú getraunaseðilinn til Visis, Siðumúla 8, 105 Reykjavik, merkt „Afmælisgetraun”. Mundu að senda seðilinn strax. Annars getur það gleymst og þú orðið af góðum vinningi. Vinsamlegast setjiö kross viö þann reit,sem við á: r-] fcg er þegar 1—1 áskrifandi aö VIsi 1 1 Eg óska að gerast 1 1 áskrifandi aö Visi N'afn Heimilisfang Byggðarlag Simi N'afnnúmer Einn getraunaseðill hefur birst fyrir hvern mánuð. Þetta er seinasti seðiliinn. Vinningurinn getur komið á hvaða seöil sem er. Lokaverðlaunin og jafnframt þ'au veglegustu veröa dregin út 29. m ai. Þá verður dregið um hvaða áskrifandi hreppir sumar- bústaðinn frá Húsasmiðjunni að verömæti yfir 200,000 kr. (yfir 20 millj. gkr). Aður hafa verið dregnir út Colt bifreið 31. jan (verðmæti 75.000 kr) og Suzuki biil 7. april (verðmæti 60.000 kr). Utanaskriftin er: VlSIR Síðumúla 8 105 Reykjavík, merkt ,, Af mælisgetraun". SJÖTUCUR OC SIUNGURÍ tœki- fœrið Allir áskrifendur geta tekið þátt í getrauninni Hver áskrifandi getur sent inn einn maí-seðil i | Oregið verður úr öllum innsendum seðlum (lika öllum gömlu seðl- unum). Maí seðiliinn verður endurbirtur tvisvar (fyrir nýja áskrifend- ur og þá gleymnu) Lokavinningurinn, su ma rbústaðu r frá Húsasmiðjunni (verð- mæti yfir 200.000 kr) verður dreginn út 29. maf. Skilyrði að áskrifandi sé ekki með vanskila- skuld, þegar dregið er út (þ.e. skuldi fyrir apríl) Vertu áskrifandi Sími 86611 ctrn m rot i r Qwrr 11111 II Þingfiokkur lokar á sáltamann Erfiðleikarnir i Sjálfstæðis- flokknum fara stööugt vaxandi, og eiga þeir erfiðleikar rætur að rekja til þess, að við upphaf nú- verandi stjórnarsamstarfs var þvi ekki lýst yfir af meirihluta ráðamanna flokksins, að á þá sjálfstæðismenn, sem nú sitja i ríkisstjórn, væri ekki lengur litið á sem flokksmenn. Sá skortur á ákveðni, sem þá kom i ljós, hefur gert andstæðingum Sjálfstæðisflokksins mögulegt að spila á hörpu sundrungar, svo okkur áhorfendum finnst öll sú músik meö ólíkindum verið hafa. Viðbrögð núverandi ráða- manna flokksins hafa jafnan verið lftt grunduð, óráðskennd og fálmandi I tið núverandi stjórnar — nú siðast að vlsa Al- bert Guðmunsssyni frá þing- flokksfundi. Vegna þess að Albert Guð- mundsson hefur kosið sér stöðu með þeim, sem vilja sættir i flokknum, m.a. til að hindra að veita kommúnistum aðstööu til stjórnarþátttöku um ófyrir- sjáanlega framtið, hefur fylgis- mönnum hans farið fækkandi, samanber skoðanakannanir. Frestun á landsfundi flokksins til haustsins var m.a. gerð til að tina I burtu þær „illgresisl’ körtur, sem hugsanlega gætu orðið að stóraskógi á fundinum, og er brottvisun Alberts dæmi um það. Engu að siöur skortir alla ákveðni I framkvæmdina, vegna þess aö Gunnar Thorodd- sen og tveir ráðherrar'hans eru enn áiitnir fiokksmenn. Þannig stefnir allt að því, að iandsfund- urinn verði samkoma hjaðn- ingavfga, eins og andstæöingar flokksins vilja. Mun duga skammt sú kenning, sem nú er uppi, að skoðanakannanir nái til almenns f ylgis i landinu, en ekki til samsetningar landsfundar, þótt það megi kannski til sanns vegar færa. En það er heilt sumar til stefnu. Og aðgerð, sem I þinglok á að miða að þvl að „rétta” póli- tiska kompása Aiberts Guð- mundssonar, en er I raun ekki annað en persónuleg móðgun gæti kostað þaö litla sem eftir er af hugsanlegri samstöðu flokks- ins. Vlst mun meirihluti sjálf- stæðisþingmanna llta svo á, að þeir muni samt sem áður ráða þvi, sem ráðið verður, á lands- fundi. Þar munu koma saman um níu hundruð manns, að þvi er manni skilst. Auðséð er á til- tækum tölum um núverandi fylgi Alberts, að hann hefur ekki tekið af skarið i þýðingarmiki- um efnum, sem varða pólitiska framtið hans, vegna þess að hann mun hafa litið svo á, að sameinaður Sjálfstæðisflokkur væri meira virði. Brottvisu'n hans af þingflokksfundi gæti þýtt, að hann risi til nokkurra athafna yfir sumarmánuðina — að mönnum snerist hreinlega hugur I sameiningarbaráttu. Jafnframt gæti svo farið, að Gunnar Thoroddsen yröi næsti formaður Sjálfstæöisflokksins. Þá er framboö við borgar- stjórnarkosningar á næsta leiti, 'en margur hefur álitið, að þar kæmi Albert Guðmundsson sterklega til greina sem borgar- stjóraefni. Varla auðveldar brottvisun hans frá þingflokks- fundi fiokksins aö ieysa úr þvi framboði. Það er alveg augljóst, að meirihiuti þingmanna Sjálf- stæðisflokksins viii kiofning i flokknum, án þess beint að óska eftir þvl að þurfa að taka á sig þá óþægilegu ábyrgð að ákveða klofninginn fyrir opnum tjöld- um. Væntanlega þykir þeim enn sem skoðanakannanir skammti Gunnari Thoroddsen of rlflegt fylgi. En fylgi stjórnar hans fer minnkandi, og þess vegna má segja, aö Albertsmalið geti verið svar við siöustu könnun- um. Sé svo, er augljóst hvert stefnir, og raunar er móðgunin við Aibert nóg til að boða tlðindi. Honum hefur veriö legið á hálsi, af stuðningsmönnum, fyrir að blanda of rnikiu geði við þing- meirihlutannog mæta á fundum með núverandi formanni. En hverfi Albert úr stöðu sátta- manns er ljóst, aö erfiöara verður að ná endum saman i haust, og. líklega óhugsandi. Framundan eru endurfundir Al- berts og fylgismanna hans, og verður forvitnilegt aö sjá hvaö óþarft asnaspark á Alþingi á eftir að kosta flokkinn. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.