Vísir - 29.05.1981, Page 2
Hvað finnst þér um
kröfu Palestinuaraba
um eigið sjálfstætt
riki?
Jón Jónsson, loftskeytamaöur:
Mér finnst þær alveg sjálfsagö-
ar, en Israelsriki á rétt á sér
lika.
Anna Jónsdóttir, húsmóöir:
Þeir eiga sinn rétt eins og lsra-
elsmenn en þetta verður erfitt
mál að leysa.
Björgvin Olafsson, vélstjóri:
Það má ræða við þá aö minnsta
kosti.
Magnús Sólmundarson, hús-
vörður: Landið var jú tekið af
þeim á sinum tima. En við-
skilnaður Breta var til
skammar.
Börkur Skúlason, rannsóknar-
lögregluþjónn: Þetta er hlutur
sem ég velti ekki fyrir mér.
Vandamálin eru nóg heima
fyrir.
vísm
Föstudagur 29. maf, 1981
„Hlýtur að teijast
J plús fyrir pá”
- segir Þröslur Ólafsson aðstoðarmaður flármálaráðherra
yfirvinna
læknanna
Við höfum ekki fengið staöfest
að þær kröfur sem læknar gera
núna séu þær sömu og þeir gerðu I
samningaviöræðunum i haust, en
við höfum grun um að þær hljóði
upp á 25-30% hækkanir. Það
finnst mér ósanngjarnt, miðað
við margar aðrar stéttir i þjóö-
félaginu”, sagði Þröstur ólafs-
son, aðstoðarmaöur fjármálaráð-
herra i viðtali við Visi.
Skv. útreikningum Læknaþjón-
ustunnar fá aðstoðarlæknar á
fyrsta stigi ca. 6500 krónur á
mánuði fyrir um það bil 100
stunda aukavinnu, telst þetta
hátt? Kaupið sjálft er kannski
ekki hátt, en það er óvenjulegt að
rikisstarfsmönnum gefist kostur
á svo mikilli yfirvinnu.
Eru það forréttindi?
Það eru kannski engin forrétt-
indi að fá að puða lengi og mikið,
en þó held ég að flestar aðrar
stéttir kvarti einna mest yfir þvi
að fá ekki tækifæri til að afla sér
aukatekna, svo það hlýtur að telj-
ast mikill plús.
Nú sagöi i tilkynningu rlkis-
stjórnarinnar aö fyrirsjáanlegt
-------------------------■>
tslenskir læknar eru það margir
að við getum þvi miður ekki tekið
þá alla inn á markaðinn hér.
neyðarástand sé á sjúkrahúsun-
um, snúi læknar ekki aftur til
starfa eða aðrir i þeirra stað.
Verður farið að flytja inn lækna?
Ekki eins og málin standa i dag,
hins vegar vitum við að margir
islenskir eru i námi og starfi
erlendis og ef þessi deila leysist
ekki hljótum við að leita ein-
hverra annarra ráða.
Fást þeir til að koma heim?
Ég held að kjaramál hafi skipt
minna máli i seinni tið fyrir þá
sem hafa starfað á Norðurlönd-
unum, heldur hefur litið stöðu-
framboö fælt menn úr landi.
Er offramboð á læknum?
Miðað viö islenskan markað,
já. Við getum ekki skaffað öllum
þessum mannskap vinnu.
Verður gengið til samninga
fljótlega?
Ég reikna með að menn biöi
rólegir fram eftir næstu viku, en
sennilega verður reynt þá að tala
eitthvað saman.
Þröstur er menntaður i hag-
fræði, en þá menntun sótti hann
til A-Þýskalands þar sem hann
dvaldi i sex ár. Aöur en hann tók
við starfi sem aðstoðarmaður
Ragnar; var hann frkvstj. Máls
og Menningar, og hafði einnig
starfað við BSRB, Seðlabankann
o.fl. Kona hans er Þórunn
Klemensdóttir, einnig hagfræð-
ingur, en húsmóöir sem stendur
og eiga þau tvö börn saman.
—JB
san&kom
flsgeir
iorstlóri
áfram
Starf forstjóra Bruna-
bótafélags tslands var
auglýst laust til umsókn-
ar fyrii; nokkru. Haföi As-
gcir ólafsson núverandi
forstjóri sagt starfinu
lausu og því var það aug-
lýst. Allmargar umsóknir
bárust, cn trúlega hlýtur
enginn þeirra, sem sóttu,
hnossið. Skýringin er sú,
að framkvæmdastjórn
Brunabótafélagsins hefur
eindregið mælst til þess
við Asgeir að hann sitji
áfram, að minnsta kosti
fyrst um sinn, en að öllu
óbreyttu hcfði hann liætt
1. júll næstkomandi. Hcf-
ur Asgeir fallist á ósk
stjórnarinnar um að
Svavar hefur síðasta orð-
ið um endurráðningu As-
geirs.
gegna cnibætti forstjóra
dt næsta ár. En þetta
mál cr þó ekki I höfn enn,
þar sem Svavar Gestsson
hcilbrigðis- og trygginga-
ráöherra þarf að stað-
festa „endurráðningu”
Asgeirs, þar scm hann
hafði formlega sagt starfi
sinu lausu.
Létt leiktimi
Siggi sifulti kont nötr-
andi af timburmönnum
inn til læknisins og baö
hann að hjálpa sér.
— Við skulum byrja
mcð létta leikfimi”, sagði
læknirinn. — þú getur til
dæmis byrjaö meö því að
hrista höfuöiö.
— Hvenær og hversu
oft? spurði Siggi.
— t hverl sinn sent ein-
Itver býöur þér I glas.
•
spurningunni
svarað
Fyrir nokkru var sýnd-
ur I sjónvarpinu þáttur
Það kemur heimsendir,
segir Einar.
unt áhrif nútimatækni i
hernaði, svo sem atóm-
sprengjur og önnur
ámóta meðöl. Þótti fólki
þetta ekki fögur sjón, eins
og gefur að skilja. Þannig
segir Einar Gislason rit-
stjóri Afturcldingar,
blaös Hvitasunnusafn-
aðarins, I leiöara, að hann
hafi ekki farið varhluta af
áhrifum þcssa þáttar.
„Fólk Itefur talað um
þetta sin á mílli”, skrifar
Einar. „Landsimasam-
töl, rándýr og löng hafa
stilast til Filadelfiusafn-
aðarins og það hefur ver-
iðspurt: Hvaðsegir Ritn-
ingin um þessa hluti?”
Liklega heföu fyrir-
spyrjcndur átt að sieppa
þessurn simtölum og eyða
aurunum i annað, ineöan
timi cr til. þvi svar rit-
stjórans er: „Nútiminn
þarf ekki að spyrja um
hvort heimsendir verði.
Heldur hvenær?”
•
Hjálpsöm
kennslukona
Kcnnslukonan fór i vet-
ur mcð bekkinn sinn I
heimsókn á reiöskóla.
Krakkarnir fengu gos á
leiðinni og þurftu að létta
á sér á áfangastaö, eins
og gengur. Kennslukonan
var þvi upptekin viö að
aðstoöa þau, til að allt
gengi seni best, og þurfti
að renna óteljandi renni-
lásum, niður, upp, niður
upp. Þegar hún var langt
koinin meö að hjálpa ein-
um ungum manni, stundi
hann eins og ögn afsak-
andi:
— Nú skal ég sjálfur.
Ég er nefnilega að verða
of/seinn i kennsluna.
Siúkralið-
arnir llka?
Enn cr ekkcrt lát á
þeirri hörku kjaradeilu,
sem tröllriðiö hefur rikis-
spítöiunum undanfarnar
vikur. Fóstrur riðu á vaö
ið. sem kunnugt er, og fór
starfsemi spitalanna þá
strax nokkuö úr skorðum.
Ekki skánaði ástandið.
þegar læknar hófu barátt-
una. sem enn st'endur í
hámarki, þegar þetta er
skrifað. Þá hefur heyrst
aö sjúkraliðar séu farnir
að hugsa sér til hreyfings,
þótt engar fregnir hafi
borist af uppsögnum
þeirra enn. Loks biða lög-
fræðingar i þjónustu
rikisins spenntir eftir úr-
slitum læknadeilunnar.
•
Slæm
pvottavél
Miðaldra frú var I sinni
fyrstu ferð með farþega-
skipi. Eftir tveggja daga
siglinu kom hún skeiðandi
til skipstjórans og sagði
fokill:
— ftg ætla aö bera fram
kvörtun vegna þvotta-
véiarinnar i klefanum
minum. t hvert skipti sem
ég set i hana hverfur
þvotturinn.
' •
Að gefnu
liieinl
Adrepa sú, scm Kjart-
an L. Pálsson landsliðs
einvaldur flutti yfir golf-
mönnum á Hvaieyrinni
um helgina vakti mikla
athygli og umræður. Þar
gagnrýndi Kjartan
nokkra kylfinga fyrir
ósæmilega hcgðun á vell-
inum og sagði þá'sem
þetta átti við um ekki
þurfa að telja daga sina i
landsliöinu, ef þeir héldu
uppteknum hætti. Og
svona til að undirstrika
þetta birtist á sama tiina
iþróttaþáttur i sjónvarp-
inu. Þar var gðlf á dag-
skrá og sást einn lands-
liðsmanna „pútta” eins
og það nefnist i golfinu.
En i stað þess aö bevgja
sig eftir kúlunni. krakaði
Itann með kylfunni i hol-
una og veiddi boltann
upp. Þættu þetta trúlega
ekki finir taktar i stórum
kcppnum crlendis.
•
Brandararnlr
sem öiómslra
Enn blómstra Hafnar-
fjarðarbrandararnir,
enda komiö vor, með
fuglasöng I mó. Þennan
rakst ég á I sjómanna-
blaöinu Vikingi:
—6g þekkti hafnfirskan
strák, sem fór meö hund-
inn sinn með sér f grunn-
skólann [ mörg ár. En nú
gctur hann þaö ekki leng-
ur.
— Hvers vegna ekki?
— Hundárinn útskrifaö-
ist.
Jóhanna Sig-
þórsdóttir.