Vísir - 29.05.1981, Síða 14
Skoðanakönnun Vísis
Almenningur hefur
lltla trú á veröstððvun
Fólk telur verðstöðvunarað-
gerðir rikisstjórnarinnar gera
litið sem ekkert gagn, sam-
kvæmt niðurstöðum umfangs-
mikillar skoðanakönnunar sem
gerð var á vegum Visis um sið-
ustu helgi.
Afstaða manna i einstökum
kjördæmum vikur ekki langt frá
heildarmeðaltalinu en munur er
þó merkjanlegur t.d. á Suður-
landi þar sem svörin skiptust
þannig:
Já, beri árangur 37%
Nei, litiftsem ekkert gagn 49%
óákveðinn, veit ekki 14%
Hins vegar má lita á tölur fra
Vesturlandi, þar sem menn
töldu árangur aðgerðanna hvað
minnstan:
Já, betri árangur 20%
Nei, litið sem ekkert gagn 63%
óákveðinn, veit ekki 17%
Áberandi munur á af-
stöðu kynja
Það sem gerir niðurstöður
þessarar könnunar einkum at-
hyglisverðar er hinn mikli mun-
ur á afstöðu karla og kvenna til
þessa máls, sé. Sé miðað við
landsmeðaltal þá er skiptingin
þessi:
í öllum kjördæmunum voru
konur i meirihluta sem álitu
verðstöðvunina gera litið sem
ekkert gagn. Sama á við karla
að þvi undanskildu, að i þremur
kjördæmum, þ.e. Suðurlandi,
Austurlandi og Norðurlandi
Eystra, voru karlar er töldu
verðstöðvunina gera gagn, i
naumum meirihluta.
Alþýðuflokkur ein-
dregnastur í afstöðu
Ef skoðuð er afstaða fólks til
þessarar spurningar, eftir þvi
hvar i flokki það stendur, þá er
niðurstaðan þessi i tveimur
stærstu kjördæmum landsins,
Reykjavik og Reykjanesi, þar
sem samtals svöruðu spurning-
unum 346 manns (af þeim 426
sem reynt var að ná til).
A töflu þessari má sjá, að Al-
þýðuflokksmenn virðast
ákveðnastir vera þeirrar skoð-
unar að verðstöðvunaraðgerðir
rikisstjórnarinnar komi að íitlu
sem engu gagni, þ.e, um 80%
Alþýðuílokksmanna á þessu
svæði.
Hms vegar eru þeir, sem
styðja Alþýðubandaiagið og
Framsóknarflokkinn frekar
þeirrar skoöunar að aðgerðirn-
ar beri tilætlaðan árangur. Það
telja 50% Alþýðubandalags-
manna og 48% Framsóknar-
manna. Sjálfstæðismenn eru
þarna mitt á milli, en taka þó
engu að siður eindregna af-
stöðu, þvi 67% telja að verð-
stöðvunaraðgerðirnar beri lit-
inn sem engan árangur, en 22%
eru á annari skoðun.
Framkvæmd könnunar
Af hálfu Visis var allt kapp
lagt á að vanda þessa skoðana-
könnun blaðsins. Úrtakið var
unnið af Reiknisstofnun Háskól-
ans og 890 nöfn valin úr þjóð-
skrá, þannig að þau gæfu sem
besta mynd, smækkaða, af af-
stöðu allra kosningabærra
landsmanna. Könnunin var sið-
an gerð um siðustu helgi, i sima,
af sérstökum starfshópi og náð-
ist þá til um 700 manns úr úrtak-
inu, sem eru tæplega 80%
heimtur. Hlutfall karla og
kvenna var jafnt og tekið tillit til
búsetu og aldursdreifingar.
Gengið er út frá 95,5% likum á
að niðurstöður könnunarinnar
séu raunverulegt þjóðarálit, þvi
má reikna með að stærstu
mögulegu frávikin séu um + -=-
(plús og minus) 3,5% yfir landið
allt.
karlar konur
Já, beri árangur 127 = 37,2% 73 = 20,6%
Nei, lítið sem
ekkertgagn 172 = 50,4% 216 = 60,8%
óákveðinn, veit ekki
neita aðsvara 42 = 12,4% 66= 18,6%
Já, beri árangur Nei, iitið sem ekkert gagn óákv. veit ekki neita að svara Alþýðufl. 12% 80% 8%
Framsóknarfl. 48% 38% 14%
Sjálfstæðisfl. 22% 67% 11%
Alþýðubandal. 50% 33% 17%
(aðrir, engan, veit ekki, neita að svara) 26% 54% 20%
RONG GRASTEGUND A
KðPAVOGSVELLINUM
Mikið kal er
á gras-
vellinum
I Kópavogi
Það heíur vakið mikla
athygli, að upphitaði
grasvöllurinn i Kópa-
vogi, er ekki nothæfur
þannig að Breiðablik
þurfti að leika sinn
fyrsta heimaleik i 1.
deildarkeppninni á
gamla Melavellinum.
Mikið hefur verið rætt um
ástand vallarins i Kópavogi og
mætti Bjarni Helgason, jarðvegs-
fræöingur og sérstakur ráðgjafi
við Kópavogsvöllinn, ásamt
vallarstjóranum Jónasi Trausta-
syni á fund með Tómstundaráði
Kópavogs fyrir stuttu, þar sem
umræður fóru fram um ástand
vailarins.
Þar kom fram að ástæðan fyrir
hinu mikla kali, sem nú er á
vellinum, stafaði af miklum
svellalögum, sem voru á honum i
vetur.
Einnig kom fram aö vegna
mikils notkunarálags fengi grasið
ekki nauðsynlega vaxtarmögu-
leika. Vegna þessa hefði ekki tek-
ist að útrýma varpasveifgrasinu.
Plastyfirbreiðslan er einnig mjög
léleg eða nánast ónýt og kemur að
litlum notum. Astæður fyrir þvi
að varpasveifgrasið er rikjandi á
vellinum eru einkum tvær. 1
fyrsta lagi rangt val grastegunda
•i upphafi og i öðru lagi mikil notk-
un vallarins. Bjarni taldi æskilegt
að koma upp fleiri hitamælum til
að mæla jarðvegshita i vellinum.
Miklar umræður spunnust um
málið og svaraði Bjarni fjölmörg-
um fyrirspurnum.
Þess má geta að tómstundaráð
óskaði i lok fundarins, eftir skrif-
legri skýrslu innan fárra daga,
frá Bjarna um ástæður fyrir
ástandi vallarins nú og hvaða ráð
séu til bóta. Einnig óskaði ráðið
eftir þvi að Bjarni komi reglulega
á völlinn til eftirlits.
— SOS
Mikil svellalög á grasveilinum i vetur hafa orsakað kalskemmdir
(Visism. Friðþjófur)