Tíminn - 13.11.1969, Side 8
8
TIMINN
FIMMTUDAGUR 13. nóvember 1969.
Hjúkrunarsaga á íslenzku
Út er komin ,,Hjúkrunar-
saga“, sem María Pétursdóttir
hefur tekið saman. Bók þessi
er einikum aetluð hjúkrunarnem-
um, sem til þessa hafa aðeins
átt þeiss kost að lesa hjúkrunar
sögu á erlendu máli. Þá hefur
höfundur einnig tekið saman
efni um það sem hvergi var til
á einum stað áður.
Hjúkrunarsagan er í sjö köfl
um, sem fjalla m. a. um elztu
heimildir um hjúkrun sjúkra,
helztu umbótamenn og konur i
líkharmálum frá uppbafi, hina
ýmsu hjúkrunarskóia og sögu
hjúkrunarmála á íslandi. Þá er
í bókinni sógulegt yfirlit um
unarfræði árið 1881. Segir hann
í formálainum að hann hafi
ráðizt í þetta vegna þess, „að
jeg eptir mína löngu veru, sem
lasknir hjer á landi þekki það
vel, hversu hjúkrunarfræðinni
er mjög áfátt, og hún yfir höf-
uð lítt kunn fyrir allan almenn-
ing.“ Bendir bann á að erlendis
sé það orðið algengt „að konur
eru æfðar í hjúkrunarfræðinni
og er hún kennd þeim annað
hvort á sjúkraihúsum eða af
læknum, þykir það til mikillar
framfarar í hjúkrun sjúfcra,
bæði í sjúfcrahúsum og í heima
búsum.“
Chriistophine Jurgensen (1863
sögu í félags- og heilbrigðismál
um hér á landi.
Segja má að saga hjúkrunar
hérlendis nái ekki lengra aft
ur í tímann en rétt um aldamót.
Svo virðist sem sagnritahöfund
um fræði- og anniálariturum
hafi lítt þótt frásagnarverð
hjúkrunar- og liíknarmál. og
sennilega hefur ekki verið frá
möi'gu að greina, en hugtökin
hjúkrunarstörf og hjúkrunar-
kona voru þá ekki fastmótuð
í vitund fólksins. I Hjúkrunar-
fræði Hjaltatíns er notað starfs
heitið ,,hjúkrunarkona“ og er
það í fyrsta sinn í ritúðu máli,
svo vitað sé.
Séra Haraldur Níelson messar í Holdsveiikra spítalanum í Laugarnesi. Tilkoma hans var til
þess að meimtuð hjúkrunarstétt myndaðist hér á landi.
heilbrigðisástandið á íslandi
eftir dr. med. Jón S'-gurðsson.
Loks eru þar kaflar um félags
mál hjúkrunarfólks, norræna
og alþjóðlega samvinnu stutt
ar greinar um hjúkrunarsögu
ýmissa annarra landa.
Hjúkrunarsagan virðist vönd
uð í útgáfu og ölflum frá-
gangi í þægilegu handi með
hlífðarkápu úr plasti, Barbara
Árnason hefur gert forsíðu-
mynd, sem er af atburði í Víva-
Glúms sögu. Msrg-r ljósmynd-
ir og töflur eru í bókinni. Setn
ingu og prentun annaðist Prent
smiðja Guðmundar Jóhannsson
ar, prentun mynda Grafík h. f.,
myndamót Litróf og bókband
Arnarfell h.f.
Saga hjúkrunar á íslandi.
í kaflanum Hjúkrunarsagan á
íslandi segir m. a. eitthvað á
þessa leið: Heimildir hjúkrun
á íslandi á síðari hluta 19. atd
ar eru fremur fátæklegar. Senni
lega hefur ekki þótt í frásögur
færandi að konur fengjust við
hjúkrun, og þótt borizt hefðu
tíðindi hingað til lands um
þróun þessara mála erlendis og
fleiri tækifæri til að læra.
hefðu þessar konur varla átt
þess kost að hagnýta sér það,
oftast skort til þess fé og
málakunnáttu, enda landið úr
alfaraleið.
Til þess að ráða hér á bót
þýddi Jón Hjaltalín, landlækn-
ir, bækling á íslenzku um hjúkr
—1943), józk bóndadóttir, hef
ur sennilega verið fyrsta full
lærða hjúkrunarkonan, sem
starfaði á íslandi. Var hún ráð
in að HiO'ldsveikraspítalanum í
Lauigarnesi, þegar hann tók til
starfa 1898. Danskir Oddfellow-
ar gáfu Laugarnesspítalann,
hvattir til þess af GUðmundi
Björnssyni, síðar landlækni og
var gjöfin bundin því skilyrði,
að lærð hjúkrunarkona veitti
honum forustu. Hjúúkrunarnám
stundaði hún á árunum 1894—
97, og lauk námi við Kommune
(bæjar-) spítalann í Káupmanma
höfn.
Ohristophine Jiirgensen gift
ist yfirlækni Holdsveikraspítal-
ans prófessor Sæmundi Bjarn
héðinssyni árið 1902 og lét þá
af hjúkrunarstörfum og stjórn
spítalans en kom mikið við
Gamlar heimildir.
Sálmaská'ldið Hallgrímur Pét
ursson bað:
„Minn Herra Jesú hjálpargjarn
hjúkra þú lífi mínu,“
en gömiu sagnmyndina „hjúka"
má einnig finna í ljóðum hans:
Silufurpör og dúkar,
danskur kjóil og treyjur mjúkar
að sálinni lítið seinna hjúkar,
þá sorgarhitinn glæðist.
Hold er mold
hverju sem það kíæðist."
Sagnmyndin „hjúka“ er líka
notuð í Vísum Kvæða-Önnu í
Vísnakveri Fornólfs. Kvæða-
Anna rifjar þar upp endur-
minningar frá liðnum ævidögum
og hafa sumir talið kvæðið
byggt á örugg'um heimildum og
sannsögulegt og að kvæða-Anna
hafi hjúkrað mörgum, þegar
„plágan mikla gekk“. Hún hefur
jafnvel verið kölluð fyrsta hiúkr
uinarkonan á íslandi, en líklegra
er að kvæðið sé skáldskapur
byggður á þjóðsögu, en höfund-
ur kvæðisins vísar til Nýja
Annáls 1424. „Tuttugu vetrum
seinna en Kvæða-Anna var
var merkt, kom svó mikit
hallæri á íslandi, at hón lán-
aði Þingeyrai’klaustri sex
vættir smjörs." í endurminninig
um sínum er hún látin segja
frá árunum 1402—1403:
Þeger að plágan yfir óð
og allt var að hrynja og deyja,
ein af fám jeg uppi stóð.
ótæpt söng ég helgiljóð,
eg huggaða marga, og hjúkaða
— má jeg segja.
Sízt hefði verið vanþörf á
vel menntaðri hjúkrunarstétt
og skipulögðu hjúkrunarstarfi,
er hörmungar dundu yfir, eld-
gr,- og jarðskjálftar, farsótUr
iii. -ndavetur og hungursneyð,
en þeirra, sem hjúkrað hafa þó
eftú beztu getu, þekkingu og
hjartahlýju, er sjaldan getið.
Hún var læknir góður.
Jón Hjaitalín, landlæknir, lét
í ljós þá skoðun (sem lengi hef-
ur verið útbreidd hér sem ann
ars staðar) að kvenfókið væri
betur lagað fyrir hjúkrunar-
fræði, en karlmenn,“ og bætti
við, „þetta vissu menn og vel
á fyrri dö'gum og því var það
oft hrósandi meðmæli fyrir kon
'ur að þáér værú goðír læfcnar.
Svo var í fornöld á- íaridi voru,
að þá fengust konur mikið við
hjúúkrun særðra manna og
sjúklinga, getur þess í sögum
vorum t. d. Álfgerður læknir i
sögu Droplaugarsona, Olöf í
sögu Þórðar Hreðu.“
t sama streng tekur Vilmund
ur Jónsson landlæknir, er hann
segir: „Til forna virðast konur
einkum hafa stundað xækningar,
enda hefur læknislist þeirra
tíma lang oftast líkzt ölilu meira
hjúkrunaraðgerðum er, lækning
um, miðað við það, sem nú
tíðkast."
Finnur Jónsson telur að flest
ir læknar til forna hafi verið
leikmenn, sem fengust við lækn
ingar, en þetta fólk hafi verið
sérstaklega ráðagott og hand
lagið.--------
Hann bendir á það, að sára-
meðferð til forna hafi verið ein
föld og frumstæð. Sárin voru
hi-einsuð með volgu vatni,
smyrsl borin á, ýmist til að
græða eða deyfa sársauka, og
síðan var bundið um.
Þessar aðgerðir virðast þó
furðu oft hafa heppnazt ótrú-
lega vel, jafnvel er tvísýnt var
um líf, og hefur nærfærni og
umhyggja kvennanna átt mikinn
þátt í því.-----
„ór hvárra lii sem eru.“
I frásögninni af bardaganum
Christophine J- Bjarnhéðinsson
á Hrísateigi í Víga-Glúmis sögu
segir, að þegar Halldóra, kona
Glúms, kom að, hafi Þórarinn
fallið fyrir Mávi, „ok var öxlin
höggvin frá, svo at lungu féllu
út í sárit. En Halldóra batt sár
hans ok sat yfir honum, til þess
er lokit var bardaganum." —
„En er menn váru heim komn-
ir, þá mælti Glúmur við Hall-
dóru: „För vár mundi hafa
orðit góð í dag ef þú hefðir
heima verit ok hefði Þórarinn
eigi lúfs brott komizt.“
María Pétursdóttir,
hjúkrunarkona.
1 sömu sögu er sagt frá þvi
er Þorvaldur tasaldi, systurson
ur Glúms, var fallinn. „Glúm
ur fór ok heim með sína menn
ok lét færa ina dauðu í úthýsi
eitt, ok var búit um Þorvald
virðuligast, því at kæði váru
borin undir hann ok var hann
rifaðr í húð.“
Helga, systir Glúms, fer til
Þverár, þegar hún fréttir þessi
tíðindi, og segist vilja sjá
son sinn dauðan, ef eigi væri
annars kostur.
„Þat var henni veitt, ok
lét hún hefja hann í vagn og
búa hógliga um hann. Ok er
hon kom heim, fægði hon sár
hans ok batt síðan, ok kom svá
Framhaxo a bis 12
- n
„ok skulum vér binda sár þeirra manna, er Iífvænir eru, ór hvárra liði sem eru“. — Barbara Árnadóttir gerði myndina.