Vísir - 06.07.1981, Blaðsíða 1
■I
Skipverji á Hofsjökli missti framhandlegg i slysi i New vork:
Handleggurinn græddur
anur a skipver ann
Ungur háseti á Hofsjökli,
| Svavar Guðjónsson, missti
■ hægri handlegg fyrir neðan oln-
* boga í slysi sem varð þegar
| skipið var dregið til hafnar I
INew York á dögunum. Svavar
var fluttur á sjúkrahiís og þar
| tókst læknum að græða hand-
Ilegginn á aftur og tók aðgerðin
21 klukkustund. Enn mun ekki
S útséð um hvernig til hefur tek-
I ist, en llðan Svavars mun vera
■ góð eftir atvikum.
Stimpill 1 vél Hofsjökuls
I sprakk Ut Ur blokkinni er skipið
■ var statt um 160 sjómilur frá
? Boston og var Hofsjökull dreg-
I inn til haf nar f N ew York. Þegar
■ þangaö var komið komu tveir
" dráttarbátar upp að siðu Hofs-
I jökuls til aö koma honum að, en
Stveir hásetar voru settir i að
sleppa dráttarbátnum sem
| hafði dregið skipið að landi.
IBáturinn hafði um 100 metra
langt nylontog og annað eins af
| vir Uti. Þegar hásetarnir á Hofs-
■ jökli höfðu slakað vimum I sjó-
I inn skipti það engum togum að
Svavar fiuttur frá borði i sjúkrakörfu af starfsmönnum strandgæslunnar (Visism. Sigurður Jónsson)
dráttarbáturinn byrjaði að hifa
inn virinn, en nyiontogið var enn
fast á tromlu i Hoísjckli.
Samkvæmt upplýsingum sem
Visir fékk hjá skipverjum Hofs-
jötuls skipti það engum togum,
aö nylontogið slitnaði og hjó
handlegginn af Svavari eins og
exi hefði verið beitt. Fór hand-
leggurinn af rétt fyrir neðan
olnboga.
Bandaríska strandgæslan var
þegar látin vita og kom sam-
stundis á vettvang. Svavar var
fluttur i skyndi á sjúkrahús þar
sem læknar hófu aögerð um
klukkan niu á föstudagsmorgun
til aö græða handlegginn á aft-
ur. Stóð hUn linnulaust tilklukk-
an sex næsta morgun og nokkr-
um klukkutímum seinna var
Svavarfarinn að fá mátt i hand-
legginn. Þaö mun hins vegar
taka nokkra daga að fá Ur þvi
skorið hvort aðgeröin hefur
heppnast eða ekki.
Viögerðá vél Hofsjökuls mun
taka þrjár til fjórar vikur.
—SG
l’
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
I
.J
Viðskiptavinur-
inn hefur alltaf
rétt fyrir sér
Sjá blS. 22-23
„Loka ekki
fyrr en ég
verð hand-
járnaöur”
Sjá bis. 6
sveitar-
stjórinn
skoraði
hrennu
Allt um ibréttir
á bls. 16-21
Það er ekki tekið út með sældinni að vera rallökumaöur og það fékk Hafsteinn Hauksson að reyna i
Húsavikurrallinu, sem fram fór á laugardaginn. Bfllinn tók upp á þvi að Ieggjast á toppinn þegar honum
fannst nóg um lætin og sem sjá má á þessari mynd er bfllinn ansi dældaður og illa farinn. En ekki þýðir
að gefast upp og Hafsteinn fékk hjálp góðra manna við að koma honum aftur á fjögur dekk. Sjá bls. 6.
(Vfsism. Ólafur Guðmundsson)
„Samþykkjum ekki
áframhald á taflinu”
- segir formaður bygginganefndar um útitaflið á Torlunni
„Við gáfum leyfi til að hefja
framkvæmdir samkvæmt þeim
bráöabirgðateikningum sem lágu
fyrir þegar fyrirspurnin barst til
okkar. Endanlegt útlitsskipulag
hefur ekki borist og þvi getum viö
ekki gefiö samþykki fyrir áfram-
haldi eða fullvinnslu útitaflsins á
Bernhöftstorfu”, sagöi Magnús
Skúlason, formaður bygginga-
nefndar Heykjavikurborgar.
„Mér finnst mjög áriðandi að
græna flötin sem liggur með hús-
um Bernhöftstorfu fái að halda
sér”.
Gerð útitaflsins mun hafa i för
með sér mikla útlitsbreytingu á
Torfunni, aðeins syðsti hluti
hennar, sem snýr að Amtmanns-
stig og mjó grasræma við Banka-
strætið munu halda sér. Annað
verður að mestu hellulagt.
Magnús sagðist persónulega
vera áhyggjufullur yfir þvi mikla
jarðraski sem orðið væri og sjá
mikiö eftir þessum græna bletti i
miðborginni.
„Það er fræöilegur möguleiki
að endanlegt skipulag hljóti ekki
samþykki og þá verði tyrft yfir
aftur. En sé miðað við þær já-
kvæðu undirtektir sem fyrir-
spurnin hlaut i bygginganefnd er
það fremur óliklegt. Aftur á móti
er vel mögulegt að farið verði
fram á einhverjar breytingar”.
Að sögn Magnúsar eru nú sið-
ustu forvöð að skila inn teikning-
um til bygginganefndar ef ljúka á
framkvæmdunum á tilsettum
tima, en fyrirhugað var að halda
taflmót á Torfunni i lok júlimán-
aðar. Taldi hann fremur óliklegt
að það stæöist. Það er borgar-
verkfræðingur sem annast þessar
breytingar.
-JB
Rúnturinn
endaöi í
fjörunni
Það getur verið ansi þreytandi
að rúnta heila nótt um höfuðborg-
ina. Það fékk 18 ára piltur að
reyna á laugardagsnóttina. Hann
hafði rúntað með félögum sinum
alla nóttina en undir morgun skil-
aði hann þeim af sér og ákvaö sið-
an að aka út á Granda.
Eftir þvi sem hann segir sjálfur
sofnaði hann undir stýri á Grand-
anum, með þeim afleiðingum að
bifreið hans lenti á ljósastaur,
sem kubbaðist i sundur við
höggið. Strákur vaknaði við vond-
an draum, steig út úr bilnum og
læsti. Hann ákvað að forða sér af
vettvangi og stuttu siðar komu
lögreglumenn að honum þar sem
hann sat á steini niðri i fjöru og
hugsaði sitt ráð.
Pilturinn meiddist litið og hann
var ódrukkinn.
—TT
Falkaungj
dreplnn
I hrelðri
Starfsmenn Náttúrufræðistofn-
unar.sem vinna aðrannsóknum á
Islenska fálkastofninum í Þing-
eyjarsýslum, kærðu fyrir nokkr-
um dögum dráp á fálkaunga i
hreiðri í landi HHðargerðis I
Kelduhverfi.
Unginn mun hafa verið skotinn
i hreiörinu og grunur leikur á að
annaö foreldrið hafi einnig verið
drepið.
Nokkrir aðilar hafa verið ákæröir
vegna málsins og beinist grunur
að ákveðnum manni. Máliö er i
rannsókn. —tt
«4...