Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 6. desember 1969. TÍMINN 3 íslenzkur iðnaður og EFTA Guðmundur Magnússon í skýrslu um íslenzkan iðnað og EFTA „ÓGJÖRNINGUR AÐ LEGGJA ÚT f MIKLA SÖFNUN FRUMGAGNA“ „Niðurstöðurnar ekki áreiðanlegri en þær upplýsingar sem unnið er úr“ prjónaiðnaði eftir ullarbandi o.s.frv. 112. Sú stefna, setn við fylgj- um í 1 andbúnaðarmálum, veld- ur iðnaðinrjm í sutnum tiifell- um óhagræði. Vegna þess inn- flutningsbanns, sem ríikir á 1 an d'búnaðarafurðum, — en EFTA-samstarfið nær eMd til þeirra — geta iðnrelkendur ekki valið á milli innlends og erlends hráefnis í slítoum til- felum, þótt um gæða- eða verðmismun gœti verið að ræða. Væri eðlitegt að endur- skoða a-«i.k. viss svið landbún- ■aðarstefnu okkar með til'liti til þess, hvort hún valdd iðnaðin- um óhagræði. 14. Ástæðutaust er. að van- raekja Amieríkumarkað, þótt gengið yrði í EFTA. Þar er stór markaður og kaupgeta miki'l. T. d. virðist einkum um Ameríkamarkað að ræða fyrir útflutning á skinnavöru og hús gagn af ramleiðslu. 15. Aukin samkeppni gerir auknar kröfur til stjómhæfni. Leiðtogar iðnaðarins verða að vera opnir fyrir öllum fram- förum á sviði stjórnunar, skipu lagninigar, tæknibreytinga og sölustarfsiemi." Framleiðni minnkaði 1967 í fimmta kafla skýrslunnar er fjallað um þróun iðnaðarins 1960—’68, og eru þar ýmsar at hyglisveröar upplýsimgar, m. a. þessar: „17. Ef litið er á rekstraryfir lit iðnaðar 1964—’68, sem Efnahagsstofnunim hefur tekið saman og byggt er á úrtaki, kernur m ,a. í ljós, að ágóði eftir skatt minnkaði í iðnaði (öðrum en fiskiðnaði) 1964— ’67, en jökst síðan aftur 1968. Þá minnkun, er varð 1964—’67, má rekja til afkiomu einstakra iðngreina. Minnku'nina 1964— ’65 má rekja til ágóðarýmunar í tollvernduðum iðngreinum, 1966 og 1967 má rekja ágóða- minnkunina til afkomu í málm-, skipasmíða- o>g bifvéla- iðnaði. 18. Ágóði ef'tir skatt lækkaði í tollvernduðum iðnaði 1964— ’65 en hækkaði nokkuð 1966 en verulega 1967 og 1968. Greimilegt er, þagar á heildina er litið, að hin mikla aukning áigóðams 1967 og 1968 varð vegna þess að fyrirtækin hafa minnkað framileiðslumiagnið, en hæikkað verðið. 19. f lítt eða ekki tollvernd- uðum iðngreinum fellur á-góð- inn 1964—1968. 20. Meðaltal hlutfaUsl'egrar hækkunar ma'gn'VÍsiitölu frá fyrra ári í iðnaði (öðrum en fiskiðmaði) er samkvæmt út- reiknimgi 3.6% á tímahilinu 1960—’67 21. Varðandi vinnuaflsnotk- un í iðnaði, hefur hún verið stöðuigri í iðnaði öðrum en fisk iðnaði. Manmárum fjöl-gar í iðn aði 1960—1966, en fækkar 1967. 22. Að sjálfsögðu er ekki nóg aið rýna í atvinnumagns- tölur og framleiðslumagnstöl- ur sitt í hvoru lagiC Það verð- ur einnig að taka tillit til fram- leiðni. Áætlað er, að framleiðni þ e. hlutfall framleiðslumagns- vísitölu og atvinnumagnsvísi- tölu, hafi aukizt um 7,8% í iðn- aði (öðrum en fiskiðnaði) 1960 —1963, en um 2,3% 1964— 1966, og lækkað um 0,8% 1967. “ Vmsar afchyglisverðar upplýs- ingar aðrar um iðnaðinn eru í þessum kafla, en síiðar í honum er bent á, að „meðalbirgðir fyrirtækja af hráefnum og hálf unmum vörum annars vegar og fullunnum vörum hins vegar, ættu að gefa til kynna, hversu laingur tilkynningarfrestur þyrfti að vera við EFTA-inn- göngu, ef til kæmi. Einnig ættu upplýsingar um meðal- birgðir, fremur en þær birgðir sem eru í skattframtölum og mi-ðast við árslok, að vera til hagræðis, ef sá kosfcur yxði valinn, að endurgreiða tolla aft- ur í tímann. Upplýsingarnar voru ekki nægilega traustar til að draga neinar ályktainir um þetta efni“. Starfsfólk í vernduðum iðngreinum I lok þessa kafla er svo fjall- að um m. a. starfsmannahaldið, og segir þar m. a.: „35. Áætlað er að í vemdu®- um iðnaði (að skinna- og leður- iðnaði o-g innréttingasmíði frá- taldri) starfi 3500—3600 manns, eða um 4,8% alls starf- andi fólks í landinu. 36. Fjölmennustu vernduðu iðngreinamar eru fatagerð og húsgagnagerð, en við þær vinna um 40% starfandi fólks í vemd uiðum iðngreinum. Ullarþvott- ur, spuni og vefnaður er þritðja fjölmennasta greinin, en þar em um 11% starfandi fólks í vernduðum greinum. 37. Hluti starfsmanna, sem unnið hefur a. m. k. 5 ár hjá sama fyrirtæki, gefur m. a. til kynna stöðugleika atvinnu í við- komandi grein. Þessi hluti er áætlaður o. þ. b. 50% í toll- vernduðum greinum. Segir þetta líka nokkuð um örðug- leika á að skipta um atvinnn, ef í óefni horfði í greininni. 38. Mjög er eftirtektarverð, að áætlaður hluti kvenna af vinnandi fólki í vernduðum greinum er um 65—70%. Þessi hái „kvenstuðuM“ bendir til Framh. á bls. 11. -4 60 þús. Tónabœ OÓ-Reykjavík, föstudag. 60 þúsimd gestir hafa komið í Tónabæ á því tæpa ári sem húsið hefur verið rekið. Mest var aðsóknin í septembennán uði s. 1. en þá komu um 11 þúsund gestir í Tónabæ. Að fenginni þeirri reynslu sem nú er komin á starfsemina hafa verið lögð di ög að rekstri Tóna bæjar næsta ár, og verður starf seminni hagað að mestu eins og verið hefur til þessa, en nokk ur nýmæli tekin upp. Þetta kom fram á fundi sem forráðamenn Tónabæjar héldu með blaðamönnum í dag. Sagði Steinþór Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri hússins, að dag- skrá og skipulag Tónabæjar sé sniðið eftir óskum ungs fölks og séu forráðamenn húsins ávallt reiðubúnir að hlusta á óskir æskunnar um nýjungar og breytingar á rekstrinum. Meðal þeirra nýjunga sem nú eru á döfinni í Tónabæ, má nefna að þeir sem sækja þar dansleiki á fösfcudags- og laugardagskvöldum fá ókeypis happdrættismiða og eru tveir vinninganna ferðalög til Lond on og dvöl þar. Hafin er undir bú'ninigur j ól atr éssikemmt ana fyrir börn og munu krakkarn ir fá tækif. til að sjá o<g heyra komu í ú úrínu Ævintýri og eftir áramót verð ur grímudansleikur. f byrjun næsta árs verður félagasamtök um O'g klúbbum æskufólks gef inn kostur á að kynna starfsemi sína með sérstökum dagskrám eða sýningum á ýmsum verkefn um, sem tiltekin samtök vinna að. í kjal'lara hússins er búið að innrétta sal þar sem hljóm- sveitir fá aðstöðu til æfinga. í ráði er að koma upp fleiri leik tækjum en nú eru í húsinu, og verða þau þá sett í anddyri. Vikuleg dagskrá Tónabæjar verður þannig: vetur: Sunnudagar: kl. 3—6 Dansleikir fyrir 13— 14 ára. Aðgangseyrir 50 krónur. Hljómsveitir leika. Sunnudagskvöld: kl. 8 — 11. Opiið hús fyrir 14 ára og eldri. Aðgangseyrir 10 kr. Diskótek, leiktæki. Mánudagskvöld: Til leigu og afnota fyrir félaga samtök og skóla. Þriðj lagsk 'öld: fcl. 8—11. Opið hús fyrir 14 ára og eldri. Aðgangseyrir 10 kr. Diskótek, leiktæki. Miðvikudagskvöld: Til leigu og afnota fyrir félaga samtök og skóla. Framhald á bls 11 Vistheimili Bláa bandsins í Víðinesi: Hefur hjálpað drykkju sjúklingum s.l. tíu ár SB—Reykjavík, föstudag. Vistheimili Bláa bandsins í Víði nesi á tíu ára starfsafmæli um þessar mundir. Þótt heimilið sé kennt við Bláa bandið, er það sjálfseignarstofnun, og starfsemin þar er í því fólgin, að hjálpa drykkjusjúkum mönnum til að ná fótfestu í lífinu á nýjan leik. Á Vistheimilinu í Víðinesi dveljast nú 25 menn og er það fullskipað. Vistmenn stunda ýmiss konar störf á þeim sex mánuðum, sem hver þeirra dvelur þar, sér til andlegr- ar og líkamlegrar uppbyggingar. Þótt Víðinessheimilið hafi nú starfað í tíu ár, er almenningi lítt kunnugt um það og starfsemi þess, sem er margþætt. Bláa bandið keypti árifð 1958 jörðina Víðiues á Kjalarnesi, en hún er um 80 ha. að sitærð. Umhverfið er mjög faill- egt, og sést vítt og breitt yfir. ÖIl hús á Jörðinni höfðu brunnið, nema 40 kúa fjós. í því fjósi hófst starfsemi Víðinessheimilisins. Fyrsti vistmaðurinn var innritaður 3. desember árið 1959. Byggður var vinnuskáli, ein þar eru aðallega steyptar hellur og steinar, til notkunar bæði þar á staðnum og anmarssta@ar. Verk- stjóri í stcinagerðinni er Logi Sveinsson, múrarameistari. Þá heyja vistmenn tún jarðarinnar og selja afraksturinn hrossaeigend- um í Reykjavík. Einnig er þarna stunduð garðyrkja og hrognkelsa- veiði. Af þessu öllu hefur heimil- ið nokkrar tekjur, en aðrir tekju- stofnar eru daggjöld vistmanna, 50 þús. árlegur rekstrarstyrkur frá gæzluivistarsjóði og 125 þús. króna árlegt framlag frá Reykja- víkurborg. Á vetrum er eingöngu stunduð innivinna í Víðimesi, þá setja vist- menn upp línur fyrir L.Í.O. og skapar það talsverða vinnu. Auk þess sér Víðinessheimilið um nýt- ingu tveggja jarða í eigu Reykja- víkurborgar, Þerneyjar og Gunnu- ness. Vinnutíminn er 6 stundir á dag, frá 9—12 og 1—4. Vistmenn fá gfeiddar 50 kr á dag, sem þókn- un, til kaupa á tóbaki og nauðsynj- um. Aðalatriðið í starfsemi vistheim ilisins í Ví'ðinesi, er þó að hjálpa drykkjumönnum til að koma umdir sig fótunum og gera þá færa um að sjá fyrir sér. Á Víðinesheimilið kemur enginn, nema sjálfviljugur, menn, sem vilja losna úr vandræð- urnuim og geta unnið fyrir sér. Senda þarf skriflega umsókn og er dvalartíminn minnst sex mán- uðir. Ef menn þá æskja þess, geta þeir verið 3 mánuði til við- bótar, áður en þeir útskrifast. Ef illa gengur fyrir mön-num að fóta sig á eftir, geta þeir fengið að koma aftur og vera enn 3 mámuði. í Víðinesi hafa dvalizt 199 vist- menn frá upphafi, þar af hafa 38 verið þar tvisvar og 27 oftar. Nú er rými fyrir 25 menm, þannig aið 50 menn dveljast þar árlega. Þetta eru eimgömgu menm, sem vilja halda sér frá freistimgum áfengis- ims og venja sig af því, en ekki 6- læknandi drykkjusjúklingar. Hins vegar er það framtíðarhuigsum, að koma upp í Víðinesi eins konar vísi að elliheimili fyrir drykkju- sjú'k gamaimenni, sem teljast ó- læknandi. í september 1967, var Víðiness- heimilið gert að sjálfseignarstofn- um og hefur það starfað þannig síð- an. Stjótn heimilisins er skipuð fimm mönnum, og hefur hún ver- ið óbreytt frá upphafi. Formaður er Jónas Guðmundsson, varafor- maður Guðmundur Jóhannsson, félagsráðgjafi, ritari er Vilhjálm- ur Heiðdal, meðstjórnendur Jónas Thoroddsen, bæjarfuilltrúi á Akranesi og Sigurður Egilsson, verzlunarfulltrúi í Reykjavík. Ráðsmaður í Víðinesi er Pétur Sigurðsson og ráðskona er eigin- kona hans, Guðríður Kristjáns- dóttir. Verksjóri er Ragnar Guð- mundsson og einnig starfar þarna eiginkona hans, Áróra Oddsdóttir. Þá er upptalið fólkið í Víðinesi, nema ef telja skyldi huldukonuna með. Hún er langa lengi sögð hafa búið í steini í túninu og þykjast jafnvel sumir sjá hana enn þann dag í dag. \

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.