Vísir - 06.07.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 06.07.1981, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Mánudagur 6. júli 1981 Matseðill heimilisins Guölaug Konráðsdottir húsmóðir í Garðabæ og meinatæknir á Vífilstöðum er með matseðil heimilisins í sínum höndum þessa viku. Þriðjudagsrétturinn hennar Guðlaugar, pokasteikt kindakjöt, er réttur sem þró- ast hefur á hennar heimili í tímanna rás, fyrirbæri sem ugglaust þekkist á hverju heimili. Það er einmitt það sem gerir matseðlana persónulega og ýtir undir hug- myndaflug hinna sem fylgjast með þeim. í hverri viku kemur eitthvað nýtt fram sem er heimatilbúið með sérkennum hvers og eins eða þeirra sem eldhússtörfin vinna. Mánudagur Fiskréttur með hrisgrjónum Fiskréttur þessi er ofnbakað- ur, uppskriftin var gefin af frú Völu Thoroddsen i Helgarpóst- inum i fyrra. bessi réttur mun vera ættaður frá Frakklandi og er mjög vinsæll á minu heimili, svo ekki sé meira sagt. Þriðjudagur Pokasteikt kindakjöt Bakaðar kartöflur Sósa Hrásalat “Matreiðsluaðferð: Bestir eru framhryggjarbitar og eru þeir kryddaðir með Season All . Smá smjörklipa er sett á hvern bita og siðan er kjötbitunum raðað i steikar- poka, (ekki hverjum ofan á ann- an). 1 meðalstór laukur er sett- ur i pokann, sem siðan er látinn i 180 gr. heitan ofn og bakað i 1 1/2 - 2 klukkustundir. betta er geysilega gott og eins einfalt og hugsast getur. Kartöflurnar eru bakaðar i ofn- inum lika, þar sem verður aðeins einn pottur óhreinn þeg- ar maður snýr sér að uppvask- inu, nefnilega sósupotturinn og finnst mér það aldeilis ljómandi notalegt. Sósuna bý ég ýmist til úr safanum, sem kemur af kjöt- inu eða nota Toro-sósu til dæmis Sky-saus. Miðvikudagur Djúpsteikt ýsuflök i Orlydegi Franskar kartöflur Cocktail-sósa eða remoulaði- sósa Hrásalat Fimmtudagur Snarl Gróft skorið grænmeti Soðin egg, ristað brauð. Marineruð sild i sinnepsósu Sinnepsósa: 4. msk sætt sinnep 3 msk olia 1 msk vinedik sykur eftir smekk dill Hræriö saman sinnepi, oliu og ediki og bragðbætið með sykri. Bætið ca. 2 msk af dilli i sósuna. Setjið sildarbitana i sinnepsós- una og geymið i kæliskáp i eina klukkustund, áður en borið er fram. Annars geymist sildin i sósunni i 4-5 daga i isskápnum. Föstudagur Fiskgratin Soðnar kartöflur Smjör Laugardagur Heit svið Kartöflumús Soðnar rófur Umsjón: Þóruna G«sts4éUir. Sunnudagur Köld svið með samskonar með- laeti og daginn áður P.S. Spónamatur eða eftir- matur er yfirleitt ekki á dag- skrá nema við hátiðleg tækifæri. Hver eru einkenni góörar hellsu? i skýrgreiningu Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar er stuðst við hugtakið líðan. Sam- kvætnt því sem sagt hefur verið hér á undan, þá hlýtur heilsan að vera annað og meira en að okkur liði vel og teljum okkur frisk. Góð heilsa og sorg eða einhverskonar bæklun geta vel fariö saman, ef við erurn þess megnug að tjá til- finningar okkar og þroska með okkur þá eiginleika sem vega upp á inóti bækluninni. Sá scm hefur fullkoma likamsbyggingu hefur ekki endilega ástæðu til að vera öruggari um heilsu sina en sá bæklaði. Sá sem er friskur leitast við að þroska sig bæði andlega og likamlega. Hann leitast við að kynnast likamlegum og andleg- um takmörkunum sinum og vinn- ur markvisst að þvi að færa þær út. Hann viðurkennir mistök og reynir að bæta úr þeim, leitar eft- ir samneyti við aðra, óháð kyni, kynþætti, stétt eða menntun og kann að meta jákvæða eiginleika i fari þeirra. Hann hefur næga likamlega og andlega orku til aö framfylgja áhugamálum sinum hvar og hvenær sem er. Gulrótln, vernd gegn krabbameini Árið 1974 komst norski læknir- inn Erik Bjelke að raun um að lungnakrabbi var sjaldgæfari hjá þeim mönnum sem borðuðu mik- ið af grænmeti, riku af B-karotini setn likaminn umbreytir siðan i A-vitamin, þegar hann rannsak- aði nokkur þúsund manns. Jap- anskar rannsóknir hafa einnig leitt i ljós að meðal reykinga- maiiii,. sem borða mikið af B- karou'uauðugu grænmeti koma um 25% færri Jungnakrabbatil- felli lram en hjá öðrum reykinga- mönuu.n. Gulrætur eru auðugar af B-karotini. Nýlega birtust niðurstöður frá Bretlandi, þar sem 16.000 karlar á aldrinum 35-65 ára tóku þátt langtimarannsókn. Tekiö blóð úr þessum mönnum og ,_____ geymt i nokkur ár, en þá höföu 86 úr hópnum dáið úr krabbameini. Þegar blóðið var siðan rannsakað og niðurstöðurnar bornar saman viö viðmiðunarhóp sem hafði reykt jafnmikið, kom i ljós blóð þeirra sem höfðu látist ýmsum tegundum af krabba- meini innihélt minna magn af A-vitamini heldur en hinna sem eftir lifðu. Halsa/heilsuvernd í var þaö að úr Hvað er vlrðis- aukaskattur? í umræðum um fjármálapóli- tik, skýtur orðið „virðisauka- skattur” sífellt oftar upp kollin- um. Menn ræða um hvort hentugt sé að koma honum á hérlendis eða ekki. Er þetta söluskattur, tekjuskattur, eða eitthvað sem aðeins f jármálasérfræðingar skilja? Við skulum reyna að fá botn í málið. Virðisaukaskatturinn er sér- stök tegund söluskatts. Með hug- takinu „virðisauki” er átt við þá verðmætisaukningu sem á sér staö i framleiðslustarfsemi fyrir- tækjanna. Þetta er mismunurinn á þeirri framleiðslu sem fyrir- tækið kaupir inn og þvi sem það skilar siðan af sér i' framleiðsl- unni. Meö þvi að leggja saman samanlagðan virðisauka i tiltek- inni atvinnustarfsemi hjá við- komandi fyrirtækjum, kemur verðmætasköpun þeirrar at- vinnugreinar i ljós. Virðisauka- skatturinn er lagður á sem ákveð- inn hundraöshluti i virðisauka fyrirtækisins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.