Vísir - 06.07.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 06.07.1981, Blaðsíða 27
 V' .• •• ■ Caroline og sköllótti, gáfaöi blaöa- maðurinn Heimildir okkar vestan hafs greindu nýlega frá þvi að Caroline Kennedy væri nú yfir sig ástfangin af skölióttu gáfumenni og kvennagulli, eins og það er orðað i fréttinni og er þar fullyrt að maður þessi, Martin Kaplan þritugur aðaldri, sé einhver eftir- sóttasti piparsveinn i Washington D.C. Caroline, sem er 23 ára gömul og dóttir Jackie Onassis og John heitins Kennedy, sást fyrst opin- berlega með Kaplan á fjáröfl- unarsamkomu, sem haldin var á vegum sjóðs Joseph P. Kennedys, afa Caroline, i New York nýlega, en þar voru viðstödd flest skyld- menni stúlkunnar og þykir það benda til að Caroline sé alvara með sambandi sinu við manninn. Martin Kaplan er blaðamaður aðatvinnuoghefur hann getið sér gott orð f Washington þar sem hann skrifar einkum um stjórn- mál, en hann mun einnig hafa skrifað ræður fyrir Walter F. Mondale, þegar Mondale varaforseti Bandarikjanna. Að sögn náinna kunningja Caroline, hefur samband þeirra varað alllengi þótt ekki hafi farið hátt um það. Það fylgir og sög- unni, að skyldmenni Caroline séu mjög hress með samband hennar og Martins enda er hann liklegur til að fara út i stjórnmál er fram liða stundir, eins og frændur hennar margir hafa gert. Caroline Kennedy og gáfumennið Martin Kaplan á diskóteki i New York, kvöldið sem þau opinberuðu samband sitt. MFf fT ki« Þau Janet og Tony komast nú bæði fyrir I gömlu buxunum hennar, — I sitt hvorri skálminni. A minni myndinni er Janet Kent þegar hún var yfir 120 kíló að þyngd. r Llf- hræðsla — og saknar þess ekki Það keniur engum á óvart aóVokoOno óttist um lif sitt ettii’ að hafa horft á mann sinn John Lennon skotin til hana i \ew York i désember sl. Voko aflýsti fyrirhugaðri heimsókn sinni til Bretlands eftir að byssumaðurinn var tekin i nánd við drottn- inguna nú nýverið og hún evðir 25 |)úsund dollurum á k viku til að borga vopn- jk uðum lifvörðum, sein gæta hennar allan sóiarhringinn... Umsjón: Svefnn Guðjónsson Janet Kent er ekki hálf mann- eskja á við það sem hún áður var og maður hennar, Tony, er ekkert óánægður með að hafa misst annan helminginn af konu sinni. Fyrir 18 mánuðum var Janet rúm 120 klló að þyngd en nú vegur hún aðeins um 60 kiió. Hjónin komast nú bæði fyrir i gömlu buxunum hennar, — I sitt hvorri skálminni og bæði eru þau himinlifandi yfir Hunda- heppni Tikin Sandy hrósaði happi er hún féll niður af áttundu hæð i fjölbýlishúsinu þar sem hún býr. Fallið var um 100 fet og til allrar hamingju slapp hún með sprungna vör er hún lenti á þaki kyrr- stæðrar hifreiðar á bilastæðinu. A meðfylgjandi mynd sjáum við merktar með X-i svalirnar, þar sem loftferö Sandy hófst og með eyranu bendir hún okkur á leiðina sem hún fór. þróun mála. Janet fór i megrunarkúr dag einn þegar hún keypti sér peysu og komst að raun um að aðeins karlmannastærðir pössuðu á hana. Hún hætti að borða sykur, feitmeti, súkkulaði og kökur, en þess i stað borðaði hún eingöngu grænmeti og ávexti og árangur- inn lét ekki á sér standa eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.