Tíminn - 30.11.1969, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1969, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 30. nóvember 1969. TIMINN 3 TVÆR PLOTUR TEKNAR UPP MEÐ QÐMÖNNUM ILONOON Shady syngur fyr'tr íslondinga f „Höfn‘ í kvöld. ÓÐMENN HÖFNUÐU ÍSL. UPPTÖKUTÆKNI. Eins og lesendur muná, var greint frá því hér í þættinum ekki alls fyrir löngu að Óð- menn væru önnum kafnir við að vinna að tveggja laga hljóni plötu fyrir Fálkann í hljóð- upptökustúdíói sjónvarpsins. Hér var um að ræða tvö lög, sem Fálkinn ætlaði að setja á markaðinn á undan plötu Trúhrots. Upptakan á þessum tveim lögum varð hin sögulegasta, því eftir að hafa reynt til þrautar upp- tökutækni sjónvarps og hljóð- varps, voru piltarnir hinir óánægðustu með útkomuna, og fóru fram á það við Fálkann að platan væri tekin upp í Bret landi, en Fálkinn taldi alltof kostnaðarsamt að senda þá út fyrir eina tveggjalaga hljóm- plötu. Óðmenn höfðu ekki undirrit- að neins konar samning við Fálkann, og þeir tóku nú að greimslast fyrir um það, hvort einhver önnur hljómplötuút- gáfa hefði áhuga á að senda þá utan til plötuupptöku. Nú standa málin þannig, að piltarnir fara til Lundúna n.k. þriðjúdag á vegum SG-hljóm- platna. Hljóðritaðar verða Björgvin var einn þeirra er söng inn á „pop festival'* plötuna. Óðmenn eru á förum til London, í plötuupptöku etv. koma þeir fram í brezka sjónvarpinu. tvær tveggjalaga plötur í stereo. Lög og textar eftir Jó- hann Jóhannsson söngvara og bassaleikara hljómsveitarinn- ar. Fyrirhugað er að setja aðra plötuna á markað fyrrililuta árs 1970, en hina síðar. Til athugunar er að setja tvö lag- anna á brezka hljómplötumark- aðinn, og eru enskir textar til reiðu í því skyni. Ef aðstæður og tími leyfa, eru sterkar lík- ur á að Óðmenn komi fram í brezka sjónvarpinu í þessari Lundúnaför sinni. Þremenningarnir í Óðmönn- um hafa farið sínar eigin göt- ur, og flutt svo til eingöngu blues músík, en þó blues eigi hér allstóran aðdáendahóp, þá á þessi tegund tónlistar ekki almeunum vinsældum að fagna, þetta hefur óncitanlega bitnað á Óðmönnum, sem með þrautseigju og þrákelkni hafa ismnið algert brautryðjenda- starf í að kynna blues á dans- stöðum. Þetta hefur mælzt mjög mis- jafnlega fyrir, þeir hafa verið marglofaðir fyrif góðan hljóð- færaleik, samtímis því að full- yrt hefur verið að þeir verði ekki Ianglífir í „bransanum“. En Óðmenn hafa þraukað og þó , leiðin hafi oft verið grýtt, þá hafa þcir líka vakið verð- skuldaða athygli. Það er alla vegá niiluð gleði- efiíi fyrir aðdáendur Óðmanna að fyrstu plötur hljómsveitar- innar skuli vera unnar við fullkomin tæknileg skilyrði, þannig a i ástæða er til að ætla að geta þeirra njóti sín til fulls. ítsl. pop festival“platan VERÐUR EKKI Á JÓLAMAKAÐINUM. Um alllangt skeið hefur stað ið yfir hljóðritun á all sér- stæðri LP hljumplötu í útvarp- inu, á vegum Tónaútgáfunnar. Á þessari plötu áttu að koma fram allar þær pop-hljómsveit- ir og söngvarar sem eitthvað kveður að um þessar mundir, að undanskildum Óðmönnum og Trúbroti. í fimm laganna átti að hafa sama háttinn á og í plötu Björgvíhs Halldórssonar, þ.e. a.s. kaupa undirleikinn áð ut- an. Engilhert Jensen, Kristín Ólafsdóttir, Rúnar Gunnarsson Guðmundur Haukur og Bjarki Tryggvason áttu að sjá um sönginn í umræddum lögum. En eitthvað hefur gengið úr- skeiðis, því fyrir um það bil mánuði átti að vera búið að senda segulbandsspólurnar með hinum umrædda brezka hljómsveitarflutniiigi til Tóna- útgáíunnar, en þær eru ókomn- ar ennþá, þannig að það er sama sem útilokað að þessi sérstæða hljómplata komist á markaðinn fyrir jól eins og upphaflega var ráð fyrit gert. „Pop-festival“plata Tónaútgáf- unnar hefði orðið Trúbrots plötunni skæður keppinautur, ef allt hefði gengið samkvæmt áætlun. TRÚBROT f KAUP- MANNAHÖ: \. í kvöld leika Trúbrot fyrir dansi í „Folkets hús“ í Kaup- mannahöfn á fullveldisfagnaði íslendingafélagsins. Þetta er hin virðulegasta samkoma, meðal ræðumanna er Gunnar Thoroddsen sendiherra. í gær- kvöldi áttu þeir að leika á al- mennum dansleik í Lundi í Svíþjóð. f dag var fyrirhugað að hafa fund með dönsku „pop- pressunni“, og skemmtistaða- forstjórum, og meiningin var að láta hljómsveitina flytja nokkur lög fyrir gestina, þá er tii athugunar að Trúibrot komi bæði fram í útvarpi og sjónvarpi í Danmörku, en það var ekki endanlega ákveðið er hljómsveitin hélt utan s. 1. föstudag. Þessi Danmerkurför er á vegum Skrifstofu skemmti krafta, Péturs i’éturssonar. Benedikt Viggósson. Ný þjónusta Önnumst ísetningar á ein- földu og tvöföldu gleri. tJtvegum allt efni. ÁkvæSis- eða tímavinna. Upplýsingar í síma 26395 á daginn og 81571 á kvöld- in. i Geymið auglýsinguna. MÁLVERK Gott úrval Afborgunar- kjör. Vöruskipti. — ÍJm- boðssala Gamlar bækur og antik- vörur. önnumst innrömmun mál- verka. MÁLVERKASALAN TVSGÖTU 3. Simi 17602. Jón Grétar Sigurðsson néraðsdómslögmaður Austurstræti 6 ■ '■ ' ' ‘ # . " . , ‘ Simi 18783 WmúRBANKlNN er lianki íólksins Loftpressur — gröfur — gangstétfasteypa Tökum að okkur allt múrbrot. gröfi oc sprengingar I húsgrunnum og holræsum. leggjum skoipleiðsiur. Steyp- um gangstéttir og innkeyrslur Vélaleiga Símonar Símon- arsonar. Alfheimum 28. Simi 33544. Philips segulbandstæki ÚTSÖLUSTAÐIR PHILIPS STEFÁN HALLGRÍMSSON, Akureyri VERZLUNIN BJARG, Akranesi HARALDUR EIRÍKSSON H.F., Vestmannaeyjum K/F SKAGFIRÐINGA, SauSárkróki K/F SKAFTFELLINGA, Hornafirði STAPAFELL, Keflavík RADIOVINNUSTOFAN, Keflavík K/F ÞINGEYINGA, Húsavík RADIO- OG SJÓNVARPSSTOFAN, Selfossi Umboð HEIMILISTÆKI S/F.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.