Vísir - 06.07.1981, Blaðsíða 35
v,-;*'’v‘’
i r i *m ■
Mánudagur 6. júli 1981.
mtm
Konráö Sigurösson viö Trabantinn sinn, en hann bar sigur úr býtum I ökuleikninni á Siglufiröi. Hann
(þ.e.a.s. Konráö) er þó ekki gjaldgengur i úrslitakeppnina sökum aldurs.
Ökuleiknin ’81
Alllr burftu að keppa
á sama hjðllnu
- vélhlélum sauðkrækllnga í mörgu álátl
Ökuleiknin heidur áfram ferö
sinni um iandiö og allt gengúr
eins og í sögu eöa þar um bil.
Okkur hafa nú borist úrslit' aö
noröan og í dag veröur skýrt frá
gangi keppnanna á Sauöárkróki
og Siglufiröi. Af óviöráöan-
legum ástæöum veröum viö aö
fresta birtingu úrslita frá
Blönduósi en þau ættu aö koma i
næsta pistli frá ökuleikninni.
Fyrir viku siðan mættu
Sauðkræklingar galvaskir til
leiks og þrátt fyrir að heima-
menn funduðu á sama tima úm
Blönduvirkjunina blessuöu tóku
margir ökuleiknina frani ýfir
virkjunarþrasið. Arangur
keppenda varð mjög góðúr og
sigurgvegarinn hjó nálægt meti
tsfirðinga en fáeinar sekúndur
skildu á milli. ■’ •
Röð efstu keppanda varð
þannig:
1. Gunnar Steingrimsson á
Mazda 626 með 157 refsist.
2. Hafþór Júliusson á Mazda
með 818 með 171 refsist.;
3. Birgir Valdimarsson á Lada
með 187 refsist.
Gunnar reyndist hins vegar
vera of gamall til að komast i
úrslitakeppnina og tekur Hafþór
þvi sæti hans þar.
Einnig var haldin vélhjóla-
keppni á Sauöárkróki og gekk
þar á ýmsu. Einn keppenda
lénti i slysi á leið til keppninnar
en slapp svo til ómeiddur og vél-
hjólum keppenda var það áfátt
að allir þurftu þeir að keppa á
einu og sama hjólinu, sem einn
þeirra átti. En árangurinn varð
samt ágætur og röðin varð
þessi:
1. Björgvin Júliusson á Honda
SS50 með 111 refsist.
2. Birgir Bragason á Honda
SS50 með 138 refsist.
3. Einar Sævarsson á Honda
SS50 meö 144 refsist.
Trésmiðján Borg á Sauðár-
króki gaf verðlaun til beggja
keppnanna á staðnum.
A annað hundrað Siglfirðinga
lögðu leið sina á knattspyrnu-
völl bæjarins á sunnudaginn
siöasta til að fylgjast með öku-
leikninni. 15 keppendur skráðu
sig i keppnina og árangurinn lét
ekki á sér standa. Röð efstu
keppenda varð þannig:
1. Konráð Sigurösson á Trabant
með 199 refsist.
2. Jón Pálsson á Taunus 17M
með 211 refsist.
3. Þorgeir Reynisson á Mazda
616 með 240 refsist.
Enginn þeirra fyllir þó þau
skilyrði, sem sett eru um
aldur keppenda i úrslita-
keppninni, og það veröur þvi
GuðniSigtryggsson, sem lenti
i 5. sæti, sem verður fulltrúi
Siglfirðinga i úrslitakeppn-
inni i haust. Kaupfélag Ey-
firðinga á Siglufirði gaf verð-
launin. Næstu ökuleiknir
verða á Neskaupstað i dag,
Eskifirði á morgun og Höfn á
mánudag, og Hornfirðingar
keppa á vélhjólum á þriðju-
daginn.
Enn verðum við að koma á
framfæri leiðréttingu vegna
frétta af ökuleikninni og
viljum við biðja lesendur og
viðkomandi afsökunar á fljót-
færninni. Stúlkan, sem
sigraði i vélhjólakeppninni á
Isafirði á dögunum, heitir
Friða Halldórsdóttir en ekki
Friða Björnsdóttir. —TT
advörun
til
bifreidaeigenda
Þar sem talsverð brögð eru á því aðfluttir
séu til landsins nýjir hjólbarðar sem ekki
standast gæðakröfur framleiðenda,
vekjum við athygli bifreiðaeigenda á
eftirfarandi: Hjólbarðar, þar sem nafn
framleiðanda hefur verið máð af, eða eru
merktir “SECOND“, “NA“ eða “NO ADJ“,
eru á meðal þeirra dekkja sem teljast
gölluð framleiðsla og framleiðandi tekur
enga ábyrgð á.
Sem umboðsmenn fjölda viðurkenndra
hjólbarðaframleiðenda bendum við á
mikilvægi fullrar og ótímasettrar
ábyrgðar.
Er öryggi þitt og fjölskyldu þinnar ekki
góðra hjólbarða virði?
JÖFUR
HF
35
Hvaö er að gerast i gömlu
bakarabrekkunni? Spurði sá
sem ekki vissi. Fyrst kom þétt-
ing byggöar i hugann. Þarna
væri byggöin elst og þvi ekki
nema von að hún væri farin að
leka og forsprakkar um þétt-
ingu hennar væru komnir á
vettvang. Svo heyröist að sal-
erni fyrir fatlaða vantaði i torf-
una, en gröfturinn var svo um-
fangsmikill að hann hlaut að
vera fyrir einhverju ööru en þvi.
Síðasta tilgátan sem kom I hug-
ann áður en upplýsinga var
leitað beindi spjótunum að þjóð-
minjaverði. Sem kunnugt er
hafa Torfusamtökin sem svo
eru nefnd ákveöiðað reisa nýjar
fornminjar efst i brekkunni.
Ekki var ótrúlegt að Þór
Magnússyni hefði þótt rétt að
nota þetta gullna tækifæri og
koma um leiö fyrir slangri af
fornleifum inn i brekkuna. Það
væri ekki ónýtt ef koma mætti
þarna fyrir tóftarbrotum úr bæ
Ingólfs, sem finna mætti aftur
þegar tóm gæfist til. Mitt i þess-
um þönkum kom aö undirrituð-
um einn af borgarfulltrúum
grænuandbyitingarflokkanna i
borgarstjórnarmeirihlutanum.
Ekki kom á óvart aö rekast á
hann i miöbænum, því hann
hefur ekki einu sinni tiltrú til að
fara i sumarfri, ef marka má
siðustu fréttir. Hann hafði svör
á reiöum höndum. Þetta jarð-
rask var ekki til komið vegna
neinna þeirra tilgáta sem að
framan eru nefndar. Hann
neitaði þvi lika að Páimi i Hag-
kaupi ætlaði að reisa stór-
markað upp úr þessum grunni.
Hér á aö koma tafiborð sem
vcrður sjö sinnum sjö metrar á
kant. Sjötiu sinnum sjötíu
metrar meinarðu? Nei, nei, sjö
sinnum sjö. A borðinu verða
vandaðir taflmenn sem skák-
áhugamenn geta notað þegar þá
langar til einhvern góðviðris-
daginn. Ekkert er tii sparað og
til að mynda er hvor drottning
ein fjörutiu kiló og aörir tafl-
menn þvi sem næst i likams-
stærð. Við ætlum að fá stór-
meistarana okkar til að vigja
taflið við hátiðlega athöfn. Það
slær á þann lævisa og ósann-
gjarna áróður að borgar-
stjórnarmeirihlutinn sé fjand-
samlegur umhverfis* og úti-
vistarmálum eins og ihaldið
reynir að læða að fólki. En i
þessari brekku voru ailtaf aðal-
samkomurnar á sumardaginn
fyrsta? Já, en við felldum niður
þær skemmtanir og enginn sá
eftir þeim. Þegar tafliö keraur
verður lika eitthvað viö að vera
fyrir fólkiö i bænum.
Þá var skýringin fundin og
hún ekki ónýt. Það fer vel á þvi
að sjálf höfuðborg skáklistar
heimsins og embættissetur for-
seta hennar fái slikt skákborð i
hjarta sínu. Hér snýst allt um
skák. Ritstjórar þjóðarinnar
ganga fyrirvaralaust og án þess
að hafa hugmynd um það i
skákfélög. Hér vann Fischer
heimsmeistaratignina en virtist
skömmu siðar tapa sjálfum sér
og þar með titlinum. Og hingað
er nú síðast kominn heimsfræg-
ur skáksnillingur frá Kommún-
iska-GuIlskák-Bandalaginu sem
undirritaður man ekki hvernig
er skammstafað, til þess að
kenna okkur. Fjörutíu og nlu
fermetra skákborð, sem grafa
veröur sundur miðborgina til að
koma fyrir, er þvi ekki nema
sterkur leikur i stöðunni, hjá
borgarstjórninni. Hins vegar er
ekki vist að þeir Friðrik ólafs-
son og Guðmundur Sigurjónsson
séu réttu mennirnir til að leika
skákina á vlgsludeginum. Ef að
rétt er að drottningarnar séu ein
40 kiló væri kannski öruggara að
fá þá Skúla óskarsson og
Tarsan til að byrja og veröur
það bara að ráðast hvort þeir
kunni mannganginn.
Svarthöfði