Vísir - 10.06.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 10.06.1981, Blaðsíða 14
14 Lögtaks úrsk urður Hér með úrskurðast lögtak fyrir fyrir- framgreiðslu útsvara, aðstöðugjalda og álögðum fasteignagjöldum til bæjarsjóðs Akraneskaupstaðar fyrir árið 1981 og lög- boðnum dráttarvöxtum og kostnaði. Lög- tök mega fara fram að liðnum 8 dögum frá birtingu þessa úrskurðar. Akrancsi 9. júni 1981 bæjarfógetinn á Akranesi Björgvin Bjarnason Skattskrá Reykjavíkur árið 1980 Skattskrá Reykjavikur árið 1980 vegna álagningar á tekjur og eignir ársins 1979 liggur frammi á Skattstofu Reykjavikur, Tryggvagötu 19, frá 10. júni til 24. júni n.k. að báðum dögum meðtöldum, alla virka daga nema laugardaga frá kl. 10.00—16.00 Að gefnu tilefni skal athygli vakin á þvi að þessari birtingu — álagðra opinberra gjalda i skattskrá 1980 vegna tekna og eigna ársins 1979 — fylgir ekki sjálfstæð kæruheimild Reykjavik 9. júni 1981 Skattstjórinn i Reykjavik Gestur Steinþórsson Tónmenntakennarar Tónmenntakennara vantar við grunn- skóla Patreksfjarðar Æskilegt að sami aðili geti verið skóla- stjóri Tónskóla Patreksfjarðar. Upp- lýsingar gefa Gunnar R. Pétursson simi 1367 og Gisli Viktorsson simi 1340 J.H. PARKET auglýsir: Er parketið orðið ljótt? Pússum upp og lökkum PARKET Einnig pússumvið upp og lökkum hverskyns viðargólf. Uppl. i sima 12114 t-'jf'jT'] SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS nALLrLL um áfengisvandamálið Orðsending frá S-Á-Á Þessa dagana er verið að innheimta félags- gjöld Samtaka áhugafólks um áfengisvanda- málið. Ennfremur hafa verið sendir út gíróseðlar til fjölmargra félagsmanna vegna félagsgjald- anna. Félagsmenn S.Á.Á. eru vinsamlega beðnir um að greiða félagsgjaldið sem fyrst, minnugir þess að framlag hvers félagsmanns er afar þýðingarmikið. Lágmúla 9 — Sími 82399 Miðvikudagur 10. júni 1981 •• «••' 1 j|WJL ^ l „Hverjir bera ábyrgö á harmieiknum i Þórsmörk” spyr ein fokvond. AF HVERJU AD LEGGJA MðRKINA í RÚST? Fokvondur Þórs- merkurfari hringdi: Ég get nú ekki orða bundist og ástæðan er hin svakalega um- gengni ferðamanna i Þórsmörk um hvitasunnuhelgina. En ég ætla mér ekki að ráðast á fylli- bytturnar heldur þá sem völd höfðu til að koma i veg fyrir þann harmleik.sem átti sér stað i þess- um mesta gimstein landsins. Ég spyr og ég veit að margir taka undir þá spurningu: Hversvegna var ekki bannað að tjalda i Þórs- mörk eins og annars staðar um hvitasunnuhelgina? Það var fyrirfram vitað að Mörkin yrði bókstaflega lögð i rúst. 1 fyrsta lagi voru flestir aðrir staðir lokaðir og siðan bættist við að gróður var óvenju viðkvæmur vegna veðurlagsins. Þetta er meiriháttar hneyksli”, sagði reiður Merkurunnandi. „Sjónvarpssjúklingur” hringdi: „Sjónvarpið okkar fer nú ef- laust að syngja sitt siðasta innan tiðar. Dagskráin hefur upp á siðkastið einkennst af sannköll- uðum dauðakippum og hámarki náðu þeir á laugardagskvöldið þegar syndur var einn af hinum dæmalausu „skemmtiþáttum”, sem sjónvarpið eys pfeningum i þrátt fyrir að peningar séu af skornum skammti. Þátturinn fjallaði þó um andstöðu sina þ.e. sparnað og niðurskurð og aldrei hefur vitleysan verið augljósari en einmitt þarna. Þorgeir Ast- valdsson má samt eiga það að hann er skemmtilegur i sjónvarpi en kimnigáfuna skildi hann eftir heima og neyddist þvi til að tyggja enn einu sinni ofnotaða brandara ofan i landslýð. Ég held að Islendingar hafi sannað það að þeir eru húmorlausir með örfáum undantekningum, sbr. ómar Ragnarsson. Sjónvarpið ætti að láta Ómar fá peningana sem ann- ars er eytt i mislukkaða skemmtiþætti og gefa honum „Þorgeir er skcmmtilegur i sjónvarpi, en skildi að þessu sinni kimni- gáfuna eftir heima". frjálsar hendur i dagskrárgerð. rómantiskir flugtúrar um há- Honum tekstalltaf aðgera gott úr lendið leiðinleg hestamannamót hverju sem er, hvort sem það eru eöa landlagsþættir”. Glataður skemmtlpáttur Lokað vegna bítlagargs Einn af eldri kynslóðinni simar: Hvaðá það að þýða að loka fjöl- farinni umferðargötu um há- bjartan dag vegna þess að þar eru haldnir popphljómleikar? Ég átti leið um Grensásveginn á annan i hvitasunnu og þá var búið að loka götunni og varla heyrðist manns- ins mál fyrir bitlagargi þegar ég ætlaði að spyrjast fyrir um hvað væri að gerast. Það er alger óþarfi að stjana svona i kringum popparana, er ekki nóg að gefa þeim eftir útvarpið? Hljómsveitin Any Trouble var ein þeirra hljómsveita sem lék á Grensásveginum á mánudaginn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.