Tíminn - 30.11.1969, Blaðsíða 2
2
TIMINN
SUNNUDAGUR 30. nóvember 1969.
llllllll
Kirkiuárið - aðventan
Fæstir gera sér þess fulla
grein, a3 allt starf safnaða,
íkirkju og presta er innan
vissra takmarka ákveðins
ramima, sem nefnist kirkju-
árið og hefst með aðventunni,
jólaföstunni ár hvert.
Hverjum kelgidegi allt árið
um 'kring er ætlað sérstakt um-
hugsunar- og umræðuefni úr
Heilagri Ritningu. Ekki þann-
ig, að þar megi engu breyta
eða neitt færa til, þótt lítið
sé þess þörf, þar eð þrjú
guðspjöll og þrír pistlar eru
ætlaðir til að velja um hverju
sinni.
En þetta ákveðna form bak
við tjöldin skapar festu og
minnir á margt, sem annars
mundi of mjög þoka í bak-
sýn og gefur tækifæri og hvatn
ingu til að hugsa um margt,
sem annars yrði erfitt eða ó-
kleift að finna út hverju sinni.
>ví sá á kvölina sem á völ-
ina. Oft er erfitt að áfcveða
sig, ef valsviðið er of breitt.
Og í aldanna rás hefur boð-
skapur kirkjunnar kristinn
dómur breitt sinn blæ yfir árs-
tíðir og tímabil um leið og
hann hefur hlustað eftir og
SKEIFU SKRIFSTOFUHÚSGðGH **
” . j
■■••.•■'••••■■ ............................................... ....................
,
-M..L ,,
ifii.lf.fi
i —— |
1 —
j
SKEIFAN
UiaiWðmaiiiilffuui-atafll
samræmzt blæ vorgolunnar,
störfum sumarsins, stormum
og fölva haustsins og andvörp-
um vetrarmyrkranna.
Þannig hefur andi kristins
dóms ekki einungis náð hjört-
um manna og hugsun meira
en flesta grunar.
Hann hefur þrengt sér inn
í karðan stein og skapað hin
tiginlegustu musteri og miklu
kirkjur.
Andi Krists hefur flætt inn
í glerið í gluggum musteranna
og helgidómanna og gert
hverja smáflís að listaverki,
gætt hvern smáflöt lífi og feg-
urð sem sjál-fstæðan hluta ann
arrar stærri heildar.
Hann hefur tekið tónana,
sem stundum geta helzt líkzt
ýlfri og öskrum og skapað úr
þeim dýrðlegustu sinfóníur,
yfirskilvitlegt tónaflóð kirkju-
tónlistar, sem náð hefur hærra
allri annarri list veraldar.
Kraftur hans hefur tekið lit
ina á sitt vald og gert úr þeim
sjálfstætt líf á köldum dauð-
um veggjum, skapað ásjónur
og persónur löngu liðinna alda
svo þær verða ódauðlegri þeim,
sem anda draga og mótað lín-
ur og litadýrð kirkjumálverka,
sem listamenn og trúmenn
meta svo mikils, að leggja all
an heiminn undir í ferðalög-
um, éf þeir mættu líta slíka
dýnð örfá andartök.
Qg andi kristins dóms hef-
ur umskapað mannleg orð í ó-
dauðleg ljóð allra tungna sig-
ursálma, sem gefa kraft, sem
er sterkari en þjáningar og
kvöl, angist og dauði. En líka
skapað vizku og speki ritning-
anna í guðspjöllum og bréf-
u-m, trúarjátningum og fræð-
um kynslóða eftir kynslóðir.
En Kristur, kraftur og speki
komandans hefur ©kki einung-
is gefið hinni svokölluðu
dauðu veröld steina og litar-
efna líf og veitt tónum og
hljóðum nýtt gildi, hafið þetta
allt í hærra veldi, heldur einn-
ig lagt undir sig, streymt inn
í sjálfan tímann, sem líf jarð-
ar allt er gjört af, vikur hans,
daga, stundir og ár.
Mótað ásjónu Krists í ald-
anna strau-m cg gefið predik-
aranum hugmyndir hvern
morgun hverja hátíðastund,
lagt heilur.i hópum, já milljón-
um milljóna bænarorð og lof-
gerð á tungu.
SÍM111400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF
Fá listaverk hérlendis,
kannski engin, sýna einmitt
slíka Kristsmynd í tíma, rúmi
og efni betur en mynd Nínu
Tryggvadóttur í Skáíholtsdóm-
kirkju hinni nýjli. Hún er fög-
ur sönnun þess, hvað íslenzk-
ur andi getur inn-lifazt Kristi
eða Kristur samlifazt honum
á þessari öld efnishyggju,
gervimennsku og styrjaida,
tunglferða og tæknisigra. Enn
ný sönnun um kraft hans VíS
straumfall aldanna og í storm-
um tímans, hvernig sem allt
breytist og byltist.
Segja mætti, að kirkjuárið
væri líkt og fjalltraust og him-
inhá dómkirkja, sem söfnuður
Drottins, kristið fólk á jörðu,
safnaðíst í til bæna og and-
legrar styrkingar.
Hugsið ykkur alla þá tóna,
sem unnt er þar að njóta á
einu einasta ári. Það er feg-
ursta tníarjátning, sem flutt
er á jörðu. Og þar þarf engin
orð til að deila um. Hvert
tímabil á þar sinn sérstaka
búning. Og síðan má opna aug-
un og horfa á myndir á veggj-
um og gluggum, allt sama sin-
fónía dýrðar og andagiftar,
innblásturs og listar.
Og svo segja sumir: Kirkj-
an er dauð og áhrifalaus og
Kristur hefur aldrei verið ann-
að en ímyndun fákænna smala
og fiskimanna, sem léku sér
raunar að því að láta húð-
strýkja sig, ofsækja, pynda og
krossfesta til þess að mega
segja öðrum frá honum.
Og af þeim hefur kirkjuáv-
ið tekið við og innprentað
listamönnum og predikurum
boðskapinn um eilifar hugsjón
ir mannkyns um frelsi og frið
á jörð, bræðralag, drengskap
og dyggð.
Hver sunnudagur, hver
hátíð, hver \morgunn, hvert
kvöld leggur nýrri og nýrri
kynslóð orð á tungu, hugsan-
ir menn gjöii yður, það skuluð
þér og þeim gjöra.“
„Allt, sem þér viljið að aðr-
ir menn gjöri yður, það skuluð
þér og þeim gjöra.“
„Leitið fyrst Guðs rikis og
réttlætis þess, þá mun allt ann-
að veitast yður að auki.“
Og Guðs ríki er réttlæti,
friður og fögnuður í sálum og
samfélagi manna, æðsta sæla
lífsins, inntak og takmark allr-
ar göfugrar viðleitni.
Gerum því kirkjuárið að
musteri Guðs, með Kristsmynd
á hverri stundu í okkar eigin
sál. Látum sumar þess bera
ávexti hins göfgasta í sögu og
söngvum mannkyns, en um-
fram allt, móta hið fegursta
listaverk lífs á jörðu:
Göfuga mannssál.
Árelíus Níelsson.
GULLFISKABÚÐIN
AUGLÝSIR
Nýkomin sending af fóðri
og alls konar vítamínum
fyrii fugla.
Einnig gott úrval af fisk-
•im fuglum 02 gullhömstr
um Leikföng fyrir fugla.
•Jkraut fyrir fiskabúr.
Sendum gegn póstkröfu.
GULLFISKABÚÐIN,
Barónsstig 12.
Heimasími 19037
fyrii hádegi.