Vísir - 10.06.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 10.06.1981, Blaðsíða 15
Batnandi fjárhagur gm ,,Gamla rörið", W Rock Hudson, hefur átt W i hinu mesta basli r fjárhagslega að undanförnu, eins og reyndar hefur komið fram hér á síðunni. Horfur hafa þó skánað i þessum efnum þar sem Hudson gerði nýlega samning við NBC sjónvarpsstöðina, þar sem gert er ráð fyrir að hann fái L 1.4 milljónir dollara fyrir k þáttaseriu sem ber nafnið BL ,,The Rock Hudson Show". iÉk Hudson mun þar fara með hlutverk einka spæjara og að sögn mun þar reyna á hæfileika hans sem grinleikara. Miðvikudagur 10. júni 1981 VÍSIR Ekki er allt sem sýnist Debbie I undanúrslitum áður en upp komst um svampinn f brjósta- höldurunum. Meö henni á myndinni (til vinstri) er hin tvftuga „Ungfrú Ohio”, Kim Seelbrede, sem kjörin var „Ungfrú Ameríka”. svamp f baðfötum sinum til að sýnast brjóstameiri. Debbie upplýsti þetta i viðtali við bandariskt timarit nú ný- verið og sagði hún að margir af keppendum hefðu notað mag- belti innan klæða til að sýnast grennri, að minnsta kosti fjórar heföu látið sprauta efninu „sili- cone” i brjóst sin til að gera þau stærri og nokkrar hefðu jafnvel verið með hárkollur. — „Ég sá ýmislegt i búnings- klefunum sem fáir myndu leggja trúnað á nema að sjá það með eigin augum og ég fullyrði að það voru fleiri en ég sem höfðu rangt við, og voru jafnvel miklu grófari i svindl- inu”, — segir Debbie — „Ein af stúlkunum hefur bersýnilega óttastsamkeppnina og kært mig og ég veit hver það er. Hún er sjálf meö ör eftir „silicone” sprautu”, — segir Debbie enn- fremur. Atburðir þeir sem hér greinir frá áttu sér stað nú nýverið og er Debbie sú fyrsta i 30 ára sögu keppninnar sem er visað frá fyrir að hafa rangt við með þessum hætti. — „Þetta er vissulega áfall fyrir mig”, — segir hún, — ekki sist þar sem vitað er að þetta hefur alltaf átt sér stað. Ég var bara svo óheppin að vera nöppuð”. Og nú hyggst Debbie fara i mál við forráðamenn keppninnar. — „Að minnsta kosti 20 stúlkur i undanúrslitum keppn- innar „Ungfrú Amerika” höfðu rangt við og notuðu ýmis hjálpartæki”, — segir hin 25 ára gamla Debbie Fountain, fyrr- verandi „Ungfrú New York”, sem var dæmd frá keppni eftir að upp komst, að hún notaði Debbie Fountain, „Ungfrú New York”, sem dæmd var úr keppninni. Meg Gallagher fékk hlutverk sem ástkona J.R. Ewing eftir að hún var rekin úr „Close-Up” sjónvarpsauglýsingunum. Tannkremsstuíkan var rekinn fyrir dónaskap Ef sjdnvarpsþættirnir „Dailas” endst f Islenska sjónvarpinu fram á næsta ár eigum við eftir að sjá stúlkuna á meðfylgjandi mynd i hlutverki ástkonu „skepnunnar” J.R. Ewing. Hún heitir Meg Gallagher og vakti fyrst á sér athygli i sjón- varpsauglýsingum fyrir „Close-- Up” tannkrem en var rekin eftir að hún tók upp á þeim fjanda að láta taka af sér myndir fáklæddri, svona álika „dónalegum” og meðfylgjandi mynd. Forráða- mönnum fyrirtækisins fannst að imynd „tannkremsstúlkunnar” yrði að vera hrein og þess vegna var Meg sparkað. Any Trouble á förum Breska hljómsveitin Any Trouble, sem verið hefur á hljómleikaferö hér á landi að undanförnu, mun koma fram á Borginni i kvöld og verða það siðustu hljómleikar hennar hér að þessu sinni. Meöfylgjandi mynd var tekin er Any Trouble kom fram sem leyni- gestur á útihljómleikum sem efnt var til viö Tommahamborgara á Grensásvegi á annan i hvitasunnu, en þar komu einnig fram hljóm- sveitirnar Brimkló, Start og Grýlurnar. (Visismynd: Þ.G.) U ms jdn: Svefnn Guðjdnsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.