Tíminn - 30.11.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.11.1969, Blaðsíða 7
gtlNNUDAGUR 30. nóvember 1969. TIMINN 7 'sr <<> Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastióri: Kristján Benediiktsson. RitstJórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjórnar: Tómas KarLsson. Auglýs. ingastjóri: SteingrímuT Gislason. Ritstjómarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastraeti 7 — Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523. Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði. mnanlands — í lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f. Kjarni málsins Fulltrúar þingflokkanna komu fram í dagskrá sjón- varpsins um EFTA-málin í fyrrakvöld og lagði Helgi Bergs áherzlu á að það yrði að liggja fyrir Alþingi sam- tímis EFTA-samningnum, hvaða ráðstafanir ríkisstjórn- in og þingmeirihluti hyggðist gera fyrir íslenzkan iðnað til að búa hann þannig í stakk, að hann geti mætt þeirri auknu samkeppni, sem honum er búin. Svör við þeim spurningum yrðu að liggja afdráttarlaus og skýr fyrir áður en EFTA-málið er afgreitt. Þessum spurningum er enn ósvarað. Helgi Bergs sagði m. a. eitthvað á þessa leið: „Ég er þeirrar skoðunar að mjög æskilegt væri fyrir okkur að geta fljótlega tekið þátt í þeirri viðskipta- samvinnu, sem á sér stað meðal nánustu nágranna okk- ar. Ekkert er að mínum dómi hættulegra okkur en að einangrast frá þessum þjóðum og einmitt innan Efta eru þær þjóðir, sem við höfum haft nánasta og bezta samvinnu við fram að þessu, Norðurlöndin og England. Það er heldur enginn vafi á því, að það mundi vera okkur íslendingum hagkvæmt ef við gætum gerzt aðilar að fríverzlun, en þá á ég við gagnkvæmt afnám vemd- ' artolla og viðskiptahafta á iðnaðarvörur. Sérstakiega myndu launþegar og aðrir neytendur hafa hag af henni, því hún tryggir bezt kaupgetu launanna og hlífir þeim við þeirri skerðingu kaupgetunnar, sem af varanlegri tollvemd leiðir. En á hinn bóginn sú aukna samkeppni sem af frí- verzlun leiddi, yrði innlendum framleiðendum ofraun og atvinnuleysi ykist í stað þess að hverfa, þá væri auð- vitað verr farið en heima setið. Ég er að því leyti bjartsýnn, að ég treysti íslenzkum iðnaði vel til að standa fyrir sínu, ef hann fær sam- bærilega aðstöðu við þá sem hann keppir við. En því fer víðs fjarri að hann hafi það núna, og hann berst ekki frekar en aðrir með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak. Og þá er komið að kjarna málsins. Ríkis- stjórnin ætlar að leggja það til í næstu viku, að ísland gerist aðili að Efta. En hvað ætlar hún að leggja til í skattamálum útflutningsframleiðslufyrirtækjanna? Hvað ætlar hún að leggja til í lánsfjármálum? Hvað í mennt- unar- og fræðslumálum iðnaðarins. Þessum spurningum og fleiri hliðstæðum verður að svara áður en Efta-mál- ið er afgreitt. Og hér duga engin undanbrögð eða óljós loforð, því á þessu getur algerlega oltið hvort árangur næst af Efta-aðild eða ekki, það sem telur, er hvað kem- ur til með að liggja fyrir Alþingi samtímis Efta-samn- ingnum. Það kemur ekki í Ijós fyrr en í næstu viku væntanlega. í þessum umræðum hefur athygli manna beinzt mjög að þeim ákvæðum, sem fjalla um atvinnurekstrarrétt- indi. Þessi ákvæði ná til ákaflega takmarkaðs sviðs og auk þess hefur ríkisstjómin lýst því yfir að þannig eigi að ganga frá með löggjöf, að það sé eftir sem áður á valdi íslendinga einna, hverjir stundi hér atvinnurekst- ur. Hér verður Alþingi að vera vel á verði og ræði ég það svo ekki frekar. Ég ræði heldur ekki þá sérsamn- inga sem gerðir hafa verið um freðfiskflök, dilkakjöt og iðnþróunarsjóð. Þetta eru ekki aðalatriði í málinu, og það eru ekki heldur þau ákvæði, sem samningurinn felur í sér umfram sjálf fríverzlunarákvæðin. Þær skuld- bindingar eru óverulegar, og því verður það afstaðan til fríverzlunar sem úrslitum ræður. Fríverzlun færir iðn- aðnum ýmsa nýja möguleika. Á því er enginn vafi. En verða honum sköpuð skilyrði til að hagnýta sér þá?“ TK — TOR EIGELAND: Olíuauður Kuwait hefur valdið gjörbyltingu í landinu öllu Unnið er markvisst að eflingu ýmis konar atvinnuvega bæði til lands og sjávar til þess að koma í veg fyrir, að landsmenn eigi allt sitt undir olíunni í framtíðinni ....... SABAH AL-SALIM AL-SABA'H DVEÍRGBÍKIð Kuwait gegn- ir mikilvægu og - kyrrandi stjórnmálahlutverlki í þeim hluta heims, þar sem sífelld bellibrögð og stjórnarbylting- ar eru daglegt brauð. Fyrir þrjláitíu árum vafcti Ku- wait ekki öfund né ágirnd neins. Landið er ekki nema um 11000 ferkílómetrar, að mestu gróðurvana auðn, brún og sólsviðin, þar seru hirðingj- ar reikuðu um með svína- og geitahjarðir sínar. Höfuðborg- in, sem einnig ber nafnið Ku- wait, var eyðilegur bær, húsin lág úr sólþurrkuðuau leir og göturnar fáförular og rykugar. Þarna bjuggu fáeinir kaup- menn, fiskveiðimenn, perlu- grafarar og höfðingjar úr eyði mörkinni. En þegar til kom, reyndist hin gullna eyðimörg geymia auðugar olíuiindir. Árið 1933 var fýrsta lindin tekin í notk- un, Nú er gert ráð fyrir, að eyðimörk Kuwait og svæðið umhverfis Persaflóa geymi um 15 af hundraði alls olíuforða heimsins. TEKJUR Kuwait af olíu- vinnslunni eru nú um_ 760 milijónir dollara á ári. íbúar landsins eru fáir, eða um 260 þúsund búsettir heimamenn og nálægt 270 þúsundum útlend- inga (tæknimenn, fcennarar, verkamenn og skrifstofu- og verzlunarfólk). Það liggur því í augum uppi, áð Kuwait Ihlýt- ur að vera orðið óþekkjanlegt frá því, sem áður var, eða áð- ur en olían fannst. Gömlu skúturnar og bát- arnir skríða að vísu enn um Persaflóa og Arabíuhaf, en risastór olíuskip eru þó hvers- dagslegri sjón núorðið. Lágu leirhúsin hafa verið jöfnuð við jörðu, en fíngerður eyðimerk- ursandurinn berst enn um göt urnar. Vegir, sem ekki hafa verið malbikaðir eru annars sjaldgæf sjón. Einbýlishús í nýjum, arabískum stíl rísa hvarvetna, líkust höllum, rúm- góð og loftkæld. Einnig ber fyrir augu ýmsa furðulega út- úrdúra arkitefctanna. Stórir bíl ar eru hvarvetna. Eyðimörkin hefir sjálf breytt um útlit. f kyrru veðri og björtu var skyggnið frábært áður en olíuævintýrið hófst, en nú er aldrei gott skyggni vegna hins þykka, feita reyks, sem leggur upp af olíustöðv- unum. KUWAIT leggur ekki á neina skatta. Skólaskylda er frá fjögurra ára til 16 ára ald- urs og algerlega ókeypis. Sími og sjúfcraþjónusta er einnig ókeypis. í borginni Kuwait eru margir almenningsgarðar og stórir, og tré eru gróður- sett meðfram öllum aðalgöt- um. Verzlunarmiðstöðvar rísa hvarvetna upp. Búið er að bæta úr vatns- skortinum með því að eima sjó, en við eiminguna er not- að jarðgas. Vatnsnotkunin nemur 114 milljónum lítra á dag. Fyrsta daginn, sem ég dvaldi í Kuwait, veitti ég sér- staka athygli óeim mörgu tank bílum, sem óku fram og aftur eftir götunum. Vinur minn frá upplýsingamálaráðuneytinu gaf mér þá skýringu á nær- veru þeirra, að í borginni væri hvorfci vatns- né skolpveiita. Nágranna. Kuwait bæði nær og fjær horfa sráðugum öfund araugum á öll auðæfin. Lands- drottnar Kuwait hafa til þessa verið kænir og örlátir í stefnu mörkun sinni og hafa því hald ið völdunum. KUWAIT hefir stofnað „þró unarsjóð Arabalanda“ og var- ið milljónum dollara í arðgæf fyrirtæki hvarvetna um Araba- lönd. Ótryggt og riðandi efna- hagslíf Jói'daníu og Egypta- lands nýtur beinnar og nota- drjúgrar hjálpar frá Kuwait. Útlendingar í Kuwait eru heldur fleiri en heimamenn. Gert er ráð fyrir, að þeir kynnu ef til vill að efna til óeirða og eru þvi hafðar á þeim nánar gætur til þess að unnt sé að koma í veg fyrir, að beir blandi sér í stjórnmál í landinu eða fremji skemmd- arverk. Valdamenn i Kuwait hafa reynt að efla ýmsa atvinnu- vegi til þess að koma í veg fyrir, að landsmenn eigi allt sitt undir olíunni. Tilraunir hafa verið og eru enn gerðar með ræktun ýmissa nytjajurta í sandi, sem fljótandi áburði er blandað í. Tómatar, agúrk- ur og ýmsar aðrar nytjajurtir gefa ágæta uppskeru á þenna hátt. Tómatar hafa til dæmis gefið fimm sinnum meiri upp- sfceru með þessum hætti en venjulegum aðferðum. Kýr lifa eins og blóm í eggi í loftkæld- um fjósum og hvers konar ali- fuglarækt eykst hröðum skref- um. Fyrir sfcömmu fúndust risarækjur í Persaflóa, og nú eru fluttar út rækjur fyrir margar milljónir. EF til vill hefir verið við því búizt, að þessi skyndilegu, miklu aúðæfi yllu sællífi og óhófi. Sú hefir þó ekki orðið raunin. Islam hefir traust tök á íbúum Kuwait. Karlmenn klæðast enn sínum gömlu, svölu kjólum og eru jafn stolt- ir og höfðinglegir og áður. Fjölmargir tækifærissinnar hafa að vísu reynt að fleyta rjóma af auðæfunum og lagt stund á ýmisskonar viðskipti. En þeir fylgja gömlum gest- risnisvenjum hirðingjanna og eru heiðarlegir og eðlilegir í framkomu. Þjóðþing situr á rökstólum í Kuwait, en drottnarinn, hans hátign Sabaih al-Salim al-Sab- Framhald á bls. 11

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.