Vísir - 29.05.1981, Blaðsíða 23
22
Föstudagur 29. maí, 1981
VtSIR
mcmntíf
Magnús Kjartansson sýnir hvernig keppendur eiga aö bera sig aö viö
hamborgaraátiö. Með honum á myndinni eru Guögeir Leifsson um-
boðsmaður Superia-reiöhjóla og Tómas Tómasson i Tommahamborg-
urum. (Visismynd: ÞL)
Meistarakeppni
i hamborgaraáti
—■ hjá Tommaborgurum
á sunnudaginn
Efnt veröur til meistarakeppni
i hamborgaraáti hjá Tomma-
hamborgurum viö Grensásveg á
sunnudaginn n.k. og mun þaö
vera i fyrsta sinn sem efnt er
opinberlega til slfkrar keppni hér
á landi. i verölaun veröur
Superia-reiðhjól af fullkomnustu
gerö, sem metið er á 8600 krónur.
Stjórnandi keppninnar verður
hinn landskunni hljómlistarmað-
ur Magnús Kjartansson og sagði
hann á fundi með fréttamönnum,
þar sem keppnin var kynnt, að
væntanlega yrði „Superia kapp-
átið” árlegur viðburður hér á
landi enda væri þessi „iþrótta-
grein” stunduð meðal allra sið-
menntaðra þjóða.
Þeir sem hafa hug á að taka
þátt i keppninni verða að mæta i
Tommahamborgara við Grensás-
veg fyrir klukkan 14.00 á sunnu-
dag þvi að skrásetja verður kepp-
endur áður en keppnin hefst,
stundvislega á þeim tima. Keppn-
in stendur siðan til klukkan 18.00
og fer hún þannig fram, að hver
keppandi fær þrjá Tommahám-
borgara og eina Pepsi, og sigrar
sá sem getur komið þessu ofan i
sig á skemmstum tima.
Magnús Kjartansson sýndi
fréttamönnum hvernig keppend-
ur eiga að bera sig að og náði
hann millitimanum 46 sekúndum
á hvern hamborgara, en Þráinn
Lárusson, ljósmyndari Viiis,
sem taldi sig geta náð betri tima
en Magnús varð að láta sér nægja
millitimann 56 sekúndur. Það
verður þvi fróðlegt að sjá hver
verður timi væntanlegs Islands-
meistara i hamborgaraáti á
sunnudaginn.
Hvítasunnurokk
í Laugardalshöll
Breska hljómsveitin An'y
Trouble er væntanleg hingað til
lands i næstu viku og mun hljóm-
sveitin spila á nokkrum stöðum i
Reykjavik og nágrenni. Aðal-
hljómleikarnir verða i Laugar-
dalshöll, laugardaginn 6. júni en
auk Any Trouble koma þar fram
hljómsveitirnar Start, Tauga-
deildin og Bara-flokkurinn frá
Akureyri.
Hljómsveitin Any Trouble
samanstendur af þeim Clive
Gregson, Phillip Barnes, Christ-
opher Parks, Martin Hughes en
auk þeirra mun hljómborðsleik-
arinn Nick Coler vera með i för-
inni. Hljómsveitin hefur gefið út
eina /LP plötu sem hlotið hefur
góða dóma i Englandi og mun
annarrar plötunnar að vænta
nokkrum dögum eftir hljómleika
þeirra hér. Any Trouble er nú tal-
in i hópi efnilegri hljómsveita i
Englandi og ætti þvi koma þeirra
hingað að verða lyftistöng fyrir
islenskt rokktónlistarlif.
Hljómsveitina Start, sem er
með hressilegri rokkhljómsveit-
um hér á landi, er óþarfi að kynna
og Taugadeildin og Bara-ílokkur-
inn eru af sérfræðingum taldar i
hópi efnilegustu hljómsveita
semhér hafa veriö að koma upp að
undanförnu. Þaö bendir þvi allt
til, að „Hvitasunnurokkið” i Höll-
inni verði með meiriháttar við-
burðum i rokktónlistarlifinu hér á
landi. Miðaverð er 75 krónur og
hefst forsala aðgöngumiða i
hljómplötudeildum Karnabæjar
og Falkans mánudaginn 1. júni
n.k.
Any Trouble er ein af þeim hijómsveitum Breta sem hvaö mestar vonir
eru bundnar viö i næstu framtiö.
Söngvari hljómsveitarinnar
„Taugadeildin”, sem talin er i
hópi hinna efnilegri hér á landi.
Hljómsveitin Start á hijómleikum á Borginni nú nýveriö.
23
Föstudagur 29. mai, 1981
TCÝ •' .V 'ViT
< * * < »i
VISIR
< c
mrmnlif
LÍ7.a Minnelli hefur rauöa inniskó
með sér hvert sem hún fer.
Bo Derek trúir á töluna „4”.
Hjátrúin
rædur
ríkjum
Phyllis Davis óttast hlistur.
meóal fræga fólksins
íslendingar hafa löngum verið taldir afar hjá-
trúarfullir, einkum hér fyrr á öldum þegar einangr-
un, myrkur og óáran rugluðu dómgreind þeirra. En
hjátrú finnst viðar en á íslandi og meðal skemmti-
krafta er hún algengt fyrirbrigði, nánast eins og at-
vinnusjúkdómur. í nýlegu bandarisku timariti er
fjallað um tyrirbrigði þetta og nefnd nokkur dæmi
meðal þekktra kvikmyndastjarna.
Leikkonan Shelley Winters hef-
ur það til dæmis fyrir sið að kyssa
pálmatré i garðinum sinum á
hverjum degi, en með þvi trúir
hún þvi, að hún firri heimili sitt
ógæfu. — „Þetta pálmatré er
öryggisvörðurinn minn”, — sagði
hún nýlega við kunningja sinn, og
bætti við: —Hingað til hefur þetta
virkað. Það hefur t.d. aldrei verið
brotist inn hjá mér og ég er laus
við allan ótta á meðan ég man eft-
ir að kyssa tréð.”Bo Derek trúir á
töluna 4,enekki „10”. Hún svarar
t.d. aldrei i sima fyrr en eftir
fjórðu hringingu. Hún þolir ekki
þegar hringt er einu sinni og við-
komandileggur siðan á. Hún trúir
þvi að það sé illur fyrirboði og
snertir ekkisimtólið það sem eftir
er þann daginn. Meðleikari Bo i
kvikmyndinni „10”, Dudley
Moore, hefur hins vegar ilian bif-
ur á sjúkrabilum. 1 hvert skipti
sem hann sér sjúkrabil hættir
hann þvi sem hann er að gera og
hefur yfir eftirfarandi þulu:
„Snertu auga og snertu nef svo
aldrei þú farir i einn af þeim...".
Sophia Loren er sannfærð um
að fjólublátt boði ógæfu. Hun
gengur aldrei i ljólubláum fötum
og bannaröllum i kringum sig aö
klæðast förum i þeim lit. Leikkon-
an Phyllis Davis brjálast þegar
hún heyrir einhvern blistra. Hun
trúir þvi að blistur boði ógæfu.
Zsa Zsa Gabor ber aldrei sömu
skartgripina tvo daga i röð. Hún
trúir þvi að skartgripaskriniö sitt
hættiað vaxaef hún gerir það. Og
að lokum má nefna að Liza Minn-
elli fer aldrei neitt án þess að hafa
með sér rauða inniskó.
Zsa Zsa Gabor ber aldrei sömu
skartgripina tvo daga i röö.
Sophia I.oren trúir þvi að fjólu-
blátt boði ógæfu.
NYTT UTLIT
Britt Ekland hefur að undanförnu haft áhyggjur af stöðu
sinni ineðal stjarnanna í Hollywood enda ýmis teikn á lofti
sem benda til að stjarna hennar sé fallandi Hún hefur að
undanförnu staðið i strongu við að endurheimta stöðu sina
og meðal annars liresst upp á útlitið með nýrri hárgreiðslu,
sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Með hjálp vina k
L sinna hefur henni tekist að fá hlutverk i Æ
Bk sjónvarpsþáttum sem verið er að
gera eftir metsölubókinni Jmr
^ ,,Vallev of the Dolls"'.... a
Shelley Winters
kyssir pálmatré
á hverjum degi.