Vísir - 10.06.1981, Blaðsíða 24

Vísir - 10.06.1981, Blaðsíða 24
VÉ&XB Miðvikudagur 10. júní 1981. síminnerðóóll Veöurspá dagsins Suöurland, Faxaflói: Hæg breytileg átt, sumsstaðar skúrir siðdegis. Breiðafjörður til Austfjarða: hæg breytileg átt, viðast léttskýjað. Suðaust- urland: hæg breytileg átt, sumstaðar skúrir, einkum vestan til og siðdegis. Veöriö hér og par Veðrið klukkan 6 I morgun: Akureyri skyjað 4, Bergen skýjað 10, Helsinkirigning 15, Kaupmannahöfn alskýjað 15, Oslóskýjað 13, Heykjaviklétt- skýjað 3, Stokkhólmur alskýj- að 16, Þórshöfn skýjað 4. Veðrið klukkan 18 i gær: Aþenaheiðrikt 23, Berlinskýj- að 22, Chicagoskúr 19, Frank- furtskýjað 19, Nuuk alskýjað 2, London léttskýjað 17, Las Palmas léttskýjað 24, Mall- orka heiðrikt 27, Montreal þrumuveður 21, New York þokumóða 30, Paris skúr 18, Róm heiðrikt 23, Malaga heið- rikt 24, Vin léttskýjað 25, Winnipeg rigning 17. Loki segir Þaö er greinilegt, að Svavar var eldfljótur að ráöa Inga R. sem forstjóra Brunabótar. Laumast togarar ur landi meO smáflsk? tslenskur togari landaði á dögunum tvö hundruð tonnum af smáfiski I Færeyjum, sem er i sjálfu sér ekki i frétt skrifandi, nema sökum þess að áhöld eru um ástæöurnar. Færeyska Dagblaðið heldur þvi fram, að togarinn hafi landað smáfiskinum I Færeyjum til þess að komast hjá þvi að gefa stærð fisksins upp. Agúst Einarsson hjá Lands- sambandiislenskra útvegsmanna er á annarri skoðun. Hann sagði i samtali við Visi: „Austfjarða- togarar landa endrum og sinnum i Færeyjum og þá vegna þess, að ekki hefur hafist undan að vinna fiskinn i frystihúsum og fiskverk- unarstöðvum”. Færeyska Dagblaðið bætir þvi við, að togarinn hafi ætlað að fara á sama veiðisvæði aftur, en kom- ið að þvi lokuðu, þvi að yfirvöld hefðu talið fiskinn á svæðinu of smáan. Agúst sagði, að þorskurinn hefði vissulega verið smár. Hins vegar hefðu eftirlitsmenn verið á svæðinu allan timann og lokað svæðum, þegar i ljós hefði komið, að þar væri mikið af undirmáls- fiski. „Þegar mokafli er og frysti- húsin hafa ekki undan, liggur vel við að fara til Færeyja”, sagði Ágúst, „ogégleyfi mér að draga i efa, að þessi frétt eigi við rök að styðjast”. En hvaða togari var þetta? Færeyska blaðið nefnir engin nöfn, Llú á að fá uppgefin nöfn skipa,sem landa i útlendum höfn- um, en á þvi vill vera misbrestur, og stúlkan, sem tekur á móti slik- um upplýsingum, er komin i sumarfri. Nafn togarans er þvi enn á huldu. —Gsal. Þaö rikti mikil eftirvænting viö hús Æskulýðsráðs Reykjavikur viö Frikirkjuveg i morgun. Þar voru samankomin 40 borgarbörn á aldrinum 10 til 12 ára, og þau voru að leggja land undir fót og ætluðu alia leið austur I Hrunamannahrepp.þar sem þau munu dvelja á sveitaheimilum I 3 daga og kynnast lifi og starfi I sveit. Aðsögn Ómars Einarssonar, framkvæmdastjóra Æskulýðsráðs, er hér um aðræða árvissa ferð barna úr Reykjavík og eru ferðirnar afraksturinn af samstarfi Æskulýðsráðs og Sambands sunnlenskra kvenna. Eftir næstu helgi fá börnin úr Reykjavlk jafnaldra sina úr sveitinni I heimsókn og munu sveitabörnin fá að kynnast ys og þys borgarinnar. —TT. (Visismynd: E.Þ.S.) Bandarlsku ofurhugarnir I sýningarflokknum Hell Drivers komu til Seyðisfjarðar I gærkvöldi og lögðu þá strax af stað áleiðis til Reykjavlkur. Fyrsta sýningin verður á Melavellinum annað kvöld. Myndina tók Ólafur Guðmundsson við komu flokksins til Seyðisfjarðar. fllögö gjöld i Reykjavik 1980: PALMI ENN HÆSTUR Reykvikingum var gert að greiða rétt rúma 138 milljarða gamalla króna I heildargjöld á siðasta ári af tekjum ársins 1979, að þvi er kemur fram I skattskrá ársins 1980, sem nú fyrst hefur verið lögð fram. Hæstu gjaldendur af einstakl- ingum eru þeir Pálmi Jónsson, Ásenda 1, 168,2 milljónir gkr., Þorvaldur Guðmyndsson, Háu- hlið 12, 86,9 milljónir gkr., Gunn- ar Þór Ólafsson Eikjuvogi 13, 69,3 milljónir gkr., Ásgeir Bragi Ólafsson Hjarðarhaga 48, 56,5 milljónir gkr. og Ingólfur Guð- brandsson, Laugarásvegi 21, 46,3 milljónir gkr. Hæstan tekjuskatt greiða þeir Gunnar Þór Ólafsson 51,6 milljón- ir gkr., Pálmi Jónsson 47,6 mill- jónir gkr., Asgeir Bragi Ólafsson 43,1 milljón gkr., Þorvaldur Guð- mundsson 41,5 milljónir gkr. og Björgvin Schram 19,9 milljónir gkr. Félög með hæstu heildargjöld samkvæmt skattskránni eru Samband Isl. samvinnufélaga með rétt rúman einn milljarð gkr., Eimskipafélag Islands 420,2 milljónir gkr., Flugleiðir 368,2 milljónir gkr., Siáturfélag Suður- lands 226,2milljónir gkr., og Hans Petersen 200,6 milljónir gkr. Hans Petersen er hins vegar með hæstan álagðan tekjuskatt af félögum i Reykjavik, 161,2 mill- jónir gkr. Þar á eftir koma Bif- reiðar og landbúnaðarvélar með 108,8 milljónir gkr. og Skeljungur með 85,7 milljónir gkr. Þá kemur fram i skattskránni, að lagt var sérstaklega á 1715 börn i Reykjavik samtals 83,6 milljónir gkr. Þetta voru sem sagt álögð gjöld fyrir gjaidaárið 1980, en álagn- ingaseðla fyrir árið i ár er ekki að vænta fyrr en i næsta mánuði. — KS Yinnuslys á vellinum Vinnuslys varð á Keflavikur- flugvelli rétt fyrir hádegið i gær. Verið var að vinna við hitaveitu- framkvæmdir er tréfleki slóst i verkamann, með þeim afleiðing- um að hann féll i götuna. Var hann fluttur á sjúkrahús, þar sem meiðsl hans voru könnuð en ekki þótti ástæða til þess að leggja hann inn á sjúkrahúsið i Keflavik. — AS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.