Tíminn - 13.11.1969, Page 14
14
FIMMTUDAGUR 13. nóvember 1969.
TIMINN
KÓPAR
Framhaid af bls. 1.
Það versta er nú, að engir
bæir eru byggðir við allar þess
ar fjörur hér norður undan og
það má gera ráð fyrir, að þar
liggi ósjálfbjarga kópar í
hrönnum, sem bíða bara dauða
síns.
GERA VERÐUR . . .
Framhald af bls. 1.
a'thygii á að í landi voru er mikil
þekking og reynsia á mörgum
svið'um iðnaðar, svo sem á sviði
tælkja, véla og búnaðar í þágu
fiskiðnaðar og fiskiveiða, sem
brýn nauðsyn ber til að hagnýta
betur til að fuilnægjta þörfum inn
anlandsmarkaðar, svo og til últ-
£lU'tninigs.“
DEILT UM ÚTHLUTUN
Framhald af bls. 16
frumvarps Framsóknarmanna
um Iðniánasjóð.
Kvað hann greinilegt af skýrsl-
unni, að hlutur Reykjavikur væri
fyrir borð borinn. Af úthlutuðu
fé hefði Reykjavik aðeins fengið
14,3%, en atvinnuleysi hefði verið
hvað mest þar, þannig hefðu verið
þar 1. júní 44.7% af öllum skráð
um atvinnuleysingjum á landinu
en 31. okt. 33,8%. Úr þessu þyrfti
að bæta í framtíðinni.
Af úthlutun Atvinnujöfnunar-
sjóðs hefði Reykjavík fengið 0,8%.
Þórarinn varpaði fram þeirri
spurningu, hvort málefni bygging
ariðnaðarins hefði borið á góma
innan AtvinniUmálanefndarinnar.
Ekki ein króna til stærsta
kaupstaðarins.
Jón Skaftason tók undir orð
Þórarins varðandi skýrskugjöfina,
en sagði, að það væri greinilegt,
að eitt kjördæmi öðrum fremur
hefði verið afskipt við úthlutun
ina.
Væri þar um að ræða Reykja-
neskjördæmi, en þangað hefði
ekki enn komið ein einasta króna
til fyrirtækja. Einu hefði verið
gefinn ádráttur um aðstoð. Eins
væri þessu farið með fleiri sveit-
arfélög í kjördæminu. Bað hann
um skýringu á þessu og úthlutun
arref/ium Aitvinnujöfnumarsjó'ðs.
Á skýrslunni sæist, að Reykja
neskjördæmi fengi aðeins 5,1%
heildarupphæðar, Atvimnumála-
ÞAKKARAVORP
nefndarinmra, aðeins Vestfirðir
væru lægri hvað úthlutun snerti.
Minnst til Vestfjarða.
Sigurvin Einarsson kvaðst ekki
vilja deila á það, að Vestfirðir
ferngu minnst í sinn hlut, fyrr
en Ijóst væri um úth'lutunarregl-
ur. Beindi hann þeirri fyrirspurn
til forsætisráðherra hvort At-
vinnumálanefnd Vestfjarða hefði
fengið úrlausn mála sinna hlið-
stætt öðrum. 3,1% af upphæð At
vinnumálanefndarinnar væri
ekki ýkja mikið, en það hefði orð
ið hlutur Vestfjarðakjördæmisins
en vissulega bætti hlutur Atvinnö
jöfnunarsjóðs þar nokkuð úr.
100 m,illj- umsókn úr Reykjavík,
— 2,5 úthlutað.
Einar Ágústsson sagði það gott
að fá skýrsluna í hendur. Það
vekti þegar athygli við lestur henn
ar, að 31 fyrirtæki í borginni
hefði sótt um lán, samtals að upp-
hæð 100 millj. kr. 6 umsóknir
hefðu verið afgreiddar jákvætt og
úthlutað hefði verið 2,5 mi'llj. kr.
Þar væru sumir atvinnuvegir látn-
ir fá sáralítið, aðrir ekkert. En
ti'l opinberra framkvæmda væri
lánað 41,3 miillj. og til vinnu skóla
fólks þar 10 millj. kr.
Taldi hann það alvarlega þró
un, að undirstöðuatvinnuvegirnir
í borginni hefðu verið svo afskipt
ir. Á þann hátt væri ekki hægt að
halda uppi atvinnulífi í borginni.
I Urðu nokkrar frekari umræður
um Atvinnujöfnunarsjóð og regl-
ur hans og tóku til máls þeir Ingv
ar Gíslason, Gísli Guðmundsson,
Matthías Bjarnason, Magnús Jóns-
son, Axel Jónsson, Benedikt Grön
dal Ólafur Jóhannesson og Halldór
E. Sigurðsson.
Að lokum talaði forsætísráð-
herra. Kvað hann það rétt, að
Reykjavík hefði fengið minnst í
sinn hlut, en hún hefði notið góðs
af ýmsu s. s. sérstaklega stórfram
kvæmdum og gengisfellingum.
Ræddi hann nokkuð um úthlutun
ina, sem hann taldi nokkuð rétt
láta að flestu leyti.
ALGJORT
Framhaid af bls 1.
langflestir hringdu í sjónvarpið,
og er skýringin líklegast sú, að
útsendingar þess stöðvuðust í ein
Hjartans þakkir til sveitunga minna og annarra vina
og vandamanna fyrir fagrar gjafir og heillaóskir á sjö-
tugsafmæli mínu. Heill og hamingja fylgi ykkur öll-
um nú og ævinlega.
Ragnheiður Böðvarsdóttir,
Minni-Borg.
Alýðar þakkir færum við öllum nær og fjær, sem helðruðu mlnn-
ingu
Tryggva Samúelssonar
og vottuðu samúð við fráfall hans.
Sigríður JónsdóWlr og fiölskylda.
Innilegt þakklæti til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlut-
tekningu við fráfall og jarðarför föður okkar,
Guðbjartar Guðbjartssonar
bónda, Lága-Núpi.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Patreksfjarðarspitala.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Þökkum InnHega auðsýnda samúð og vináft* vegra fráfalls og
jarða rfarar
Eysteins Erlendssonar,
Beinakeldu
Guðríður Guðlaugsdóttlr,
börn, tengdabörn og barnabörn.
um vinsælasta þætti þess, þætt-
inium Á flótta.
Er fróðlegt að fylgjast méð við-
brögðum fólks í þessu sambandi,
því það hefur enga þýðingu að
hringja í síma sjónvarpsins á þess
um tíma. í fyrsta lagi er skipti-
borðið lokað, eins og stendur í
símaskránni, og í öðru lagi nær
enginn sambandi, þegar svona
margir hringja í sama númerið.
Við þetta mikla álag skupast
visst vandræðaástand á símanum
og getur það orðið til þess, að
viss númer fara úr sambandi.
Rafstöð fyrir útvarpsstöðina á
Vatnsenda kostar 2—5 milljónir.
Hjá Ríkisútvarpinu varð Gunnar
Vagnsson, fjármiálastjóri fyrir
svörum, er leitað var frétta af
útvarps- og sjónvarpsleysinu. Að-
spurður sagði Gunnar, að beðið
vœri eftir kostnaðaráætlun yfir
vararafstöð fyrir útvarps og sjón
varpssendirinn ó Vatnsenda. Sagði
hann að tæknimenn ynnu nú að
áætlun wn slíka vararafstöð, sem
færi í gang þegar rafmagnið færi
af kerfinu. Iíann sagði að þetta
vararafstöðvarmál hefði verið rætt
við forráðamenn Almannayarna,
og væri fullur skilningur á milli
aðila, um að koma upp slíkri
stöð, en fjárveiting til hennar
væri ekki fyrir hendi, enda kostn-
aðaráætlun ekki komin. Gunnar
sagði, að þeir hjá útvarpinu teldu
sig búa við nokkuð gott prógr.un
öryggi, en borgaralegt öryggi
ihvað útvarpið snerti væri ekki
fullnægjandi.
Gunnar sagði, að nýlega hefði
verið komið upp vararafstöð við
Eiðastöðina og hefði hún kostað
500—600 þúsund krónur, o.g ekki
hefði liðið nema einn dagur frá
því uppsetningu lauk þar til hún
fór sjálfkrafa í gang, vegna raf-
magns'bilunar, sem væru algeng-
ar þar eystra.
Þá sagði Gunnar, að FM stöð
Ríkisútvarpsins hefði haldið áfram
sendingum hér í Reykjavík og
þeir sem hefðu FM bylgju á tækj
um sínum, ættu að athuga, að
nota hana í tilfellum sem þessum.
Verktakar verða að greiða
viðgerðarkostnað
Haukur Pálmason, yfirverkfræð-
ingur hjá Rafmagnsveitu Reykja-
víkur, tjáði Tímanum í dag, að
það hefði nánast verið tilvjijun,
að rafmagnslaust varð Hka í Ár-
bæjarhverfi og Háaleitis'h'Verfi,
þegar bilun varð í rafmagns-
streng í Staðarbakka í Breiðholts
hverfi. Sagði Haukur að strengur
•þessi lægi frá aðveitustöð við
Elliðaár og upp í Breiðholtsihverfi
og upp í útvarpsstöðina á Vatnr-
enda, og úr þessari sömu aðveitu
stöð, sem er nr. 5, lægju strengir
upp í Árbæjarhverfi og ni'ður í
Háaleitishverfið. Þegar Breiðlioits
strengurinn bilaði kom spennu-
hækkun á 11 kw. aðveitukerfið,
og orsakaði hún aðra bilun í Háa-
leitishverfisstrengnum. Undir eðli
legum kringum'Stæðum hefði að-
eins Breiðholtshverfið átt að vera
rafmagnslaust, og þar með út-
varpsstöðin, en tilviijun réði því
að hin hverfin tvö urðu líka raf-
magnslaus. Haukur sagði, að b'l-
anavakt væri í baékistöð Rafmaens
veitunnar við Barónsstíg, og það
tæki alltaf nokkurn tíma að kalla
út mannskap og gera við til bráða
birgða. Hann sagði að hvernig sein
rafkerfi borgarinnar væri upp
byggt, mætti alltaf búast við 'af-
magnstruflunum sem þessurn og
það tæki frá nokkrum mínútum
og upp í klukkutíma að gera við.
Til þess þ'vi að hafa öruggt rai-
magn fyrir útvarpsstöðina þyrfti
að koma upp dieselrafstöð við
hana, sem færi í gang þagar
straumurinn rofnaði.
Þá sagði Haukur, að verktakar
þeir sem yllu skemmdum sem þess
um, væru skaðabótaskyldir, og
gæti viðgerðarkostnaður sem þeir
yrðu að greiða numið upp í 10
þúsund krónum.
Vandræðaástand á Slökkvist.öð-
inni þegar rafmaífnið fer
Rúnar Bjarnason slökkviliðs-
stjóri, sagði Tímanum, að vand-
ræðaástand skapaðist iðulega á
Slökkvistöðinni þegar rafmagnið
færi, því þá hringdu svo margir
lil þeirra. Sagði slökkvilðisstjóri,
að svo virtist sem enn eymdi eft.'r
af því, þegar Slökkviliðið tók á
móti bi'lanatilkynningúm Rafveit-
unnar á nóttunni. Þá voru rafveit
an og Slökkvistöðin í sama húsi,
en þetta væri nú fyrir löngu úr
sögunni, og sagðist slökkviliðs-
stjóri vilja brýna fyrir fóiki, að
hringja ekki áJslökkvistöðina. þótt
rafmiagnsiiaust yrði, því það gæti
orðið til þess að þeir sem þyrftu
að ná í slökkvistöðina í neyðartjl-
fellum, fengju ekki sam'band, og
símar stöðvarinnar færu úr sam-
bandi, þannig að enginn næði
þangað.
Slökkviliðsstjóri sér jafnframt
um ákveðna starfsemi Almanna-
varna og m.a. neyðarlúðra, sem
búið er áð koma upp í borginni.
Þessir lúðrar hafa enn ekki verið
teknir í notkun, en þeir hefðu
ekki verið notaðir í tilfellum eins
og í gærkvöldi. Slökkviliðsstjóri
sagðist telja það mjög bagalegt,
að ekki væri hægt að starfrækja
útvarpið, þótt rafmagnið færi, því
útvarpið gegndi mjög þýðingar-
miklu hlutverki í nágrannalönd-
unum í sambandi við almannavarn
ir. Væru t.d. reglur um það, að
ef ákveðin merki væru gsfin í
neyðarláðrana, þá ætti fólk að
opna útvarpið og hlusta á áríðandi
til'kynningu.
Vararafstöð verður í nýju
lögreglustöðinui
Bjiarki Elíasson, yfirlögreglu-
þjónn, sagði að ef rafmagnið færi
af öllum bænum, væru sendir lög
reglU'bílar út í hverfin, til að vera
þar til taks, ef eitt'hvað kæmi
fyrir, ög fólk gæti kárinski ekki
hringt. Hann sagði að mikið væri
alltaf 'hringt þegar rafmaguið færi,
en það eina sem færi úr sambandi
hjá þeim, væri talstöðin á iög-
reglustöðinni. Hefðu þeir því tal
stöðvarbíi við stöðvarvegginn í
slíkum tilfellum, og kæmi það
ekki svo mjög að sök. Þá sagði
Bjarki, að í nýju lögreglustöðinni
við Snorrahraut, væri gert ráð
fyrir vararafstöð, sem grípa mætti
til, ef rafmagnið færi.
PRÓFKJÖR
Framhald af bls. 1
ar séu ekki bindandi fyrir fram-
boðsnefnd og kj'ördæmisþing. Þátt
tökurétt í „prófkjörinu" hafa ail-
ir flokksbundnir Framsóknar-
menn í kjördæminu svo og allir
þeir, sem lýsa því yfir, að þeir
muni styðja Framsóknarflokkinn
í næstu kO'Sningum. Heimilt er að
bæta nöfnum inn á kjörseðilinn
svo að nafnalistinn á kjörseðlin-
um skoðast nánast sem ábending-
arlisti.
Eftirfarandi nöfn eru á kj'ör-
seðlinum og er þeim þar raðað
eftir stafrófsröð en hér frá
austri til vesturs efitir sýslum og
kaupst'öðum:
Bjarni Þorsteinsson, Siglufirði,
Ragnar Jóhannesson. Sigiufirði,
Bogi Sigurbjörnsson, Siglufirði,
Skúli Jónasson, Siglufirði, Ilelga
Kristjánsdóttir, Silfrastöðum,
Skag., Magmís H. Gíslason, Frosta
stöðum, Skag., Sigfús Ólafsson,
Hóliim. Skag., Gu't'tormur Óskars-
son, Sauðárkróki, Stefán Guð-
mundsson, Sauðárkróki, Guðmund
ur Jónasson, Ási, A.-Hún., Jón
Tryggvason, Ártúnum, A.-Hún.,
Ólafur Kristjánsson, Reykjum, V.-
Hún., Sigurður IJndal, Læk.iar-
móti, V.-Hún., Björn Pálsson,
Syðri-Völium, V.-Hún., Þorsteinn
Jónsson, Oddsstöðum, V.-Hún. og
aiþingismennirnir Ólafur Jóhann
esson, Reykjavík og Björn Pálsson,
Ytri-Löngumýri, A.-Hún.
Menn skulu merkja við eða
bæta við nöfnum á kj'örseðil og
númera í röðinni 1., 2., 3., 4., 5.
eftir því sem rnenn vilja að þeir
taki sæti á framboðslista flokks-
ins. Maður nr. 1 fær 1 atkvæði,
•annar maður fær % atkvæði,
þriðji % atkvæði, fjórði % at-
kvæði og fimmti Vs atkvæði.
Fyrsta sæti hlýtur sá, sem flest
atkvæði fær úr talningu, sá sem
næst flest atkvæði fær blýtur ann
að sæti og svo frv.
Þetta er þó ekki bindandi próf-
'kjör eins og fyrr sagði heldur
s'koðanakönmun tii leiðbeiningar
um val og röðun á lista Fram-
sóknarflokksins við næstu alþing
iskosningar.
FANNST LÁTINN
Framhald af bls 16
Gröif, í útibús'um og öðrum
þeim stöðum, sem hægt var að
leita örugglega á, í myrkrinu.
Með birtingu í morgun fóru
Selfyssingar svo aftur af stað,
og voru nemar í íþróttaskól-
anuim á Laugarvatni með í leit
inni. Fannst lík Einars, eftir
skamma leit, í Grafará, sem
er í um háifs kílómeters fjar-
lægð frá bænum. Er talið að
Einar heitinn hafi fallið í ána,
af handriðalausri göngubrú,
sem er um hundrað metra frá
þeim stað, þar sem hann
fannst. Er tálið að Einar hafi
verií, að huga að fé, er hann
fóll í ána, en þó nokkur snjór
er nú kominn í Laugardalinn,
og fé yfirleitt komið á gjöf.
NÝIR RAFGREINAR
Framhalc ar hiP ih
ingur, tjáði blaðinu í dag, að
þessir nýju rafgreinar væru að
ýmsu leyti frábrugðnir gamla
kerfinu. Hafi þeir verið settir
í samband fyrir um það bil 10
dögum og væru enn í reynslu.
Meðan svo er verður fram-
leiðsla verksmiðjunnar í lág-
marki og um leið rafmagns-
þörf hennar.
Hinir nýju rafgreinar munu
hafa kostað um 50—60 miMjón
ir króna, að því er blaðið veit
bezt.
JÓLAKORT ÁSGRÍMS
Framhald af bls. 3
olíumálverk í hinum iélega kjail
ara í húsi hans. ÁÁgóði korta-
sölunnar er notaður til greiðslu
á viðgerðarkostnaði þessara iista-
verka, sem eru safninu mikils
virði.
Listaverkakortin eru áðeins til
sölu í Ásgrímssafni, Bergstaða-
stræti 74, og Baðstofunni, Hafnar-
stræti 23, þar sem safnið er ekki
opið nema 3 daga í viku, sunnu
daga, þriðjudaga og fimmtudaga
frá kl. 1,30—4,00.
UPPRUNI ÍSLENDINGA
Frambald af bls. 2
ember ræða utn kenningar Barða
Guðmundssonar um uppruna ís-
iendinga. í desember ræðir Þór
Magnússon um fornfræðileg efni
varðandi uppruna íslendinga og
sr. Bj'örn O. Björnsson ræðir um
kenningar Jóns Steffensens próf-
essors um sama efni.
Aðaifundur féiagsins verður
haldinn 28. janúar. Þá mun dr.
Jens Ó. P. Pálsson formaður
flytja erindi um starfsemi og
framtíðarhorfur. í febrúar flytur
prófessor Sigurður Samúeisson
erindi um starfsemi rannsóknar-
stofnunar Hjartaverndar og niður
stöður rannsókna á körlum og
konunT á Reykjavíkursvæðinu.
Áki Pétursson flytur erindi seinni
hluta febrúar um gagnasöfnun
þjóðskrárinnar. Ólafur Jensson
læknir flytúr í marz erindi um
erfðafræðirannsóknir sínar og
Guðmundur Eggertsson prófessor
flytur í iok marz erindi um erfða
fræðirannsóknir. Haraldur Ólafs-
son þjóðfræðingur flytur erindi í
apríl uui' verkefni þjóðfræða á ís-
iandi og síðasta eri.ndi vetrarins
flytur Hannes Jónsson féiagsfræð
ingur um meginviðfangsefni fél-
agsfraeðinnar, og er það í apríl-
lok. Öllum er heimill aðgangur
að fundum fólagsins.