Tíminn - 13.11.1969, Qupperneq 10
10
TIMINN
FIMMTUDAGUR 13. nóvember 1969.
47
bragði: „Okkur þótti þetta ekk-
ert skenwntilegt, þar sem okkur
langaði mikið til 'þess að hitta
Helenu drottningu aftur. Hún var
af Montenegrínœttinni, uppalin í
Ríússlandi og okkur þótti öllum
vænt um hana, en móðir mín var
óhagganleg. Satt að segja var hún
ailtaf s\'o djarfmælt, að við lifð
um i stöðugum ótta um að Rauð-
liðarnir mundu ræna henni. Ég
held það hafi verið árið 1925, sem
þeir sögðu að rússneska kirkjan
í Kaupmannaihöfn væri þeirra
eign, þar sem hún hefði verið í
sambandi við sendiráð rússneska
keisaradæimisins. Danska stjórnin
féllst á þetta, og Rauðliðarnir
tóku kirkjiuna í sínar hendur og
bættu henni við húsnæði sendi
ráðsins. Allir rússnesku útlagarn-
ir voru harmi lostnir vegna þessa,
en móðir mín vildi ekki sætta sig
við þessi málalok. Hún réði í sína
þj'ónustu einn af beztu lögfræð-
ingum Dana, lét málið fara fyrir
hæstarétt og vann það. Hún var
mjög iila farin af liðagigt, en
það aftraði henni ekki frá því að
kom til fyrstu guðsþjónustur.n-
ar eftir að kirikjan var opnuð aft-
ur.“
Stórhertogaynjan dáðist mjög
að óbugandi viljaþreki móður
sinnar. Engu að síður reyndust
þessi fyrstu ár í útlegðinni Olgu
oríið. Xenia, systur hennar, vildi
ekki eiga heima í Danmörku, en
Alexander stórhertogi, maður
hennar, bjó nú í Frakklandi. Þau
vora ekki skilin að lögum, en
þau voru skilin að borði og sæng
fyrir fullt og allt, og brezka
stjtórnin vildi ekki leyfa stórher-
toganum að koma til Engands.
Að lokum fór Xenia stórhertoga-
ynja ásamt börnum sínum ti Eng
lands. Olga þurfti sífellt að vera
itil taks fyrir móður sína og vera
ailt í senn, félagi, hjúkrunarkona,
þerna og einkaritari. Það var fjöl-
mennt ’ þjónustulið í Hvidore —
svo ekki sé minnzt á hirðmeyjar
keisaraynjunn.ar.c n hún krafðist
þess, að yngri dóttirin væri alltaf
til taks. Yngri dóttirin átti mann
og tvo fjörmikla syni. Keisaraynj-
an hlaut stundum að heyra til
drengjanna. Þeir vox-u háværir
ólátabelgir.
„Geturðu ekki haft hemil á þess
um strákum?“ spurði amman reiði
lega, ef drengirnir voru hávaða
samir skamimt frá gluggum henn-
ar. Olga svaraði gröm í bragði, að
það gæti hún aðeins, þegar þeir
svæfu.
Það bættist einnig við, að keis
araynjan sætti sig aidrei við eig-
inmann Olgu. Alla tíð sýndi hún
Kouiikovskí ofursta lítilsvirðingu.
Þegar gestir komu og Olgu var
boðið til hádegisverðar eða te
drykkju hjá móður sinni, var eig-
inmanni hennar ekki boðið með
Þá sjaldan keysaraynjan fór við
opinber tækifæri til Amalíenborg
ar eða annað, óskaði hún eftir
'því, að Olga fylgdi sér ein
„Samt hefði ástandið getað ver
ið verra. Maðurinn minn var dá-
samlegur. Hann kvartaði aldrei,
hvorki við mig né aðra, og við
hjálpuðust að v-ið uppeldi drengj-
anna og reyndum að venjast hinu
framandi lífi í úttegðinni.“
Árið 1926 fór stói'hertogaynj
an frá Danmörku og dvaldi fjóra
daga í Berlín í sérstökum erind-
um. Hvorki móðir hennar né eig
inmaður vildu, að hún færi íþessa
ferð og töldu þetta mesta óráðs
flan og stói'hertogaynjan varð að
viðurkenna síðar, að þau hefðu
haft á réttu að standa. Hún hefði
aldrei átt að fara, en móðursyst-
ir heinnar, hertogafrúin af Cumb-
et'land, hvatti hana mjög tii þess
að fara og hitta konuna, sem tal-
in var hafa lifað af morðiu í Eka-
terinburg. Hertogafrúin af Cumb
erland sagði, að hún skyldi fara
til þess að afgreiða málið í eitt
skipti fyrir öli, og Olga hefði vafa
laust verið hæfust tii þess að
þekkja Anastasíu aftur, bróður
dóttur sína og' guðdóttur, yngstu
dóttur Nikuásar II.
Konu þessari, frú Önnu Ander-
son, sem enginn vissi nein deili á,
hafði verið bjargað úr skurði í
Berlín árið 1920. Hún hafði reynt
að fyi'irfara sér og var flutt á spít
ala. Stofufélagi hennar, þýzk
saumakona, er eitt sinn hafði ver-
ið í St. Pétursborg, þóttist
„þekkja aftur“ Romanovsvipinn
á andliti hennar. Þannig varð
goðsögnin ium Anastasíu til.
Koulikovskí ofursti o g kona
hans dvöldu í danska sendiráðinu
í Berlín. M. ahle, ambassador,
hafði mikinn áhuga á málinu.
Olga heimsótti Mommsenhjúkr
unarheimilið, þar sem konan lá.
Frú Anderson spurði hjúkrunar-
konuna á þýzku: „Er þetta frænk
an?“ þegar Olga kom.inn í ber
bergið. Olga sagði, að hún hefði
oi-ðið undrandi. Bróðurdætur
hennar höfðu ekkert kunnað í
þýzbu, og frú Anderson virtist
hvorki kunna orð í rússnesku né
ensku, sem systurnar fjórar höfðu
talað reiprennandi.
Stórhertogaynjan sat næstum í
fjóra daga við rúmstokk hennar.
Klukkustundum saman reyndi
hún að komast að því, hver þessi
kona væri eiginlega. Hún leit út
fyrir að vera mi'klu eldri en Ana
stasía hefði verið, væri hún enn
á lífi og hún líktist henni ekkert
í andliti. Henni voru sýndar nokkr
ar myndir af Romanovunum og
hún virtist engin kennsl bera á
þær.
„Um leið og ég settist við hlið
ina á rúmi hennar á hjúkrunar-
heimilinu vissi ég, að ég horfði
á bláókunnuga manneskju."
Stóhhei'togaynjan lagði engan
trúnað á sögu frú Anderson, en
vorkenndi henni mikið.
„Einhvern veginn fannst mér
hún ekki vera venjulegur, sam-
vizkulaus svikari. Hún var of
hryssingsleg til þess. Slunginn
svikari hefði gert allt, sem í hans
valdi stóð til þess að koma sérfi
nvjúkinn hjá fólki eins og prins-
essu Henry af Prússlandi (móð
ursystur Anastasíu) og mér. En
framkoma frú Anderson var mjög
fráhrindandi. Ég held, að hún
hafi lent í klónum á samvizku-
lausu fóiki, er hafi vonazt eftir
að geta krækt sér í hluta af hin
um mikla Romanovauði, sem alls
ekki var til í reynd. Ég hafði það
á tilfinningunni, að hún hefði
fengið „upplýsingar", en þær
ófullkomnar.
Mér fannst sem hún væri orð-
in þreytt á að leika hlutverk, sein
einhver hefði úthlutað henni. Það
lá við að hún játaði að einhverj
ir segðu henni, hvað hún ætti að
segja undir vissum kringumstæð-
um. Ég var farin að vorkenna
•konunni, þegar ég kivaddi hana
að skilnaði. Og það hafði sann
arlega verið óhyggilegt af mér að
fara. Móðir mín hafði haft á réttu
að standa."
Ég spurði Olgu, hverja hún
teldi ástæðuna fyrir þessu „Ana-
stasíumáli“. Hún svaraði hiklaust,
að hún teldi að þeir, sern „báru
ábyrgð á“ frú Anderson í fyrstu
hefðu haft ágirnd á Romanovauð
æfunum erlendis og' þá einkum
í Eng'landi. Það var ekkert sann-
leikskorn í þessum sögum af auð
æfunum. Olga sagði, að allir Rom
anovarnir hafi tekið innstæður
sínar úr bönkum erlendis til bess
að styrkja styrjaldarreksturinn
1914. Erlendar innstæður keisai’-
ans sjálfs voru notaðar til þess að
greiða fyirr hjúkrunargögn. Eina
upphæðin, sem ekki var unnt að
taka út, var í banka í Berlín.
Upphæðin skipti milljónum, en
eftir ósigur Þjóðværja og hrun
maiiksins, nægðu þessar milljón
ir varla fyrir einum sígarettu-
pakka.
„Þetta er ástæðan fyrir þv“; að
ekkert okkar, sem komumst und
an, hafði nægilegt fé til þess a3
lifa þægilegu og áihyggjulausu lífi
í útlegðinni. Illgirnislegur rógur
um þessi „auðævi“ komst á kreik
fljótlega eftir að frú Anderson
kom fyrst fram á sjónarsviðið í
Berlín 1920. Þetta áttu að vera
háar upphæðir. Hefði móðir mín
þegið styrk frá Georg V. Breta-
konungi ef við hefðum átt fé í
Englandi? Það er hrein fjar
stæða.“
í lok ársins 1925 dó Alexandra
dx-ottning í Sandringham. Syst-
urnar tvær höfðu alla tíð verið
eins og tvíburar. Dauði drottn-
ingarinnar var óbætanlegt áfall
fyrir keisaraynjuna. í fyrstu varð
hún vdðutan og síðan varo hún á
svipinn eins og sá, sem villzt hef
ur í ólbyggðum. Maríu fór mikið
aftur eftir þetta. Hún varð veik-
burða og missti allan áhuga á iíf
inu. Hún hætti að fara út og var
eins og fangi í Hvidore þau brjú
ár, sem hún átti ólifað.
Þessi þrjú ár reyndust Olgu erf-
ið. Móðir hennar neitaði að fá
nokkra læknishjálp, þrátt fyrir
margvíslegan sjúkleika. Hún varð
tortryggin gagnvart hirðmeyjum
sínum og öllu þjónustuliðinu og
krafðist þess, að dóttir hennar
væri stöðugt hjá sér. Stórhertoga
ynjan hafði varla nokkurn tíma
aflögu fyrir mann sinn og börn.
Með bverri vikunni sem leið,
er fimmtudagur 13. nóv.
— Brictíusmessa
Tungl í hásuðri kl. 16.51.
Árdegisháflæði í Rvík kl. 8.16
HEILSUGÆZLA
BILANASÍMI Rafmagnsveitu Revkja
víkur á skrifstofutíma er 18222
Nætur og helgidagavarzla 18230.
HITAVEITUBILANIR tilkynnlst t
sima 15352.
Skolphreinsun allan sólarhringinn.
Svarað I síma 81617 og 33744.
SLÖKKVILIÐIÐ og siúkrabifreiSlr —
Síml 11100.
SJÚKRABIFREIÐ I HafnarfirSI >
sima 51336.
SLYSAVARÐSTOFAN I Borgarspítal
anvm er opin allan sólarhrlnginn.
Aðeins móttaka slasaðra. Slml
81212.
NÆTURVARZLAN I Stórholtl er op-
ln frá mánudegl til föstudags
kl. 21 á kvöldin til kl. 9 á morgn
ana. Laugardaga og helgidaga frá
kl. 16 á daginn til kl. 10 é morgn
ana.
KVÖLD- og helgldagavanda lækna
hefst hvern virkap dag kl 17 og
stendur tll 'kl. 8 a8 morgnl, um
helgar frá kl. 13 á laugardögum.
f neyðartHfellum (ef ekkl næst til
heimiiislæknis) er tekið á móti
vitjanabeiönum á skrifsfofu lækna
félaganna I síma 11510 frá kl.
8—17 alla virka daga, nema laug
ardaga.
LÆKNAVAKT f HAFNARFIRÐI og
Garðahreppi. Upplýsingar I lög-
regluvarðstofunnl, slmi 50131 og
slökkvisföðinni, sími 51100.
KÓPAVOGSAPÓTEK opið virka daga
frá kl. 9—19, laugard. frá kl. 9—14
helga daga frá kl. 13—15.
BLÓÐBANKINN tekur á mótl blóð
gjöfum daglega kl. 2—4.
Næturvörzlu apóteka í Reykiavík
vikuna 8.—14. nóv. annast apó-
tek Austurbæjar og Vestur-
bæjarapótek.
Næturvörzlu í Keflavík 13.11 ann
ast Kjartan Ólafsson.
FLUGÁÆTLANIR
Loftleiðir h. f.
Bjarni Herjólfsson er væntanleg-
ur frá NY kl. 11.00. Fer til Osló-
ar, Gautaborgar og Kaupmanna-
hafnar kl. 11.00. Er vsentanlegur
ti'l baka kl. 01.45.
Leifur Eiríksson fer til Luxem
borgar kl. 11.00. Er væntanlegur
til baka kl. 01.45. Fer til NY kl.
02.45
FÉLAGSLÍF
Austfirðingafélagið í Reykjavík Munið bazar Sjálfsbjargar
heldur spilakvöld í Miðbæ, Háa- sem haldinn verður 7. des. i
leitisbraut 58—60, föstudaginn 14. Lindarbæ. Tekið á rnóti mumira
nóv. kl. 8.30. Allir Austfirðingar á skrifstofu Sjálfsbjargar, Bræðra
og gesth’ þeirra velkomnir. borgarstíg 9, og á fimmtudags-
Stjórnin. kvöldum að Marargötu 2.
Sálarraimsóknafclag íslands. Kvenfélag Óhá'ða safnaðarins
Félagsfundur yerður haldinn Félagskonur, mætið i Kirk.iubæ
i Sálarrannsoknafélagi Island kl. 8,30 á fimmtudagskvöld 13. nov.
f i m m t u d a gsk völ d, 13. nóvember,
kl. 8.30 að Garðastræti 8. For-
seti S.R.F.Í. Ú'lfur Ragnarsson
læknir: Líf og dauði. Félagsmeð-
limir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Kvenfélag Hallgrímskirkju.
Fundur mánudaginn 17 þ. m. i
félagsheimilinu. Kristinn Halis
son óperusöngvari syngur. Her-
mann Þorsteinsson segir frá
kirkjubyggingunni. Sr. Ragnar
Fjalar Lárusson flytur vetrarhug-
leiðingar. Konur hafi með sér
handavinnu og bjóði gestum.
Kvenfélag Lágafellssóknar.
Bazar kvenfólags Lágafellssóknar
verður sunnudaginn 16. nóv. i
Hlégarði. Vinsamlegast s'kilið mun
um i Hlégarð á laugardag frá
M. 4—6 e. h.
Kvenfélag Kópavogs
Munið spilakvöldið föstudaginn
14. nóv. og vinnukvöldið fimmtu-
Mæðrafélagið
heldur bazar að Hallveigarstöð-
um 23. nóv. Félagskonur eru vin-
samlega beðnar um að koma gjöf
um til: Fjólu, sími 38411, Agústu
sími 24846 eða á fundinn 20. nóv.
Basar Kvenfélags Hallgrímskirkju
verður haldinn 22. nóv. en
ekki 15. nóv. eins og tilkynnt var
Félagskonur og velunnarar kirkj
unnar vinsaml. afhendi gjafir sínar
í Félagsheimilið 20- og 21. nóv.
kl. 3—6 báða dagana. Einnig til
frú Huldu Nordal, Drápuhlíð 10
(sími 17007) og frú Þóru Einars-
dóttur, Engihlíð 9 (sími 15969). —
Basarnefndin.
Kvenfélag Ásprestakalls
Fundur fimmtudaginn 13. nóv.
n.k. M. 8 í Asheimilinu, Hólsv. 17.
1. Sýnishorn bazarmuna verður
á fundinum. 2. Kristbjörg Kjeld
leikkona, les upp. 3. Kaffidrykkja.
Kvcnnadeild Flugbjörgunar-
sveitarinnar
heldur afmælisfund fimmtudag
inn 13. nóv. M. 8,30. Zófanías
Pétursson og Valdimar Örnólfsson
koma á fundinn. — Ath.: breytt-
an fundardag.
Kvenfélag Ásprestakalls.
Munið bazarvinnuna á fimmtudags-
kvöldum og þriðjudögum kl. 2—6
f Asheimilinu. Hólsvegi 17
ORÐSENDING
Kvenfélagasamband íslands.
Leiðheiningarstöð húsmæðra I-Iall-
veigarstöðum, sími 12335 er opin
alla virka daga frá kl. 3—5, nema
laugardaga.
Munið 15. nóvember —
Alþjóðabaráttudag fyrir
Friði í Vietnam.
daginn 13. nóv. í Félagsheimilinu 1 1
uppi. i
Frá Styrktarfélagi Lamaðra og í m 1
fatlaðra. kvennadeild. í7 ff
Félagskonur og aðrir velunnarar |
félagsins Árlegur bazar félags ly/ 1
iiis verður laugardaginn 29. nóv.
Föndurkvöld vikulega á fimmtu /3 * j
dögum að Háaleitisbraut 13.
Lárétt: 1 Skynvilia 5 Veina
7 Svik 9 nríf 11 Korn 12 Tónn
13 Bein 15 Með tölu 16 Veru
18 Kyrri.
Krossgáta
Nr. 425
Lóðrétt: 1 Tíðara 2
Hamingjusöm 3 Eins bók-
stafir 4 Blöskrar 6 Hárlaus
kollur 8 Púki 10 Bókstafur
14 Fum 15 Máttarvöld 17
51.
Ráðning á gátu no. 424:
Lárétt: 1 Tandur 5 All
7 Urð 9 Læk 11 M'á 12
Fa 13 Ask 15 Mar 16 Una
18 Bianda.
Lóðrétt: 1 Truman 2 Náð
3 DL 4 Ull 6 Skarta 8 Rás
10 Æfa 14 Kul 15 Man
17 Na.