Vísir - 29.05.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 29.05.1981, Blaðsíða 7
„Tékkarnir voru byrjaðir að örvænta - Degar við gerðum Dau mistök, að ætla okkur of stóra hluti”. sagði Janus Guðlaugsson — Það sem varð okkur að falli, var að við héldum ekki jafnvægi — þveröfugt við leik- inn gegn Tyrkjum i Izmir, þar sem leikið var af krafti allan leikinn, sagði Janus Guðlaugs- son, landsliðsmaður hjá For- tuna Köin. — Þegar Magnús Bergs náði að skalla knöttinn á 53. min., ætluðum við okkur of stóra hluti — að jafna metin strax og leik- urinn varð fálmkenndur hjá okkur og leikmenn misstu knöttinn hvað eftir annað. — Þegar Magnús skoraði, þá áttum við að jafna okkur og vera ánægðir með 2:1 og þegar við værum búnir aþ átta okkur á hlutunum, hefðum við átt að fara að hugsa um 2:2, sagði Janus. — Hvað var það sem fór úr skorðum? — Það er ekki hægt að kenna 2-3 leikmönnum eða fleiri um þetta — það var liðsheildin, sem brást. Og það grátlegasta við þaÖ, var að við brugðumst á réttum tima fyrir Tékka — þvi við vorum búnir að ná góðum tökum á leiknum og leikmenn Tékka voru byrjaðir að ör- vænta. Við höfðum leikið sæmi- lega — haldið knettinum af bestu getu og það áttum við að gera áfram. — Það er svekkjandi að hugsa um leikinn, þvi að hann hefði ekki þurft aðenda svona — með martröð, sagði Janus, sem benti á nokkur þýðingamikil augnablik. Janus Guðlaugsson 1.. .. Eftir að Tékkar höfðu komist i 1:0, hefði Trausti Har- aldsson fengið gullið tækifæri til að jafna, en hann skaut fram hjá. 2.. .. Vitaspyrnan var hrein „gjöf” hjá griska dómaranum, þvi að Tékkinn lét sig detta — það sáu allir. 3.. ..EÍ Tékkarnir hefðu ekki fengið vitaspyrnuna „gefins” á 42. min., þá hefði Magnús Bergs jafnað 1:1. — Þetta eru atvik, sem hafa getað breytt einhverju, en það afsakar ekki hin slæmu mistök okkar. Miðvallarspilið hjá okk- ur var ekki nógu traust, þegar á reyndi, sagði Janus. — SOS ® Þessi mynd var tekin af ólafi i morgun á Landakoti, þar sem hann liggur. (Visismynd E.Þ.S.) Fjör á öllum vígstöövum - í knattspyrnunni um helgina Leik KA og FH i 1. deildinni i knattspyrnu, sem vera átti á Akureyri i kvöld hefur verið frestað þar til sunnudagskvöldið. Þá verður einnig störleikur i Reykjavik, Vikingur og Valur mætast þá á Laugardalsveliinum. Á morgun verða þrir leikir i 1. deildinni. '1 Kópavogi leika kl. 16:00 Breiðablik-Akranes og á Laugardalsvellinum leika kl. 14:00 Fram-Þór. Þá verða KR- ingar i Eyjum og leika þar við heimamenn kl. 14:00. 12. deildinni leika á mórgun ÍBK-Völsungur i Kefiavik, Skallagrimur-Haukar i Borganesi og Þróttur-N-lsafjöröur á Nes- kaupstað. Hefjast allir leikirnir kl. 14:00 og einnig leikur Selfoss og Reynis á Selfossi-á sunnudag- inn.... ' -klp- Olatur slaöaðist alvarleaa á auoa - þegar hann var að leika goif á Graíarhoitsvelllnum Landsliðsmaðurinn góð- kunni í handknattleik úr Víking, ólafur Jónsson, slasaðist alvarlega á auga er hann var að leika sér i golfi á Grafarholtsvellin- um á miðvikudagskvöldið. Ólafur sem er eins og margir handknattleiksmenn orðinn mjög áhugasamur golfleikari, var þar að leika sér ásamt nokkrum félögum sinum úr Vikingi. I einu högginu varð hann fyrir þvi óhappi að kúlan small i stein og kom til baka af miklum krafti LUKKUDOFAN fékk og lenti i auga hans. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús og kom þar i ljós að hann hafi hlotið slæman heila- hristing og var stórskaddaður á auganu. Þegar siðast fréttist var hann á batavegi, en þá var ekki vitað hvort hann myndi halda fullri sjón á auganu.... — klp. Danmerkurferð i fyrslu verðlaun - hjá peim bestu t goltinu á Nesvellinum AUir bestu golfmenn landsins verða mættir á Nesvellinum á Seltjarnarnesi i fyrramálið, en þá hefst þar Johnny Walker-keppn- in, sem er 72 hoiu mót og ein- göngu fyrir meistaraflokksmenn i golfi. Mótið gefur stig til landsliðsins en stutt er i að liðiö sem keppir á Evrópumótinu i Skotlandi verði valið. Þetta vita meistaraflokks- mennirnir og einnig, að fyrstu verðlaunin i þessari keppni er boð i „Walker Cup” i Danmörku, en það er ein af meiriháttar golf- keppnum á Norðurlöndum. FLUGFERÐ A NES- KAUPSSTAÐ Völlur á stefáni Frá Þorleifi Má Friðjónssyni á Neskaupstað — Þróttarar „sluppu fyrir horn”, þegar þeir mættu Sindra frá Hornafirði i bikarkeppninni á miðvikudagskvöldið. Þróttarar unnu sigur (9:7) eftir vitaspyrnu- keppni og máttu þeir vera á- nægðir með það. Þróttarar léku mjög vel i byrjun leiksins og komust yfir 2:0 eftir 34 min. Fyrst skoraði Páll Freysteinsson á 32. min., eftir góða sendingu frá Guðmundi Ingvarssyni, besta manni Þróttar, en hann átti einnig heiðurinn af öðru markinu, sem Heimir Asgeirsson skoraði með skalla — 2:0. Aðaisteinn örnóifsson minnk- aði muninn fyrir Sindra á 38. min. Hörður Rafnsson skoraði (3:1) fyrir Þrótt — með þrumuskoti utan af kanti i byrjun seinni hálfs- leiksins. Hinir ungu og skemmti- legu leikmenn Sindra gáfust ekki upp og náðu þeir að jafna metin 3:3 með mörkum frá Þórhalli Þorgeirssyniog Viðari Birgissyni — bæði mörkin komu eftir skemmtilegar sóknarlotur. Ragnar Bogason kom Sindra siðan yfir 4:3 á 4. min. framleng- ingarinnar, eftir stórgóðan ein- leik, sem endaði með þrumuskoti. Þegar Ragnar skoraði, var Agúst Þorbergsson, markvörður Þróttar ekki ánægður — hann hljóp að lukkudúkkunni sinni og ögmundur Kristinsson, mark- vörður Fylkis, skoraði sigurmark Árbæjarliðsins (1:0) yfir Isfirð- ingum i bikarkeppni K.S.t. Ög- mundur skoraði markið úr vita- spyrnu framlengingu leiksins, sem fór fram á Árbæjarvellinum. TINDASTÖLL... frá Sauðár- króki vann sigur 4:1 yfir Dags- brún. Sigurjón Magnússon (2), Sigurfinnur Sigurjónsson og tók hana og henti henni út að hliðarlinu. Það var þó ekki henni að kenna, að Þróttur lék ekki vel, heldur leikmönnum liðsins. Þórhallur Jónasson náði siðan að jafna 4:4 úr vitaspyrnu og siðan kom vitaspyrnukeppnin. Þróttarar skoruðu úr öllum tilraunum sinum, en leikmenn Sindra misnotuðu eina spyrnu og tóku siðan ekki þá siðustu, sem þeir áttu kost á, enda úrslit feng- in. Björn Sverrisson skoruðu mörk Tindastóls, en Steindór Tryggva- son skoraði fyrir Dagsbrún. ÞRÓTTUR.... frá Reykjavik lagði Stjörnuna að velli 4:3 á Melavellinum. Baldur Hannesson (2), Kristinn og Ásgeir Eliasson skoruðu mörk Þróttar, en Birkir Sveinsson (2) og Bragi Bragason skoruðu fyrir Stjörnuna. — SOS Stefán Halldórsson, handknatt- leikskappi úr Val, varð sigurveg- ari i keppninni um Arneson- skjöldinn hjá GR i Grafarholti i gær. Lék hann á 57 höggum nettó, sem er einum 12 höggum undir forgjöf hans. Annar varð Ásbjörn Björgvins- sonhelstiforingi Golfklúbbs Flat- eyrar á 63 höggum og Ragnar Ölafsson handknattleikskappi úr HK varð þriðji á 67 nettó. Hann var bestur án forgjaíar — lék Grafarholtsvöllinn i þetta sinn á 70 höggum. Þrjú mót verða hjá GR um helgina. Vidiómót á laugardag og opin unglinga- og kvennakeppni á sunnudag... -klp- Markvöröurinn slö fsfirðinga út

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.