Tíminn - 30.11.1969, Blaðsíða 6
6
TIMINN
SUNNUDAGUR 30. nóvember 1969.
Magsiýll bókvit verður
í askana Sátið
Það er vel tdl fundið hjá
háskólastúdentuim að velja sér
að einkunnarorðum dagsins á
morgun, 1. desember, „bókvit-
ið verður í askana látið“. Það
er svo sannarlega réttmæli um
þá tíma, sem við lifum, og
verður sennilega í framtíðinni
enn meiri og ólþreifanlegri sann
leikur um efnáhagslegar fram-
farir þjóða heimsins. Hið um-
snúna, gamla íslenzka spakmæli
mætti £ rauninni kaUa lög-
mál tækniþjóðfélaga framtíðar-
innar. En öll lögrnál eru því
aðeins gild, að réttar forsend-
ur, sem lögmálið er grundvall-
að á, séu fullkomlega til stað-
ar í einstökum tilvikum. Sé
forsendunum raskað gildir lög-
málið ekki lcngur og niður-
staðan verður röng. Á þetta vil
ég minna í tilefni dagsins og
tel ekki vanþörf á. Þótt ég
viðurkenni „hið nýja lögmál“
þ. e. „að bókvitið verði í askana
látið", vil ég slá þann varnagla,
að réttar forsendur _ verði að
vera fyrir hendi á íslandi, ef
við ætlum að gera þetta lög-
mál gUt hórlendis. Þetta lög-
mál er fullkomlega gilt meðal
hinna þróuðu iðnaðarþjóðfé-
laga nágrannaþjóða okkar aust-
an hafs og vestan. F'orsendur,
sem þetta lögmál grundvallast
þar á, er fullkomið og mikil
virkt skólakerfi, sem hefur ver
ið aðlagað atvinnulífi og þeirri
framivindu, sem grundvallast á
tækni og vísindum. Ég legg sér
staka áherzlu á, að það skóla-
og menntunarkerfi hefur verið
aðlagað og er í mjög nánum
tengslum við atvinnulíf, tækni
og hagnýt vísindi. Það eru Uka
algjörar forsendur þess, að
„bókvitið verði í askana látið.“
Hvernig er ástatt hér?
En hvernig er ástatt um okk-
ar skóla- og menntunarkerfi?
Hvernig hefur tekizt að aðlaga
það atvinnulífinu og tækni og
hagnýtum vísindarannsóknum?
Það á æði langt í land enn og
flest það, sem úrslitum ræður,
er enn óunnið. Okkar skóla-
kerfi er bæði úrelt og staðnað.
Það er staðreynd, sem öUum
er hollast að viðurkenna og
aldrei má gleymast í umræðum
um þessi mikilsverðu mál. En
þetta hefur oft gleymzt og því
er vel, að háskólastúdentar
minna nú rækilega á þessar
nauðsynlegu forsendur í Stúd-
entablaðinu 1. des. Það er
nefnilega eins víst og tvisvar
tveir eru fjórir, að bókvitið úr
íslenzka skólakerfinu verður
ekki nema að mjög takmörk-
uðu leyti í askana látið.
A£ eðlilegum ástæðum og
sjálfsögðum, beina stúdentar
augum sínum fyrst og fremst
að Háskóla íslands og kannski
er hann einmitt hróplegasta
dæmið um skort tengsla milli
atvinnulífs og menntunar. En
það er á margt fleira að líta
í okkar skólakerfi en háskól
ann einan. í stuttu máli má
segja, að allt skólakerfið þurfi
að endurskoða frá rótum. Það
þarf að verða bylting í skóla
máium okkar í átt til liins hag
nýta nái.-S, sem sannarlega og
sannanlega verður í askana lát-
ið. En er það þá það, sem á-
unnizt hefur í skólamálum okk
ar síðustu misseri og er það
einmitt það, sem ákveðið hef-
ur verið að gera í skólamál-
um okkar á næstu misserum?
Varla geta menn svarað því
með hiklausu jái. Því miður.
Skal nokkuð vikið að því siðar,
Á tímamótum
Við stöndum nú á tímamót-
um í menntunar- og efnahags-
málum á margan hátt. Ekki
dregur yfirvofandi aðild ís-
lands að EFTA þar úr. Það
mun ráðast á næstu árum,
bvort okkúr tekst að halda
stöðu okkar í samfélagi þjóð
anna, hvort við teljumst hlut
gengir meðal menningar- og iðn
aðarþjóðanna í nágrenni okkar.
Ef okkur tekst ekki að aðlaga
menntunarkerfi okkar í öllum
greinum að þeim risavöxnu
verkefnum, sem okkar biða
og þeim gífurlegu breytingum,
sem hér þurfa að verða og
reyndar hljóta að verða og að
þeirri hraðfara þróun, sem nú
á sér stað meðal menningar-
þjóða heimsins, hljótum við að
staðna — og ekki einungis
staðna heldur að dragast aftur
úr og æ meir sem lengra liði.
Það er því ekki ótímabær spurn
ing, sem Magnús Gunnarsson,
form. S.F.H.Í., spyr í ávarpi
sínu í Stúdentablaðinu: „Má
ekki að einhverju leyti rekja
erfiðleika atvinnuveganna og
um leið þróunarinnar til skorts
á mönnum, er bafa tileinkað sér
þá þekkingu og tækni, sem fyr
irtæki nútímans krefjast?“
Ifljóta ekki allir raunsæir
menn að svara þessari spurn
ingu játandi. En sé það svar
rétt nú, þá er vfst, að gildi
þess svars á eftir að komast í
margfalt veldi í framtíðinni og
gífurlegir enfiðleikar að bíða
þessarar þjóðar, ef við vökn-
um ekki nú af svefni — og ekki
aðeins vöknum, heldur látum
hendur standa rækilega fram
úr ermum.
Magnús Gunnarsson svarar
spurningunni á þessa leið: „Þvi
aðeins getum við haldið efna
hagslegu sjálfstæði í framtíð-
inni, að við byggjum upp heil-
brigt efnahagskerfi, sem sjái
þegnunum fyrir álíka lífskjör
um og í nágrannalöndunum.
Undirstaðan hlýtur að vera vel
menntað og framsækið vinnu-
afl og afkastamikil framleiðsla
byggð á islenzkri tæknikunn-
áttu.“
Þetta er mergurinn málsins.
Sorgarsaga
En hvar erum við þá staddir
á þessari leið?
í verknámsdeildum gagn-
fræðastigsins eru kenndar úr-
eltar aðferðir og nemendum
fyrst og fremst kennt að fara
með gömul amboð, sem öll
iðnaðarþjóðfélög — og meira
segja íslendingar lika — hafa
lagt á hilluna sem safngripi,
er heyra fortíðinni til. Þar er
það að mjög takmörkuöu leyti
borið við að kenna fólki að
umgangast, hirða og stjórna
vélum, sem verkkunnátta aú-
tímans og enn frekar fram-
tíðarinnar grundvallast þó á.
Verknámsdeildir voru hugs
aðar handa þeim nemendum,
sem hyggðu á sem stytzt fram-
haldsnám, og látið í veðri vaka
að þar gætu þeir fengið hag-
nýta kennslu, er kæmi þeim að
notum strax og þeir kæmu út
í atvinnulífið. Harla léttvægt
er það nesti, sem nemendurnir
þannig fá, ef undan er skilið
húsmæðrakennsla stúlkna.
Iðnnámið
Iðnskólinn er langt á eftir
þeim kröfum, sem gera verður
til iðnnáms í dag, hvað þá
kröfum framtíðarinnar, sem
verða sannarlega miklar. Ný
iðnfræðslulöggjöf er ekki fram
kvæmd nema að litlum hluta
enn. Og enn er haldið að mestu
því skipulagi, sem allar iðnað
arþjóðir hafa lagt niður sem
algjörlega úrelt þ. e. a ð iðn-
nemar séu undir stjórn og
ábyrgð iðnmeistara á náms-
tíma sínum. Það skal þó játað,
að við höfum 60 löggiltar iðn-
greinar, sem er ekki svo lítið.
Fiskiðnaðurinn hefur um ára-
tuga skeið nær einn staðið und
ir öllum útflutningi okkar. Mat
vælaframleiðsla úr fiski hefur
því verið aðal undirstöðugrein
sjálfs þjóðarbúsins, sem svq
mjög er háð útflutningi. í
matvælafræðum höfum við
reyndar sex viðurkenndar og
löggiltar iðngreinar. Þær eru
bakaraiðn, kjötiðn, kökugerð,
matreiðsla og mjólkuriðn. Allt
fjögurra ára nám, og fram-
reiðsluiðn, þriggja ára nám. Þá
er allt upp talið. Fiskiðn er
ekki til .
Við höfum reyndar sett upp
tækniskóla „g hann hljótum við
að * efla stórkostlega á næstu
árum, ef við ætlum að láta bók
vitið í áskana — einkum þó
í þeim greinum og á þeim svið
um, þar sem ætla má að við
gætum átt mesta möguleika
til framleiðni og verðmætaaukn-
ingar fyrir þjójarbúið. Fisk-
iðnaðurinn hlýtur þar að koma
í hugann fyrstur.
Árum saman hefur skóla-
stjóri Tækniskólans farið fram
á það við yfirstjórn mennta-
mála þjóðarinnar, að fá að
koma upp matvælatæknidéild
við skólann. Hann hefur þar
haft fiskvinnslutækni m. a. í
huga. En hann fær alltaf synj
un.
Svocia er fram-
kvæmdin
Á fjórum eða fimm þingum
í röð svæfði núverandi þing-
meirihluti tillögu um fiskiðn-
skóla. Fyrir fimm og hálfu ári
eða 30. apríl 1964 fékkst meiri
hluti stjórnarflokkanna á Al-
þingi loks til þess að fallast á
tillöguna. Tillögur nefndar um
starfshætti og skipulag skólans
komu strax á árinu 1966. Mik-
ið vatn er runnið til sjávar síð-
an. Nefndin lagði til, að stofn
aður skyldi fiskvinnsluskóli.
Inntökuskilyrði áttu að vera
gagnfræðapróf. Kennsla átti að
vera bókleg og verkleg og
námstíminn tvö ár. Að námi
loknu áttu nemendur að geta
tekið að sér sérihæfð Störf í
fiskiðnaði svo sem verkstjórn,
mats- og eftirlitsstörf, verk
kennslu, vinnuhagræðingu o.
fl.
Hvernig er svo framkvæmd
in. Hinn síðbúni fiskiðnskóli ls-
lendinga er orðinn að tveggja
vikna námsskeiðum í hreinlæt
isfræðum. — Nei, þetta er eng-
inn tilbúningur og um þetta
geta menn lesið og ýmislegt
fleira mjög auiyglisvert í stór
fróðlegri grein, sem Hjalti Ein-
arsson, verkfræðingur, ritar í
Stúdentablaðið um menntunar-
þörf fiskiðnaðarins.
Og nú virðist þingmeirihlut-
inn þegar hafa ákveðið. að ís-
land verði aðjli að EFTA 1.
marz næstkomandi. Formsatr
iðin eru raunar eftir, en aðild
in virðist staðreynd, sem við
verðum að horfast í augu við,
hvort sem okkur líkar betur
eða verr og hver sem skoðun
einstaklinga eða samtaka kunna
að vera á því máli.
Það er því ekki út í hött að
fullyrða, að þá muni reyna á
eina atvinnustétt fremur öðr
um. Það er stétt iðnverkafólks.
Hvernig er aðstaðan til að
mennta það fólk og búa það
nauðsynlegri verkkunnáttu, sem1
úrslitum kann að ráða um það,.
ásamt dugnaði og hugkvæmni
iðnrekenda hvort iðnaður okk'
ar getur staðizt þá auknu sam’
keppni, sem.hann á nú visa. Þar
verður algjörlega að byggja frá'
grunni. Þessari mikilvœgu stétt
hafa ekki verið búin nein verk
menntunarskilyrði. Það er eitt
af verkefnunum, sem setja ættii
númer eitt nú. En verður það
gert?
í því sambandi hlýtur hugur,
inn aftur að leita til gagn-
fræðastigsins í skólakerfinu.
Þarf ekki að gjörbreyta þvi
skipulagi öllu. Er ekki einmitt
kominn grundvöllur til þess nú
með stofnun hinna nýju tveggja,
ára framhaldsdeilda við það
skólastig. Á verknáimskennslan
ekki að beinast að t d. undir-
búningi að verkmenntun iðn-
aðarverkafólks? Er ekki og
nauðsynlegt að gera námið f
gagnfræðaskólunum réttinda-
meira fyrir nemendur, þannig
að það veiti beinlínis inntöku1
próf með undirbúningsmenntun
upp í bekki Iðnskólans, inn í
fiskiðnskóla og síðast en ekki
sízt veiti úr sérstökum fram
haldsdeildum inntökuréttindi í
Tækniskóla? Þarf ekki að huga'
að öðr.u fremur í hinum nýju,
framhaldsdeildum, en því að
skapa mönnum möguleika á að
verða stúdentar 2 árum eldri;
en að venju, þvert jfan í nauð
syn þess að útskrifa yngri stúd
enta en nú? Þarf ekki að gera
tengsl skólastiganna rniklu
lfrænni og beinni en nú er?
Þessu svara ég játandL Það
þarf jafnframt að opna fleiri'
leiðir en nú til háskólanáms.,
Það er lífsnauðsyn að beina
fleiri nemendum að tæknifræði
námi en þá verður líka að opna
greiða leiS" milli Tækniskólans
og verkfræði- og raunvísinda-
náms í háskóla. Skammsýnir og
þröngsýnir menn í Háskóla ís-1
lands, sem ekki hafa enn skiln
ing á þvi, „að bókvitið verður
í askana látið“ synjuðu á s. L
vori um að nemendum Tækni
skólans yrði sú leið fær!
LandsprófiS?
Og hvernig er það með lands-
prófið? Getur /erið að menn
séu nú alveg búnir að gleyma
því eftir allan styrinn, stóru
orðin og margþættu skrifin í
fyrra? Það getur vafalust marg
ur marðurinn, sem farið hefur
í gegnum íslenzka skólakerfið
og kynnzt áþreifanlega þeim
gilda þætti þess, sem kalla
mætti hina skyldubundnu
ítoðslu óhagnýtra minnisatriða,
sem gleymd eru að fullu ári
eftir próf og aldrei geta orðið
neihandanum að gagni í lífinu,
— vitnað með mér um það, að
slíkt bókvit verður aldrei í ask-
ana látið. Þarna fer dýrmœtur
tími, sem verja mætti til
hagnýtra greina, tungumála-
náms, íslenzku og bókmennta.
Það er auðvelt að finna annan
mælikvarð? á hæfni manna til
að stunda langskólanám en
Framh. á bls. 11.
Þetta er stöðnuð stofnun.