Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.12.1969, Blaðsíða 1
) A yf í 1 Af K ’ <$> fnmni 271. fbl. — Laugardagur 6. des. 1969. — 53. árg. ! ífU. r $ 1 Æ SAMVTNNUBANKINN -7 % rTWINN BANKI jf \ ^ ^^castr.7 ^ Olafur umEFTA tillöguna EJ—Reykjavík, föstudag. f fréttaauka í útvarpinu í kvöld var rætt við forystumenn stjórnmálaflokkanna um afstöð- una til EFTA. Ólafur Jóhannesson, formað- ur Framsóknarflokksins, var spurður um þaið, hvernig hon- um finndist að unnið hefði verið að undirbúningi þeirrar tillögu um aðild Islands að EFTA, sem lögð var fyrir Alþingi í dag. Sagði Ólafur, aið það hafi ekki verið vel unnið að. Hefði þurft að marka heildarstefnu í málefnum iðnaðarins, og jafn framt gera ýmsar ráðstafanir hér innanlands, áður en tekin væri afstaða til aðildar. Aðspurður um afstöðu þing- manna Framsóknarflokksins, sagði Ólafiur, að þingfflokk- urinn hefði enn ekki tekið af- stöðu, en myndi fjalla um mál- ið nú þegar tillagan væri kom- in fram ásamt öMum gögnum, sem fyrir lægju í málimu. Minkurinn tollfrjáls til landsins TK—Reykjavík, föstudag. í dag gaf Magnús Jónsson, fjármálaráðheiTa, væntanlegum loðdýraræktarmönnum fyrirheit um það, að tollur af innfluttum minkum, lífdýrum, verði afnum inn í vetur og lífdýr verði flutt inn tollfrjáls að vori. Skv. núgildandi tollskrá er 50% toll ur af innfluttum lífdýrum. Yfirlýsingu þessa gaf Magnús Jónsson fulltrúum Loðdýrs h.f. í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi og loðdýraræktarmönn- um frá Húsaví'k á fundi í dag. Á morgun munu sömu aðilar eiga viðræður við yfirdýralækni um væntanlega loðdýrarækt en gerðar eru strangar kröfur til heilbrigðis dýranna í þeirri reglugerð, sem sett hefur verið um loðdýrarækt. Fyrir liggur nú staðfesting frá dýralæknis yfirvöldum í Noregi, að þau lífdýr, sem keypt verði þaðan til íslands muni vera fullkom- lega heiibrigð. Forráðamenn Loðdýrs eru nú, er þetta liggur fyrir, að hefja rekstur loðdýra bús þegar á næsta vori. í blaðinu á morgun verður birt frétt frá síðasta hluthafa- fundi í Lofdýr h. f. þar sem þessi mál voru til umræðu. Þingflokkur Framsóknarflokksins hóf að ræða EFTA-tillögu ríkisstjórnarinnar sfðdegis f gær, þegar titlagan ásamt fylgiskjöium lá fyrtr. Myndin sýnir hluta þingmanna á þingflokksfundinum í gær og er Ólafur Jóhannesson, formaður flokksins, fyrir miðju. (Tímamynd—QE) Alþingi hefur fengið aðild íslands að EFTA til meðferðar: Tillagan um aðildina að EFTA rædd á mánudag LL—Reykjavík, föstudag. í dag var þingsályktunartiUaga ríkisstjórnarinnar um aðild fs- lands að EFTA lögð fram á Al- þingi. Er tillagan sjálf mjög stntt og fjallað aðeins um það, að Al- þingi álykti að fela ríkisstjórn inni að gerast fyrir íslands hönd aðili að Fríverzlunarsamtölaim Evrópu, EFTA. Mun málið tekið til fyrstu umræðu á Alþingi á mánudaginn. Með tillögunni er fjöldi fylgi- skjala og skýringa á samningunwm og er það 196 blaðsíðna bók. Tillagan sjálf er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að heimila ríkis- stjórninni að gerast fyrir íslands hönd aðili að Frfverriunarsamtök um Evrópu, þ. e. European Free Trade Association." f greinagerðiinni segir m. a. um toUamál. Fallizt var á þá ósk, að íslend ingar njóti þegar við inngöngu í samtökin þess tollfrelsis, sem þau hafa komið á í viðskiptum sín á milli, en íslendingar þurfi hins vegar ekki að afnema verndartolla sína nema í áföngum á tiu ára tfma bili. Gert er ráð fyrir því, að Vernd artollar verði lækkaðir um 30% við inngöngu í Fríverzlunarsam- tökin. Tollar höf ðu ekki verið lækk aðir eftir gengikbreytinguna 1968 og raunveruleg tollvernd þess vegna farið vaxandi. í kjölfar þess, að fyrsta tollalœkkunin er svona mikil, var hægt að ná samkomu lagi um, að engin frekari tollalælkk un ætti sér stað næstu fjögur ár- in. En frá 1. janúar 1974 er gert ráð fyrir 10% tollalækkun á ári, þangað til verndartollar hafa verið felldir niður að fullu 1. janúar 1980. Ákvœði um þessi atriði er að finna í 1. og 2. Mð aðildarsam þykktarinnar. löja í Reykjavík andvíg EFTA-aöild EJ-Reykjavík, föstudag. Á framhaldsaðalfundi Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, sem haldinn var í gær, var samþykkt ályktun, þar sem andmælt er hugsan- leg»-i aðild íslands að EFTA og bent á, að afleiðing henn- ar verði sennilega sú, að „mikill fjöldi iðnverkafólks missi atvinnu sína vegna samdráttar í ýmsum iðn- greinum". Álykbunin hljóðar svo í heild: „Vegna þeirra umræðna, sem fram hafa farið að undaafömu um EFTA-aðild íslands, lýsir framhaldsaðalfundur Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, haldinn 4. des. 1969 í Lindarbæ, því yfir, að Hðja getur ekki mælt með aðild Islendinga að EFTA meðan engar staðreyndir liggja fyrir um jákvæð áhrif slíkrar að- ildar á efnahagslíf þjóðarinmar. AHar líkur benda hins vegar til, alð mikiM fjöldi iðnverkafólks missi atvinnu sína vegna samdrátt- ar í ýmsum iðngreinum. Þá vekur fundurinn athygli á þeriri framkomu stjórnvalda, að kynna málið aðeins fyrir iðnrek- endum og öðrum atvinnurekend- um en ekki fyrir samtökum iðn- verkafólks, þess fólks sem næst er höggvið með EFTA-aðMd. Slfk framkoma er sízt til þess fallin, að vekja traust á baráttu stjórnvalda fyrir þessu máli.“ Þótt aðild að EFTA skyldi ekki til lækkunar á öðrum toHum en verndartoHum, er engu að síður augljóst, að iækka verður toHa á hráefnum og vélum, sem notað er eða yrði í íslenzkri iðnaðarfram leiðslu, svo að bún verði ekki að þessu leyti verr sett en iðnaðar framleiðsla í öðrum aðildarríkj um Fríverzlunarsamtakanna. Er gert ráð fyrir, að tollar á hráefn um lækki yfirleitt um 50% við inngöngu í Fríverzlunarsamtökin og toUar á vélum verði yfirleitt 7%. Þetta veldur því, að tollvernd íslenzks iðnaðar sem heildar muni ekki minnka fyrstu fjögur árin eftir inngöngu í Fríverzlunarsam tökin. Áætlað er, að þessar toUa- lækkanir jafngildi nálægt 500 millj. króna tekjumissi hjá ríkis sjóði. Er gert ráð fyrir hækkun á söluskatti sem þessu svarar. Áihrif toMalækkananna til lækkunar vísi tölu framfærslukostnaðar eru mjög svipuð áhrifum söluskatts- hækkunarinnar til hækkunar á vísitölunni, þannig að þessi breyt- ing á tekjuöflunaraðferðum rfkis sjóðs hefur ekki áhrif á fram færslukostnað. f 4. lið aðildarsamþykktarinnar eru ákvæði, sem heimila íslandi að hækka gildanci toUa eða leggja á nýja tolla á fyrstu fimm árunum eftir inngöngu, ef slíkt er talið æskilegt eða nauðsynlegt tM að stuðla að þróun nýrra iðngreina í 5. lið aðildarsamþykktarinnar eru ákvæði um afnám verndar, sem falizt getur í fjáröflunartoll um. f 3. lið aðildarsamþykktarinn- ar er kveðið svo á, að sá grunn- tollur, sem lækkanir íslenzkra tolla Framh. á bls, 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.